Fréttir eftir mánuðum

Malbikun í Mosfellsbæ í dag föstudag 30. október

30.10.2015Malbikun í Mosfellsbæ í dag föstudag 30. október
Vegagerðin hefur gefið heimild til framkvæmda við viðgerð á malbiki á , Vesturlandsvegi. milli hringtorgs (Skarhólabraut) og að hringtorgi (Langatanga) sem mun eiga sér stað í dag föstudag 30. nóvember. Akrein vestur (úr Rvk) verður lokaður meðan á framkvæmdum stendur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi milli 10:00 og 13:00.
Meira ...

Stuðningsfulltrúa vantar við skólann og í útibú skólans, Höfðaberg

30.10.2015Stuðningsfulltrúa vantar við skólann og í útibú skólans, Höfðaberg
Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi, m.a. í búningsklefum drengja. Sérstaklega er leitað eftir karlmönnum til starfa. Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli síðari hluta dags og þar með hærra starfshlutfalli . Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðan en 1.desember.
Meira ...

Rafræn samskipti vegna leikskóla

29.10.2015Rafræn samskipti vegna leikskóla
Um þessar mundir er verið að taka upp nýtt vinnulag við samskipti milli foreldra barna á leikskólaaldri við Mosfellsbæ og leikskólana í Mosfellsbæ. Um nokkurn tíma hafa íbúar sótt um leikskólavist rafrænt gegnum Íbúagátt en samningar, breytingar og uppsagnir hafa farið fram á pappír. Nú hafa allir ferlar í leikskólamálum verið færðir inn á Íbúagátt. Foreldrar munu framvegis fylla út umsókn, fá afgreiðslu umsóknar, fá senda vistunarsamninga til staðfestingar og geta sótt um breytingu á vistunartíma eða sagt uppleikskólavist gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár

29.10.2015Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun. Bæjarráð vísaði áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. nóvember nk. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 8.762 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 7.927 millj. kr. og fjármagnsliðir 696 m.kr.
Meira ...

Kennum umferðarreglurnar á netinu - fyrsta opna hús Skólaskrifstofu

26.10.2015Kennum umferðarreglurnar á netinu - fyrsta opna hús Skólaskrifstofu
Þá er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðarreglurnar á netinu. Eins og fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Meira ...

Íslandsgarpar hylltir

24.10.2015Íslandsgarpar hylltir
Íslandsgarpur er þríþraut sem felur í sér Tindahlaup Mosfellsbæjar, hjólreiðakeppnina Jökulmíluna og Íslandsmótið í Víðavatnssundi og hljóta þeir keppendur sem klára þríþrautina á innan við ári nafnbótina Íslandsgarpur. Að þessu sinni voru Íslandsgarparnir fjórir, þau Guðrún Geirsdóttir, Rafnkell Jónsson, Irina Óskarsdóttir og Viðar Þorsteinsson. Móttaka var haldin af því tilefni í Lágafellslaug þriðjudaginn 13. október þar sem veglegir sérhannaðir verðlaunapeningar voru afhentir þessu öfluga fólki.
Meira ...

Skólahornið - Lestur á að vera skemmtilegur !

23.10.2015Skólahornið - Lestur á að vera skemmtilegur !
Á dögunum hleypti mennta og menningarmálaráðherra af stokkunum þjóðarsáttmála um læsi barna. Markmið átaksins er að öll börn sem hafa getu til þess, geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. En hvað getum við gert til þess að ná þessum markmiðum? Nokkuð ljóst er að heimilin og skólarnir þurfa að snúa bökum saman og besta leiðin er aukið samstarf þarna á milli.
Meira ...

Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu að Varmá.

23.10.2015Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu að Varmá.
Íþrótta og tómstundanefnd samþykkti á vordögum þá tillögu að bjóða uppá fjölskyldutíma í íþróttahúsinu að Varmá á laugardögum í vetur milli kl. 10:30 - 12:00. Hugmyndin er að sameina fjölskylduna í hreyfingu einu sinni í viku yfir haust – og vetrarmánuðina með því að bjóða uppá tíma í íþróttahúsinu að Varmá þar sem fjölskyldan getur komið saman og leikið sér og stundað skemmtilega hreyfingu, og sameinað um leið samveru og hreyfingu á sama tíma.
Meira ...

