Fréttir eftir mánuðum

2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ

30.04.2012

Landsmót UMFI 50+ mini hvitur2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 8.-10. júní í sumar en 29.mars var opnað  fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 + sem  haldið verður í Mosfellsbæ. Það er um að gera fyrir alla að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi keppenda verður takmarkaður í ákveðnum greinum.

Meira ...

Útboð - jarðvinna

26.04.2012

VarmáMosfellsbær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingu fimleikahúss við Íþróttamiðstöðina Varmá. Verkið felur í sér jarðvinnu og fyllingu á svæðinu. Grunnflötur hússins er 1218 m2
Verkinu skal vera að fullu lokið 12. júní 2012.

Meira ...

VORIÐ ER KOMIÐ - HREINSUNARÁTAK Í MOSFELLSBÆ

25.04.2012

SJO 2007-07-18 114338Dagana 20. apríl – 13. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Nú hillir í  vorið og því tímabært að fjarlægja rusl eftir veturinn.

Meira ...

Mosfellsbær býður í bíó

25.04.2012

Pardisarh 3Nú stendur yfir kvikmyndahátíð í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Laxness í lifandi myndum. Hátíðin er haldin í tilefni þess að liðin eru 110 ár frá fæðingu Nóbelsskáldsins. Mosfellsbær á líka afmæli í ár og að því tilefni hefur bærinn í samvinnu við Gljúfrastein ákveðið að bjóða Mosfellingum og öðrum sem þess óska frítt í bíó á eina sýningu á þessari kvikmyndahátíð.

Meira ...

Raddir ungmenna - Opið hús hjá skólaskrifstofu

24.04.2012

Opið hús - Raddir ungmennaSíðasta opna hús Skólaskrifstofu á þessari önn verður næstkomandi miðvikudag 25. apríl í Listasal Mosfellsbæjar og að þessu sinni eru það ungmennin okkar (krakkar á aldrinum ca. 18-25) sem koma og segja okkur frá sinni sýn á bæjarfélagið

Meira ...

LOKASÝNING – TILBOÐ

23.04.2012

Andlát við jarðaförMiðvikudaginn 25. apríl er lokasýning á hinu bráðskemmtilega leikriti Andlát við jarðarför hjá Leikfélagi Mosfellssveitar en það hefur verið fullt hús hjá leikfélaginu á nær allar sýningar. Í tilefni þess býður leikfélag Mosfellssveitar frábært tilboðsverð á þessa lokasýningu..

Meira ...

Átak í söfnun skjala og minja um íþróttastarf um land allt

23.04.2012

Félag Héraðsskjalavarða á ÍslandiÍ tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag Héraðsskjalavarða hafið samstarf um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og  minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað áhugavert sem kemur í ljós.

Meira ...

Afturelding Íslandsmeistari í blaki kvenna í fyrsta sinn

23.04.2012

Afturelding Íslandsmeistarar í fyrsta sinnAfturelding varð í gær Íslandsmeistari í blaki kvenna í fyrsta sinn - á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild kvenna. Liðið vann Þrótt Nes 3-1 í hörkuleik fyrir austan.

Meira ...

Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn

23.04.2012

Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsóknVikuna 9. – 14. apríl komu 15 nemendur og 4 kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn í Varmárskóla. Nemendurnir sem komu voru að endurgjalda Lesa meira um Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn

Meira ...

Laxnesshátíðin

23.04.2012

Halldór Laxness með nokkrum samstarfsmönnum og aðstandendum kvikmyndarinnar Sölku Völku. Í fangi skáldsins situr dóttir hans, Sigríður HalldórsdóttirÍ ár eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness en Halldór var fæddur þann 23. apríl 1902. Í tilefni afmælisins eru ýmsir viðburðir á döfinni, þar á meðal kvikmyndahátíðin Laxness í lifandi myndum í Bíó Paradís, sýningin Bernska skálds í byrjun aldar á Landsbókasafni, gönguferðir og tónleikar.

Meira ...

Listsýningin Við Suðumark

21.04.2012

boðskort miniListsýningin Við Suðumark verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar og opnaði 21. apríl kl. 15:00. Þar sýna saman listakonurnar Elín S. M. Ólafsdóttir (Ella) og Kristín Gunnlaugsdóttir teikningar, málverk og útsaum í striga. Verk beggja eru kraftmikil og tjáningarrík. Sýningin stendur til 11. maí.

