Fréttir eftir mánuðum

Gleðilega hátíð - opnunartímar

24.12.2013Gleðilega hátíð - opnunartímar
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.Upplýsingar um opnunartíma ...
Meira ...

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu

23.12.2013Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu
Megininntak tillögunnar er að tveggja hæða rað- og parhús á svæði við Voga- og Laxatungu breytast í einnar hæðar hús. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2014.
Meira ...

Mosfellsbær tryggir hjá TM

23.12.2013Mosfellsbær tryggir hjá TM
Á dögunum var undirritaður samningur um vátryggingar milli Mosfellsbæjar og TM þar sem aðilar samþykkja að TM mun næstu þrjú árin annast um allar vátryggingar Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkti í nóvember að bjóða út vátryggingar bæjarins og er samningurinn gerður í kjölfar þess útboðs þar sem TM var lægstbjóðandi.
Meira ...

Breytt fyrirkomulag á brennum bæjarins

23.12.2013Breytt fyrirkomulag á brennum bæjarins
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettándabrennan er árlega. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Athugið að áramótabrennan verður á sama stað og þrettándabrennan.
Meira ...

Stór dagur hjá FMOS, framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

20.12.2013Stór dagur hjá FMOS, framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Í dag, föstudaginn 20. desember, fer fyrsta útskriftin í nýju húsnæði skólans fram. Þetta er því merk stund í sögu skólans. FMOS er að útskrifa 29 stúdenta, 25 af félags- og hugvísindabraut og 4 af náttúruvísindabraut. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar mun afhenda verðlaun þeim sem fá hæstu einkunn.
Meira ...

Best að búa í Mosfellsbæ

19.12.2013Best að búa í Mosfellsbæ
Mosfellsbær er besta sveitarfélagið til að búa í að mati íbúa. Þetta kemur fram í árlegri könnun Capacent þar sem mæld var ánægja með þjónustu sveitarfélaga. Mælt er viðhorf íbúa 16 stærstu sveitarfélaga landsins. Síðustu ár hefur Mosfellsbær verið ofarlega í röðinni ásamt Garðabæ, Seltjarnarnesi og fleiri sveitarfélögum en vermir nú fyrsta sætið.
Meira ...

Aðstoð við jólasveina

19.12.2013Aðstoð við jólasveina
Meistaraflokkur Aftureldingar hefur tekið að sér að aðstoða jólasveinana við útkeyrslu á sérstökum pökkum til þægra barna á aðfangadag kl. 11-15. Pakkarnir þurfa að berast frá smiðju jólasveinanna í Vallarhúsið á Þorláksmessu kl. 16-22 en innheimtar verða 1.500 kr. pr. hús til að standa undir útlögðum kostnaði.
Meira ...

Hlaðhamrar fá rausnarlega gjöf

17.12.2013Hlaðhamrar fá rausnarlega gjöf
Leikskólinn Hlaðhamrar fékk á dögunum veglega jólagjöf frá ánægðum og framtaksömum foreldrum. Hilmar Gunnarsson og Oddný Þóra Logadóttir færðu leikskólanum spjaldtölvu að gjöf sem hugsuð er til nota fyrir börn með sérþarfir á leikskólanum. Tölvan mun koma sér mjög vel og nýtast öllum börnum í leikskólanum en spjaldtölvur eru í sífellt meira mæli notaðar við kennslu og eru sérstaklega hentug tæki fyrir börn með sérþarfir. Stjórnendur og starfsfólk Hlaðhamra er afar ánægt með gjöfina og segja hana eiga eftir að nýtast þeim vel við kennsluna.
Meira ...

Öryggi barnanna okkar!

16.12.2013
Í leikskólanum Hlíð er mikil áhersla lögð á umferðarfræðslu. Þegar farið er í gönguferðir er mikilvægt að allir fari eftir umferðarreglunum. Lögreglan kemur árlega í heimsókn og fræðir elstu börnin um umferðarreglurnar. Þess vegna eru mörg barnanna vel að sér í því sem má og ekki má! Þau eru líka flest meðvituð um mikilvægi öryggisbúnaðar.
Meira ...

Þrettándinn í Mosfellsbæ

16.12.2013Þrettándinn í Mosfellsbæ
Ákveðið hefur verið að hin árlega þrettándabrenna Mosfellinga fari fram laugardaginn 4. janúar 2014 kl. 18.00. Dagskrá nánar auglýst síðar.
Meira ...

Kiwanisklúbburinn Mosfell styrkir Reykjadal

16.12.2013Kiwanisklúbburinn Mosfell styrkir Reykjadal
Nú á aðventunni selja félagar í Kiwanisklúbbnum Mosfelli sælgæti hér í Mosfellsbæ til styrktar sumarstarfs Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Eins og undanfarin ár nýtur klúbburinn aðstoðar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar við söluna sem fær í staðinn hlutdeild af sölunni sem styrk frá klúbbnum .
Meira ...

Nemendur kenna eldri borgurum á tölvur

16.12.2013Nemendur kenna eldri borgurum á tölvur
Oft er rætt um að brúa þurfi bilið á milli kynslóða samtímans. Í því sambandi hefur Varmárskóli nú boðið upp á nýjan valáfanga fyrir eldri nemendur skólans, sem felst í því að þeir kenna eldri borgurum á tölvur. Fjölmargt verður tekið fyrir, s.s. kennsla á fésbókina, ritvinnsla, netnotkun, vinnsla á myndum o.fl. Um er að ræða samstarf milli eldri borgara og Varmárskóla og er kennslan eldri borgurum að kostnaðarlausu.
Meira ...

