31.03.2014
Nú er umsóknarfrestur vegna sumarstarfa hjá Mosfellsbæ útrunninn og lokað hefur verið fyrir umsóknir á vef Mosfellsbæjar vegna þeirra. Ekki verður tekið á móti fleiri umsóknum vegna sumarstarfa eða sumarátaksstarfa v/16 ára og eldri. Umsóknirnar hafa verið opnar á vef Mosfellsbæjar í rúmar tvær vikur og störfin auglýst á vef bæjarins, í Mosfelling og á Facebook síðu Mosfellsbæjar.
Meira ... 28.03.2014
Nótan er nafn á árlegri uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi. Haldnir eru forvalstónleikar á fjórum stöðum á landinu og svo lokahátíð í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars. Oddný Þórarinsdóttir, 9 ára fiðlunemandi í Listaskóla Mosfellsbæjar, var valin af dómnefnd til þáttöku í lokahátíðinni. Þar stóð hún sig með glæsibrag og fékk ásamt þrem öðrum atriðum í grunnstigi, sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi tónlistarfluttning. Hún hefur náð gríðarlega góðum árangri eftir einungis tveggja ára nám í skólanum undir handleiðslu Vigdísar Másdóttur fiðlukennara.
Meira ... 28.03.2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók til umræðu á síðasta fundi sínum þrjár þingsályktunartillögur frá Alþingi. Þær lúta allar að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sem mikið hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Bæjarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi umsögn við þingsályktunartillögurnar sem sendar verða Alþingi:..
Meira ... 28.03.2014
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Varmárskóla fimmtudagskvöldið 27. mars. Tíu nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita. Úrslitin urðu þannig að Ástríður Magnúsdóttir úr Lágafellsskóla varð í fyrsta sæti, Andri Már Guðmundsson úr Lágafellsskóla varð í öðru sæti og Arndís Hjörleifsdóttir úr Varmárskóla varð í þriðja sæti.
Meira ... 27.03.2014
Nú stendur yfir forkynning í samræmi við 23. gr. skipulagslaga á tillögu að svæðisskipulagi, sem er enn í vinnslu. Forkynningin stendur til 22. apríl og er tillagan aðgengileg á heimasíðu SSH: http://ssh.is/svaedisskipulag/2040 en 3. og 10. apríl verður hún kynnt á opnum fundum á Skrifstofu SSH að Hamraborg 9 í Kópavogi.
Meira ... 27.03.2014
Innritun nemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar,tónlistardeild, stendur yfir fyrir skólaárið 2014 – 2015. Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2014.
Meira ... 26.03.2014
Ritari á skrifstofu Krikaskóla. Um 100% stöðu er að ræða í eitt ár vegna fæðingarorlofs. Ritari sinnir öllum þeim skrifstofustörfum sem til falla í skólastarfinu og honum eru falin. Svarar í síma og aðstoðar þá sem koma í skólann á skrifstofutíma. Sér um afleysingar og skráningar varðandi forföll daglega. Heldur utan um innheimtur fyrir hönd skólans og samskipti við innheimtudeild. Sér um heimasíðu skólans og ýmis önnur tæknimál.
Meira ... 25.03.2014
Fyrsta Menningarkvöldið er í kvöld og verða þræðirnir raktir milli Mosfellssveitar og Austurlands. Yfirskrift kvöldsins er „Ég bið að heilsa...“. Þórunn Lárusdóttir, leik- og söngkona og Hlöðver Smári Haraldsson píanóleikari flytja sönglög.
Meira ... 25.03.2014
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf laus til umsóknar fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2014. Sækja skal um í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Þeir ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ.
Meira ... 25.03.2014
Hestamannafélagið Hörður stóð fyrir glæsilegri sýningu í reiðhöll sinni að Varmárbökkum í Mosfellsbæ föstudaginn 21. mars, en líklega hafa aldrei mætt jafn margir í reiðhöllina og þetta kvöld eða um 800 manns. Sýningin var keyrð tvisvar um kvöldið, en á hana var boðið frítt öllum grunnskólanemum í Mosfellsbæ. Yngri nemendur mættu á fyrri sýninguna og þeir eldri á þá síðari.