Bæjarráð Mosfellsbæjar skorar á Ríkisstjórn Íslands

22.10.2015Bæjarráð Mosfellsbæjar skorar á Ríkisstjórn Íslands
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. október sl. að fela bæjarstjóra að senda Ríkisstjórn Íslands fyrirliggjandi áskorun bæjarráðs um að hún beiti sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga. Jafnframt verði afrit sent öllum þingmönnum. Í áskoruninni eru tilteknar leiðir til að tryggja fjölþætta og sveigjanlega tekjustofna sveitarfélaga.
Meira ...

„Víkingaveröld“ Selholti, Mosfellsdal

22.10.2015„Víkingaveröld“  Selholti, Mosfellsdal
Opið hús, kynning á skipulagstillögum verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október n.k. kl. 17-18. Kynntar verða tillögur að breytingu á aðalskipulagi, og deiliskipulagi „víkingaveraldar“ við Leirtjörn, ásamt umhverfisskýrslu, þar sem m.a. er fjallað um skilgreiningu vatnsverndar á svæðinu.
Meira ...

Leirvogstunga - Kynningarfundur um tillögu að breytingum á deiliskipulagi

22.10.2015Leirvogstunga - Kynningarfundur um tillögu að breytingum á deiliskipulagi
Kynningarfundur verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október n.k. kl. 18 um tillögu að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu. Tillagan er um nýja götu austan við Kvíslartungu þar sem verði 2-ja hæða fjórbýlis- og parhús og tvö einnar hæðar einbýlishús austan götunnar, en einnar hæðar rað- og parhús vestan hennar, næst lóðum við Kvíslartungu.
Meira ...

Íbúar í Arnartanga 33-40 athugið

20.10.2015Íbúar í Arnartanga 33-40 athugið
Vegna viðgerðar á hitaveitu verður lokað fyrir heitt vatn frá kl 10 og frameftir degi, miðvikudaginn 21.október í Arnartanga 33-40. Steinþór Gunnarsson, verkstjóri veitna, sími: 693-6707
Meira ...

Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju

20.10.2015Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju
Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. október kl. 11:00. Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur uppá 50 ára afmæli sitt á þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafía Jóhannsdóttir sem fædd var á Mosfelli 1863, og kom m.a. við sögu sem baráttukona þess málefnis. Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar leiðir tónlistina.
Meira ...

Foreldramorgnar á miðvikudögum í Safnaðarheimilinu

20.10.2015Foreldramorgnar á miðvikudögum í Safnaðarheimilinu
Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri. Á foreldramorgnum gefst foreldrum og börnum þeirra tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja. Í Safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin, og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Meira ...

Skólaliði óskast til starfa við Lágafellsskóla

16.10.2015Skólaliði óskast til starfa við Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi. Skólaliði óskast til starfa. Vinnutími frá kl. 07:50 –15:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Meira ...

Frumdrættir og fyrirmyndir 17. október til 7. nóvember

15.10.2015Frumdrættir og fyrirmyndir 17. október til 7. nóvember
Myndlistarsýningin Frumdrættir og fyrirmyndir verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í húsakynnum Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þverholti 2, Mosfellsbæ laugardaginn 17. okt. 2015 kl. 15.00. Sýningarheitið vísar til teikningarinnar sem tjáningarmiðils. Sýningin er samstarfsverkefni og stefnumót listamannanna Guðbjargar Lindar, Jean Larson, Kristínar Geirsdóttir og Ólafar Oddgeirsdóttur. Viðfangsefni og hugmyndaleg nálgun listamannanna eru ólík en verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að í þeim eru kannaðir og nýttir möguleikar teikningarinnar.
Meira ...

Opinn fundur Íþrótta- og tómstundanefndar í dag

15.10.2015Opinn fundur Íþrótta- og tómstundanefndar í dag
Opnir nefndarfundir Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar verða haldnir miðvikudaginn 14. október og fimmtudaginn 15. október, í samræmi við Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Á þessa tvo fundi mæta forsvarsmenn íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ og fara yfir og kynna störf sín, áherslur og væntingar inn í næsta starfsár.
Meira ...