Verðkönnun á fimleikabúnaði

13.12.2013Verðkönnun á fimleikabúnaði
Mosfellsbær óskar eftir upplýsingum um verð og gæði fimleikabúnaðar fyrir gryfjur í nýjum íþróttasal við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Um er að ræða allan búnað í gryfjurnar, svo sem trampólín, svamp, lyftibúnað og fleira samkvæmt lýsingu í gögnum um verðkönnunina.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður

13.12.2013Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður
Auglýst eru laus eftrfarandi störf: leikskólakennara í deildastjórn og matráð í eldhúsi.Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á aldrinum 2-5 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði.
Meira ...

Nemendur í Mosfellsbæ bæta sig samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunar

11.12.2013Nemendur í Mosfellsbæ bæta sig samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunar
Þegar rýnt er í niðurstöður Pisa könnunar sem rædd hefur verið mikið síðustu daga kemur í ljós að árangur nemenda í Mosfellsbæ batnar frá síðustu mælingu. Samkvæmt niðurstöðunum hefur gengi Mosfellsbæjar verið jafnt og þétt upp á við frá árinu 2006. Nemendur í Mosfellsbæ standa framar í læsi og stærðfræðilæsi en að meðaltali í bæjum og borgum á Norðurlöndum
Meira ...

Ásgarður tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

11.12.2013Ásgarður tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ
Handverkstæðið Ásgarður var tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013 í flokki fyrirtækja/stofnana og á myndinni má sjá starfsmenn Ásgarðs ásamt verðlaunahöfum. Verðlaunin fengu: Margrét M. Norðdahl í flokki einstaklinga fyrir að tengja saman listsköpun
Meira ...

Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna í Mosfellskirkju

09.12.2013Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna í Mosfellskirkju
þriðjudaginn 17. desember kl. 20:00. Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett, í daglegu tali Diddú og drengirnir, halda sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 20:00. Efnisskráin er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jólalög.
Meira ...

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar

09.12.2013Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar
Mikið er um að vera í tónleikahaldi hjá Listaskóla Mosfellsbæjar í desember. Það er jólatónlistin sem er rauði þráðurinn á þessum tónleikum. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Meira ...

Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.

09.12.2013Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla fimmtudaginn 12. desember klukkan 18.00. Börn og unglingar á aldrinum 8 – 16 ára flytja fjölbreytt úrval jólalaga. Hátíðleg stund á aðventunni.
Meira ...

Útboð - Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi

07.12.2013Útboð - Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi
Litliskógur – Brúarland. Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gerð stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi, Litli skógur – Brúarland. Um er að ræða stígagerð ( 2.0 km ). Jarðvinna, malbikun, hellulögn og steyptar stéttar.Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 10. desember n.k.
Meira ...

Starf í Frístundaseli Varmárskóla

06.12.2013Starf í Frístundaseli Varmárskóla
Laus er staða leiðbeinanda í Frístundaselinu við Varmárskóla. Um er að ræða 40% stöðu, vinnutíminn er frá 13-16. Lágmarksaldur er 20 ár. Skilyrði er að viðkomandi hafi gaman að börnum og hafi áhuga að vinna að frístundastarfinu með þeim
Meira ...

Félagsmiðstöðin Ból 30 ára afmæli í dag

06.12.2013Félagsmiðstöðin Ból 30 ára afmæli í dag
Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er öllum boðið að koma og gleðjast með okkur í dag, föstudaginn 6.des., kl. 15-17. Félagsheimilið er fyrir alla unglinga sem eru í 7. - 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla og átt skemmtilegar stundir en það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu
Meira ...

Sýningaropnun Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur

06.12.2013Sýningaropnun Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur
Föstudaginn 6. desember kl. 17:00-19:00 verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, einkasýning Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur undir heitinu Felumyndir. Um sýninguna segir Sigurrós:
Meira ...

Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013

06.12.2013Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013
Þann 3. desember á alþjóðadegi fatlaðra veitti Þroskahjálp þremur aðilum Múrbrjót, sem veittur er í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks. Hestamannafélagið Hörður hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna.
Meira ...

Sýning í Kjarna

05.12.2013Sýning í Kjarna
Dagana 2. – 12. desember stendur yfir sýning í Kjarna frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar í tengslum við Staðardagskrá 21. Til sýnis eru gripir sem börnin hafa unnið úr notuðum hlutum eins og áldósum og endurunnum pappír.
Meira ...

Mosfellsbær vann í Útsvari

02.12.2013Mosfellsbær vann í Útsvari
Bragi, Valgarð og María stóðu sig frábærlega í Útsvarinu, föstudagskvöldið 29.nóvember síðastliðinn ! Það var mjótt á mununum þegar lið Mosfellsbæjar og Snæfellsbæjar mættust í sjónvarpssal Rúv. Bæði lið mættu hörð til leiks og réðust úrslit ekki fyrr en í blálokin. Lokatölur voru 77-73 og er Mosfellsbær þar með kominn áfram í næstu umferð. Mosfellsbær mætir Sandgerði í annarri umferð.
Meira ...

Síða 0 af Infinity