Fréttir eftir mánuðum

Félagsstarf eldri borgara að hefjast

30.01.2013

eldriborgararSíðsumarferð verður farin föstudaginn 16. september og liggur leiðin  til Krísuvíkur.  Ekið um Sveifluháls meðfram Kleifarvatni og  komið m.a. til Herdísarvíkur og Strandakirkju og síðan farið sem leið liggur til Hveragerðis. Eftir stutt stopp þar verður ekið til Stokkseyrar og farið á veitingastaðinn Við fjöruborðið, en þar er fyrirhugað að snæða humarsúpu að hætti hússins.

Meira ...

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013

25.01.2013

Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2013. Hér undir falla fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum.

Meira ...

Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar 2012

25.01.2013

Úrslit um kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012

Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2012 er knattspyrnumaðurinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban og íþróttakona Mosfellsbæjar árið 2012 er Lára Kristín Pedersen. Mosfellsbær óskar þessum glæsilegu fulltrúum sínum innilega til hamingju með titlana.

 

 

 

 

 

Meira ...

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

23.01.2013

opið hús í janúar"Það verður tamast sem í æskunni nemur". Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 30. janúar verður sjónum beint að heilbrigði og velferð og hversu mikilvægt það er að þessir grundvallarþættir endurspeglist í uppeldi barna. Skólaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig sérfræðing á sviði lýðheilsu; lýðheilsufræðinginn, kennarann og tvíburamömmuna Ólöfu Kristínu Sívertsen.

Meira ...

Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012

23.01.2013

Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2011Fimmtudaginn 24. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2012  Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2012 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.

Meira ...

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

21.01.2013

Heilsueflandi samfélag í MosfellsbæMosfellsbær, Embætti landlæknis og Heilsuvin hafa gert með sér samkomulag um að ráðast í verkefnið heilsueflandi samfélag.  Mosfellsbær mun verða fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir slíkt verkefni. Heilsueflandi samfélag er að hluta til byggt á erlendum fyrirmyndum sem nefnast „Healthy cities“ sem fyrirfinnast aðallega í Evrópu og „Healthy communities“ sem er að finna aðallega í Kanada en einnig í Bandaríkjunum.

Meira ...

Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ um álagningu fasteignagjalda

21.01.2013

álagningarseðlarÁlagning fasteignagjalda 2013 hefur farið fram. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í  bönkum. Einnig er hægt að greiða með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í íbúagátt Mosfellsbæjar eða í Þjónustuveri. Nánari upplýsingar.

Meira ...

Kynningarfundur fyrir íbúa Mosfellsbæjar

16.01.2013

HeilsuklasiFimmtudaginn 17.janúar var haldinn kynningarfundur í Krikaskóla um samstarfsverkefnið "Heilsueflandi samfélag" Fulltrúar frá Embætti Landlæknis og Heilsuvin kynntu  verkefnið "Heilsueflandi samfélag" sem Mosfellbær hefur ákveðið að ráðast í samvinnu við.

Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012

16.01.2013

VinningshafarEftirfarandi aðilar fengu Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu  Mosfellsbæjar 2012 og peningastyrk upp á 300 þúsund krónur: Tanja Wohlrab-Ryan fyrir verkefnið Samfélagslegt gróðurhús, Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir og Ragnar Þór Ólason fyrir AR hönnun, IceWind ehf – Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson fyrir Vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður

Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning afhent í Listasal

14.01.2013

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning  afhent á morgunÞróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012 var afhent í Listasal Mosfellsbæjar  þriðjudaginn 15.janúar klukkan 16.00. Þróunar- og ferðamálanefnd hefur nú, í fyrsta skipti, gert tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsti í haust eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu. Afhentir verða þrír styrkir að fjárhæð 300 þúsund krónur hver. Til stendur að veita slíka styrki árlega.

Meira ...

Greta Salóme valin Mosfellingur ársins

11.01.2013

reta Salóme valin Mosfellingur ársinsSöngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins. Árið 2012 var sannkölluð rússíbanareið hjá Gretu Salóme frá því að hún sigraði forkeppni Eurovision hér heima í febrúar með laginu Mundu eftir mér. Greta samdi lagið og textann sjálf og flutti það ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni. Greta og Jónsi sungu sigurlagið á stóra sviðinu í Baku í Aserbaídsjan og komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision.

Meira ...

Mosfellingurinn Sigurður Thorlacius með burtfararprófstónleika

10.01.2013

Mosfellingurinn Sigurður Thorlacius með burtfararprófstónleika

Sigurður Thorlacius fæddist 30. júní 1990. Hann lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2010 og stefnir að því að ljúka BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands í vor. Sigurður hefur numið píanóleik hjá Ólafi Elíassyni frá 2007 í Listaskóla Mosfellsbæjar

Meira ...

Hálka – sandur í Þjónustustöð

09.01.2013Hálka – sandur í Þjónustustöð
Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum. Mikilvægt er að bæjarbúar séu meðvitaðir um þá hættu sem skapast geti við aðstæður sem slíkar og bregðist við henni.Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum.
Meira ...

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins

09.01.2013Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins
Hljómsveitin Kaleo hefur verið valin Mosfellingur árins 2013 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Hljómsveitina skipa þeir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock.
Meira ...

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2012

08.01.2013

moslitFrá upphafi hefur það verið í höndum aðal- og varamanna Íþrótta- og tómstundanefndar að kjósa um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar. Nú verður sú breyting á að íbúar geta tekið þátt í kjörinu ásamt aðal og varamönnum Íþrótta og tómstundanefndar.
Íbúar Mosfellsbæjar kjós

Meira ...

Endurnýjun almennra og sérstakra húsaleigubóta

07.01.2013

mos2litAthygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Meira ...

Mosfellsbær hirðir jólatré dagana 8. og 9. janúar

04.01.2013

JólalogoStarfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun.  Starfsmenn þjónustustöðvarinnar munu aka um bæinn og fjarlægja trén þriðjudaginn 8. janúar og miðvikudaginn 9. janúar.  Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni.  Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.

Meira ...

Þrettándabrenna klukkan 18.00 á sunnudag

04.01.2013

Á Gamlársköld verður áramótabrenna  í Ullarnesbrekkum kl. 20:30

Á þrettándanum, sunnudagskvöldið 6. janúar, kl. 18:00 verður hin árlega þrettándabrenna þar sem jólin verða kvödd.

Mosverjar leiða Blysför sem   leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 18:00. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Álafosskórsins  auk þess sem Grýla og Leppalúði verða á svæðinu með sitt hyski. Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.

Meira ...

Jólapappír og flugeldasorp

02.01.2013

flugeldarÍ kjölfar jóla og áramóta fellur til mikið magn af ýmiskonar sorpi sem ekki fellur til dags daglega, s.s. jólapappír og skoteldaúrgangur og ekki alltaf skýrt hvað má fara í bláu endurvinnslutunnuna sem nú stendur við hvert heimili. Allur jólapappír og pappírsúrgangur utan af leikföngum og jólagjöfum má fara í bláu endurvinnslutunnuna.

Meira ...

Síða 0 af Infinity