Fréttir eftir mánuðum

Bjarki, María og Valgarð í Útsvarinu

29.11.2012

Bjarki, María og Valgarð í Útsvarinu á föstudaginn

Mosfellsbær fór með sigur af hólmi gegn Borgarbyggð í Útsvarinu þann 26.október sl. í stórskemmtilegum þætti. Liðið kemst því áfram í aðra umferð ásamt fimmtán öðrum. Föstudagskvöldið 30.nóvember keppir Mosfellsbær gegn Reykjanesbæ. Mosfellingar fjölmenntu í sjónvarpssal síðast og er von okkar að svo verði aftur

Meira ...

JÓLALJÓSIN TENDRUÐ

29.11.2012

Jólaljósin tendruðKveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu,  þann 1. desember 2012 kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, Leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Barnakór Varmárskóla syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni kíkja á okkur ofan úr Esjunni  þennan dag til dansa í kringum tréð með börnunum. 

Meira ...

Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun

28.11.2012

Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnunÁ blaðamannafundi í dag, fimmtudaginn 28.nóvember, kynnti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri átak í sölu atvinnulóða í Mosfellsbæ. Á fundinum kynnti Teitur Gústafsson innkaupastjóri hjá Ístak einnig lóðir á Tungumelum sem Ístak hefur til sölu. Við þetta tilefni lýsti Teitur yfir ánægju starfsfólks Ístaks er með veru sína hérna í bænum en eins og flestum er kunnugt þá flutti Ístak höfuðstöðvar sínar í Mosfellsbæ fyrr á árinu.

Meira ...

Menningarstefna fullmótuð

28.11.2012

moslitMenningarmálanefnd hefur unnið að menningarstefnu Mosfellsbæjar allt frá árinu 2006 með hléum, en eftir mótun stefnu Mosfellsbæjar hófst stefnumótun málaflokka í samræmi við hana. Menningarmálanefnd lauk gerð stefnunnar með því að halda opinn fund um lokadrög hennar núna haustið 2012.  Að teknu tilliti til athugasemda íbúa lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi stefnu.

Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

26.11.2012

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar 28.11Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20.00 verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Að þessu sinni höfum við fengið Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna til að fjalla um einn þessara þátta, lýðræði og mannréttindi.

Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2013-2016 samþykkt

22.11.2012

Merki MosfellsbæjarFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt í bæjarstjórn í gær 21.nóvember. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur rúmlega 33 mkr. Megináherslur í fjárhagsáætlun 2013 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um þá grunn- og velferðarþjónustu sem veitt er af stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2013 er verið að leggja meiri fjármuni í þjónustuna en nemur verðlagshækkunum sem vonandi verður til þess að bæta þjónustu við íbúa enn frekar.

Meira ...

Inngangur að aðventunni með Bæjarlistamanni Mosfellsbæjar

22.11.2012

Inngangur að aðventu með Páli HelgasyniEins og flestir vita var Páll Helgason sæmdur viðurkenningunni Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2012 við glæsilega athöfn í ágúst sl. Páll hefur víða stigið niður fæti í kórastarfi í og í kringum Mosfellsbæ. Í Hlégarði miðvikudaginn 28.nóvember kl.20.00 munu Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga, kórar sem Páll stofnaði, koma fram og syngja fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. jólalög og lög útsett af Páli sjálfum.

Meira ...

Uppskeruhátíð Aftureldingar

15.11.2012

Uppskeruhátíð Aftureldingar Næstkomandi laugardag 17.nóvember verður haldin í íþróttahúsinu að Varmá glæsileg íþróttahátíð allra barna í Mosfellsbæ 10 ára og yngri óháð því hvort þau æfa íþróttir eða ekki. Kaffiveitingar og íþróttanammi í boði ásamt frítt í sund frá kl. 12-13. Hvetjum alla til að mæta sem hafa tök á

Meira ...

Bókmenntahlaðborð alger veisla

14.11.2012

BókmenntahlaðborðBókmenntakvöld Bókasafnsins verður haldið miðvikudaginn 14.nóvember kl 20-22.
Einstakur viðburður sem enginn bókaunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis

Meira ...

Festum tunnurnar

13.11.2012

festum dtunnurnarNú eiga allir íbúar í Mosfellsbæ að hafa fengið bláa pappírstunnu til viðbótar við svörtu/gráu sorptunnurna, þannig að víðast eru nú tvær sorptunnur við hvert hús. Þar sem vetur gengur nú í garð með auknum vindi og einstaka óveðri vilja bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að festa sorptunnur sínar vel til að koma í veg fyrir að þær fjúki.

Meira ...

Mosfellsbær sigraði í Útsvarinu

13.11.2012

lið 2012Lið Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari stóð sig vel þegar liðið keppti við Borgarbyggð föstudaginn 26. október. Lið Mosfellsbæjar er skipað þeim Maríu Pálsdóttur leikkonu, Bjarka Bjarnasyni rithöfundi og Valgarði Má Jokobssyni kennara í FMOS. Símavinur Mosfellinga var Sigurður Kári Árnason og svaraði hann 10 stiga spurningu rétt fyrir liðið.

Meira ...

Fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf

12.11.2012

NPA MiðstöðinHaldinn verður áhugaverður fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf á vegum NPA miðstöðvarinnar og Velferðarráðuneytisins í Mosfellsbæ þriðjudaginn 13. nóvember kl.17-21 í Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Fundurinn er hugsaður fyrir fatlað fólk og aðstandendur þess, fagfólk og sveitarstjórnarfólk.

Meira ...

Íbúar Mosfellsbæjar athugið

12.11.2012

Þjónustuver MosfellsbæjarÞjónustuver Mosfellsbæjar verður opið frá 8.00 til 14.00 miðvikudaginn 14.nóvember nk. Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun. Ef um áríðandi málefni er að ræða, er hægt að hafa samband við Þjónustustöð við Völuteig í síma 566 8450.

Meira ...

Menningarhaust - Tónleikar á Kaffihúsinu Álafossi föstudaginn 16. nóvember

11.11.2012

Vigga og SjonniLéttir tónleikar á Kaffihúsinu Álafossi frá kl. 21.00 - 23.00. Vigdís Ásgeirsdóttir söngkona syngur fjölbreytt lög. Með henni spilar Sigurjón Alexandersson gítarleikari og tónlistakennari við Listaskóla Mosfellsbæjar. Vigdís er lærð jazzsöngkona og verður dagská kvöldsins með fjölbreyttu sniði. Ókeypis aðgangur og aldurstakmark 18 ár.

Meira ...

Óveðursdagar og skólastarf

02.11.2012

Óveðursdagar og skólastarfSlökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur boðað fyrsta viðbúnaðarstig vegna skólahalds mánudaginn 12.11. Veðurstofa Íslands og Almannavarnir hafa varað við óveðri og hefur því slökkviliðið boðað röskun á skólahaldi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla og eru foreldrar beðnir um að fylgja börnum í skólann. Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs.Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs.

Meira ...

Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn

01.11.2012

MosfellsbærFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær 31.október. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur rúmlega 33 mkr. Áætlaðar tekjur eru 6.732 mkr. Skuldir og skuldbindingar eru 9.289 mkr. Eiginfjárhlutfall er áætlað 29%. Veltufé frá rekstri er 697 mkr sem er 10,4%. Framlegðarhlutfall er 14%.

Meira ...

Síða 0 af Infinity