Fréttir eftir mánuðum

Deildarstjóri - Lágafellsskóli

30.11.2015Deildarstjóri - Lágafellsskóli
Deildarstjóri óskast í stjórnendateymi skólans. Meginverkefni viðkomandi er þátttaka í þriggja manna stjórnunarteymi í Höfðabergi sem er útibú frá Lágafellsskóla. Viðkomandi er einnig í stjórnendateymi skólans. Í Höfðabergi eru 190 börn í þremur 5 ára deildum leikskóla ásamt 1. og 2. bekk grunnskóla. Markvisst samstarf er milli árganganna þriggja. Höfðaberg er staðsett við Æðarhöfða í Mosfellsbæ.
Meira ...

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar

26.11.2015Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 28. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar á torginu nokkur hátíðleg lög í anda jólanna. Leikskólabörn koma og aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu. Skólakór Varmárskóla syngur fyrir gesti og gangandi.
Meira ...

Leiksvæði við Víðiteig

26.11.2015Leiksvæði við Víðiteig
Hafnar eru breytingar og endurnýjun á leiksvæði við Víðiteig. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Í þessum fyrsta áfanga verður gróður á svæðinu fjarlægður. Annar áfangi verkefnisins felst í því að drena svæðið ásamt því að fjarlægja ónýtan stíg innan svæðisins. Þriðji og síðasti áfangi verður með vorinu og fellst hann í uppbyggingu á svæðinu með nýjum leiktækjum og gróðri. Samkvæmt skipulagi er þetta svæði skipulagt sem opið leiksvæði og er áætlun um að halda því sem slíku.
Meira ...

Hjálparstofnanir gera góða hluti

26.11.2015Hjálparstofnanir gera góða hluti
Nokkrar hjálparstofnanir veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði. Um þessar mundir eru að hefjast umsóknarferli fyrir jólaaðstoð í ár og má finna hér nokkrar nytsamar slóðir.
Meira ...

Forsvarsmenn lögreglunnar á fund í Mosfellsbæ

23.11.2015Forsvarsmenn lögreglunnar á fund í Mosfellsbæ
Ár hvert koma forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í fullum skrúða eins og vera ber, á fund í Mosfellsbæ. Þar er farið er yfir tölfræðiupplýsingar um þá þjónustu sem lögreglan veitir í sveitarfélaginu. Meðal annars má þar finna fjölda tilkynntra innbrota, eignaspjalla og ofbeldisbrota ásamt samanburði á tíðni þeirra á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Í stuttu máli þá fækkar innbrotum og eignarspjöllum í Mosfellsbæ á milli ára. Hins vegar fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi á milli ára. Einnig er farið yfir svokallaða þolendakönnun en þar má finna upplýsingar um upplifun íbúa á þjónustunni.
Meira ...

Leiksvæði í Krikahverfi.

23.11.2015Leiksvæði í Krikahverfi.
Framkvæmdum á nýju náttúruleiksvæði í Krikahverfi er nú lokið. Svæðið er fallegt og leikvænlegt með tækjum sem falla vel að umhverfinu auk þess sem fallegt útsýni er af leiksvæðinu. Hægt er að ganga að svæðinu á náttúrustíg frá Litlakrika á milli húsanna númer 36 og 34. Leiksvæðið samanstendur af stultum, hengibrú og neti sem hægt er að ærslast í. Skemmtilegt náttúruleiksvæði sem allir fjölskyldumeðlimir geta haft gaman að.
Meira ...

Alþjóða klósettdagurinn

19.11.2015Alþjóða klósettdagurinn
Það er eðlilegt að glotta út í annað yfir Alþjóða klósettdeginum. Vissir þú samt að 2,4 milljarðar jarðarbúa mega sætta sig við ömurlegar aðstæður til að örna sér og að einn milljarður bræðra okkar og systra hefur hreint ekkert klósett. Við þekkjum öll áhrifin á kerfin okkar, hvort sem um er að ræða blautþurrkur, eyrnapinna eða aðrar óæskilegar vörur, sem eiga heima í ruslinu. Við vekjum athygli á góðri umfjöllun um málið á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
Meira ...

Hesthúsa- og hestaíþróttasvæði á Varmárbökkum

18.11.2015Hesthúsa- og hestaíþróttasvæði á Varmárbökkum
Vakin er athygli á því að frestur til að gera athugasemdir við tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsa- og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum rennur út þriðjudaginn 24. nóvember n.k. Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofunni í Kjarna og liggur frammi á heimasíðu bæjarins. Upplýsingar um skipulagið eru veittar hjá skipulagsfulltrúa í viðtalstímum alla virka daga kl. 11-12, en einnig verða skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar til viðtals vegna skipulagsins fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17-18 á bæjarskrifstofunni á 2. hæð í Kjarna.
Meira ...

