Fréttir eftir mánuðum

Samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit

29.11.2013Samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit
Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör samstarfsverkefni með sveitarfélögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysis-tryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur og markmið þess að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit sinni að atvinnu og fækka þannig í hópi þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda.
Meira ...

Ljósin tendruð á miðbæjartorginu

29.11.2013Ljósin tendruð á miðbæjartorginu
Kveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu, þann 30. nóvember kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Skólakór Varmárskóla syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni kíkja á okkur
Meira ...

Mosfellsbær í Útsvari

29.11.2013Mosfellsbær í Útsvari
Í kvöld kepppir Mosfellsbær á móti Snæfellsbæ í Útsvari. Bragi Páll Sigurðarson er nýr meðlimur í liði Mosfellsbæjar sem keppir fyrir hönd Mosfellsbæjar í Útsvari en Bragi Páll er meistaranemi í ritlist í HÍ. Bragi kemur inn í staðin fyrir Bjarka Bjarnason sem hefur staðið vaktina undanfarin ár með stakri prýði. Mosfellsbær þakkar Bjarka fyrir þátttökuna og býður Braga Pál velkomin í liðið. Valgarð og María sem vöktu athygli í fyrra fyrir skemmtilega og líflega framkomu gefa kost á sér áfram. Valgarð, María og Bjarki komu Mosfellsbæ áfram í aðra umferð í fyrra sem gefur Mosfellsbæ sæti í keppninni í ár en vegna mikils áhuga minni sveitarfélaga á að taka þátt verður keppnistilhöguninni breytt.
Meira ...

Útboð - tilboð í vátryggingar fyrir Mosfellsbæ

28.11.2013
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í vátryggingar fyrir Mosfellsbæ
Meira ...

Nýr hjólreiðastígur sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar

23.11.2013Nýr hjólreiðastígur sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar
Skrifað var undir samning milli Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi (Hlíðartúni) og að Brúarlandi.Um er að ræða rúmlega tveggja 2 km langan kafla af 3 m breiðum hjólreiðastígs sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar. Framkvæmdin verður í umsjón Mosfellsbæjar og verður hún boðin út á næstu vikum. Gert er ráð fyrir verklokum um mitt ár 2015.
Meira ...

Opið hús í kvöld - Feimni, hlédrægni eða félagsfælni

22.11.2013
Opið hús Feimni hlédrægni eða félagsfælniÍ kvöld, miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20.00 er komið að öðru opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Að þessu sinni munu Hrund Þrándardóttir og Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingar á Stofunni, sálfræðiþjónustu, fjalla um feimni, hlédrægni og félagsfælni.
Meira ...

Óbreyttar gjaldskrár í skólum í Mosfellsbæ

21.11.2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur um 28 mkr. Áætlaðar tekjur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að tillögu bæjarstjóra að hækka ekki gjaldskrár skóla um áramót. Þetta er meðal annars gert til að sporna við hækkandi verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum.
Meira ...

Hjálpastofnanir gera góða hluti

20.11.2013
Styrkir og samstarf. Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar.
Meira ...

Rugldagur á Huldubergi

19.11.2013
Föstudaginn 1. nóvember s.l. hélt leikskólinn Hulduberg upp á 14 ára afmæli leikskólans. Af því tilefni fengu börnin að ráða klæðnaði þennan dag og voru þau ýmist í búningum, náttfötum, sparifötum eða leikskólafötum. Einnig var rugldagur en þá máttu börnin fara á milli deilda/svæða og velja sér leikefni og fengu þeir sem vildu andlitsmálingu. Helgi kom líka með gítarinn og söng með börnunum eins og alltaf á föstudögum og í nónhressingu var afmæliskaka á borðum. Börnin voru ánægð með daginn og allir skemmtu sér vel.
Meira ...

FMOS flytur í glæsilegt nýtt hús í desember

18.11.2013
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (FMOS) flytur í nýtt skólahúsnæði í desember. Skólinn hefur verið í bráðabirgðahúsnæði í Brúarlandi frá stofnun árið 2009. Undanfarin tvö ár hafa þrengslin verið mjög mikil því um 250 nemendur stunda nám í skólanum, en nú er stutt í að það breytist þegar skólinn fer úr um það bil 700 fermetrum í um 4000 fermetra í nýja húsinu eftir nokkrar vikur. Það þýðir að hægt verður að byrja að fjölga nemendum frá og með áramótum, en áætlað er að nýja skólahúsið fyllist á næstu misserum, en það rúmar um 500 nemendur.
Meira ...

