Fréttir eftir mánuðum

Framkvæmdir við Æðarhöfða

24.06.2014Framkvæmdir við Æðarhöfða
Hafnar eru framkvæmdir vegna nýs útibús Lágafellsskóla sem reist verður við Æðarhöfða. Þar verður starfræktur sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir 5-7 ára börn frá og með haustinu 2014.
Meira ...

Gæsluvöllur Mosfellsbæjar

24.06.2014
Gæsluvöllur verður opinn frá 7. júlí til og með 1. ágúst. Opnunartími vallarins er frá 9.00 - 12.00 og frá 13.00 - 16.00. Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða - 6 ára aldurs.
Meira ...

Skipað í nefndir og ráð

23.06.2014Skipað í nefndir og ráð
Búið er að uppfæra nöfn kjörinna fulltrúa og þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir og ráð bæjarins eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar á vef Mosfellsbæjar.
Meira ...

Útboð: Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla og Varmárskóla

16.06.2014Útboð: Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla og Varmárskóla
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi tvö verk: Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla og endurgerð lóðar við Varmárskóla. Um er að ræða tvö óháð verk sem boðin eru út á sama tíma. Leiktæki og leiksvæði á báðum lóðum skulu vera frágengin 15. ágúst 2014 en annar frágangur 25. september 2014.
Meira ...

Samkomulag um meirihlutasamstarf í höfn

13.06.2014Samkomulag um meirihlutasamstarf í höfn
Sjálfstæðismenn og Vinstri græn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi í bæjarstjórnarsamstarfi í Mosfellsbæ kjörtímabilið 2014-2018. Í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum fékk D- listinn 5 bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn og V- listinn 1 bæjarfulltrúa. Samtals eru þessir flokkar því með 6 af 9 bæjarfullltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Þessir tveir flokkar hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin tvö kjörtímabil og hafa nú ákveðið að halda því samstarfi áfram. Undirritunin fór fram í Kjarna í Mosfellsbæ í dag.
Meira ...

17. júní í Mosfellsbæ

12.06.201417. júní í Mosfellsbæ
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ líkt og verið hefur síðustu fimmtíu ár. Frá árinu 1964 hafa Mosfellingar upp á daginn í heimabyggð. Það árið urðu vatnaskil í íþrótta- og menningarlífi í sveitinni þar sem Varmárlaugin var vígð og Skólahljómsveitin kom fram í fyrsta sinn.
Meira ...

Starfsleyfistillaga SORPU - Frestur framlengdur

06.06.2014Starfsleyfistillaga SORPU - Frestur framlengdur
Að höfðu samráði við SORPU hefur Umhverfisstofnun tekið ákvörðun um að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Álfsnesi. Framlengdur frestur er til 5. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfsleyfistillöguna er hægt að sjá á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður

03.06.2014Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður
Leikskólinn Hulduberg sem staðsettur er við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á aldrinum 2-4 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leitað er eftir leikskólakennara í deildastjórnun, leikskólakennara eða þroskaþjálfa í 100% sérkennslustöðu og aðstoðarmanns í eldhús
Meira ...

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ

03.06.2014Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ
Kvennahlaupið verður haldið í 25. sinn í ár hinn 14. júní. Að venju verður hlaupið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 konur þátt, en hlaupið er alla jafna einn stærsti almenningsíþróttaviðburður á hverju ári. Fyrsta kvennahlaupið í Mosfellsbæ var haldið árið 1997 og stöðugt bætist í hópinn með hverju árinu sem líður.
Meira ...

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2014.

02.06.2014Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2014.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2014. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina. Þá setur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.
Meira ...

Frístundaávísun - ert þú búin að nýta þína ?

02.06.2014Frístundaávísun - ert þú búin að nýta þína ?
Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 18.000,- kr sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Meira ...

Tuttugu og átta nemendur brautskráðir úr FMos

01.06.2014Tuttugu og átta nemendur brautskráðir úr FMos
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru alls tuttugu og átta nemendur brautskráðir, tuttugu og tveir af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísindabraut. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans.
Meira ...

Síða 0 af Infinity