Fréttir eftir mánuðum

Mosfellsbær í 10. Sæti í Lífshlaupinu

28.02.2013

logo_lifshlaupMosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár og á nokkra verðlaunagripi í safninu. Ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa tekið þátt, og hafa grunnskólar bæjarins iðulega verið meðal efstu skólum á landinu. Í ár lentu Varmárskóli og Lágafellsskóli í 4. og 5. sæti í sínum flokki verður að teljast frábær árangur.

Meira ...

Dagur Listaskólans er laugardaginn 2. mars 2013

27.02.2013

Dagur listaskólansOpið hús  kl. 11.00 – 13.00 í Listaskólanum Háholti 14. 3ju hæð og kl. 09.50 – 12.00 hjá Skólahljómsveitinni í kjallara Varmárskóla. Komið og kynnið ykkur starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans.

Meira ...

Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU - Sjálfbærni, ákall um ábyrgð og áhuga

27.02.2013

Opið húsÁ Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 27. febrúar verður sjónum beint að sjálfbærni. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta í skólastarfi sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Meira ...

María Helga Jónsdóttir á Reykjum með burtfararprófstónleika

26.02.2013

burtfaratónleikarMaría Helga Jónsdóttir flautuleikari er að ljúka Framhaldsprófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Einn liður í prófinu eru burtfararprófstónleikar, sem  fara fram í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00.  Meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

María Helga Jónsdóttir á Reykjum með burtfararprófstónleika

25.02.2013

burtfaratónleikarMaría Helga Jónsdóttir flautuleikari er að ljúka Framhaldsprófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Einn liður í prófinu eru burtfararprófstónleikar, sem fara fram í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00. Meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

Mosfellsbær og Míla skrifa undir viljayfirlýsingu um háhraðatengingu

25.02.2013

Ljósnetsuppbygging hefst í vorLjósnetsuppbygging hefst í vor. Mosfellsbær og fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. hafa gert með sér samkomulag um að Míla muni hefja uppbyggingu á ljósneti í Mosfellsbæ á vormánuðum 2013. Uppbygging á ljósneti í bæjarfélaginu gefur öllum þjónustuaðilum á fjarskiptamarkaði tækifæri á að auka framboð sitt hvort sem það er á sviði sjónvarps- eða internetþjónustu.

Meira ...

Styrktarball í Hlégarði haldið af ungmennum - Frábært framtak

22.02.2013

Styrktarball í Hlégarði

Styrktarball var haldið í Hlégarði 21.febrúar og gekk vonum framar. Safnað var fyrir Barnaspítala Hringsins en Andri Haraldsson er forsprakki söfnunarinnar ásamt vinum sínum. Þeir félagar héldu ballið í samstarfi við Bólið félagsmiðstöð unglinga í Mosfellsbænum. Þar komu fram Steindri Jr, Haffi Haff og Bent úr ...

Meira ...

Mosfellingar orðnir 9000

22.02.2013

Mosfellingar orðnir 9000Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykjakoti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfæddur Mosfellingur.

Meira ...

Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn

21.02.2013

capacent 2012Fyrirtækið Capacent gerði þjónustukönnun meðal sveitarfélaga október og nóvember árið 2012. Þar voru íbúar Mosfellsbæjar beðnir að meta hversu ánægðir þeir væru með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Skemmst er frá því að segja að yfir 93% kváðust vera ánægðir. Mosfellsbær er samkvæmt þessu í öðru sæti af 16 stærstu sveitarfélögunum landsins. 

Meira ...

Útboð – Tímavinnugjald

21.02.2013

moslitMosfellsbær óskar eftir tilboði í tímavinnugjald iðnaðarmanna í eftirtöldum iðngreinum:Trésmíði, málun, pípulögn, raflögn, dúkalögn, blikksmíði og stálsmíði. Útboðsgögn verða afhent á geisladisk í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 26. febrúar eftir kl: 10:00.

Meira ...

Fræðslusamstarf á höfuðborgarsvæðinu

20.02.2013

SSHfraedslaHI20130129_mynd13Á vormisseri 2013 fara fram þrír fræðslufundir sem ætlaðir eru grunnskólakennurum og skólastjórnendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fræðsluverkefnið er afrakstur samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skólamál í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ.

Meira ...

Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna

19.02.2013
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir. Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ...

