Fréttir eftir mánuðum

Lágafellsskóli - Lausar stöður

27.02.2015Lágafellsskóli - Lausar stöður
Deildarstjórastöður við leikskóladeildir 5 ára barna og Leikskólakennarastaða. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður í Höfðabergi sem er útibú frá Lágafellsskóla. Þar verða næsta skólaár 190 börn í þremur 5 ára deildum leikskóla, 1. og 2. bekk grunnskóla. Markvisst samstarf er milli árganganna þriggja meðal nemenda og starfsfólks.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg við Lækjarhlíð auglýsir stöðu aðstoðarmanns í eldhúsi.

27.02.2015Leikskólinn Hulduberg við Lækjarhlíð auglýsir stöðu aðstoðarmanns í eldhúsi.
Um 75% starf er að ræða. Vinnutími er frá 10-16. Leikskólinn Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 138 börn á aldrinum 2-5 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði.
Meira ...

Ný gjaldskrá hjá Strætó

27.02.2015Ný gjaldskrá hjá Strætó
Með breytingum á gjaldskrá Strætó bs. sem tekur gildi 1. mars verða þessar breytingar helstar: Ný nemakort Strætó miða að því að auka þægindi og lækka kostnað barnafjölskyldna. Sérstök nemakort fyrir 6-11 ára og 12-17 ára verða tekin upp.
Meira ...

Störf á heimilum fatlaðs fólks í Mosfellsbæ

25.02.2015Störf á heimilum fatlaðs fólks í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir félagsliðum eða stuðningsfulltrúum til starfa aðra hverja helgi ásamt nokkrum kvöldvöktum í mánuði á heimili fatlaðs fólks í bæjarfélaginu. Um er að ræða störf í vaktavinnu í mismunandi starfshlutföllum.
Meira ...

Nýir rekstraraðilar taka við Hlégarði

25.02.2015Nýir rekstraraðilar taka við Hlégarði
Vinir hallarinnar og umboðsskrifstofan Prime taka við rekstri félagsheimilisins Hlégarðs. Eins og flestir vita hefur ekki verið rekstur í Hlégarði í nokkurn tíma. Mosfellsbær hefur nú, eftir að hafa sett sér markmið með rekstrinum og lagt ákveðnar áherslur í notkun þess og leitað eftir hugmyndum frá bæjarbúum, ákveðið að gera samning við nýja rekstraraðila.
Meira ...

Gagnlegar upplýsingar um röskun á skólastarfi

25.02.2015Gagnlegar upplýsingar um röskun á skólastarfi
Hér á heimasíðu Mosfellsbæjar má finna gagnlegar upplýsingar er varðar röskun á skólastarfi. SHS hefur í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitafélaganna útbúið reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs með tilmælum um viðbrögð foreldra og forráðamanna. Jafnframt var ákveðið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda eftir atvikum út tilkynningar í samræmi við þessar reglur í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2015 - 2016

24.02.2015Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2015 - 2016
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2015-16 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2015 fer fram frá 01. mars til 15. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.
Meira ...

FRESTAÐ: Opið hús hjá Skólaskrifstofu : Kroppurinn er kraftaverk

24.02.2015FRESTAÐ: Opið hús hjá Skólaskrifstofu : Kroppurinn er kraftaverk
Vegna óviðráðanlegra ástæðna færist Opið hús Skólaskrifstofu, Kroppurinn er kraftaverk, sem vera átti í kvöld, fram um eina viku og verður því haldið MIÐVIKUDAGINN 4. MARS kl 20 í Listasal
Meira ...

Þróun á rafrænni þjónustu hjá Mosfellsbæ

20.02.2015Þróun á rafrænni þjónustu hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur það að markmiði að vera fremst í flokki sveitarfélaga í rafrænni stjórnsýslu. Nú hefur Íbúagátt verið notuð í nokkur ár og er hún í stöðugri þróun til að bæta þjónustuna enn frekar. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að gera íbúum viðvart með tölvupósti um að þeirra bíði ný skilaboð í Íbúagátt. Niðurstöður og svör við umsóknum eða erindum bæjarbúa birtast áfram í gáttinni en viðkomandi íbúi fær nú upplýsingar um það í tölvupósti.
Meira ...

