Fréttir eftir mánuðum

Fagna 50 ára afmæli Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

31.10.2013
Sunnudaginn 3. nóvember efnir Skólahljómsveitin til 50 ára afmælistónleikanna. Tónleikarnir fara fram í Íþróttahúsinu að Varmá og hefjast kl. 14:00. Með hljómsveitinni koma fram einsöngvararnir Íris Hólm, María Ólafsdóttir, Jóhannes Freyr Baldursson og Þórunn Lárusdóttir. Einnig taka þátt félagar úr 11 af 12 kórum Mosfellsbæjar og verða því um 400 manns sem taka þátt í tónleikahaldinu. Í nýjasta Mosfelling er viðtal við Daða Þór Einarsson stjórnanda hljómsveitarinnar og Birgir D Sveinsson stofnanda hljómsveitarinnar og stjórnanda til 40 ára.
Meira ...

Urðun á Álfsnesi verður hætt innan 4-5 ára.

29.10.2013
Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur samþykkt eigendasamkomulag um meðhöndlun úrgangs og stefnt er að undirritun þess á aðalfundi samtakanna föstudaginn 25. október. Í samkomulaginu felst að reist verður gas og jarðgerðarstöð í Álfsnesi en jafnframt verður Gými lokað og urðun sorps hætt. Sú framtíðarsýn sem lögð er fram í eigendasamkomulaginu byggist á því að auka samstarf við önnur sorpsamlög með það að markmiði að Sorpa bs. hafi innan 3-5 ára aðgang að heildarlausn með jarð- og gasgerðarstöð, urðun, sem og brennslustöð.
Meira ...

Útboð - Opið svæði við leikskóla í Leirvogstungu

29.10.2013
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í frágang á 8425 m2 opnu svæði við leikskólann í Leirvogstungu. Í frágangi felst m.a. gröftur og tilfærsla á efni, lagnin fráveitu og rafstrengja. Gera sparkvöll, körfuboltavöll og göngustíga, ásamt því að grasþekja og gróðursetja.
Meira ...

Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

28.10.2013
Laugardaginn 26. október hélt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar samráðsfund meðal íbúa og félagasamtaka í bænum. Markmið fundarins var forgangsröðun uppbygginga mannvirkja fyrir íþrótta og tómstundastarfsemi í Mosfellsbæ. Fjölmargir mættu á fundinn úr ýmsum áttum. Gylfi Dalmann ráðgjafi stjórnaði fundinum i í samstarfi við Halldór Hallldórsson sérfræðingi í forgangsröðun opinberra verkefna.
Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum í Hlégarði

28.10.2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum kjördæmisins í Hlégarði á morgunverðarfundi síðastliðinn fimmtudag. Kjördæmavika var á Alþingi og hana nýttu þingmennirnir m.a. til að hitta sveitarstjórnarmenn í kjördæminu. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hélt erindi fyri
Meira ...

Unnið að stórbættum aðgangi að nettenginum

28.10.2013
Míla langt komin með uppbyggingu á Ljósveitu – Verulega aukinn gagnaflutningshraðiLjósnetið. Um þessar mundir er unnið markvisst að bættum nettengingum í Mosfellsbæ. Þess vegna er jarðrask víða um bæ og starfsmenn að leggja lagnir í jörðu. Míla er langt komin með uppbyggingu á Ljósveitu. Á vormánuðum gerði Míla ehf. og Mosfellsbær með sér samkomulag um uppbyggingu á opnu aðgangsneti, Ljósveitu, í bæjarfélaginu. Vinna er nú þegar hafin í Töngum og Holtum, en auk þess er á áætlun að tengja Löndin, Ásahverfið og Skálatúnshverfið á þessu ári. Á fyrri hluta næsta árs er síðan áætlað að tengja Reykjahverfið.
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu - Reiða barnið og skapvondi unglingurinn

27.10.2013
Miðvikudaginn 30. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í vetur verður lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Á þessu fyrsta kvöldi mun Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur við Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, fjalla um reiði og skapvonsku.
Meira ...

