Fréttir eftir mánuðum

Snjómokstursáætlun

31.01.2014Snjómokstursáætlun
Enn á ný hefur snjóað í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun. Mokað er eftir forgangsáætlun og þegar búið er að moka helstu forgangsleiðir þá hefst snjómokstur í íbúagötum. Hægt að sjá forgangssnjómokstursáætlun hér.
Meira ...

Stefnt að sameiningu golfklúbbanna tveggja, Kjölur og Bakkakot verði Golfklúbbur Mosfellsbæjar

30.01.2014Stefnt að sameiningu golfklúbbanna tveggja, Kjölur og Bakkakot verði Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu golfklúbbanna í Mosfellsbæ, Kjalar og Bakkakots, í nýjan klúbb undir nafninu Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Formenn klúbbanna, fyrir hönd stjórna þeirra, ásamt Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra, undirrituðu viljayfirlýsinguna þar sem stefnt er að sameiningarviðræðum á árinu 2014. Nýr klúbbur mun halda úti tveimur vallarsvæðum og halda þeim við með sambærilegum hætti og verið hefur.
Meira ...

Skálatún 60 ára

30.01.2014Skálatún 60 ára
Í dag eru 60 ár liðin frá stofnun Skálatúns. Stórstúka Íslands keypti jörðina Skálatún í Mosfellssveit árið 1953. Það var svo 30. janúar árið 1954 sem sjálfseignarstofnunin Skálatúnsheimilið var stofnuð.
Meira ...

Gjaldskrársamanburður sveitarfélaga

28.01.2014Gjaldskrársamanburður sveitarfélaga
ASÍ birti á dögunum verðkönnun á leikskólagjöldum 15 stærstu sveitarfélaganna. Fyrstu niðurstöður innihéldu villu í gjöldum Mosfellsbæjar en tölurnar hafa nú verið lagfærðar og kemur í ljós að gjaldskrá Mosfellsbæjar er langt í frá hæst, líkt og haldið var fram, fyrir 8 tíma vistun með fæði. Sveitarfélagið raðast talsvert aftar í samanburðinum og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári.
Meira ...

Opið hús -Depurð barna og unglinga, einkenni og úrræði

27.01.2014Opið hús -Depurð barna og unglinga, einkenni og úrræði
Miðvikudaginn 29. janúar klukkan 20 er komið að fyrsta opna húsinu á þessu ári hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Meira ...

Framhaldsskólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði

24.01.2014Framhaldsskólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði
Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var vígt föstudaginn 24. janúar að viðstöddu fjölmenni. Með því lýkur tæplega sex ára vegferð frá því að samkomulag um stofnun skólans var undirritað þann 19. febrúar árið 2008 af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Skólinn hóf starfsemi haustið 2009, framkvæmdir við húsið hófust í júní 2012 og hófst kennsla í húsinu nú í janúar.
Meira ...

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2013

24.01.2014Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2013
Telma Rut Frímannsdóttir karatekona úr Aftureldingu og Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður úr Mótomos eru íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar árið 2013. Átta konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni. Að valinu koma íbúar bæjarins og íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöldi. Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, deildameistara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og efnilegustu stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.
Meira ...

Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

22.01.2014Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteginaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 28. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni.
Meira ...

Heitavatnslaust í Bugðutanga

20.01.2014Heitavatnslaust í Bugðutanga
Heitavatnslaust verður vegna hitaveituviðgerðar í Bugðutanga þriðjudaginn 21.01. frá klukkan 10:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ

20.01.2014Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ
Álagning fasteignagjalda 2014 hefur farið fram. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Einnig er hægt að greiða með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í íbúagátt Mosfellsbæjar eða í Þjónustuveri
Meira ...

Opnun útboðs – Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi

15.01.2014Opnun útboðs – Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi
Litliskógur - Brúarland. Þann 14. janúar 2014, kl. 14:00, voru opnuð tilboð í gerð stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi milli Litlaskógs og Brúarlands. Fram kom á opnunarfundi að villa væri í tilboðsskrá útboðsgagna því kostnaður við malbikun í götustæði SL11 er ekki inn í samlagningartölu tilboða.
Meira ...

Ný heimasíða hjá Mosfellsbæ

15.01.2014Ný heimasíða hjá Mosfellsbæ
Í dag fer í loftið ný heimasíða fyrir Mosfellsbæ. Talsverðar breytingar eru á útliti síðunnar og efnisflokkun. Breytingarnar eru gerðar með þarfir notenda í huga og með það fyrir augum að hún sé fyrst og fremst upplýsingaveita um þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir.
Meira ...