Meira ... 24.03.2014
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og flytja ljóð. Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Hljóðfæraleikarar frá Listaskóla Mosfellsbæjar og skólakór Varmárskóla spila og syngja fyrir gesti.
Meira ... 24.03.2014
Síðasta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu, miðvikudaginn 26. mars klukkan 20:00 í Listasal. Að þessu sinni er fjallað um hvernig hægt er að stuðla að sterkri sjálfsmynd barna og unglinga. Rætt verður um mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar og hvernig sjálfsmynd þróast.
Meira ... 21.03.2014
Framhaldsskólanemendum í Mosfellsbæ er boðið að fara frítt í sund gegn framvísun skólaskírteinis á meðan verkfall framhaldskólakennara stendur yfir.
Einnig er vert að benda á lesaðstöðu á Bókasafninu en þar er opið alla virka daga frá klukkan 12-18 nema á miðvikudögum þá opnar safnið klukkan 10.
Meira ... 21.03.2014
Leiklistarval 9. og 10. bekkjar í Lágafellsskóla hefur í mars sýnt leikritið Konung ljónanna fyrir nær fullu húsi á þeim 7 sýningum sem búnar eru. Hér er á ferðinni leiksýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og nú fer hver að verða síðastu því einungis tvær sýningar eru eftir, uppselt er þann 22. mars en lokasýning er 25. mars kl 20:00
Meira ... 21.03.2014
Efla verkfræðistofa f.h. malbikunarstöðvarinnar Höfða hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat á efnistöku í Seljadal. Um er að ræða áform um framhald grjótnáms sem hófst 1985, en hefur legið niðri síðan 2012 þar sem nauðsynleg leyfi skorti. Samningur malbikunarstöðvarinnar við Mosfellsbæ um vinnsluna gildir hinsvegar til 2015, og gerir matsáætlunin ráð fyrir að í væntanlegu umhverfismati verði einungis fjallað um vinnslu út þann tíma.
Meira ... 18.03.2014
HESTAFJÖR er sýning fyrir alla grunnskólanema í Mosfellsbæ sem samanstendur af atriðum sem veita innsýn inní hestamennsku, ásamt því að blanda saman fjörugum atriðum og tónlist næsta föstudag, 21. mars frá kl: 19:00 til 21:30
Meira ... 18.03.2014
Sameiginleg framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í menntamálum kynnti í dag helstu niðurstöður tveggja verkefna: Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði og Samvinnu skólastiga, sem tengjast menntamálahluta Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins: Skólar og menntun í fremstu röð.
Meira ... 17.03.2014
Lionsklúbburinn Úa afhenti á dögunum spjaldtölvur til grunnskólanna í Mosfellsbæ. Þær eru einkum ætlaðar til notkunar í lestri fyrir börn með sérþarfir og sértæka lestrarörðugleika. Þetta er liður í lestrarátaki klúbbsins og á vinkvennakvöldi sem haldið var í haust var ákveðið að hluti ágóðans færi í þetta verkefni. Lestrarátak Lions er 10 ára alþjóðlegt verkefni sem hófst á síðasta starfsári.
Meira ... 17.03.2014.jpg?proc=150x150)
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar þar sem einkum verður fjallað um almenningssamgöngur í bænum. Ungir Mosfellingar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Fundurinn verður haldinn í Listasalnum inn af Bókasafninu í Kjarna Þriðjudaginn 18. mars og hefst hann kl. 17.
Meira ... 17.03.2014
Heitavatnslaust verður í Brekkutanga vegna viðgerðar á hitaveitu, frá klukkan 10 og fram eftir degi, mánudaginn 17.mars.
Meira ... 17.03.2014
Við bjóðum alla velkomna til okkar miðvikudaginn 19. mars kl. 17:00 til 20:00 í Krikaskóla til að sjá og heyra af vinnu í stærðfræði með börnum á aldrinum 2ja til 9 ára.
Meira ... 15.03.2014
Nemendur í 6. bekk í Varmárskóla eru þessa dagana að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða verkefni í áfanganum framsögn og tjáning. Nemendur vinna í hópum, ræða um sáttmálann og hvaða þýðingu hann hefur.