Leikskólinn Hlaðhamrar auglýsir tvær lausar stöður við skólann:

19.02.2015Leikskólinn Hlaðhamrar auglýsir tvær lausar stöður við skólann:
Staða matráðs og staða þroskaþjálfa eða leikskólasérkennara með sérhæfingu í atferlismótun. Nánari upplýsingar um störfin gefur Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri í síma 861-3529 eða á netfangið hlad[hjá]mos.is. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um störfin.
Meira ...

Sendiherra Kína á Íslandi í Krikaskóla á Öskudaginn

19.02.2015Sendiherra Kína á Íslandi í Krikaskóla á Öskudaginn
Sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Weidong heimsótti Krikaskóla á öskudaginn. Börn í 3. og 4. bekk hafa verið að læra um Kína og kínversku áramótin á síðustu vikum. Sendiherrann tók þátt í „drekaskrúðgöngunni“ okkar og smiðjum með kínverskum tengingum. Eins sló hann „köttinn út tunnunni“ með börnunum. Mikil gleði var hjá krökkunum og skemmtileg stemmning.
Meira ...

Til fyrirtækja og stofnana í Mosfellsbæ,

16.02.2015Til fyrirtækja og stofnana í Mosfellsbæ,
Það er hefð fyrir því að kennsla í grunnskólum Mosfellsbæjar standi til klukkan 13:30 á Öskudag. Þar af leiðandi eru þau börn sem koma fyrir þann tíma í fyrirtæki eða stofnanir á þessum degi að skrópa úr skóla eða að koma frá öðrum sveitarfélögum. Stjórnendur í grunnskólum Mosfellsbæjar leggja því til og óska vinsamlegast eftir að ekki verði veitt sælgæti eða umbun fyrir söng barna á Öskudaginn fyrr en skóla lýkur eða eftir klukkan 13:30.
Meira ...

Auglýst eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2015

13.02.2015Auglýst eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2015
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2015. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.
Meira ...

Aðalfundur FAMOS 16. febrúar

12.02.2015Aðalfundur FAMOS 16. febrúar
Aðalfundur FAMOS verður haldið í Framhaldsskólanum FMOS, mánudaginn 16. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá er kosning í nefndir að þeim loknum verður boðið upp á örþorrablót þar sem léttar veitingar í anda þorrans verður í boði og Tindatríó mætir og syngur fyrir gesti.
Meira ...

Kærleiksvika hefst á sunnudaginn 15. febrúar

12.02.2015Kærleiksvika hefst á sunnudaginn 15. febrúar
Kærleiksvika verður haldin í fimmta sinn í Mosfellsbæ vikuna 15.- 22. febrúar. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Meira ...

Opin vika í Listaskóla Mosfellsbæjar 9. – 13. febrúar 2015

06.02.2015Opin vika í Listaskóla Mosfellsbæjar 9. – 13. febrúar 2015
Vikuna 9. - 13. febrúar er opin vika í Listaskólanum. Þá halda nemendur tónleika í leik- og grunnskólum bæjarins, auk þess verða tónleikar í framhaldsskóla Mosfellsbæjar – FMOS og á miðvikudeg heimsækir strengjaveit skólans Eirhamra, Hlaðhamra dvalarheimili. Bæði nemendur úr söng- og tónlistadeild flytja fjölbreytta dagskrá. Allir velkomnir.
Meira ...

Safnanótt og Sundlauganótt framundan

06.02.2015Safnanótt og Sundlauganótt framundan
Gljúfrasteinn, hús skálsins tekur þátt í Safnanótt sem verður haldin föstudagskvöldið 6. febrúar nk. kl. 19-24. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu taka þátt í dagskránni. Kvöldið eftir laugardaginn 7. febrúar verður haldin Sundlauganótt sem einnig er hluti af Vetrarhátíð og tekur Lágafellslaug í Mosfellsbæ þátt í þeirri dagskrá annað árið í röð. Ókeypis aðgangur verður í safnið á Safnanótt og í Lágafellslaug á Sundlauganótt.
Meira ...