Leikskólasamstarf

18.11.2013
Varmárskóli hefur að undanförnu verið í leikskólasamstarfi við leikskóla bæjarins. Skiptidagar hafa verið í skólanum þar sem nemendur í Varmárskóla fara í heimsókn í leikskólana. Að auki koma leikskólabörnin einn skóladag í Varmárskóla eftir hádegi og fá kynningu á skólanum. 1.-HLB fór í heimsókn á Hlaðhamra 8. október og elstu börnin af Hlaðhömrum voru með í kennslustund í 1. – HLB.
Meira ...

Skólaþing í kvöld þriðjudaginn 26.nóvember

15.11.2013
Minnum á að haldið verður skólaþing í kvöld, þriðjudaginn 26.nóvember, kl. 19:30-22:00 í Lágafellsskóla til að ræða skýrslu sem gerð hefur verið um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ og þá álitaþætti sem fram koma í skýrslunni um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ þar sem óskað er eftir ábendingum frá íbúum. Teknir hafa verið saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf. Fræðslunefnd hefur lagt mikla áherslu á samráðsferli vegna þeirra ákvarðana sem þarf að taka um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur verið send hverri skólastofnun og foreldraráðum ásamt því að vera birt á heimasíðu Mosfellsbæjar og er óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Meira ...

Hollvinasamtök stofnuð

14.11.2013Hollvinasamtök stofnuð
Stofnfundur vel sótturStofnfundur hollvinasamtaka Reykjalundar var haldinn laugardaginn 2. nóvember á Reykjalundi. Mæting á fundinn var afar góð eða rétt um 200 manns. Samkomusalurinn var því þétt setinn og þurftu sumir að standa. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fundarstjóri og stýrði samkomunni af röggsemi. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar flutti ávarp og Birgir Gunnarsson kynnti starfsemi Reykjalundar. Lög voru samþykkt fyrir samtökin og kosið í stjórn.
Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar veittar

14.11.2013
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í annað sinn þann 13. nóvember í Listasalnum. Einar Grétarsson hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Neðanjarðar sem er listaverk úr jarðlögum og þær Sigrún Jensdóttir og Ingibjörg B. Ingólfsdóttir (S.jens) fyrir Spilalist sem er meðal annars App fyrir lesblinda. Margar áhugaverðar umsóknir bárust. Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsti eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu.
Meira ...

Vel heppnað bókmenntakvöld

14.11.2013
Árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar var í gærkvöldi, 13. nóvember. Alls lögðu um 260 manns leið sína í safnið af þessu tilefni. Páll Helgason lék á flygilinn þar til dagskrá hófst. Rithöfundarnir sem kynntu nýjar bækur sínar voru: Bjarki Bjarnason, Edda Andrésdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrði umræðunum líkt og undanfarin ár. Rithöfundar og stjórnandi léku á alls oddi og mikil gleði ríkti meðal gesta.
Meira ...

Basar á laugardaginn

14.11.2013
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ heldur sinn árlega basar laugardaginn 16. nóv. kl 13:30 á Eirhömrum. Einnig verður kirkjukórinn með kaffisölu og sýningar á tréverkum og málverkum verða á staðnum. Kór eldri borgara Vorboðinn tekur nokkur lög. Eins og áður rennur allur ágóðinn beint til þeirra sem minna mega sín hér í Mosfellsbæ. Komum og styðjum gott málefni og kaupum handgerða og glæsilega muni fyrir sanngjarnt verð. Allir hjartanlega velkomnir.
Meira ...

Áfangasigur fyrir íbúasamtökin

14.11.2013
Íbúasamtök Leirvogstungu fagna því að urðun verði hætt. Nú hefur verið gert samkomulag um að urðun verði hætt á Álfsnesi á næstu árum og komið verði fyrir gas- og jarðgerðarstöð á næstu 2-3 árum. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Mosfellinga, ekki síst íbúa í Leirvogstungu en þar starfa öflug íbúasamtök sem barist hafa hetjulega fyrir þessum stóra áfanga...
Meira ...

Nemendur úr Varmár- & Lágafellsskóla með upplestur á Degi íslenskrar tungu

13.11.2013
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á Gljúfrasteini sem er að þessu sinni helgaður börnum. Nemendur úr Lágafellsskóla, sem tóku þátt í upplestrarkeppninni „Laxnessinn“ sem haldin er árlega á afmælisdegi Halldórs Laxness 23. apríl ásamt nemendum úr Varmárskóla, sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni lesa upp kl.16:00. Auk þeirra munu tveir barnabókarithöfundar koma fram. Boðið verður upp á upplestur kl. 16
Meira ...

