Fréttir eftir mánuðum

Jeanne Bøe á Menningarhausti í kvöld

31.10.2014Jeanne Bøe á Menningarhausti í kvöld
Á Menningarhausti í kvöld sýnir Jeanne Bøe verkið "Með tröll í hjarta" sem byggir á hinum þekkta Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen, í þjóðleikhúskjallaranum kl: 20:00. FRÍTT er á alla viðburði Menningarhausts
Meira ...

Lausar kennarastöður við Lágafellsskóla

31.10.2014Lausar kennarastöður við Lágafellsskóla
Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 100 % starfshlutfall. Um er að ræða fastráðningu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Kennsla í tölvu- og upplýsingatækni, 100% starfshlutfall á mið- og unglingastigi. Meðal kennslunnar eru valgreinar, s.s. ljósmyndun og stuttmyndagerð. Um er að ræða fastráðningu og þarf viðkomandi að geta hafið störf í lok nóvember.
Meira ...

Aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla Leirvogstunguskóla

31.10.2014Aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla Leirvogstunguskóla
Laust er til umsóknar starf aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Leirvogstunguskóla, Laxatungu 70 í Mosfellsbæ. Leirvogstunguskóli er þriggja kjarna leikskóli þar sem dvelja 55-60 börn. Leirvogstunguskóli vinnur í anda Hjallastefnunnar sem leggur áherslu á að mæta hverju barni eins og það er, jákvæðni, einfaldleika, gagnsætt umhverfi, sköpun í stað tilbúinna lausna, virðingu fyrir náttúrunni og jákvæðan aga.
Meira ...

Jeanne Bøe á Menningarhausti í Mosfellsbæ

30.10.2014Jeanne Bøe á Menningarhausti í Mosfellsbæ
Í KVÖLD fimmtudaginn 30.október mun Jeanne Bøe leikkona frá Skien í Noregi sem er vinabær Mosfellsbæjar, flytja einleikinn "Með tröll í hjarta" sem byggir á hinum þekkta Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Jeanne mun flytja einleikinn á ensku í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ
Meira ...

Opið hús - Svefn og svefnvandi barna og unglinga

24.10.2014Opið hús - Svefn og svefnvandi barna og unglinga
Miðvikudaginn 29. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Á þessu fyrsta kvöldi mun Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, fjalla um mikilvægi svefns hjá börnum og unglingum, hvernig best er að bregðast við svefnvanda og gefa okkur góð ráð.
Meira ...

Menningarhaust í Mosfellsbæ

21.10.2014Menningarhaust í Mosfellsbæ
Næstu vikuna stendur Mosfellsbær fyrir Haustmenningarhátíð fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Á metnaðarfullri dagskrá má finna tónlistar- og menningarviðburði þar sem mosfellskir listamenn koma fram. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Meira ...

Upplýsingar um loftmengun

09.10.2014Upplýsingar um loftmengun
Borið hefur á loftmengun vegna eldgoss í Holuhrauni undanfarnar vikur. Vindáttir beina gastegundum nú í átt að höfuðborgarsvæðinu og hefur orðið vart við mengun síðasta sólarhringinn. Mælar Umhverfisstofnunar sem eru næst Mosfellsbæ eru staðsettir í Norðlingaholti og á Grensásvegi í Reykjavík. Á vef stofnunarinnar má sjá upplýsingar um mælingar og viðbrögð við mengun. Mosfellsbær bendir íbúum einnig á upplýsingar um öskufok og loftgæði á heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Meira ...

Helgafellshverfi, ný lóð við Vefarastræti, tillaga

09.10.2014Helgafellshverfi, ný lóð við Vefarastræti, tillaga
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Helgafellshverfis. Hún gerir ráð fyrir nýrri lóð við Vefarastræti vestan Sauðhóls, fyrir allt að 55 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verði að mestu fjögurra hæða. Athugasemdafrestur er til og með 20 nóvember.
Meira ...

Mosfellsbær afhendir Skálatúni afmælisgjöf

03.10.2014Mosfellsbær afhendir Skálatúni afmælisgjöf
Í gær afhenti Mosfellsbær Skálatúnsheimilinu afmælisgjöf. Skálatúnsheimilið hélt upp á 60 ára afmæli sitt fyrr á árinu. Þá var ákveðið að fá starfsmenn á handverkstæðinu Ásgarði til að framleiða húsgögn til að hafa fyrir utan vinnustofu heimilisins. Húsgögnin eru nú tilbúin og hafa verið sett niður á góðum stað sem oft er notaður til að njóta sólar á góðviðrisdögum.
Meira ...

Sýningaropnun 4. október - Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar

03.10.2014Sýningaropnun 4. október - Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 4 október kl. 15:00 verður opnuð sýning Þórs Sigurþórssonar Þjófstart í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Þar sýnir Þór verk sem búa yfir innbyrðis spennu og andstæðum.
Meira ...

Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma

02.10.2014Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar bjóða íbúum upp á viðtalstíma á eftirfarandi tímum á Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 17.00-18.00.
Meira ...

Mosfellsbær í Útsvari

02.10.2014Mosfellsbær í Útsvari
Spurningaþátturinn Útsvar hefur hafið göngu sína á Rúv nú í haust áttunda veturinn í röð þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Þann 14. nóvember keppir Mosfellsbær við Akureyrabæ
Meira ...

Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015

02.10.2014Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015
Senn líður að fyrsta Opnu húsi hjá Skólaskrifstofu en líkt og undanfarin 11 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Meira ...

Þingmenn kjördæmisins í heimsókn

01.10.2014Þingmenn kjördæmisins í heimsókn
Þingmenn suðvesturkjördæmis komu á fund sveitarstjórnarfólks í Mosfellsbæ í hádeginu í dag. Tekið var á móti hópnum á Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir nokkra punkta sem snerta samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Laxatungu

01.10.2014Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Laxatungu
Tillagan tekur til lóða nr. 105-127. Um er að ræða breytta húsgerð einbýlishúsa norðan götu, en sunnan götu komi raðhús í stað einbýlishúsa. Athugasemdafrestur er til 12. nóvember.
Meira ...

Síða 0 af Infinity