29.09.2014
Mosfellsbær tekur þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir á Íslandi dagana 29.september – 5.október. Á heimasíðu Hreyfivikunnar http://iceland.moveweek.eu/ er að finna metnaðarfulla dagskrá í fjölda sveitarfélaga um allt land. Í Mosfellsbæ er mjög fjölbreytt dagskrá fyrir flesta aldurshópa í alls kyns hreyfingu eins og ketilbjöllum, boccia og hlaupastílsnámskeið. Mosfellsbær býður upp á sögugöngu undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar
Meira ... 26.09.2014
Tillaga að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar liggur nú fyrir. Sveitarfélögin ásamt heilbrigðisnefndum Kjósarsvæðis, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsa hana til kynningar og athugasemda.
Meira ... 25.09.2014
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi.
Meira ... 24.09.2014
Heitavatnslaust verður í Arnartanga í dag, 24.september, frá kl. 10.00 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar
Meira ... 24.09.2014
Af gefnu tilefni er ítrekað að Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára (börn fædd 1997-2008) sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ. Árlegt framlag frísundaávísunarinnar er að fjárhæð 25.000,- kr. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
Meira ... 21.09.2014.jpg?proc=150x150)
Mánudaginn 22. september er bíllausi dagurinn. Þann dag er almenningur hvattur til að skilja bílinn eftir heima og nýta aðra samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka strætó.
Af því tilefni mun Mosfellsbær hvetja starfsfólk sitt sérstaklega til að skilja bílinn eftir heima þennan dag og koma gangandi, hjólandi eða með strætó til vinnu.
Meira ... 21.09.2014.jpg?proc=150x150)
Fjarlægðir innan þéttbýlis Mosfellsbæjar eru að jafnaði ekki langar. Því ættu hjólreiðar og ganga að vera ákjósanlegur ferðamáti innanbæjar. Af því tilefni má vekja athygli á korterskorti Mosfellsbæjar sem sýnir 15 mínútna gönguradíus og 6 mínútna hjólaradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar.
Meira ... 20.09.2014
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli. Ennfremur er kominn góður samgöngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, meðfram Vesturlandsvegi framhjá skógræktinni í Hamrahlíð. Tilkoma hans hefur ýtt undir vistvænar samgöngur milli sveitarfélaganna. Stígurinn hefur nú verið endurhannaður frá Litla-Skógi við Hlíðartún að Brúarlandi, með það að markmiði að gera aðgengið að miðbænum betra.
Meira ... 19.09.2014.JPG?proc=150x150)
Mánudagurinn 22.september er Bíllausi dagurinn í Mosfellsbæ. Að því tilefni ætlar Mosfellsbær að gefa gestum og gangandi á Bókasafni Mosfellsbæjar ókeypis strætómiða í dag föstudag á meðan birgðir endast. Með því vilja bæjaryfirvöld hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér almenningssamgöngur.
Meira ... 18.09.2014
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er í dag 18. september. Þá veitir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar sérstaka viðurkenningu þeim einstaklingi, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hefur staðið sig best í að framfylgja jafnréttislögum og/eða Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum og/eða jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar.
Meira ... 18.09.2014.jpg?proc=150x150)
Föstudaginn 19. September verður haldið málþing um vistvænar samgöngur undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Málþingið er haldið í Iðnó og stendur frá kl. 9:00-16:00, og í umsjón Landsamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara. Hægt er að skrá sig á málþingið á vef LHM
Meira ... 18.09.2014
Efnt verður til hjólabretta- og BMX hátíðar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, 18. September kl. 15-18. Sett verður upp bretta- og hjólaþrautabraut fyrir krakka þar sem öllum er velkomið að spreyta sig. Dr. Bæk mætir á staðinn og aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar á reiðhjólum. BMX landsliðið sýnir listir sínar og spjallar við gesti. Allir krakkar boðnir sérstaklega velkomnir.
Meira ... 18.09.2014
Vegna viðgerðar á hitaveitu í Teigahverfi verður heitavatnslaust í Merkjateig, Hamarsteig, Einiteig og Jónsteig frá klukkan 10.00 og frameftir degi, fimmtudaginn 18.september.