Flottir Mosfellingar

18.02.2013

Hreindís, Gunnar, Jógvan og StefaníaMosfellingurinn Gunnar Helgi Guðjónsson bar sigur úr bítum í MasterChef-keppninni og er því fyrsti meistarakokkur Íslands í MasterChef. Einnig áttum við þrjá fulltrúa í LOKA úrslitum i Eurovision 2013, þau Hreindísi Ylfu, Jógvan og Stefaníu ....já, það er gott að búa í Mosó !

Meira ...

Mosfellsbær tekur þátt í atvinnuátaki

14.02.2013

Mosfellsbær tekur þátt í atvinnuátakiMosfellsbær og velferðarráðuneytið hafa undirritað samning um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins tímabilið 1. september 2012 til 31. desember 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. 

Meira ...

Opin vika í Listaskólanum 18. - 22. febrúar 2013

14.02.2013

Vikuna 18. - 22. febrúar er opin vika í Listaskólanum. Þá halda nemendur tónleika í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess eina tónleika í Listasal Mosfellsbæjar. Fernir tónleikar verða í Lágafellsskóla á mánudag, fimm tónleikar í Varmárskóla á fimmtudag og einir tónleikar í Krikaskóla á föstudag.

Meira ...

Líf og fjör var í Kjarna á öskudaginn :)

13.02.2013

öskudagur 2013Líf og fjör var í Kjarnanum að Þverholti 2 á öskudaginn þar sem börn sungu og fengu gott fyrir. Skemmtilegar myndir voru teknar af krökkunum og má finna þær á facebooksíðu Mosfellsbæjar.

Meira ...

112 - dagurinn

11.02.2013

112Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill vekja athygli á að í dag þann 11. febrúar er 112 - dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum. Að þessu sinni er sjónum beint að getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst. Einnig að vekja athygli almennings á að 112 er ekki bara neyðarnúmerið hér heima heldur einnig í löndum Evrópu. 

Meira ...

Skyndihjálp í Kjarnanum

08.02.2013

RKI skyndihjalpÍ tilefni af 112-deginum verða sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Rauða krossins með sýningu og kennslu í endurlífgun í Kjarnanum mánudaginn 11. febrúar kl. 17:30-18:30. Allir geta lent í því að koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega og því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við slíkum aðstæðum og geta veitt fyrstu aðstoð. Mosfellingar eru hvattir

Meira ...

Opnun sýningar ,,Grow Lucky" í Listasal

07.02.2013

Grow Lucky_minni9. febrúar opnaði Irene Ósk Bermudez sýningu sína ,,Grow Lucky"  í Listasal Mosfellsbæjar. Irene Ósk Bermudez vinnur myndbandsverk, skúlptúra, hljóðverk og teikningar auk innsetninga þar sem hún tvinnar saman þessa miðla.

Meira ...

Gljúfrasteinn á safnanótt

07.02.2013

gljúfrasteinn1Aðgangur að Gljúfrasteini á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Opið verður um kvöldið frá 19-23. Kl. 21.00 mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben halda tónleika í stofunni.  Pétur Ben vakti fyrst athygli fyrir samstarf sitt við Mugison en hann m.a. samdi og útsetti lög á plötu hans, Mugimama Is This Monkeymusic? frá árinu 2004. Pétur hefur komið víða við á sínum ferli en hann samdi m.a. tónlistina í kvikmyndum Ragnars Bragasonar, Börn og Foreldrar og hefur einnig samið og útsett tónlist fyrir leikhús, m.a. annars í samstarfi við Nick Cave.  Fyrsta platan hans, Wine For My Weakness kom út árið 2006 og er talin sérlega vel heppnuð frumraun en Pétur fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir hana. Pétur hefur undanfarin ár unnið með fjölda tónlistarmanna bæði sem samverkamaður og upptökustjóri en árið 2012 leit önnur sólóplata hans dagsins ljós: God’s Lonely Man.

Meira ...

Lífshlaupið er byrjað

06.02.2013

logo_lifshlaupHægt er að fylgjast með liðum í Mosfellsbæ á síðunni www.lifshlaupid.is. Nú þegar hafa skráð sig til leiks nokkur lið á bæjarskrifstofunni og bæði starfsfólk og nemendur Lágafellsskóla taka virkan þátt. Mosfellsbær hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að skrá sig og vera með í þessu frábæra átaki sem fellur svo vel að markmiðum okkar um að verða heilsueflandi samfélag.

Meira ...

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013

01.02.2013

moslitMenningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni  vegna listviðburða og menningarmála árið 2013.  Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.

Meira ...

Síða 0 af Infinity