Fréttir eftir mánuðum

Kjörsókn í Mosfellsbæ

30.05.2014Kjörsókn í Mosfellsbæ
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Kjörstaður í Mosfellsbæ er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð. Allar helstu upplýsingar er varðar bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ má finna hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Í kjörstjórn Mosfellsbæjar eru: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður kjörstjórnar, Haraldur Sigurðsson og Valur Oddsson. Aðsetur kjörstjórnar verður í Lágafellsskóla. Síminn þar er: 525 9200.
Meira ...

Lausar stöður við Lágafellsskóla Mosfellsbæ

30.05.2014Lausar stöður við Lágafellsskóla Mosfellsbæ
Tónmenntakennsla 50 % starfshlutfall á yngsta stigi auk valgreinar í unglingadeild. Upplýsingar veita Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 525 9200 / 896 8230. Umsóknarfrestur er til 13.júní.
Meira ...

Kerfisstjóri hjá Mosfellsbæ

30.05.2014Kerfisstjóri hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær óskar að ráða kerfisstjóra til starfa. Ábyrgð starfsmannsins lýtur einkum að daglegum rekstri tölvukerfis og þjónustu við notendur. Rík þjónustulund, geðprýði, skipulagshæfileikar og úrlausnarhæfni eru nauðsynlegir þættir í fari þess sem ráðinn verður í starfið.
Meira ...

Upplýsingar um tjaldstæði í Mosfellsbæ

30.05.2014Upplýsingar um tjaldstæði í Mosfellsbæ
Mosfellsbær nýtur þeirra sérstöðu að vera nokkurs konar sveit í borg enda jaðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu og sameinar því kosti beggja. Hér er notalegt að koma sér fyrir með tjald, tjaldvagn, hjólhýsi eða húsbíl og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar en vera um leið aðeins steinsnar frá menningarlífi höfuðborgarinnar.
Meira ...

Við erum öll flott eins og við erum - Sýning á forvarnarverkefni

30.05.2014Við erum öll flott eins og við erum - Sýning á forvarnarverkefni
Í dag, 30.maí, munum við í Félagsmiðstöðinni Ból opna sýningu á forvarnarverkefni sem við höfum verið að vinna með stelpuhópnum okkar í vetur. Opnunin verður kl. 17:00 á föstudaginn í Kjarnanum. Verkefnið snýst um að sýna að við erum öll flott eins og við erum og að við þurfum ekki að vera öll eins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Lágafellsskóla, Varmárskóla og FMOS.
Meira ...

Bíó í Hlégarði á sunnudag

28.05.2014Bíó í Hlégarði á sunnudag
Evrópustofa og Bíó Paradís efna til hátíðarsýningar á hinni margverðlaunuðu fjölskyldumynd Antboy, sem talsett hefur verið á íslensku, í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 1.júní kl 14:30. Allir eru velkomnir, frítt er inn og kaffiveitingar verða í boði. Sýningin er upphaf Evrópskrar kvikmyndahátíðar allan hringinn sem fer fram dagana 1. – 10. júní 2014. Sýndar verða evrópskar kvikmyndir á 9 stöðum á landinu.
Meira ...

Rekstrartölur aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar

27.05.2014Rekstrartölur aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar
Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins hefur verið birt. Á síðasta ári samþykkti bæjarráð að birta reglulega annars vegar rekstrarreikning og hins vegar rekstraryfirlit, sundurliðað eftir málaflokkum. Þessar upplýsingar eru birtar á þriggja mánaða fresti. Markmiðið er að bæta enn frekar úr upplýsingagjöf og gera bæjarbúum kleift að fylgjast nánar með rekstri bæjarins.
Meira ...

Laus störf í Krikaskóla, Mosfellsbæ

26.05.2014Laus störf í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Þroskaþjálfi, grunnskólakennari, leikskólakennari, stuðningsfulltrúi og starfsmenn til ýmisa starfa
Meira ...

Lausar stöður við Lágafellsskóla

23.05.2014Lausar stöður við Lágafellsskóla
Nokkrar stöður eru lausar við Lágafellsskóla. Umsjónarkennsla á yngsta og miðstigi, 80% - 100 % starfshlutfall. Sérkennsla - 100% starfshlutfall. Húsvörður í 100% starf.Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi, Deildarstjóra við leikskóladeild 5 ára barna í 100% starf. Matráð við útibú skólans að Höfðabergi, 100% starfshlutfall.
Meira ...

Aukin þjónusta við fatlað fólk með sameiginlegri ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

22.05.2014Aukin þjónusta við fatlað fólk með sameiginlegri ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér samkomulag um fyrirkomulag og rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér ákvörðun sveitarfélaganna um að vinna sameiginlega að framkvæmd þessarar þjónustu og að settar verði sameiginlegar reglur um þjónustuna í samræmi við ákvæði laga og reglna um málefni fatlaðs fólks.
Meira ...

