Fréttir eftir mánuðum

Verkefnislýsing: Deiliskipulag við Æðarhöfða

26.05.2015Verkefnislýsing: Deiliskipulag við Æðarhöfða
Markmið deiliskipulagsins er annars vegar að skilgreina lóð fyrir nýjan skóla fyrir elstu árganga leikskólastigs og yngstu árganga grunnskóla, og hinsvegar að festa í skipulagi aðkomu og bílastæði fyrir golfvöllinn Hlíðarvöll.
Meira ...

Síðustu forvöð að senda inn tilnefningu á bæjarlistamanni 2015

26.05.2015Síðustu forvöð að senda inn tilnefningu á bæjarlistamanni 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur menningarstyrk frá Mosfellsbæ og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina.
Meira ...

Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu

26.05.2015Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu
Laust er til umsóknar starf í þjónustu- og samskiptadeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu hefur faglega umsjón með þróun og notkun skjalavörslukerfis og Íbúagáttar. Hann ber ábyrgð á daglegri umsýslu með erindi og skjöl ásamt því að sjá um viðhald og mótun á verklagsreglum við móttöku og meðferð erinda.
Meira ...

Leikskólar Mosfellsbæjar óska eftir að ráða leikskólakennara til starfa.

26.05.2015Leikskólar Mosfellsbæjar óska eftir að ráða leikskólakennara til starfa.
Ert þú leikskólakennari? Vilt þú vinna hjá framsæknu bæjarfélagi? Menntunarkröfur eru leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. Kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna Félags leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til 8. júní 2015 og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað til leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2015.
Meira ...

Sláttur hafinn í Mosfellsbæ

22.05.2015Sláttur hafinn í Mosfellsbæ
Sláttur hófst í Mosfellsbæ í dag í sól og ágætis veðri. Vorhreinsunarátak hefur staðið yfir í Mosfellsbænum fyrripart maí mánaðar með aðstoð íbúa og félagasamtaka. Götur og göngustígar hafa verið sópaðir og má segja að bærinn sé að komast í sumarbúning
Meira ...

Dagur góðra verka - opin hús á handverkstæðum

21.05.2015Dagur góðra verka - opin hús á handverkstæðum
Föstudaginn 22. maí er kynningardagur "Dagur góðra verka" hjá Hlutverk,samtökum um vinnu og verkþjálfun.Tilgangur er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki,stofnanir,félög og félagasambönd, innanlands og utan, í upplýsinga-og fræðsluskyni varðandi atvinnumála fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda.
Meira ...

Kaldavatnslaust í Þverholti

21.05.2015Kaldavatnslaust í Þverholti
Vegna tengingar á stofnæð á gatnamótum Þverholts og Skeiðholts, verður kaldavatnslaust í Þverholti 2, Kjarna og Þverholti 1 - 19, frá kl. 18:00 og fram eftir kvöldi, fimmtudaginn 21. maí. Nánari upplýsingar í síma 693 6707, Steinþór. Vatnsveita Mosfellsbæjar.
Meira ...

Skólakór Varmárskóla tóku þátt í Landsmóti barnakóra á Húsavík

21.05.2015Skólakór Varmárskóla tóku þátt í Landsmóti barnakóra á Húsavík
Skólakór Varmárskóla tók þátt í Landsmóti barnakóra sem fram fór á Húsavík 1.–3 maí. Þetta var í sautjánda sinn sem skólakórinn tekur þátt í svona móti en þau eru haldin annað hvert ár. Alls tóku 11 kórar þátt í þetta sinn eða tæplega 300 börn og unglingar.
Meira ...

Vortónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015

20.05.2015Vortónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015
Árlegir vortónleikar eru hjá Listaskóla Mosfellsbæjar um þessar mundir. Dagana 06. -30. maí verða flutt flott tónlistaratriði víða um bæjarfélagið og má þar nefna FMOS, Bókasafn, Bæjarleikhús og í kirkjum bæjarins. Allir hjartanlega velkomnir. Skólaslit Listaskólans verða í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar fimmtudaginn 28. maí kl. 17.00.
Meira ...

Hreyfum okkur saman

19.05.2015Hreyfum okkur saman
Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir verða í boði á miðvikudögum í sumar. Hlaup með Mosóskokk, fjallaganga á Úlfarsfell, hjólaferð, ganga um fallegar slóðir og frisbígolf með Steinda Jr. Taktu þátt og hreyfum okkur saman í Heilsueflandi samfélagi.
Meira ...

Opnun tilboða – Gatnagerð í Mosfellsbæ 2015

19.05.2015Opnun tilboða – Gatnagerð í Mosfellsbæ 2015
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í verkið: Yfirlagnir og viðgerðir gatna 2015. Um er að ræða viðgerðir á malbiki gatna og yfirlagnir á götum í Mosfellsbæ.
Meira ...