Bæjarráð heimsækir stofnanir

08.11.2013
Síðustu tvo daga hafa kjörnir fulltrúar í bæjarráði gert víðreist og farið í árlega heimsókn sína í stofnanir bæjarins. Forstöðumenn í grunnskólum, leikskólum, íþróttamiðstöðvum, áhaldahúsi og bókasafni svo eitthvað sé nefnt hafa tekið vel á móti fulltrúunum. Farið var yfir reksturinn almenn
Meira ...

Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014

07.11.2013Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi fyrir A og B hluta á næsta ári. Gengið var út frá því við gerð fjárhagsáætlunar að þjónustustig héldist óbreytt, áætlun launa miðast við gildandi kjarasamninga og annar kostnaður miðast við verðlag og gildandi samninga.
Meira ...

Framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ - óskað eftir ábendingum frá íbúum

07.11.2013
Mosfellsbær er tvö grunnskólahverfi. Lágafellsskóli er á vestursvæði, en Varmárskóli og Krikaskóli á austursvæði. Varmárskóli og Lágafellsskóli teljast stórir grunnskólar á landsvísu. Fjölgun heldur áfram í Mosfellsbæ og því er viðbúið að á næstu misserum verði nemendafjöldi þeirra slík að hagræði stærðarinnar eigi ekki lengur við vegna þess að bæta þarf við viðbótarrými m.a. til almennrar kennslu, sérgreinakennslu og annarra stoðrýma. Bæjarstjórn, að tillögu fræðslunefndar, hefur tekið þá ákvörðun um að byggja tvo aðra skóla í bænum á komandi árum. Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ, þar sem teknir eru saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf.
Meira ...

Reykjahverfið - gatnagerð

07.11.2013
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð í Reykjahverfi (Reykjahvoll) í Mosfellsbæ. Um er að ræða jarðvinnu, holræsalagnir, vatns- og hitaveitulagnir auk lagningu strengja og ídráttarröra. Verklok 1.maí 2014
Meira ...

7. KÁ í Varmárskóla tekur þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“

07.11.2013
Tæknin nýtt - Hitta vinabekkinn á Skype. Varmárskóli er annar tveggja skóla á landinu sem í haust hafa tekið þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“. Nemendur í 7. KÁ hafa ásamt Kristínu Ástu Ólafsdóttur, umsjónarkennara sínum, unnið að verkefni með vinabekknum sínum í Kariobangi skólanum í Nairobi í Keníu í samstarfi við ABC barnahjálp. Krakkarnir bjuggu til spurningar til að leggja fyrir kenísku krakkana ásamt því að svara spurningum sem brunnu á þeim á móti. Einnig bjuggu krakkarnir til veggspjöld með ýmsum fróðleiksmolum um Ísland, íslenska náttúru, snjó, áhugamál íslenskra barna og margt fleira. Krakkarnir tóku myndir og myndbönd í skólanum og fengu á móti myndir og myndbönd frá vinabekknum.
Meira ...

Grunnskólakennari í Krikaskóla

07.11.2013
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2013-2014 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Krikaskóli er þróunarskóli með heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi ánægju af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka samskiptahæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og eigi auðvelt með að taka ábyrgð á sjálfum sér.
Meira ...

Lausar stöður við leikskólann Hlíð

07.11.2013
Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða annað starfsfólk óskast við leikskólann Hlíð Mosfellsbæ sem fyrst. Um er að ræða stuðning við barn svo og almennt starf á deildum. Leikskólakennaramenntun eða reynsla af uppeldisstörfum með ungum börnum æskileg.
Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013

06.11.2013
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar verður afhent næstkomandi þriðjudag 12.nóvember. Viðurkenningin er nú afhent í annað sinn en alls bárust átta umsóknir. Afhendingin fer fram í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16.30 þar sem verður hægt að sjá og kynna sér hluta af þeim umsóknum sem bárust í ár. Allir velkomnir.
Meira ...

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

01.11.2013
Verkefnislýsing fyrir nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í ágúst 2012 með sér samning um endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Sameiginleg svæðisskipulagsnefnd leiðir verkefnið, sameiginleg stefna sveitarfélaganna um hagkvæma og sjálfbæra þróun höfuðborgarsvæðisins. Tekin hefur verið saman lýsing á því hvernig staðið verður að verkefninu. Lýsingin er forskrift að þeirri vinn
Meira ...

Síða 0 af Infinity