FRÍTT í Varmárlaug laugardaginn 24. maí

22.05.2014FRÍTT í Varmárlaug laugardaginn 24. maí
Á laugardaginn næstkomandi verður Mosfellingum sem og öðrum landsmönnum boðið að stinga sér frítt til sunds í Varmárlaug. Tilefnið er að við sundlaugina er komin ný og flott vaðlaug, heitur pottur hefur verið endurgerður og göngusvæði í kringum sundlaugina hefur fengið andlitslyftingu. Þar hefur nú verið lagt gúmmíefni sem er mjúkt og stamt undir fæti og eykur öryggi sundlaugagesta til muna.
Meira ...

Mosfellsbær stofnar fólkvang í Bringum í Mosfellsdal

21.05.2014Mosfellsbær stofnar fólkvang í Bringum í Mosfellsdal
Mosfellsbær, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs í Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda mikilvægar náttúru- og söguminjar og um leið að tryggja aðgengi almennings að svæðinu til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsta svæðið er 18,6 hektarar að stærð.
Meira ...

Matjurtagarðar í Mosfellsbæ

20.05.2014Matjurtagarðar í Mosfellsbæ
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða sem fyrr staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. Þeir sem óska eftir því að leigja áfram sama garð og í fyrra eru beðnir um að staðfesta leiguna með greiðslu fyrir 20.maí n.k. Eftir þann tíma verða allir garðar leigðir út til Mosfellinga skv. biðlista.
Meira ...

STOFNUN FÓLKVANGS Í BRINGUM Í MOSFELLSDAL

19.05.2014STOFNUN FÓLKVANGS Í BRINGUM Í MOSFELLSDAL
Þriðjudaginn 20. maí kl. 17 munu umhverfisráðherra, forstjóri Umhverfisstofnunar og bæjarstjóri Mosfellsbæjar staðfesta stofnun fólkvangs í Bringum í Mosfellsdal. Athöfnin fer fram innan fólkvangsins í Bringum við Helgufoss, en beygt er til hægri frá Þingvallavegi spölkorn ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal.
Meira ...

Nú líður að sumri en aukin þægindi fylgir því að eiga Moskort.

19.05.2014Nú líður að sumri en aukin þægindi fylgir því að eiga Moskort.
Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti. Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast.
Meira ...

Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

19.05.2014Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Frá og með 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10.00.22.00. Tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum o.fl. á vegum sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga eru eftirfarandi:
Meira ...

Tilkynning um afgreiðslur deiliskipulagstillagna

16.05.2014Tilkynning um afgreiðslur deiliskipulagstillagna
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 23. apríl 2014 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu eða grenndarkynningu:
Meira ...

Móttöku framboðslista lokið og úrskurðaðir gildir.

16.05.2014Móttöku framboðslista lokið og úrskurðaðir gildir.
Á fundi yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar sem haldinn var nýverð mættu fulltrúar sex framboða og afhentu yfirkjörstjórn framboðslista auk lista yfir meðmælendur. Allir framboðslistar voru úrskurðaðir gildir og samþykktir og merktir með þeim listabókstöfum sem framboðin höfðu óskað eftir.
Meira ...

Auglýsing frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar

16.05.2014Auglýsing frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Boðnir eru fram eftirtaldir framboðslistar við bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ 31. maí 2014. B - listi Framsóknarflokksins, D - listi Sjálfstæðisflokksins, M - listi Íbúahreyfingarinnar, S- listi Samfylkingarinnar, V - listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, X - listi Mosfellslistans
Meira ...

Tómstundastarf fyrir 10 -12 sem að þurfa á sérstuðningi að halda

15.05.2014Tómstundastarf fyrir 10 -12 sem að þurfa á sérstuðningi að halda
Í sumar ætlar Mosfellsbær að bjóða upp á tómstundastarf fyrir þau börn á aldrinum 10-12 ára sem þurfa á sérstuðningi að halda. Búið er að ráða þroskaþjálfa sem hefur mikla reynslu af starfi með börnum í Klettaskóla til að halda utan um starfið. skipulagið mun verða sniðið að þeirra þörfum og verða í boði virka daga frá kl 9-16.
Meira ...

Tillaga að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU - kynningarfundi frestað

15.05.2014Tillaga að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU - kynningarfundi frestað
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi, Reykjavík. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti og urða allt að 120 þúsund tonn af úrgangi á ári, starfrækja hreinsistöð fyrir hauggas, gera tilraunir með endurnýtingu flokkaðs úrgangs og geyma úrgang sem nýttur er við rekstur urðunarstaðarins eða bíður endurnýtingar. Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu 16 ára.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin

14.05.2014Litla upplestrarkeppnin
Haustið 2013 var ákveðið að setja Litlu upplestrarkeppnina fyrir 4. bekk af stað hér í Mosfellsbæ í samstarfi við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar en keppnin hófst þar haustið 2010. Litla upplestrarkeppnin byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er reglulega í 7. bekk. í flestum skólum landsins.
Meira ...

