Fréttir eftir mánuðum

Nýtt skólahúsnæði við Þrastarhöfða

31.07.2013

Nýr leikskóliÚtibú frá leikskólanum Huldubergi er nú að rísa við Þrastarhöfða. Þar verða starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum nú síðar í mánuðinum. Í húsnæðinu verður, auk deildanna tveggja, fullbúið eldhús. Frágangur lóðarinnar verður fyrsta flokks.  Áætlað er að bæta við tveimur stofum á næsta ári og að tekið verði þá aftur, eins og nú

Meira ...

Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ

29.07.2013
Auglýstar eru nokkrar lausar stöður. Hlaðhamrar er 4 deilda leikskóli með 85 börnum. Unnið er í anda „Reggio“ stefnunnar með áherslur á gæði í samskiptum og skapandi starf. Um er að ræða skemmtilega vinnu með börnum í fallegu umhverfi í nálægð við náttúruna.
Meira ...

Bongóblíða í Mosfellsbæ

25.07.2013

sólin í dagÁ svona góðviðrisdögum eins og hafa verið undanfarna daga er alveg tilvalið að heimsækja sundlaugar bæjarins því fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum en í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG.

Meira ...

Lausar stöður við Varmárskóla

21.07.2013
Óskað er eftir enskukennara og stærðfræðikennara fyrir 7. - 10 bekk, um er að ræða heilar stöður. Frekari upplýsingar veitir Þórhildur Elfarsdóttir, skólastjóri Varmárskóla..Varmárskóli
Meira ...

Leikjanámskeið ÍTÓM vikuna 22-26.júlí fellur niður

19.07.2013

Leikjanámskeið ÍTÓM nr 7 fellur niðurÞar sem að ekki náðist lámarksfjöldi á leikjanámskeið Ítóm vikuna 22-26. júlí fellur það námskeið niður þá vikuna. Allar nánari upplýsingar hér.

Meira ...

Í túninu heima 30.ágúst - 1.september - Viltu taka þátt?

19.07.2013

forsidaVilt þú taka þátt í okkar árlegu bæjarhátíð "Í túninu heima" sem verður haldin helgina 30.ágúst - 1. september. Viðburði og dagskrárliði þarf að tilkynna sem allra fyrst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Meira ...

Tilnefning þín til umhverfisviðurkenninga fyrir 1. ágúst

19.07.2013

Umhverfisvidurkenningu 2012 hlaut íbúar að Arnartanga 51Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar fyrir þá garða, fyrirtæki og götur sem þeim finnst hafa verið til fyrirmyndar í umhverfismálum fyrir 1. ágúst.

Meira ...

Sveitahátíðin Kátt í Kjósinni laugardaginn 20. júlí

18.07.2013

Kátt í kjósinniSveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí. Glænýr broddur og fleira spennandi í Miðdal. Á Reynivöllum verður erindið "Ég er úr Kjósinni", þar sem farið verður yfir vísanir til sveitarinnar í verkum Halldórs Laxness. Kjósarrétt mun iða af dýralífi

Meira ...

Staða íþróttakennara við Krikaskóla í Mosfellsbæ

18.07.2013
Óskað er eftir íþróttakennara til starfa í Krikaskóla. Viðkomandi þarf einnig að sjá um sundkennslu. Íþróttakennari Krikaskóla tekur þátt í starfi með fjölbreyttum aldri barna og kemur einnig að öðrum störfum með börnum. Samkomulag er gert við íþróttakennara með heimild í kjarasamningi. Um 70% starf er að ræða, hægt er að auka starfshlutfall í 100% með þátttöku í öðrum verkefnum með börnum. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
Meira ...

Nýr upplýsingavefur fyrir ferðamenn

12.07.2013

Nýr upplýsingavefur fyrir ferðamennwww.visitmosfellsbaer.is er ný vefsíða á ensku og ætlaður til að þjónusta erlenda ferðamenn sem koma, eða hafa áhuga á að koma, til bæjarins. Streymi ferðamanna eykst ár frá ári í Mosfellsbæ eins og á landinu öllu. Á síðunni er leitast við að koma á framfæri upplýsingum um þá þjónustu sem er til staðar bæði af hálfu sveitarfélagsins og annarra rekstraraðila. Í framhaldinu mun einnig verða unnið í að koma sambærilegum upplýsingum á framfæri á íslensku. Umsjón vefsins er í höndum starfsmanna Mosfellsbæjar. Öllum ábendingum varðandi innihald síðunnar verður tekið fagnandi og má senda á mos@mos.is. 

Meira ...

Frábær þátttaka í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 8. júní 2013

10.07.2013

Frábær þátttaka í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 8. júní 2013Um 1487 Mosfellskar konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1487 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 500 konur erlendis.

Meira ...

Hefur einhver séð Bínó?