Læsi og hreyfing

19.05.2015Læsi og hreyfing
Leirvogstunguskóli notast við kennsluaðferð sem nefnist „Leikur að læra“, þar sem meðal annars stafir og hljóð eru kennd í gegnum leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Börnin fá að handfjatla stafi og hafa þá sýnilega í umhverfinu. Kennsluaðferðin „Leikur að læra“ hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyfing hefur áhrif á hæfileikann til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurheimta hana.
Meira ...

Hús fyrir alla - afraksturinn til sýnis í kjarna

19.05.2015Hús fyrir alla - afraksturinn til sýnis í kjarna
Á Höfðabergi, útibúi frá Lágafellsskóla, eru í vetur þrjár 5 ára deildir og fjórir bekkir í fyrsta árgangi, alls 120 börn. Mikið hefur verið lagt upp úr samstarfi árganganna tveggja og hefur nemendum því verið blandað markvisst í leik og starfi. Markmið blöndunarinnar eru meðal annars að efla félagsþroska nemenda og stuðla að því að brúa bilið milli skólastiganna.
Meira ...

Í túninu heima - Vilt þú taka þátt?

19.05.2015Í túninu heima - Vilt þú taka þátt?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 28.-30. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt Í túninu heima.
Meira ...

Kiwanisklúbbar gefa 1. bekkingum hjálma

18.05.2015Kiwanisklúbbar gefa 1. bekkingum hjálma
Kiwanisklúbbarnir í Mosfellsbæ, Mosfell og Geysir, í samstarfi við Eimskip afhentu á dögunum 1. bekkingum í grunnskólum bæjarins nýja hjálma. Þetta hefur verið árlegur gjörningur síðustu ár og engin breyting þar á þótt umræðan og reglur í Reykjavík séu upp í loft.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin í Lágafellsskóla

18.05.2015Litla upplestrarkeppnin í Lágafellsskóla
Nú á vordögum var foreldrum og forráðamönnum í 4. bekk Lágafellsskóla boðið að koma í skólann og hlusta á nemendur 4. bekkjar flytja ljóð og sögur á lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar. Allir nemendur hafa lagt sitt af mörkum og æft sig í upplestri undir stjórn umsjónarkennara sinna frá því að keppnin hófst formlega á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2014.
Meira ...

Höfðaberg stækkar fyrir næsta skólaár

18.05.2015Höfðaberg stækkar fyrir næsta skólaár
Höfðaberg er nýr skóli við Æðarhöfða. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að uppbyggingu skóla við Æðarhöfða fyrir 5, 6 og 7 ára börn. Þessi skóli hefur fengið nafnið Höfðaberg. Í vetur hafa 5 og 6 ára börn verið í Höfðabergi og næsta vetur verða árgangarnir þrír. Almenn ánægja er með starfsemina.
Meira ...

Menningarvor 2015 í Bókasafni Mosfellsbæjar

18.05.2015Menningarvor 2015 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Menningarvorið var nú skipulagt í sjötta sinn. Fjölhæfir og vinsælir listamenn eiga stóran þátt í vel heppnuðum viðburði og er þeim öllum þakkað af hjarta. Menningarvori 2015 í Bókasafni Mosfellsbæjar er nú lokið. Hita og þunga af skipulagi og framkvæmd ber starfshópur Menningarvors. Hann skipuðu Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Marta Hildur Richter forstöðumaður Bókasafnsins, Atli Guðmundsson skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar og María Guðmundsdóttir fulltrúi Leikfélags Mosfellssveitar. Þeim er þakkað óeigingjarnt og metnaðarfullt starf.
Meira ...

Ársreikningur lagður fram

18.05.2015Ársreikningur lagður fram
Ársreikningur fyrir árið 2014 var staðfestur og áritaður við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 6. maí síðastliðinn. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði var 312 milljónir sem er rúmlega 4% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarhalli A og B hluta 72 milljónir eða tæplega 1% af tekjum. Veltufé frá rekstri er 468 milljónir eða rúmlega 6% af tekjum. Eigið fé í árslok nam 4.120 milljónum og eiginfjárhlutfall tæplega 28%.
Meira ...

Endurnýjun samstarfssamnings

18.05.2015Endurnýjun samstarfssamnings
Mosfellsbær hefur endurnýjað samstarfssamning við Heilsuvin vegna lýðheilsu- og þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag. Áhersluþáttur verkefnisins fyrir árið í ár er hreyfing og útivist í víðum skilningi fyrir alla aldurshópa. Bæjarbúar eru hvattir til nýta sér þá fjölbreyttu afþreyingarmöguleika sem í boði eru í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar um hlaupa- og gönguleiðir má finna á heimasíðu bæjarins undir flokknum mannlíf/heilsa og hreyfing. Verkefnið, Heilsueflandi samfélag, sem inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis, miðar að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins hvort sem um ræðir fræðslu-, menningar- eða skipulagsmál.
Meira ...

Mosfellsbær og Ferðafélag í sameiginlegt átak

13.05.2015Mosfellsbær og Ferðafélag í sameiginlegt átak
Fulltrúar Mosfellsbæjar og Ferðafélags Íslands skrifuðu undir samstarf um heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ að morgni 12. maí á sjöunda tímanum á toppi Mosfells. Íbúar í Mosfellsbæ héldu upp á heilsudaginn sama dag og er þetta í annað skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur í bænum.
Meira ...

