Fréttir eftir mánuðum

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 1. október

25.09.2012

EvropuarAldradraJafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn ár hvert í kringum fæðingardag Helgu Magnúsdóttur sem er 18. september. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður jafnrétti meðal aldraðra og nú er brugðið út af vananum og dagurinn haldinn hátíðlegur mánudaginn 1. október í samráði við Félag aldraðra í Mosfellsbæ og Félagsstarf aldraðra.

Meira ...

Sorphirðudagatal í Mosfellsbæ

21.09.2012

blatunnaVakin er athygli á uppfærðu sorphirðudagatali í Mosfellsbæ. Sú breyting verður á dagatalinu að settir eru ákveðnir dagar fyrir tæmingu á bláum pappírstunnum í bænum í stað þess að aðeins sé tilgreint í hvaða viku tæmingin fer fram.

Meira ...

BMX kappar sýndu listir sínar

21.09.2012

BMX_kappar_Samgonguvika_2012 014Skemmtilegar myndir voru teknar þegar BMX kappar sýndu listir sínar á hjólabrettasvæðinu í gær í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ.
Dr. Bæk sá síðan um að aðstoða við hjólastillingar og smáviðgerðir.

Meira ...

VÍGSLA FRÆÐSLUSKILTIS VIÐ FRIÐLANDIÐ VIÐ VARMÁRÓSA Á DEGI ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

20.09.2012

Fraedsluskilti_Varmarosar_vigsla 043Mánudaginn 17. september s.l. var formlega vígt nýtt fræðsluskilti við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Á sama tíma var undirritaður umsjónarsamningur Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar.

Meira ...

HJÓLAÞRAUTIR OG BMX SÝNING Á SKATEPARKINU VIÐ VÖLUTEIG

20.09.2012

Samgonguvika_2009 077bÍ dag fimmtudaginn 20. september verður boðið uppá hjólaþrautir á hjólabrettasvæðinu/skateparkinu við Völuteig, austan við áhaldahúsið, frá kl. 15:00 – 17:00 í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ. Landsliðið í BMX mun mæta á staðinn og sýna listir sínar.Dr. Bæk mun vera á staðnum að aðstoða fólk við standsetningu reiðhjóla, stillingar gíra og bremsa.

Meira ...

Útsvarslið Mosfellsbæjar

18.09.2012

lið 2012

Bjarki Bjarnason rithöfundur, María Pálsdóttir leikkona og Valgarð Már Jakobsson stærðfræðikennari hjá FMOS munu keppa fyrir hönd Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu í vetur.

Meira ...

Vinsæla hjóla- og göngustígakortið endurútgefið

17.09.2012

HjólÍ tilefni af Samgönguvikunni í Mosfellsbæ hefur endurútgefið nýtt og uppfært hjóla- og göngustígakort sem sýnir samgöngu- og útivistarstíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kortið var síðast gefið út árið 2010 og kláraðist upplagið fljótt þótt kortið væri ennþá aðgengilegt á heimasíðu bæjarins.

Meira ...

Vígsla fræðsluskiltis í dag

16.09.2012

Varmarosar_friðland_fitjasef 022Í dag, mánudaginn 17. september kl. 17:00, verður nýtt fræðsluskilti vígt við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ.  Á sama tíma verður handsalaður umsjónarsamningur milli Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar.  Friðlandið við Varmárósa  var stofnsett árið 1980 með það að markmiði

Meira ...

EVRÓPSK SAMGÖNGUVIKA Í MOSFELLSBÆ 16.-22. SEPTEMBER

16.09.2012

Samgönguvika 2012Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, en yfirskriftin í ár er „á réttri leið“.  Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur,  hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Meira ...

Hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru

14.09.2012

HjólaævintýriSunnudaginn 16. september n.k. verður fyrsti viðburður samgönguvikunnar í Mosfellsbæ, sem er hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru. Hjólalestir munu hjóla úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins í Árbæjarsafn með viðkomu á völdum stöðum þar sem viðburðir tengdir Degi íslenskrar náttúru fara fram. Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar..

Meira ...

Bókasafn Mosfellsbæjar lokað 10.september

07.09.2012

Bókasafn MosfellsbæjarÍbúar Mosfellsbæjar athugið
Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað mánudaginn 10.september. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Meira ...

Óskað eftir tilnefningu um jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2012

03.09.2012

Jafnrétti (2)Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn í tengslum við 18. september ár hvert.  Fjölskyldunefnd veitir viðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hafa lagt sig fram við að framfylgja jafnréttislögum og Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla. Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis

Meira ...

Könnun vegna Bæjarhátíðar

03.09.2012

KOSNINGSíðustu vikuna í ágúst héldum við bæjarhátíðina okkar með miklum glæsibrag eins og margir muna. En lengi má gott bæta og af því tilefni setjum við upp könnunarhnapp hér til hægri og langar okkur til að hvetja bæjarbúa til að taka þátt og leggja sitt af mörkum að gera hátíðina enn betri.

Meira ...

Síða 0 af Infinity