Fréttir eftir mánuðum

Nýtt tímabil frístundaávísunar hefst 1. ágúst

30.06.2015Nýtt tímabil frístundaávísunar hefst 1. ágúst
Hægt verður að nýta frístundaávísun 2014/2015 til 31. júlí næstkomandi. Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ. Markmið niðurgreiðslunnar er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
Meira ...

Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar

30.06.2015Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust í Skálahlíð, Skálatúni, Láguhlíð og hluta af Langatanga, miðvikudaginn 1.júlí frá klukkan 09:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Nýtt svæðisskipulag til 2040 tekur gildi

29.06.2015Nýtt svæðisskipulag til 2040 tekur gildi
Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða.
Meira ...

Gæsluvöllur Mosfellsbæjar

26.06.2015Gæsluvöllur Mosfellsbæjar
Gæsluvöllur verður opinn frá 10. júlí til 06. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Opnunartími vallarins er frá 9.00 - 12.00 og frá 13.00 - 16.00. Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða - 6 ára aldurs. Gjaldið er kr. 170 fyrir klst. og þurfa börnin að koma með nesti með sér. Hægt er að kaupa 20 miða/klst. kort á kr. 3.200. Gæsluvöllurinn er staðsettur við Kjarna og er aðkoma að vellinum frá Kjarna, neðra plani. Sjáumst á Gæsló í sumar
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

26.06.2015Laus störf í  Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi. Nokkrar áhugaverðar stöður lausar í Lágafellsskóla og Höfðabergi sem er útibú Lágafellsskóla
Meira ...

Íbúar í Byggðarholti og Álmholti athugið

24.06.2015Íbúar í Byggðarholti og Álmholti athugið
Lokað verður fyrir heitt vatn Byggðarholti og Álmholti í dag fimmtudaginn 25. júní frá kl. 10.00 og fram eftir degi.
Meira ...

Til heiðurs Frú Vigdísi Finnbogadóttur

23.06.2015Til heiðurs Frú Vigdísi Finnbogadóttur
Helgina 27. – 28. júní verður þess minnst að 35 ár eru liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Af því tilefni munu skógræktarfélög gróðusetja þrjú birkitré í hverju sveitarfélagi á landinu eins og Vigdís gerði með táknrænum hætti í sinni forsetatíð.
Meira ...

Lausar stöður í Varmárskóla

19.06.2015Lausar stöður í Varmárskóla
Varmárskóli er staðsettur við Skólabraut í Mosfellsbæ. Skólinn er í tveimur byggingum með rúmlega 700 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Skólinn er með glæsilega útikennslustofu og vorið 2014 flaggaði skólinn Grænfánanum í annað skipti.
Meira ...

Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!

19.06.2015Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!
Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2015, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð). Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.
Meira ...

Gatnaframkvæmdir í Holta- og hlíðarhverfi

19.06.2015Gatnaframkvæmdir í Holta- og hlíðarhverfi
Vekjum athygli á gatnaframkvæmdum í Mosfellsbæ næstu daga.Bjarkarholt verður lokað þann 22. júní frá kl. 09:00 - 12:00. Baugshlíð verður einstefnugata sama dag 22. júní frá kl. 12:00 - 15:00. Verið er að fræsa upp ónýta malbikið og malbikað yfir. Biðjum vegfarendur að fara gætilega. Fyrirhuguð er lagfæring á malbiki í Háholti neðan hringtorgs í framhaldi og verður það tilkynnt fljótlega þegar þær framkvæmdir hefjast.
Meira ...

Mosfellsbær gefur frí 19. júní

18.06.2015Mosfellsbær gefur frí 19. júní
Starfsmönnum Mosfellsbæjar verður gefið frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Þar af leiðandi verða leikskólar og aðrar stofnanir bæjarins að mestu lokaðar eftir hádegi. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.
Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skipuð konum 19. júní

18.06.2015Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skipuð konum 19. júní
Föstudaginn 19. júní heldur bæjarstjórn Mosfellsbæjar hátíðarfund í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Á fundinum verður bæjarstjórn Mosfellsbæjar, í fyrsta sinn í sögunni, eingöngu skipuð konum.
Meira ...

Smíðavöllur við Lágafellsskóla fyrir 8 til 12 ára

18.06.2015Smíðavöllur við Lágafellsskóla fyrir 8 til 12 ára
Mánudaginn 22 .júní verður opnaður smíðavöllur við Lágafell. Hann verður staðsettur við Félagsmiðstöðina Ból. Starfsmaður verður á staðnum frá 10:00 til 14:00 alla virka daga til 17. júlí.
Meira ...

Lausar stöður - Lágafellsskóli í Mosfellsbæ

17.06.2015Lausar stöður - Lágafellsskóli í Mosfellsbæ
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi. Nokkrar stöður lausar
Meira ...

