30.04.2014
Opnun sýningarinnar Rjóminn hófst síðastliðinn miðvikudag 30. april við fjölmenni gesta í Listasal Mosfellsbæjar. Listamaður hátíðarinnar Sigrún Huld Hrafnsdóttir sýnir nýleg verk ásamt nokkurra listamanna, Listar án landamæra. Sýningin er opin til 11. maí á opnunartímum Bókasafnsins
Meira ... 29.04.2014
Miðvikudagurinn 7.maí verður tileinkaður heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsfólki upp á holla næringu, fræðslu um hollustu og hvaðeina sem getur stuðlað að heilsueflingu.
Meira ... 25.04.2014
Umhverfisstofnun og sveitarfélagið Mosfellsbær auglýsa hér með til kynningar tillögu að stofnun fólkvangs á hluta af jörðinni Bringum, efst í Mosfellsdal. Stærð svæðisins er 18,6 hektarar. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda hluta jarðarinnar Bringna til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess sérstakar náttúru- og menningarminjar.
Meira ... 25.04.2014
Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu á erlendu skáldverki voru veitt á Gljúfrasteini, miðvikudaginn 23. apríl, við hátíðlega athöfn. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin en þau hlaut Ingunn Ásdísardóttir fyrir þýðingu sína á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út út.
Meira ... 16.04.2014
Höfðaberg verður útibú frá Lágafellskóla og mun skólaárið 2014-2015 þjónusta 5 og 6 ára börn og að auki 7 ára börn frá hausti 2015. Óskað er eftir umsjónarkennari í 1. bekk við nýtt útibú skólans, Höfðaberg og einnig Sérkennara í 100% starf við Lágafellsskóla frá og með næsta skólaári
Meira ... 16.04.2014
Lausar eru kennarastöður fyrir skólaárið 2014-2015 en leitað er eftir enskukennara á unglingastigi, kennslu í námsveri á unglingastigi og umsjónakennara á yngsta stigi. Einnig er laus staða þroskaþjálfa. Fólk ef báðum kynjum er hvatt til að sækja um störfin.
Meira ... 16.04.2014
Frá 5.apríl hafa sýslumenn um land allt tekið á móti utankjörfundaratkvæðum vegna sveitarstjórnarkosninga 2014. Á höfuðborgarsvæðinu eru það sýslumannsembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sem taka á móti atkvæðunum. Opnunartíma má nálgast á heimasíðunni www.syslumenn.is. Frá og með 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll, Engjavegi 8, og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00.
Meira ... 11.04.2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í gær 10 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list yfir sumartímanna. Í ár sóttu um 11 stúlkur og 7 strákar. Við valið styðst nefndin við reglur sem byggja á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem, vegna tómstunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra stundað launuð störf.
Meira ... 11.04.2014
Vorið er komið. Dagana 11. apríl – 2. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leyti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum
Meira ... 10.04.2014
Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2014, með því að skila inn eyðublöðum, sem þeir hafa fengið afhent hjá kennurum sínum. Munið að breyta þeim upplýsingum, sem ekki eru réttar og undirrita eyðublaðið.
Meira ... 09.04.2014
Boðað er til kynningarfundar um drög að tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040, en nú stendur yfir forkynning á tillögunni skv. 23. gr. skipulagslaga. Fundurinn verður haldinn í Listasalnum fimmtudaginn 10 apríl kl. 17. og mun svæðisskipulagsstjóri Hrafnkell Proppé kynna tillöguna.
Meira ... 08.04.2014
Vegna vinnu við lagningu ljósleiðara í hlíða- og höfðahverfi verður Baugshlíð lokuð aftan við Lágafellsskóla milli klukkan 19-22 í kvöld þann 8. apríl.
Meira ... 08.04.2014.jpg?proc=150x150)
Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem eru til sýnis á torginu í Kjarna og koma þau daglega þangað og syngja fyrir gesti og gangandi kl. 10:40 við undirleik Helga Einarssonar, þessa vikuna. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins og Mosfellingar eru hvattir til að skoða sýninguna
Meira ... 07.04.2014
Það var líf og fjör þann 26. mars þegar 13 skólar úr Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og af Kjalarnesi kepptu í Skólahreysti í fimmta undanriðli keppninnar. Íþróttahúsið í Smáranum var fullt af litríkum stuðningsmönnum sem hvöttu sína skóla af krafti enda mikið í húfi.
Meira ... 07.04.2014
Þriðjudaginn 8. apríl kl. 20.30-22.00 er þriðja og síðasta kvöld Menningarvorsins. Þar verða menningarþræðir raktir með Halldóri Laxness úr Borgundarhólmi undir yfirskriftinni „Hvert örstutt spor...“. Þórarinn Eldjárn, skáld, talar um dvöl Halldórs Laxness á Borgundarhólmi. Halldór orti kvæði á dönsku sem ungur maður. Þórarinn hefur þýtt kvæðið (Jónsmessubálið brennur) og kemur það út í ljóðabók síðar í apríl. Þórarinn fer með kvæðið og ræðir efni þess á milli tónlistaratriða. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jónas Ingimundarson, Sigurður Ingvi Snorrason og Hávarður Tryggvason flytja lög við ljóð Halldórs.
Meira ... 04.04.2014Umhverfissvið boðar íbúa Krikahverfis til fundar um tillögur að breytingum á deiliskipulagi hverfisins þriðjudaginn 8. apríl kl. 17 í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna.
Meira ... 04.04.2014.jpg?proc=150x150)
Í tilefni af 50 ára afmæli heldur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar afmælistónleikar laugardaginn 5.apríl klukkan 14.00. Á brúsapalli í Mosfellssveit veturinn 1963-4 ákváðu tveir sveitungar, Birgir D. Sveinsson kennari og Jón M. Guðmundsson bóndi á Reykjum, að stofna lúðrasveit. Hljómsveitin kom í fyrsta sinn fram við 17.júní hátíðarhöld í Mosfellssveit árið 1964.
Meira ... 03.04.2014
Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar. Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lagður fram í bæjarráði í dag og honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2013 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði um 549 milljónir sem er um 8% af tekjum. Niðurstaðan er í samræmi við fjárhagsáætlun. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri bæjarins um 31 milljónir eða 0,4% af tekjum.
Meira ... 02.04.2014
Forfallakennara vantar við unglingadeild Varmárskóla það sem eftir er skólaársins. Leitað er eftir kröftugum einstaklingi með góða samskiptahæfileika og færni til að miðla efni og kveikja áhuga nemenda á náminu. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Meira ... 01.04.2014
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi. Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og verkefnin eru áhugaverð og lærdómsrík.
Meira ... Síða 0 af Infinity