Breytt tímabil frístundaávísunar

14.05.2014Breytt tímabil frístundaávísunar
Mosfellsbær bendir foreldrum og forráðamönum barna fæddum 1996-2007 á að í vetur var tímabili frístundaávísunar breytt / fært til. Í haust mun nýtt tímabil frístundaávísunar hefjast þann 1. ágúst en ekki 1.september 2014. Því þarf að nota ávísun núverandi tímabils fyrir 31. júlí 2014.
Meira ...

Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára

14.05.2014Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára
Á miðvikudögum í sumar (júní og júlí) ætlum við að bjóða upp á klúbba / smiðjur af ýmsu tagi fyrir börn í 5-7 bekk (10 til 12 ára) hjá Félagsmiðstöð Bólsins. Ýmislegt verður brallað og munum við skemmta okkur saman. Nánari upplýsingar um dagskrá og kostnað munu liggja fyrir hér á síðunni þegar að nær dregur og þá mun skráning hefjast, eigi síðar en 20. maí
Meira ...

Ráðningum í sumarstörf að ljúka

13.05.2014Ráðningum í sumarstörf að ljúka
Verið er að leggja lokahönd á ráðningar í sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Á næstu dögum ættu allir sem eru með gilda umsókn að vera búnir að fá tilboð um starf í stofnun á vegum Mosfellsbæjar. Í viðleitni til að koma til móts við þá sem ekki hafa fengið sumarstarf verður settur upp biðlisti. Haft verður samband við umsækjendur á biðlista ef einhverjir hætta við af þeim sem þegar hafa fengið boð um vinnu.
Meira ...

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

12.05.2014Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 13.maí klukkan 17.30. Fundurinn verður haldinn í Listasalnum við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum mun Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt og lektor við Umhverfisdeild Lbhí halda erindi um Yndisgróður, garðagróður framtíðarinnar.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar- Opið fyrir umsóknir

12.05.2014Listasalur Mosfellsbæjar- Opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2015. Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.
Meira ...

Kosningasíða Mosfellsbæjar aðgengileg

12.05.2014Kosningasíða Mosfellsbæjar aðgengileg
Kosningasíða Mosfellsbæjar hefur verið opnuð en þar er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir kjósendur og frambjóðendur. Á síðunni eru nú meðal annars helstu dagsetningar fram að kjördegi, upplýsingar um staðsetningu kjörstaðs, leiðbeiningar fyrir kjósendur sem vilja nýta sér aðstoð við kosningu, nöfn og netföng hjá meðlimum yfirkjörstjórnar og tengiliðum bæjarfélagsins og fleira.
Meira ...

Glæsilegt málþing um heilsu og hollustu fyrir alla

08.05.2014Glæsilegt málþing um heilsu og hollustu fyrir alla
Heilsudeginum í Mosfellsbæ 7.maí 2014 lauk með málþingi í FMOS. Þar fluttu heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson og Geir Gunnlaugsson landlæknir ávörp ásamt fulltrúum frá öllum skólastigum. Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og sjónvarpskokkur sló botninn í kvöldið og flutti stórskemmtilegan fyrirlestur um heilsu og hollustu fyrir alla. Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuklasans Heilsuvin kynnti verkefnið um Heilsueflandi samfélag sem Mosfellsbær er að innleiða í samstarfi við Embætti landlæknis og Heilsuvin.
Meira ...

Sláttur er hafinn í Mosfellsbæ

07.05.2014Sláttur er hafinn í Mosfellsbæ
Það hefur viðrað vel í Mosfellsbæ undanfarna daga og vorverkin hafin af krafti. Sláttur hófst á opnum svæðum í dag og er það viku fyrr en síðustu ár. Vorhreingerning í bænum hefur farið fram síðustu vikur og búið að sópa götur og gangstíga eftir sandaustur vetrarins. Eins hafa félagsamtök í bænum tekið að sér að tína upp rusl á opnum svæðum og í íbúðahverfum og fegra bæinn þannig enn frekar.
Meira ...

Upplýsingasíða um íþrótta og tómstundastarf í Mosfellsbæ

05.05.2014Upplýsingasíða um íþrótta og tómstundastarf í Mosfellsbæ
Í samræmi við íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar og samninga við félög bæjarins hefur farið fram nokkur vinna við gera upplýsingar um framlög bæjarins til félaganna aðgengilega. Nú er unnt að nálgast á einum stað upplýsingar um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga frá 2011 og til 2017
Meira ...

Sveitarstjórnarkosningar - Framboðsfrestur er til 10.maí

05.05.2014Sveitarstjórnarkosningar - Framboðsfrestur er til 10.maí
Laugardaginn 10. maí 2014 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 31. maí 2014. Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum á skrifstofu Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð, kl. 10.00-12.00.
Meira ...

Síða 0 af Infinity