Uppbygging skólamannvirkja

14.01.2014Uppbygging skólamannvirkja
Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ. Á 288. fundi fræðslunefndar Mosfellsbæjar þann 7. janúar voru lögð fram drög að tillögum um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar í framhaldi af Skólaþingi sem opið var fyrir alla íbúa í Mosfellsbæ þann 26. nóvember síðastliðinn.
Meira ...

ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR

13.01.2014ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Meira ...

Aukin þjónusta

13.01.2014Aukin þjónusta
Aukin þjónusta í sorphirðuNýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2014 hefur verið birt á heimasíðu Mosfellsbæjar. Það felur í sér aukna þjónustu vegna bláu tunnunnar en hún verður nú tæmd á þriggja vikna fresti í stað fjögurra áður. Almennt sorp er hirt á 10-11 daga fresti. Minnum á að flugeldarusl má ekki fara í bláu tunnurnar, það þarf að fara í almennt sorp.
Meira ...

Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu 2013

13.01.2014Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu 2013
Frá upphafi hefur það verið í höndum aðal- og varamanna Íþrótta- og tómstundanefndar að kjósa um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar. Nú verður sú breyting á að íbúar geta tekið þátt í kjörinu ásamt aðal og varamönnum Íþrótta og tómstundanefndar. Íþrótta- og tómstundanefnd vonar að þessi breyting falli bæjarbúum vel og að þátttaka bæjarbúa í kjörinu verði góð.
Meira ...

Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

13.01.2014Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Aðilar að samningum eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður.
Meira ...

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins

09.01.2014Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins
Hljómsveitin Kaleo hefur verið valin Mosfellingur árins 2013 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Hljómsveitina skipa þeir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Kaleo sló rækilega í gegn á árinu 2013. Síðasta vor gaf hljómsveitin út endurgerða útgáfu af gamla laginu Vor í Vaglaskógi. Lagið kom þeim á kortið og hafa þeir verið óstöðvandi síðan. „Við erum gríðarlega stoltir að hljóta þessa nafnbót og má segja að þetta setji punktinn yfir i-ið á árinu 2013 sem hefur verið ævintýri líkast," segja strákarnir í samtali við Mosfelling.
Meira ...

Hálka – sandur í Þjónustustöð

09.01.2014Hálka – sandur í Þjónustustöð
Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum. Hjá Þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) bæjarins, Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttar við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf.
Meira ...

Matráður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

07.01.2014Matráður í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2013-2014 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Krikaskóli er þróunarskóli með heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Meira ...

Mosfellsbær hirðir jólatré 7. og 8. janúar

06.01.2014Mosfellsbær hirðir jólatré 7. og 8. janúar
Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun. Starfsmenn þjónustustöðvarinnar munu aka um bæinn og fjarlægja trén þriðjudaginn 7. og miðvikudaginn 8. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.
Meira ...

Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014

03.01.2014Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014
Stærstu breytingarnar eru þær að leið 6 hættir akstri í Grafarholtið um kvöld og helgar og mun aka allan daginn frá Staðarhverfinu að Háholti og til baka. Leiðin mun aka um norðanverðan Grafarvog í báðar áttir og mun því ekki lengur aka eftir Víkurvegi að Spöng. Í stað þess koma tvær nýjar biðstöðvar á Korpúlfsstaðarveg við Víkurveg. Leið 18 hættir að aka í Háholt og mun þess í stað aka eftir Borgavegi að Spöng.
Meira ...

Styrkur frá Íþrótta- og tómstundanefnd

03.01.2014Styrkur frá Íþrótta- og tómstundanefnd
Á haustdögum fékk Alexander Jóhannesson sundmaður úr Mosfellsbæ styrk , reglum samkvæmt, frá íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til að auðvelda honum þátttöku í Evrópumótinu í sundi. Alexander sendi okkur þessa mynd með þökkum fyrir stuðninginn. Takk fyrir það Alexander og gangi þér vel í leik og starfi.
Meira ...

Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ laugardaginn 4.janúar klukkan 18.00

02.01.2014Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ laugardaginn 4.janúar klukkan 18.00
Ný dagsetning ! Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 4. janúar 2014. Samkvæmt dagatali ber þrettándann upp á mánudaginn 6. janúar en ákveðið hefur verið að halda þrettándann hátíðlega næstkomandi laugardag 4. janúar..
Meira ...

Þroskaþjálfi / sérkennari og stuðningsfulltrúar óskast við Varmárskóla

02.01.2014Þroskaþjálfi / sérkennari og stuðningsfulltrúar óskast við Varmárskóla
Laus er til umsóknar staða þroskaþjálfa eða sérkennara við Varmárskóla og einnig er leitað er eftir kröftugum stuðningsfulltrúum. Varmárskóli er 50 ára gamall skóli staðsettur við Skólabraut í Mosfellsbæ. Skólinn er í tveimur byggingum og er með um 700 nemendur og 100 starfsmenn. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

Síða 0 af Infinity