Hitaveita Mosfellsbæjar.
Meira ... 17.09.2014
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið í notkun ný reiðhjól til nota fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar til styttri ferða innanbæjar. Tilgangurinn er að hvetja starfsfólk skrifstofunnar til að skilja bílinn eftir og nota í stað reiðhjól þegar fara þarf í styttri ferðir í stofnanir og skóla bæjarins. Vegalengdir innan Mosfellsbæjar eru fremur stuttar og því tilvalið að nota reiðhjól til að ferðast milli staða og draga um leið úr kostnaði og mengun.
Meira ... 16.09.2014.jpg?proc=150x150)
Sett hafa verið upp ný reiðhjólastæði við verslunarkjarnann Háholti 13-15, þar sem m.a. eru til húsa Krónan, Hárstofan Sprey, Hvíti Riddarinn, Basic Plus, Fiskbúð Mosfellsbæjar og Mosfellsbakarí. Með þessu er komið til móts við óskir viðskiptavina verslana á svæðinu um betra aðgengi fyrir hjólreiðafólk. Reiðhjólastæðin eru staðsett á skjólgóðum stað og frágangur til fyrirmyndar, en eigandi húsnæðisins er Festi fasteignir.
Meira ... 16.09.2014
Dagana 16. - 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ þar sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu munu bjóða uppá ýmsa viðburði í tilefni vikunnar. Mosfellsbær mun að venju taka virkan þátt í samgönguvikunni og meðal viðuburða í Mosfellsbæ má nefna hjólaferð að Hafravatni á Degi íslenskrar náttúru, hjólaþrautabraut fyrir ungmenni á miðbæjartorginu þar sem Dr. Bæk mun einnig aðstoða við hjólastillingar og viðhald á hjólum bæjarbúa, heimsókn BMX landsliðsins, og hjólaráðstefnan „Hjólum til framtíðar“.
Meira ... 15.09.2014
Mosfellsbær, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og skátafélagið Mosverjar bjóða til hjólareiðaferðar og skógargöngu þriðjudaginn 16. september, í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Lagt verður af stað á reiðhjólum frá miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17:00,
Meira ... 12.09.2014
Mosfellsbær leitar stöðugt leiða til að styrkja og þróa rafræna þjónustu sveitarfélagsins. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að taka upp Íslykilinn við innskráningu. Íslykill er lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila og er gefin út af Þjóðskrá Íslands. Íslykill er hannaður fyrir notendur sem einn lykill inn á ýmsa þjónustuvefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.
Meira ... 10.09.2014
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Meira ... 09.09.2014
Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustufulltrúi sinnir allri almennri þjónustu og upplýsingagjöf til íbúa, viðskiptavina og starfsmanna hjá sviðum og stofnunum bæjarins.
Meira ... 05.09.2014
Hlíð er um 100 barna leikskóli, staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ. Í skólastefnu Hlíðar er lögð áhersla á skapandi starf, umhverfisvitund og tengsl við náttúru.
Leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við 5. gr. laga um leikskóla frá árinu 2008. Hann ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld. Hann ber einnig ábyrgð á mannauðsmálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
Meira ... 04.09.2014
Sunnudaginn 31.ágúst, við hátíðlega athöfn í Hlégarði, var hljómsveitin Kaleo útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2014.
Hljómsveitin KALEO úr Mosfellsbæ skaust upp á stjörnuhimininn á árinu 2013. Hljómsveitina skipa Mosfellingarnir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock.
Meira ... 04.09.2014
Ferðafélag barnanna í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins býður upp á skemmtilega gönguferð næsta sunnudag, 7. september. Gangan hentar jafnt ungum sem öldnum.
Gengið verður meðfram Köldukvísl að Helgufossi og til baka. Á leiðinni verður gengið í gegnum rómað berjaland þar sem ekki er ólíklegt að berin bíði bústin á lyngi.
Meira ... 01.09.2014
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ nú um helgina.
Meira ... Síða 0 af Infinity