17 júní í Mosfellsbæ

15.06.201517 júní í Mosfellsbæ
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ líkt og verið hefur síðustu fimmtíu ár. Frá árinu 1964 hafa Mosfellingar haldið upp á daginn í heimabyggð. Það árið urðu vatnaskil í íþrótta- og menningarlífi í sveitinni þar sem Varmárlaugin var vígð og Skólahljómsveitin kom fram í fyrsta sinn.
Meira ...

Börn hjálpa börnum

12.06.2015Börn hjálpa börnum
Nemendur í 5. bekk í Varmárskóla tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC Barnahjálpar. Nemendum var skipt í hópa og gengu í hús til að safna. Mikill áhugi var hjá krökkunum á að hjálpa öðrum börnum og söfnuðust rúmlega 240 þúsund krónur. Söfnunarféð verður notað til að byggja annan áfanga í skólabyggingu og heimavist fyrir ABC starfið í Naíróbí í Kenía. Skólinn er staðsettur mitt á milli þriggja fátækrahverfa í borginni, þar sem aðstæður er mjög bágbornar. Krakkarnir vilja koma á framfæri þökkum fyrir góðar móttökur sem þau fengu frá íbúum Mosfellsbæjar.
Meira ...

Heilsubærinn stendur undir nafni

12.06.2015Heilsubærinn stendur undir nafni
Það má svo sannarlega skreyta Mosfellsbæ með nafnbótinni heilsubærinn þessa dagana. Íþróttaviðburðir verða haldnir víða um bæinn um helgina. Þar má fyrst nefna Eimskipsmótaröðina í golfi sem fer fram á Hlíðarvelli. Við völlinn hefur undirbúningur staðið yfir síðustu daga og skartar hann nú sínu fegursta og býður bestu golfara landsins velkomna. Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með. Þá var Liverpool skólinn sem er á vegum Aftureldingar settur á Tungubökkum í gær. Þar fá ungir fótboltakrakkar að kynnast nýjum þjálfunaraðferðum og njóta þess að láta lífið snúast eingöngu um fótbolta í nokkra daga.
Meira ...

Mikilvægi Vinnuskólans

11.06.2015Mikilvægi Vinnuskólans
Nú er sumarið loksins komið og grunnskólarnir um það bil að ljúka störfum þennan veturinn. Fyrir okkur í Vinnuskólanum þýðir þetta að nú förum við að taka á móti ungmennunum okkar í vinnu við ýmis mikilvæg verkefni innan bæjarmarkanna. Vinnuskóli Mosfellsbæjar hefst 11. júní og þá má gera ráð fyrir að sjá unga fólkið okkar á götum úti að hreinsa og snyrta bæinn okkar.
Meira ...

Gefið frí eftir hádegi til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna

11.06.2015Gefið frí eftir hádegi til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna
Starfsmönnum Mosfellsbæjar verður veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Þetta er ákvörðun sem tekin hefur verið eftir hvatningarorð frá Ríkisstjórn Íslands sem hefur hvatt vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gera starfs¬mönnum sínum kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þennan dag. Stofnanir bæjarins verða því lokaðar eftir hádegi 19. júní. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.
Meira ...

Vinnuskólinn settur 11. júní

10.06.2015Vinnuskólinn settur 11. júní
Fyrsta tímabil Vinnuskólans hefst á morgun 11. júní. Þá munu vaskir krakkar úr grunnskólum bæjarins mæta til að taka til hendinni og fegra umhverfið. Mæting er klukkan 8.30 við Varmárból. Takið með nesti og klæðið ykkur eftir veðri.
Meira ...

Starfsemi Ásgarðs í Kvosinni efld

10.06.2015Starfsemi Ásgarðs í Kvosinni efld
Mosfellsbær og Ásgarður handverkstæði hafa skrifað undir samning um að hinn síðarnefndi taki á leigu Álafossveg 10 gegn því að gerðar verði endurbætur á húsnæðinu. Álafossvegur 10 er í daglegu tali kallað Rauða húsið og er í eigu bæjarins. Forsvarsmenn Ásgarðs hafa lengi leitað leiða til að efla starfsemina og veita fleiri starfsmönnum vinnu. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa þroskaskertir einstaklingar við framleiðslu á leikföngum og húsbúnaði.
Meira ...

Íris Eva vann gull á Smáþjóðaleikunum

10.06.2015Íris Eva vann gull á Smáþjóðaleikunum
Mosfellingurinn Íris Eva Einarsdóttir vann til gullverðlauna í loftriffilkeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum sem hófust nú í vikunni. Íris Eva hlaut alls 200,1 stig og vann með 3,4 stiga mun. Tíu konur hófu keppni í undanúrslitum og komust átta inn í úrslitin sem er í formi útsláttarkeppni, en Íris var fjórða inn í úrslitin.
Meira ...