Forvarnir barna og unglinga í Mosfellsbæ

06.02.2015Forvarnir barna og unglinga í Mosfellsbæ
Hvernig getur samfélagið Mosfellsbær tekið höndum saman um að hlúa að börnum og unglingum? Verkefnahópur meistaranema í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík hefur tekið að sér að vinna stefnumótun og aðgerðaráætlun á sviði forvarna barna og unglinga í Mosfellsbæ. Samningur um verkefnið var undirritaður í gær. Verkefnalok eru 30. apríl 2015.
Meira ...

Nýsköpunarverkefni sveitarfélaga

05.02.2015Nýsköpunarverkefni sveitarfélaga
Á Íslandi hafa ríki og sveitarfélög haft með sér samstarf frá árinu 2012 um veitingu nýsköpunarverðlauna til að hvetja til nýsköpunar hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hafði frumkvæði að þessu verkefni og heldur úti vefsíðu um nýsköpun hjá hinu opinbera, www.nyskopunarvefur.is. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um nýsköpun hjá hinu opinbera og innlenda og erlenda tengla.
Meira ...

Birta Fróðadóttir í Dalsgarði er kona febrúarmánaðar 2015.

05.02.2015Birta Fróðadóttir í Dalsgarði er kona febrúarmánaðar 2015.
Bókasafnið og Héraðsskjalasafnið hafa tekið höndum saman og kynna mánaðarlega konu og/eða konur sem tengjast Mosfellsbæ. Þetta er unnið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Tekin eru saman til kynningar í stuttu máli og myndum helstu atriði um líf og störf hverrar konu og sett á heimasíðu Bókasafnsins og á veggspjald. Veggspjaldið er til sýnis í Bókasafninu ásamt fáeinum munum tengdum hverri konu. Allt eru þetta merkiskonur og tengjast Mosfellssveit á einn eða annan hátt. Hvetjum við bæjarbúa og aðra áhugasama um að koma í heimsókn á bókasafnið og kynna sér þessar merkiskonur Mosfellsbæjar. Heitt á könnunni.
Meira ...

Taktu þátt í að móta Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar!

03.02.2015Taktu þátt í að móta Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar!
Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar var samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar þann 12. október 2011. Eins og fram kom í afgreiðslu bæjarstjórnar við samþykkt lýðræðisstefnunnar þá er gert ráð fyrir að stefnan þróist með tímanum og sé í stöðugri endurskoðun.. Ábendingar og tillögur óskast sendar inn á mos@mos.is merkt Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar.
Meira ...

Forskot til framtíðar fyrir 7-16 ára ungmenni

02.02.2015Forskot til framtíðar fyrir 7-16 ára ungmenni
Mosfellsbær er eitt af þeim sveitarfélögum sem verða með forritunar- og tæknikennslu í boði eftirskóla nú á vorönn 2015. Kennslan fer fram í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 16 - 17.15 fyrir aldurinn 7-10 og frá kl. 17.30 - 18.45 fyrir eldri hópinn eða 11-16 ára. Fyrsti kennsludagurinn er miðvikudagurinn 11. febrúar. Hér er um að ræða 10 vikna námskeið og er hægt að nýta frístundastyrki sveitarfélaganna sem greiðslu fyrir námskeiðin.
Meira ...

Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ

02.02.2015Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ
Enn eitt árið benda niðurstöður þjónustukönnunar Capacent til þess að íbúar í Mosfellsbæ séu ánægðari en íbúar í öðrum sveitarfélögum. Í öllum spurningum eru svör um ánægju Mosfellinga með þjónustu bæjarins yfir meðaltali á landsvísu. Mosfellsbær hefur síðustu ár verið meðal þriggja efstu í flestum spurningum og það er engin breyting þar á þetta árið. Ný spurning er snýr að sorphirðu í sveitarfélaginu bendir til þess að Mosfellingar séu almennt ánægðari með þá þjónustu en íbúar annarra sveitarfélaga.
Meira ...

Síða 0 af Infinity