Meira ...

Blaklið Aftureldingar spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn

20.04.2012

Blaklið Aftureldingar  Eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í undanúrslitum Mikasadeildar kvenna í blaki er ljóst að Afturelding mun spila til úrslita um Íslandsmeistara-titilinn. Andstæðingur Aftureldingar eru núverandi Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupsstað og verður um hörkuviðureign að ræða en vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari...

Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna veittur

19.04.2012

Styrkþegar 2012íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list yfir sumartímanna. Það var langur listi hæfra umsækjenda sem að sótti um, 13 strákar og 9 stúlkur.

Meira ...

Þriðja og síðasta kvöld Menningarvors Mosfellsbæjar í Bókasafninu 24.04

18.04.2012

Picture 41

Þriðja og síðasta kvöld menningarvors Mosfellsbæjar verður haldið 24. apríl kl. 20.00 - 21.30 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Efnisatriði er Söngvaskáldið Ási í Bæ. Guðlaug Ólafsdóttir, Freyja Gunnlaugsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir flytja nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar.

Meira ...

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar

17.04.2012

Menningarvika leikskóla MosfellsbæjarHin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 13.-18. apríl n.k. í Kjarna. Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis í kjarnanum. Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.

Meira ...

Bygging framhaldsskóla í útboð

17.04.2012

Framhaldskoli MosfellsbæjarEins og Mosfellingar þekkja þá hóf Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ störf í bráðabrigðahúsnæði í gamla skólahúsinu að Brúarlandi haustið 2009. Nýliðna helgi var síðan auglýst útboð nýbyggingar Framhaldsskólans í  Mosfellsbæ hjá Ríkiskaupum.

Meira ...

Dagskrá Menningarvors

17.04.2012

Menningarvor í MosfellsbæMenningarvor í Mosfellsbæ byrjar í kvöld með: Hernumin Mosfellssveit. Leikfélag Mosfellssveitar og Tindatríóið, ásamt Sveini Arnari Sæmundssyni píanóleikara flytur dagskrá í tali og tónum þar sem  minnst er veru setuliðsins í Mosfellssveit í Síðari heimsstyrjöldinni.

Meira ...

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ

16.04.2012

sumardagurinn fyrstiHaldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl en farið verður í skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu. Leiktæki og skemmtidagskrá verður við Lágafellsskóla. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngunni með lúðrablæstri. Sirkus Íslands mætir á svæðið. MOSFELLINGAR fjölmennum og fögnum sumri.

Meira ...

Lestur er bestur - Bókasafnsdagurinn í Bókasafni Mosfellsbæjar 17. apríl

16.04.2012

lestur er besturÞriðjudaginn 17. apríl verður haldið upp á Bókasafnsdaginn í Bókasafni Mosfellsbæjar.Ýmislegt er í boði: Bókahappdrætti með veglegum vinningum, bókamarkaður með gjafabókum, origamiföndurblöð fyrir áhugasama á öllum aldri og með kaffinu verða kókostoppar.Um kvöldið kl. 20.00 eru tónleikar Menningarvors Mosfellsbæjar:

Meira ...

Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

16.04.2012

Skólahljómsveit MosfellsbæjarVortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða haldnir Þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 20:00 í Langholtskirkju. Stjórnendur og kennarar: Daði Þór Einarsson - Daníel Friðjónsson Jón Guðmundsson – Sigrún Jónsdóttir Sveinn Þ. Birgisson - Þorkell Jóelsson

Meira ...

Sungið og svingað með Agli Ólafssyni og Tríói Reynis Sigurðssonar

16.04.2012

menningavorSungið og svingað verður með Agli Ólafssyni og Tríói Reynis Sigurðssonar en þeir munu flytja lög eftir Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson og Jón Múla Árnason í Bókasafni Mosfellsbæjar 17. apríl kl. 20.00 - 21.30.

Meira ...

Landsmótsnefnd og Mosfellsbær undirrita samning

03.04.2012

Mynd: Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, við undirritun samningsins.2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 8.-10. júní í sumar. Þann 6. mars voru undirritaðir samningar á milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, undirrituðu samninginn.

Meira ...

Síða 0 af Infinity