Menntamálaráðherra heimsækir Mosfellsbæ á Degi íslenskrar tungu.

16.11.2015Menntamálaráðherra heimsækir Mosfellsbæ á Degi íslenskrar tungu.
Á degi íslenskrar tungu mun Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja helstu stofnanir Mosfellsbæjar og fagna deginum með bæjarbúum. Menntamálaráðherra heimsækir FMOS, Varmárskóla og Reykjakot og tekur þátt í dagskrá tengda deginum. Að lokinni dagskrá kl. 16:00 verður vegleg hátíðardagskrá haldin í Bókasafni Mosfellsbæjar en þar mun ráðherra veita verðlaun og viðurkenningar. Allir velkomnir
Meira ...

Verkefnastjóri í fjármáladeild

13.11.2015Verkefnastjóri í fjármáladeild
Laust er til umsóknar starf í fjármáladeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Verkefnastjóri í fjármáladeild starfar náið með fjármálastjóra og aðalbókara og veitir faglega ráðgjöf til forstöðumanna. Hann er staðgengill fjármálastjóra, hefur faglega umsjón með innra eftirliti og afstemmingum reikninga ásamt því að bera ábyrgð á innheimtumálum. Hann ber ábyrgð á lánakerfi og lánveitingum og hefur umsjón með kostnaðargreiningu og móttöku rafrænna reikninga. Verkefnastjóri tekur þátt í undirbúningi og gerð fjárhagsáætlunar, árshlutauppgjörs og ársreiknings auk þess að sjá um öflun gagna, framsetningu þeirra og gerð greinargerða.
Meira ...

Leiksvæði í Krikahverfi

12.11.2015Leiksvæði í Krikahverfi
Um miðjan nóvember verður hafist handa við gerð á litlu náttúruleiksvæði norðan Litlakrika, við lóðir nr. 32 og 34 . Náttúrustígur mun liggja frá núverandi stíg að leiktækjunum, sem ætlað er að falli vel inn í kjarri vaxið umhverfi, tækin sem sett verða niður eru stiklur, hengibrú og henginet og munu hæfa börnum á öllum aldri.
Meira ...

Árlegur Basar

12.11.2015Árlegur Basar
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldin laugardaginn 14. nóv kl 13:30 á Eirhömrum. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum. Allur ágóði fer til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Söngur og kaffisala. Styrkjum gott málefni.
Meira ...

Nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli

10.11.2015Nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli
Nú hafa tekið gildi nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli í Mosfellsbæ, Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða. Þar kemur fram að leyfishafa er heimilt að halda allt að 6 hænur í þéttbýli, en að ekki fáist leyfi til að halda hana (þ.e. karldýr). Leyfið er veitt til 5 ára í senn, og þar eru gerðar kröfur um aðbúnað og tekið sé tillit til nágranna varðandi staðsetningu og umhirðu hænsnanna.
Meira ...

Umferðarmerki í Mosfellsbæ

10.11.2015Umferðarmerki í Mosfellsbæ
Þjónustustöð vinnur að því að rétta við skilti. Mikið er um að staurar með umferðarmerkingum og götuheitum hafa skekkst td. vegna frostlyftinga. Til að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda er brýn þörf á að hafa skilti bæjarins bein og skýr. Eru þessar aðgerðir liður í að tryggja öryggi bæjarbúa og viðhalda okkar nærumhverfi.
Meira ...

Haustlaufin

10.11.2015Haustlaufin
Haustið er sá tími þegar tré og runnar fella laufin og garðar og götur fyllast af laufblöðum. Það er góð regla að athuga rennur og ræsi næst húsum og hreinsa frá þeim ef þörf er á svo ekki myndist vatnselgir við húsið.
Meira ...

Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur

03.11.2015Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur
Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, stækkun hverfisins til austurs, hefur verið framlengdur til 20. nóvember.
Meira ...

Leiðir til þátttöku íbúa

03.11.2015Leiðir til þátttöku íbúa
Í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar segir að kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar skuli fá viðeigandi þjálfun og fræðslu í lýðræðismálum. Betri Reykjavík er samráðsvettvangur á netinu þar sem íbúum borgarinnar gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir sínar um málefni er varða þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar. Efstu hugmyndir eru sendar nefndum borgarinnar til meðferðar.
Meira ...

Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó

03.11.2015Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó
Gildir frá og með áramótum. Frá og með 1. janúar 2016 verða ekki lengur seldir farmiðar hjá vagnstjórum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er fyrst og fremst ört dvínandi eftirspurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld. Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, gegnum heimasíðu Strætó og í Strætó appinu.
Meira ...

Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu

01.11.2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk.
Meira ...

Síða 0 af Infinity