3 Skipulagstillögur: Hestaíþróttasvæði, Reykjavegur 62, Gerplustræti 7-11

13.10.20153 Skipulagstillögur: Hestaíþróttasvæði, Reykjavegur 62, Gerplustræti 7-11
Endurskoðun deiliskipulags hestaíþrótta- og hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, deiliskipulag fyrir þriggja íbúða raðhús að Reykjavegi 62 og breytingar á deiliskipulagi Gerplustrætis 7-11. Athugasemdafrestur til 24. nóvember 2015.
Meira ...

Starfsmaður óskast sem fyrst í leikskólann Hlíð við Langatanga

13.10.2015Starfsmaður óskast sem fyrst í leikskólann Hlíð við Langatanga
Vegna veikinda vantar starfsmann í leikskólann Hlíð. Hlíð er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ í fallegu umhverfi þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru.
Meira ...

Opnir fundir Íþrótta og tómstundanefndar Mosfellsbæjar

12.10.2015Opnir fundir Íþrótta og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
Opnir nefndarfundir Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar verða haldnir miðvikudaginn 14. október og fimmtudaginn 15. október, í samræmi við Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Á þessa tvo fundi mæta forsvarsmenn íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ og fara yfir og kynna störf sín, áherslur og væntingar inn í næsta starfsár.
Meira ...

Samstarf verkefnis um mat á vellíðan og námi leikskólabarna

09.10.2015Samstarf verkefnis um mat á vellíðan og námi leikskólabarna
Bæjarstjórar sveitarfélaganna í Kraganum, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar skrifuðu undir samstarfsamning við RannUng, rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, um verkefni sem ber heitið Mat á vellíðan og námi leikskólabarna. Verkefnið er þróunarverkefni og mun einn leikskóli í hverju sveitarfélagi ásamt RannUng vinna að því.
Meira ...

Mosfellsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk

08.10.2015Mosfellsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk
Mosfellsbær hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk með auðkennið MOS 15 1. Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 40 ára með greiðslu afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti. Uppgreiðsla er heimil að 15 árum liðnum. Gefnar eru út 500 milljónir að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,18% en samkvæmt skilmálum er hægt að stækka flokkinn frekar.
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

05.10.2015Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Vegna vinnu við undirgöng verður lokað fyrir heitt vatn þriðjudaginn 6.október kl. 8:15. Áætlað er að vatn komi aftur á um hádegi. Þetta á við um Skálatún, Tún og Mýrar.
Meira ...

Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar

02.10.2015Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar
Búsetukjarninn í Þverholti 19 hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur föstudaginn 18. september og var yfirskrift dagsins 100 ára afmæli kosninga­réttar kvenna. Dagskrá fór fram í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Hápunktur dagsins var þegar jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2015 var veitt.
Meira ...

Sýning Kristínar Þorkelsdóttur í Listasal

02.10.2015Sýning Kristínar Þorkelsdóttur í Listasal
Föstudaginn 18. september síðastliðinn opnaði Kristín Þorkelsdóttir sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni sem ber yfirskriftina ÁSÝND samferðamanna á lífsfleyinu, er sjónum fyrst og fremst beint að portrettverkum Kristínar. Kristín teiknaði merki Mosfellsbæjar árið 1968. Kristín á sér langan feril að baki bæði sem grafískur hönnuður og sem myndlistarmaður.
Meira ...

Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2015-2016

01.10.2015Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2015-2016
Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Meira ...

Starfsfólk óskast í frístundasel Varmárskóla

01.10.2015Starfsfólk óskast í frístundasel Varmárskóla
Lausar eru stöður í frístundseli Varmárskóla. Um er að ræða 40-50% stöður, vinnutími frá 13-16/17. Skilyrði er að viðkomandi hafi gaman að börnum og hafi áhuga að vinna að fjölbreyttu frístundastarfi. Varmárskóli er 50 ára gamall skóli staðsettur við Skólabraut í Mosfellsbæ. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Síða 0 af Infinity