Fréttir eftir mánuðum

ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR

31.12.2015ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Meira ...

Áramótabrenna með hefðbundnu sniði

30.12.2015Áramótabrenna með hefðbundnu sniði
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir.
Meira ...

Lausar stöður við Lágafellsskóla

30.12.2015Lausar stöður við Lágafellsskóla
Umsjónarkennsla á miðstigi, 100 % starfshlutfall, tímabundin ráðning til loka skólaárs. Skólaliði, daglegur vinnutími frá kl. 07:50 –15:00. Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa við Frístundasel Lágafellsskóla.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækja-kaupa fatlaðs fólks

28.12.2015Styrkir vegna námskostnaðar  og verkfæra- og tækja-kaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka mögu-leika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira ...

Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó

28.12.2015Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó
Gildir frá og með áramótum. Frá og með 1. janúar 2016 verða ekki lengur seldir farmiðar hjá vagnstjórum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er fyrst og fremst ört dvínandi eftirspurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld. Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, gegnum heimasíðu Strætó og í Strætó appinu.
Meira ...

Mikið hefur mætt á snjó­moksturstækjum bæjarins

27.12.2015Mikið hefur mætt á snjó­moksturstækjum bæjarins
Vetur konungur hefur heldur betur látið að sér kveða í desember. Í byrjun mánaðarins kyngdi niður snjó í miklu magni á stuttum tíma. Þegar slíkar aðstæður skapast mæðir mikið á snjómoksturstækjum og þeim mannskap sem þeim stýra en Þjónustustöð Mosfellsbæjar ber ábyrgð á snjómokstri í bænum. Nýverið voru settir GPS sendar í moksturstækin. Þannig er hægt að fylgjast betur með þeim svæðum sem búið er að ryðja.
Meira ...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

23.12.2015Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Sjá má nánar um opnunartíma stofnanna yfir hátíðirnar hér
Meira ...

Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa

22.12.2015Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir fyrirhugaða skipulagsvinnu vegna orlofshúsa sunnan Hafravatns til þjónustu fyrir ferðamenn.
Meira ...

Laust starf í Þjónustustöð

22.12.2015Laust starf í Þjónustustöð
Laust er til umsóknar starf almenns starfsmanns í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð annast einnig viðhald á fasteignum bæjarins.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausa stöðu.

21.12.2015Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausa stöðu.
Staða leikskólakennara. Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausa stöðu. Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 120 börn á aldrinum 2-4 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

16.12.2015Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verður haldin föstudaginn 18. desember 2015 og hefst athöfnin kl. 14:00 Allir velunnarar skólans eru velkomnir á útskriftarhátíðina.
Meira ...

Hálkuvarnir

15.12.2015Hálkuvarnir
Hálka er nú mjög víða nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem snöggfryst hefur snemma í morgunsárið. Hvetjum við alla til að fara varlega. Hjá Þjónustumiðstöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Unnið er að söltun og söndun stofnstíga, göngu- og hjólastíga í dag
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015

14.12.2015Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Hægt er að senda útnefningar á mos@mos.is fyrir 18. desember. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Jólatráasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

11.12.2015Jólatráasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 10. - 23. desember, kl. 10-16 um helgar en 12-17 virka daga. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum ef óskað er. Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré en einnig verða til söguð tré á staðnum. Jólasveinar verða í skóginum helgina 12.-13. desember og helgina 19. – 20. desember.
Meira ...

Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna

10.12.2015Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna
Í Mosfellskirkju í kvöld, fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00. Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna hafa verið sérstakur tónlistarviðburður í menningarlífi Mosfellsbæjar í tvo áratugi. Á tónleikunum hafa frá upphafi verið frumfluttar umskriftir á klassískum verkum fyrir blásarasextett og sópran, en þetta er ekki algeng samsetning hljóðfæra og radda. Margir Mosfellingar og gestir hafa árvisst sótt litlu sveitakirkjuna í Mosfellsdal heim af þessu tilefni, enda eru tónleikar í Mosfellskirkju á jólaföstu orðnir ómissandi hluti af undirbúningi fyrir helgihald jóla.
Meira ...

Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.

10.12.2015Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla sunnudaginn 13. desember klukkan 17:00. Börn og unglingar á aldrinum 8 – 16 ára flytja fjölbreytt úrval jólalaga. Ásdís Arnalds syngur einsöng með kórnum. Hátíðleg stund á aðventunni.
Meira ...

Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness

08.12.2015Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness
Verið velkomin í Varmárskóla í Mosfellsbæ hinn 10. desember 2015 kl. 13.00. Þann dag eru liðin 60 ár frá því Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaununum viðtöku. Af því tilefni mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færa börnum landsins dagskrána "Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness" að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn.
Meira ...

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below

08.12.2015Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below
Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00

07.12.2015Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.
Meira ...

Reykjavik: Don't leave the house after 5 pm

07.12.2015Reykjavik: Don't leave the house after 5 pm
The Civil Protection in Iceland has issued a statement warning people in South Iceland to stay put after 12 noon and people in Reykjavik and all other parts of Iceland to stay put after 5 pm this afternoon. The magnitude of the approaching storm is so great that such conditions occur only every 10 to 20 years, reports The Iceland Civil Protection.
Meira ...

Röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu

07.12.2015Röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu
Vegna veðurs verður röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu í Mosfellsbæ sem og annarsstaðar. Samkvæmt Ferðaþjónusta fatlaðra verður ekki tekið á móti pöntunum á ferðum sem er ætlað að fara eftir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öllum farþegum heim fyrir kl 16:30 í dag. Mælst er til þess að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafa samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanta í vefþjónustu akstursþjónustunnar. Það sama á við um akstursþjónustu aldraðra.
Meira ...

Ráðstafanir vegna óveðurs

07.12.2015Ráðstafanir vegna óveðurs
Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra er ekki ráðlegt að vera á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan 17:00 í dag. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna. Nánari upplýsingar um þjónustu Mosfellsbæjar verða hér á heimasíðunni og eins má sjá upplýsingar um veðrið á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og í upplýsingasíma 1777 og 1779 og á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is.
Meira ...

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015

04.12.2015Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015
Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum. Jólatónleikar Listaskólans í desember eru 15 talsins. Dagskráin er með ansi fjölbreyttu sniði og fara fram víða í sveitarfélaginu. Hér má sjá dagskrá næstu daga. Allir hjartanlega velkomnir.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015

04.12.2015Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar

03.12.2015Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun. Heildartekjur á næsta ári eru áætlaðar rúmlega sjö milljarðar og veltufé frá rekstri er áætlað um 10% af heildartekjum. Leikskólagjöld munu ekki hækka á árinu 2016 en gert er ráð fyrir að aðrar gjaldskrár hækki í takt við verðlag. Þó munu gjaldskrár mötuneyta skóla og í frístund ekki hækka fyrr en næsta haust. Systkinaafsláttur verður reiknaður á frístundaávísanir þannig að barnmargar fjölskyldur njóta góðs af.
Meira ...

Snjómokstur í Mosfellsbæ

02.12.2015Snjómokstur í Mosfellsbæ
Þjónustustöð Mosfellsbæjar hefur umsjón með snjómokstri í Mosfellsbæ. Undanfarna daga hefur verið mikið álag á starfsmenn og tæki í snjómokstri, enda hefur miklum snjó kyngt niður á stuttum tíma. Mokstur er í fullum gangi og er unnið dag og nótt.
Meira ...

Óveðursáætlun vegna veðurs sem gæti raskað skólastarfi

01.12.2015Óveðursáætlun vegna veðurs sem gæti raskað skólastarfi
Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið í dag þriðjudaginn 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til og frá skóla. Grunnskólar verða opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar eru á vef Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Meira ...

Síða 0 af Infinity