10.07.2013

Hefur þú séð Bínó ?Vegna sérstakra aðstæðna auglýsir dýraeftirlit Mosfellsbæjar eftir týndum kisa. Bínó hefur verið týndur síðan 13 júní frá Birkiteigi 3, 270 Mosfellsbær. Hann er blandaður síams/húsköttur með blá stór augu. Hann er mjög ljúfur en getur verið fælin við fólk sem hann þekkir ekki. Ef þið hafið upplýsingar um Bínó þá vinsamlegast hafið samband: Sigrún 846-1915 eða Edith 849-5188. Það má líka senda tölvupóst á hundaeftirlit[hja]mos.is

Meira ...

Friðarhlaup 2013

09.07.2013

Friðarhlaup 2013Friðarhlaupið fer um Mosfellsbæ fimmtudaginn 11.júlí.  Þegar hlaupararnir koma til Mosfellsbæjar mun fara fram stutt friðarstund þar sem krakkar úr Aftureldingu og vinnuskóla Mosfellsbæjar ætla að gróðursetja friðartré með hlaupurum friðarhlaupsins. 

Meira ...

Sirkusheimsókn í Mosfellsbæ

09.07.2013

Sirkusheimsókn í MosfellsbæÍ sumar kemur til landsins barna og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku. Sirkusinn mun heimsækja Mosfellsbæ 11.-14. júlí og mun vera með sýningu í Íþróttamiðstöðinni Lágafell þann 11. júlí kl.18:00. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

Afgreiðsla Bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

09.07.2013

9.7.2013: Afgreiðsla Bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030Þann 26. júní samþykkti Bæjarstjórn tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, og bíður hún nú staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Meira ...

Leikjanámskeið Ítóm fellur niður 8-12. júlí

05.07.2013

Leikjanámskeið Ítóm fellur niður 8-12.júlíÞar sem að ekki náðist lámarksfjöldi á leikjanámskeið Ítóm vikuna 8-12. júlí fellur það námskeið niður þá vikuna.  Enn er hægt að skrá á námskeið no. 6 vikuna 15-19 júlí.  Allar nánari upplýsingar hér.

Meira ...

Vel heppnað skuldabréfaútboð - vaxtakjör aldrei betri

04.07.2013

Merki MosfellsbæjarMosfellsbær efndi á dögunum til skuldabréfaútboðs á verðtryggðum skuldabréfum og sáu markaðsviðskipti H.F. Verðbréfa um útboðið. Sala skuldabréfaflokksins MOS 13 1 gekk vonum framar og voru seldar 600 milljónir á ávöxtunarkröfunni 3,05% en flokkurinn er með jöfnum afborgunum og lokagjalddaga á árinu 2034. Nýverið hefur einnig verið tekið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300 milljónir til 11 ára en þau bréf eru með 2,65% verðtryggðum vöxtum. 

Meira ...

Baugshlíð lokuð vegna framkvæmda 4. júlí

04.07.2013

Vegna Baugshlíð lokuð vegna framkvæmda 4.júlímalbikunarframkvæmda verður Baugshlíð lokuð frá Lækjarhlið / Þrastarhöfða að Vesturlandsvegi frá kl. 09:00 og fram eftir degi,  fimmtudaginn 4. júlí.

Meira ...

Gilitrutt sýnd í Mosfellsbæ í dag

02.07.2013

GilitruttLeikhópurinn Lotta verður með sýningu á  leikritinu Gilitrutt klukkan 18:00 í Mosfellsbæ í dag. Sýningin verður haldin á túninu við Hlégarð svo gott er að vera klæddur eftir veðri. Eftir sýningu verður boðið uppá myndatökur með persónunum og því er gott að muna eftir myndavél. Miðaverð er 1500 krónur og greitt er á staðnum.  

Meira ...

Opið hús á Hömrum - hjúkrunarheimili í dag

01.07.2013

Hjúkkrunarheimili 028Í dag, mánudaginn 1. júlí, verður opið hús klukkan 17.00 til 19.00 á Hömrum þar sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða þetta glæsilega hús. Hjúkrunarheimilið var formlega vígt fimmtudaginn 27.júní að viðstöddu fjölmenni. Gera má ráð fyrir að fyrsta heimilisfólkið flytji inn í lok sumars. Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að líta við og nota tækifærið til að skoða þessa mikilvægu viðbót í þjónustuna í bænum.

Meira ...

Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar

01.07.2013

LeikskólabörnGæsluleikvöllur Mosfellsbæjar verður opinn í júlí eða frá 1. júlí til og með 1. ágúst.
• Opnunartími vallarins er frá kl. 9.00 - 12.00 og frá kl. 13.00 - 16.00.
• Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða - 6 ára aldurs.
• Gjaldið er kr. 160 fyrir klst. og þurfa börnin að koma með nesti með sér. Hægt er að kaupa 20 miða/klst. kort á kr. 3.000.
• Gæsluvöllurinn er staðsettur við Kjarna og er aðkoma að vellinum frá neðra plani.

Nánari upplýsingar um Gæsluvöllinn má nálgast hér

Meira ...

Aðgerðaráætlun gegn hávaða

01.07.2013

Yfirlitsmynd af MosfellsbæMosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2013-2018.
Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans.  Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2012, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu.

Meira ...

Síða 0 af Infinity