Fréttir eftir mánuðum

Laus staða matráðs við leikskólann Reykjakot

31.08.2014Laus staða matráðs við leikskólann Reykjakot
Auglýst er eftir matráði til starfa við leikskólann fyrir næsta skólaár. Um er að ræða fullt starf. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.
Meira ...

Gleðilega hátíð

29.08.2014Gleðilega hátíð
Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin í ellefta sinn um helgina. Hún verður sett í kvöld í Ullarpartýi í Álafosskvos. Íbúar eru hvattir til að tengja saman ullarþema og hverfisliti og það verður gaman að sjá íbúa í Mosfellsbæjarpeysunni.
Meira ...

Ullarpartý á bæjarhátíð og litaþema

26.08.2014Ullarpartý á bæjarhátíð og litaþema
Saga ullariðnaðar á Íslandi er samofin sögu Mosfellsbæjar. Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem haldin verður dagana 29.-31. ágúst nk. bjóðum við í ullarpartý. Mosfellsbær og Álafossbúðin hafa af því tilefni látið hanna "Mosfellsbæjarpeysuna". Peysan ber merki Mosfellsbæjar og hægt er að velja sinn hverfislit í munstrið.
Meira ...

Tindahlaup á bæjarhátíð

26.08.2014Tindahlaup á bæjarhátíð
7 tinda hlaupið sem fengið hefur nýtt nafn, Tindahlaup Mosfellsbæjar, fer fram í sjötta sinn laugardaginn 30.ágúst næstkomandi. Hlaupið er utanvegahlaup eða náttúruhlaup og hið eina sinnar tegundar sem haldið er á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ

22.08.2014Starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 65% starf í búsetukjarna fatlaðs fólks í bænum. Um er að ræða vaktavinnu, ekki helgar.
Meira ...

Langitangi lokaður vegna vegaframkvæmda

22.08.2014Langitangi lokaður vegna vegaframkvæmda
Vegna malbikunar verður Langitangi lokaður frá kl 10 í dag, föstudaginn 22. ágúst og fram eftir degi. Langitangi er lokaður að hluta eða frá gatnamótum á milli Skeiðholts og Bjarkarholts og frá Vestulandsvegi. Vegfarendum sem leið eiga í háholt og Bjarkarholt er bent á að fara inn frá Þverholti. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Meira ...

Lokað vegna malbiksframkvæmda

21.08.2014Lokað vegna malbiksframkvæmda
Vegna malbikunar verða gatnamótin við Langatanga, Bogatanga og Skeiðholt lokuð í dag, fimmtudaginn 21. ágúst frá kl. 16.00 og fram eftir degi. Hjáleið er um Álfatanga. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Meira ...

Morgunakstur framhaldsskólanema í Mosfellsdal

20.08.2014Morgunakstur framhaldsskólanema í Mosfellsdal
Þeir framhaldsskólanemendur búsettir í Mosfellsdal sem hyggjast nýta morgunferðir úr dalnum í vetur eru vinsamlegast beðnir um að láta þjónustuver Mosfellsbæjar vita fyrir 31. ágúst í síma 525 6700 eða með tölvupósti á mos[hja]mos.is
Meira ...

Laus störf í Krikaskóla, Mosfellsbæ

18.08.2014Laus störf í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Leikskólakennari, um 100% starf er að ræða. Leikskólakennarar í Krikaskóla starfa ásamt fleirum í teymum eftir verkefnum. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf leikskólakennara. Annað starfsfólk óskast einnig til starfa. Um er að ræða ýmis störf með börnum á aldrinum 2ja – 9 ára.
Meira ...

Frá grunnskólum Mosfellsbæjar

15.08.2014Frá grunnskólum Mosfellsbæjar
Lágafellsskóli og Varmárskóli verða settir mánudaginn 25. ágúst. Umsóknir vegna frístundaselja og mötuneyta verða að hafa borist í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst. Upplýsingar um tímasetningar varðandi skólabyrjun, innkaupalista og skóladagatal skólaársins 2014-15 má finna á heimasíðum skólanna.
Meira ...

Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands í Mosfellsbæ

15.08.2014Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands í Mosfellsbæ
Garðyrkjufélags Íslands stendur fyrir garðaskoðun í Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 13-17. Þá munu ýmsir garðeigendur í Mosfellsbæ opna garða sína fyrir félagsmenn Garðyrkjufélagsins og aðra gesti. Allir eru velkomnir. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en í hverjum garði verður til taks ljósrit af götukorti.
Meira ...

Opnun útboðs

14.08.2014Opnun útboðs
Þann 12. ágúst 2014 voru opnuð tilboð í Tunguveg - Kvíslartunga / Vogartunga og Skeiðholt - Hringtorg við Þverholt.
Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar

11.08.2014Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að styðja við uppbyggingu á atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi í Mosfellsbæ. Umsóknarfrestur til 1.september næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér.
Meira ...

Varmárskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúum og frístundaleiðbeinendum.

08.08.2014Varmárskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúum og frístundaleiðbeinendum.
Leitað er eftir stuðningsfulltrúum og frístundaleiðbeinendum í hlutastörf. Vinnutími frá kl. 13:00 – 16/17:00. Möguleiki er á styttri vinnutíma. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf frá og með 22. ágúst. Upplýsingar veitir Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið thorhildur[hja]varmarskoli.is.
Meira ...

Staða aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Ból

06.08.2014Staða aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Ból
Aðstoðarforstöðumaður hefur umsjón með og ber ábyrgð á daglegri starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ból í samvinnu við tómstundafulltrúa. Hann sér um skipulagningu og undirbúning á dag- og kvöldstarfi í félagsmiðstöðinni, klúbbastarfi, námskeiðum, uppákomum, ferðum og annarri starfsemi sem fer fram á vegum félagsmiðstöðvarinnar í samstarfi við aðra starfsmenn og unglinga. Eftirlit og viðvera í dag- og kvöldstarfi. Hann tekur einnig þátt í undirbúningi og stjórnun Vinnuskóla Mosfellsbæjar yfir sumartímann.
Meira ...

Síða 0 af Infinity