Fréttir eftir mánuðum

Opið hús - Matvendni -hvað er til ráða?

25.11.2014Opið hús - Matvendni -hvað er til ráða?
Miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 20.00 er komið að öðru opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir fjalla um matvendni og hvað er til ráða?. Rætt verður um um matarvenjur og áhrif þeirra á hegðun, heilsu og líðan.
Meira ...

Fjárhagsáætlun kynnt fyrir íbúum

25.11.2014Fjárhagsáætlun kynnt fyrir íbúum
Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa Mosfellsbæjar um fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram í bæjarstjórn. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti helstu atriði áætlunarinnar fyrir viðstöddum og hann ásamt fleiri starfsmönnum Mosfellsbæjar svöruðu spurningum fundarmanna.
Meira ...

Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ

20.11.2014Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
Laus er til umsóknar 80% staða forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2015. Vinnutími er frá 10:00 til 16:00 virka daga. Forstöðumaður annast skipulagningu og stjórnun félagsstarfs eldri borgara. Hann er yfirmaður leiðbeinenda, annast ráðningu þeirra sem sjá um námskeið sem haldin eru í nafni félagsstarfsins og hefur eftirlit með þeim. Hann undirbýr fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun vegna félagsstarfsins og sér til þess að unnið sé í samræmi við þær.
Meira ...

Hjálparstofnanir gera góða hluti

20.11.2014Hjálparstofnanir gera góða hluti
Nokkrar hjálparstofnanir veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði. Um þessar mundir eru að hefjast umsóknarferli fyrir Jólaaðstoð í ár og má finna nytsamar slóðir hér Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar og þá sér í lagi um hátíðarnar.
Meira ...

Slökkvistöð í Mosfellsbæ - vígð eftir áramót

20.11.2014Slökkvistöð í Mosfellsbæ -  vígð eftir áramót
Nú nýverið undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samning við Sjúkratryggingar Íslands (SHS) um sjúkraflutninga. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri var formaður samninganefndar slökkviliðsins „Það er gleðiefni að þessi samningur hafi nú verið staðfestur af ráðherrum og Landspítalanum. Þetta hafa verið strangar samningaviðræður og ánægjulegt að búið sé að tryggja sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og rekstrargrundvöll fyrir nýju stöðina í Mosfellsbæ. Þetta er afar mikilvægt öryggisatriði fyrir okkur Mosfellinga,“ segir Haraldur bæjarstjóri.
Meira ...

Er lögheimilið rétt skráð?

19.11.2014Er lögheimilið rétt skráð?
Netskil er notendavæn og skilvirk þjónusta sem sparar fólki sporin. Athygli er vakin á því að einstaklingar geta tilkynnt flutning rafrænt á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is tilkynningin fer þá sjálfkrafa í beiðnakerfi Þjóðskrár Íslands og er skráður eigi síðar en næsta virka dag.
Meira ...

Miðsvæði Helgafellshverfis, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

18.11.2014Miðsvæði Helgafellshverfis, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan varðar Vefarastræti 7-13 og felst m.a. í fjölgun íbúða um tvær og tilslökun á kröfum um bílastæði. Athugasemdafrestur er til 29. desember 2012.
Meira ...

Frístundasel Varmárskóla

17.11.2014Frístundasel Varmárskóla
Laus er staða forstöðumanns frístundasels Varmárskóla, tímabundin afleysing. Leitað er eftir aðila sem er með uppeldis- og eða tómsundamenntun, er skipulagður og hefur gaman af fólki og börnum. Einnig eru lausar stöður í frístundseli Varmárskóla. Um er að ræða 40-50% stöður, vinnutími frá 13-16/17.
Meira ...

Opinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun

14.11.2014Opinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fyrir bæjarstjórn. Framkvæmdastjórar sviða og aðrir starfsmenn Mosfellsbæjar veita upplýsingar um starfsemina. Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar mánudaginn 24. nóvember klukkan 20.00-21.00.
Meira ...

Nýtt ungmennaráð fundar

12.11.2014Nýtt ungmennaráð fundar
Nýtt ungmennaráð kom í fyrsta sinn saman í fundarsal bæjarstjórnar í dag. Ungmennaráð fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar. Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu, með það að markmiði að koma tillögum og skoðunum ungmenna til skila til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

10.11.2014Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk.
Meira ...

Fjögur ný störf á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar

07.11.2014Fjögur ný störf á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar
Vilt þú vinna hjá framsæknu bæjarfélagi ? Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru í Kjarna að Þverholti 2 og þar starfa að jafnaði um 45 manns. Í boði er hvetjandi starfsumhverfi og haft að leiðarljósi að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður og aðlaðandi.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

07.11.2014Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira ...

Nýtt stjórnskipulag

06.11.2014Nýtt stjórnskipulag
Tillögur að breyttu stjórnskipulagi Mosfellsbæjar voru lagðar fyrir og samþykktar í bæjarráði í síðustu viku og staðfestar á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær. Capacent ráðgjöf hefur unnið með stjórnendum Mosfellsbæjar undanfarnar vikur að skoðun á stjórnskipulagi bæjarins í kjölfar úrbótavinnu á starfsemi fjölskyldusviðs og umhverfissviðs.
Meira ...

Útivistartími barna og unglinga

06.11.2014Útivistartími barna og unglinga
Reglur um útivistartíma eru árstíðarbundnar og taka breytingum 1. september og 1. maí ár hvert. SAMAN-hópurinn hefur um árabil hvatt foreldra til að kynna sér reglur um útivistartíma barna og unglinga og virða hann.
Meira ...

Tilkynning um framkvæmdaleyfi: Grjótnám í Seljadal

05.11.2014Tilkynning um framkvæmdaleyfi: Grjótnám í Seljadal
Mosfellsbær hefur þann 22. október 2014 gefið út framkvæmdaleyfi skv. 13. og 14. gr. skipulagslaga til Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir efnistöku, allt að 60 þús. m3 tímabundið fram til 9. október 2015, í grjótnámu í Seljadal um 3 km austan Hafravatns. Um er að ræða framhald efnistöku samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar frá 1985.
Meira ...

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015

05.11.2014Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015
Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til: Viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja og miðlun upplýsinga um þær.
Meira ...

Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu

04.11.2014Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu
Í dag þriðjudaginn 4. nóvember mælist gosmengun á höfuðborgarsvæðinu og loftgæðin teljast slæm fyrir viðkvæma skv. mælingum. Gott er að forðast áreynslu utandyra við þessar aðstæður. Hægt er að fylgjast með loftgæðismælingum á vefnum www.loftgaedi.is og þar eru líka almennar ráðleggingar vegna gasmengunar.
Meira ...

Síða 0 af Infinity