Meira ... 14.03.2014
Þann 25. febrúar átti leikskólinn Reykjakot 20 ára afmæli. Haldin var vegleg afmælisveisla þar sem börn og starfsfólk skeyttu skólann, útbjuggu afmæliskórónu, sungu afmælissönginn og fengu afmælisköku. Foreldrar voru sérstaklega boðnir velkomnir svo og samstarfsfólk á skrifstofum bæjarins.
Meira ... 14.03.2014
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2014-15 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2014 fer fram frá 1. mars til 20. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is). Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.
Meira ... 13.03.2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í gær styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um. Um er að ræða stuðning við það afreksíþróttafólk sem á lögheimili í Mosfellsbæ og hlotið hefur styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Styrkurinn tekur ekki til flokkaíþrótta.
Meira ... 13.03.2014
Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur til 30.03.2014. Skráningin fer fram í gegn um íbúagátt Mosfellsbæjar .
Meira ... 12.03.2014
Breytingarnar varða lóðirnar nr 13-23 við Gerplustræti og felast m.a. í færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrirkomulagi bílastæða og innkeyrslna í bílakjallara. Athugasemdafrestur er til og með 24. apríl 2014.
Meira ... 12.03.2014
Opið hús kl. 11.00 – 13.00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð og kl. 10.00 – 12.00 hjá Skólahljómsveitinni, í kjallara Varmárskóla. Komið og kynnið ykkur starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans.
Meira ... 11.03.2014
Mosfellsbær hefur útbúið umsóknareyðublöð fyrir framkvæmdaraðila vegna tímabundinna framkvæmda og viðburða í landi í eigu Mosfellsbæjar. Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja betur öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila og verkamanna að störfum, auk þess sem Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerir nú auknar kröfur um upplýsingar um þá atburði sem geti haft áhrif á umferð.
Meira ... 06.03.2014
Sú nýbreytni verður nú í vor að í stað þess að senda út bréf þegar barn fær úthlutað leikskólavist, verða upplýsingar settar inn á Íbúagátt um hvar barn fær úthlutað. Þegar þessar upplýsingar eru komnar inn, fær umsóknin stöðuna úthlutað í stað mál í vinnslu. Smella verður á flipann málin mín og þar á málsnúmer umsóknar til að sjá í hvaða leikskóla barnið hefur fengið leikskólavist.
Meira ... 05.03.2014
HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2014. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða afhent fimmtudaginn 8. maí 2014, kl. 13.00, við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er 25. apríl 2014.
Meira ... 04.03.2014
Halldór Laxness var fagurkeri og áhugasamur um tónlist og tónlistarflutning. Hann lék sjálfur prýðilega vel á píanó og t.d. var J. S. Bach í miklu uppáhaldi hjá skáldinu. Þau hjónin Halldór og Auður efndu oft til tónleika heima í stofunni á Gljúfrasteini á meðan þau bjuggu þar. Hér með er auglýst eftir tónlistarfólki sem vill halda tónleika á Gljúfrasteini sumarið 2014. Tónleikarnir fara fram alla sunnudaga kl. 16, frá 1. júní - 31. ágúst og er miðað við að þeir séu að jafnaði hálftíma langir.
Meira ... 03.03.2014
Tillögur að breytingum við Efstaland (2. áf.) og Uglu- og Sölkugötu (3. áf.). Tillögurnar snúast um það að breyta einbýlislóðum í lóðir fyrir par- eða raðhús, auk nokkurra breytinga á götum og almennum bílastæðum. Athugasemdafrestur er til 16. apríl 2014.
Meira ... 03.03.2014
Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skeiðholts og Skólabrautar. Framkvæmdirnar eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði. Til stendur að tengja göturnar saman með hringtorgi og ennfremur verður umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur bætt til muna með undirgöngum undir Skeiðholt.
Meira ... 03.03.2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hélt opinn fund um umhverfismál í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar þann 26. febrúar s.l. Á fundinum var boðið uppá kynningu á umhverfisnefnd og Umhverfissviði bæjarins og einnig sátu nefndarmenn og sérfræðingar bæjarins fyrir svörum. Að því loknu voru opnar umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ. Fundurinn var vel sóttur, bæði af almennum bæjarbúum og nemendum framhaldsskólans.
Meira ... Síða 0 af Infinity