Fréttir eftir mánuðum

Í túninu heima 24. - 26. ágúst - Viltu taka þátt?

29.07.2012

í túninu heima 2012Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Viltu taka þátt?
Viðburði og dagskrárliði sem eiga að vera á hátíðinni þarf að tilkynna sem allra fyrst.

Meira ...

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga

27.07.2012

Umhverfisvidurkenningar_2011_vinningshafar_Brekkuland10_02Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar ...

Meira ...

Brosandi bær - Flugtorg

26.07.2012

brosandi bærFimmtudaginn 26. júlí verður haldið Flugtorg á miðbæjartorginu frá kl. 16:00-18:00. Flugklúbbur Mosfellsbæjar kemur með flugvélar og stillir til sýnis á Miðbæjartorginu. Hvetjum Mosfellinga og aðra nærsveitunga til að mæta og gera sér glaðan dag :)

Meira ...

Hvað er Guli hundurinn?

20.07.2012
Ef þú sérð hund með gulan borða, gula slaufu, gulan klút eða eitthvað með gulum lit á taumnum, hálsbandinu eða beislinu, þá skaltu gefa honum meira pláss.
Meira ...

Saman í sumar

20.07.2012

Ferðums saman Fjölskyldusvið Mosfellbæjar minnir á sumarátak SAMAN-hópsins 2012. Sumarátak SAMAN-hópsins 2012 er framhald átaksins árið 2011 þar sem foreldrar eru hvattir til að verja tíma með börnum sínum og unglingum og byggir á myndefni fyrra árs, SAMAN-sólinni. Skilaboðin til foreldra eru eftir sem áður þau að samvera með foreldrum sé besta forvörnin og foreldrar eru því hvattir til að skapa góðar minningar saman.

Meira ...

Brosandi bær - Listatorg

18.07.2012

brosandi bærFimmtudaginn 19. júlí verður haldið Listatorg á torginu í Kjarnanum frá kl. 16:00-18:00. Þar munu hljóma fagrir tónar sýndur dans og lifandi myndastyttur einnig mætir Leiklistaskólinn með söngleik ásamt fleirum. Gestir og gangandi taka þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“ sem sýnt verður á bæjarhátíðinni Í túninu heima. 

Meira ...

Stórlistamenn í Mosfellsbæ á styrktartónleikum fyrir Viðar Árnason

18.07.2012

Viðar ásamt sonum sínum mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson Fimmtudagskvöldið 19. júlí kl.20:30 verða haldnir styrktartónleikar fyrir Viðar Árnason. Viðar hefur verið bundinn hjólastól frá 25 ára aldri og safnar fyrir handstignu hjóli. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Diddú, Egill Ólafsson, Jónas Þórir, María Ólafs, Felix Bergsson, Mjöll Hólm, Hreindís Ylva og fleiri..

Meira ...

Stöndum saman - Nágrannavarsla

16.07.2012

Nágrannavarsla Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti. Hægt er að fá upplýsingar um "nágrannavörslu í Mosfellsbæ" hjá Sjóvá þar sem einnig er hægt að nálgast handbók um nágrannavörslu.

Meira ...

Gæsluvöllur opinn í júlí

09.07.2012

Börn Hlaðhömrum okt.07 002 (Small)Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar er starfræktur í júlí mánuði eða frá 2. júlí til 3. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9:00 - 12:00 og frá kl. 13:00 -16:00. Leikvöllurinn er  bakvið verslunarmiðstöðina Kjarna og er aðkoma frá neðra plani Kjarna. Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða - 6 ára aldurs. Þar gefst börnum tækifæri á að leika sér í öruggu og skemmtilegu umhverfi undir eftirliti starfsfólks.

Meira ...

Brosandi bær - Listatorg

04.07.2012

brosandi Fimmtudaginn 12. júlí næstkomandi verður haldinn útimarkaður á miðbæjartorginu frá kl. 16:00-18:00 í samstarfi við sveitamarkaðinn í Mosskógum.  Þar gefst bæjarbúum tækifæri á að selja vörur sínar gestum og gangandi undir ljúfum harmonikkuleik meðan börnin leika sér í hoppukastala sem komið verður fyrir á torginu. Við leitum að

Meira ...

Leikhópurinn Lotta á ferð

02.07.2012

Leikhóp LottaLeikhópurinn Lotta sýnir  þriðjudaginn 3. júlí  kl. 18.00  glænýtt íslenskt leikrit um Stígvélaða köttinn í garðinum við Hlégarð. Þetta er sjötta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi.

Meira ...

Síða 0 af Infinity