Vel heppnað málþing

13.05.2015Vel heppnað málþing
Málþing um Heilsueflandi samfélag sem haldið var í FMOS þriðjudagskvöldið 12. maí í tilefni af Heilsudeginum í Mosfellsbæ var vel sótt og almenn ánægja með frábæra fyrirlesara. Magnús Scheving, íþróttafrömuður og frumkvöðull, var með fróðlegan og líflegan fyrirlestur sem hann kallar "500 nýjar hugmyndir!" sem mun væntanlega efla verkefnið Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ
Meira ...

Kaldavatnslaust í sunnanverðum Mosfellsdal

12.05.2015Kaldavatnslaust í sunnanverðum Mosfellsdal
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust í sunnanverðum Mosfellsdal (Æsustaðavegur, Reykjahlíðarvegur og Egilsmói) í dag 12. maí frá klukkan 10:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ

11.05.2015Heilsudagurinn í Mosfellsbæ
Þriðjudaginn 12. maí verður Heilsudagurinn í Mosfellsbæ haldinn hátíðlegur í annað sinn undir yfirskriftinni "Heilsa og hollusta fyrir alla". Morgunganga kl. 06. Málþing í Framhaldsskólanum. Að kvöldi Heilsudagsins verður blásið til málþingsins "Heilsa og hollusta fyrir alla 2015". Kjarni málþingsins snýr að áhersluþætti ársins 2015 sem er hreyfing og útivist og fáum við marga góða gesti til okkar.
Meira ...

Kaldavatnslaust í Mosfellsdal

11.05.2015Kaldavatnslaust í Mosfellsdal
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust í dag, mánudaginn 11.maí frá kl. 13:00 og fram eftir degi á Hraðastaðatorfunni og á Gljúfrasteini.
Meira ...

ÚTBOÐ Höfðaberg 4-5. áfangi, útibú frá Lágafellskóla

11.05.2015ÚTBOÐ Höfðaberg 4-5. áfangi, útibú frá Lágafellskóla
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Nýbygging við Höfðaberg, útibú frá Lágafellskóla, 4-5. Áfangi. Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Nýbygging við Höfðaberg, útibú frá Lágafellskóla, 4-5. Áfangi. Um er að ræða byggingu 4.-5. áfanga við útibú frá Lágafellsskóla fyrir börn á aldrinum 5-7 ára. Reisa skal tengibyggingu úr límtrébitum og burðavið, sem tengist núverandi byggingu og fjórum kennslustofum, sem verða flutt á svæðið á verktíma. Verkið felst í jarðvinnu fyrir fjórar kennslustofur og tengibyggingar ásamt því að byggja tengibyggingu. Frágangur innanhúss og utan er innifalinn sem og lóðarfrágangur næst nýbyggingunum svo sem landmótun, hellulagnir, malbikun og grassáning. Einnig er flutningur og niðursetning leiktækja ásamt girðingum innifalinn. Verktaki skal mála kennslustofurnar að utan og innan.
Meira ...

Mosfellingar kveðja Maríu

06.05.2015Mosfellingar kveðja Maríu
María Ólafsdóttir eurovisionfari ætlar að syngja fyrir bæjarbúa á Miðbæjartorginu föstudagsmorguninn 8. maí klukkan 10.30. Mosfellingar látum sjá okkur og óskum Maríu góðs gengis með stæl.
Meira ...

Íbúar í Helgafellshverfi athugið !

05.05.2015Íbúar í Helgafellshverfi athugið !
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Helgafellshverfi frá kl. 11 og fram eftir degi. Hitaveitu Mosfellsbæjar
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar - Opið fyrir umsóknir

03.05.2015Listasalur Mosfellsbæjar - Opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2016. Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.
Meira ...

Bókasafn Mosfellsbæjar

03.05.2015Bókasafn Mosfellsbæjar
Laust er til umsóknar 50% starf þjónustufulltrúa. Starfsemi og þjónusta Bókasafns Mosfellsbæjar er fjölbreytt og í sífelldri endurskoðun. Listasalur Mosfellsbæjar er hluti af Bókasafninu. Leitin beinist að áhugasömum starfsmanni, sem getur hafið störf 1. júní 2015 (ekki sumarafleysing). Námskröfur: Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Starfið felst fyrst og fremst í afgreiðslu og upplýsinga-þjónustu, en einnig vinnu við menningarviðburði og fleira. Starfstími er þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 13 til 18.
Meira ...

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

03.05.2015Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 5. maí klukkan 17.00. Fundurinn verður haldinn í hliðarsal við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Rannsóknarstöð skógræktar að Mógilsá halda erindi um endurkortlagningu náttúrulegs birkis á Íslandi þar sem farið verður yfir þær breytingar sem hafa orðið á útbreiðslu birkis síðustu áratugi.
Meira ...

Síða 0 af Infinity