Samráðsfundur um uppbyggingu mannvirkja

23.10.2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar boðar til samráðsfundar laugardaginn 26. október kl. 9 - 12 í Krikaskóla. Markmið fundarins er forgangsröðun uppbygginga mannvirkja fyrir íþrótta og tómstundastarfsemi í Mosfellsbæ. Í nýútgefinni íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar segir eftirfarandi: „Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin í samráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.“ Komið verði á fót „samráðsvettvangi þar sem leitast verður við að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- og tómstundafélaga fyrir aðstöðu til að sinna hlutverki sínu, til lengri og skemmri tíma.“
Meira ...

Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2013-2014

18.10.2013
Líkt og undanfarin 10 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. OPNU HÚSIN eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

18.10.2013
Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupaMosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu. Heimilt er að veita styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluð fólki að skapa sér atvinnu.
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

10.10.2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is ( Umsókn um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu ) eða sækja .pdf (29kb) skjal hér Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu. Aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þes
Meira ...

Nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 staðfest

03.10.2013
Nýtt aðalskipulag staðfestNýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 var staðfest af Skipulagsstofnun 19. september 2013 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 3. október. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem unnið hafði verið að allt frá árinu 2008. Nýja skipulagið leysir af hólmi skipulag sem samþykkt var árið 2003 og hafði gildistímann 2002-2024. Meðal helstu nýmæla í nýju skipulagi m.v. það eldra má nefna breytta stefnumörkun varðandi útfærslu Vesturlandsvegar og gatnamóta við hann með tilliti til „sambúðar vegar og byggðar,“ nánari skilgreiningar og skilmála um hverfisverndarsvæði, frístundabyggð, stök sumarhús og um blandaða byggð í Mosfellsdal, svo og skilgreiningu ævintýragarðs og nýtt svæði fyrir hesthús og hestaíþróttir í landi Hrísbrúar.
Meira ...

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

02.10.2013
Mosfellsbær er orðið, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, heilsueflandi samfélag. Það er vel við hæfi að bærinn okkar sem er þekktur fyrir öflugt íþróttalíf og fallega náttúru taki þar með forystuna í þessu verkefni. Miðvikudaginn 2. október undirrituðu Mosfellsbær, Embætti landlæknis og heilsuklasinn Heilsuvin samstarfssamning um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ. Samningurinn er gerður í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem ákvað á 25 ára kaupstaðarafmæli bæjarins að verða fyrsta Heilsueflandi samfélagið með formlegum hætti í samstarfi við Embætti landlæknis.
Meira ...

Hvað mun nýr leikskóli heita ?

02.10.2013
Í útibúi frá leikskólanum Huldubergi sem nú er risinn við Þrastarhöfða eru starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum. Nú er komið að því að nýi leikskólinn fái nafn og var því leitað í smiðju Mosfellinga eftir góðu nafni. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar valdi þrjú nöfn sem kosið var um. Þau nöfnin eru hluti af tillögum frá stjórnendum Huldubergs og tengjast þau öll öðrum nafnagiftum á svæðinu. Von bráðar við hátíðlega athöfn verður leikskólanum gefið nafn sitt.
Meira ...

Ljóðin taka af stað frá Hlemmi

01.10.2013
Mosfellsbær og Strætó hvetur farþega sína til þess að njóta "ljóðanna í leiðinni" á ferðum sínum um borgina og vonast til að þau eigi eftir að gera Strætóferðirnar skemmtilegri en Strætó tekur þátt í hinni árlegu lestarhátíð sem að þessu sinni nefnist "Ljóð í leiðinni" og munu ljóð og ljóðlínur verða birt utan á strætó, inni í strætisvögnum, á biðskýlum og á veggspjöldum hér og þar um borgina. Það er einnig hægt að vera með ljóðin í símanum á leið um borgina, því þau munu birtast á farsímavef Bókmenntaborgarinnar, m.bokmenntaborgin.is.
Meira ...

Síða 0 af Infinity