Opinn fundur umhverfisnefndar, fimmtudaginn, 11. júní.

10.06.2015Opinn fundur umhverfisnefndar, fimmtudaginn, 11. júní.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfsmál í Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldinn á Kaffihúsinu Álafossi við Álafossveg, fimmtudaginn 11. júní kl. 17:00 - 19:00. Á dagskrá fundarins er kynning á umhverfisnefnd og umhverfissviði Mosfellsbæjar, því umhverfisstarfi sem fram fer í skólum bæjarins og að því loknu fara fram opnar umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ. Fundurinn er öllum opinn. Léttar veitingar í boði.
Meira ...

Kristján Þór sigraði á Smáþjóðaleikunum

09.06.2015Kristján Þór sigraði á Smáþjóðaleikunum
Mosfellingurinn Kristján Þór Einarsson, afrekskylfingur, lék afar vel á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru 01.-06. júní. Íslenska karlaliðið sigraði í liðakeppninni með miklum yfirburðum. Íslendingar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir keppni á Smáþjóðaleikunum 2015. Ísland tryggði sér 115 verðlaun, þar af 38 gull, 46 silfur og 31 brons.Íslendingar voru sigursælir á heimavelli og settu mörg Íslandsmet og mótsmet.
Meira ...

Hátíð í miðborg Reykjavíkur á aldarafmæli kosningaréttar kvenna.

08.06.2015Hátíð í miðborg Reykjavíkur á aldarafmæli kosningaréttar kvenna.
Senn líður að stórhátíð í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Þéttskipuð dagskrá í Reykjavík 19. júní 2015 hefur litið dagsins ljós og ljóst er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Meira ...

Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní

08.06.2015Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með guðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Þaðan verður síðan farið í skrúðgöngu að Hlégarði en þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi.
Meira ...

Skógræktarfélagið fagnar 60 ára afmæli

06.06.2015Skógræktarfélagið fagnar 60 ára afmæli
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar varð 60 ára þann 20. maí. Stjórnin félagsins hefur ákveðið að minnast afmælisins með því að laga Meltúnsreitinn sem er milli Teigahverfisins og iðnaðarhverfisins í Völuteig. Þar verður útbúinn náttúrugarður og er stefnt að því að taka fyrsta áfanga í notkun á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Meira ...

Aukinn aðgangur íbúa að gögnum

06.06.2015Aukinn aðgangur íbúa að gögnum
Nýlega samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fylgigögn með fundum nefnda og ráða bæjarins yrðu gerð opinber án sérstakra beiðna þar um. Gögnin munu fylgja fundargerðum og verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Markmiðið með birtingu gagnanna er að gera verkefni stjórnsýslunnar aðgengilegri og fundargerðir meira upplýsandi. Þessi nýjung er tekin upp í kjölfar samþykktar á endurskoðaðri lýðræðisstefnu bæjarins.
Meira ...

Stuðningur Mosfellsbæjar við íþróttir- og tómstundir í tölum.

05.06.2015Stuðningur Mosfellsbæjar við íþróttir- og tómstundir í tölum.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um styrki Mosfellsbæjar til íþrótta- og tómstundafélaga í bæjarfélaginu frá 2011 til ársins í ár. Markmiðið er að tryggja að íbúar hafi sem bestar upplýsingar um framlög bæjarins til íþrótta- og tómstundastarfs á hverjum tíma og í því ljósi er einnig hægt að sækja gögnin og skoða frekar á vef DATA-MARKET.
Meira ...

Glæsileg útskriftarhátíð nemenda í FMOS

05.06.2015Glæsileg útskriftarhátíð nemenda í FMOS
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Alls voru 18 nemendur brautskráðir en sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda um þrjúhundruð og sextíu. Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Brautskráðir voru tólf stúdentar af félags- og hugvísindabraut, fimm stúdentar af náttúruvísindabraut og einn stúdent af opinni stúdentsbraut.
Meira ...

Útivistartími barna og ungmenna

05.06.2015Útivistartími barna og ungmenna
SAMAN-hópurinn hefur um árabil hvatt foreldra til að kynna sér reglur um útivistartíma barna og unglinga og virða hann. Reglur um útivistartíma eru árstíðarbundnar og taka breytingum 1. september og 1. maí ár hvert. Hópurinn leggur áherslu á að útvistartíminn taki samt sem áður miða af skólatíma að hausti því ein lykilforsenda þess að börnum og unglingum farnist vel er nægur svefn. Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.
Meira ...

Árlegt Álafosshlaup 12. júní

04.06.2015Árlegt Álafosshlaup 12. júní
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar stendur fyrir hinu árlega Álafosshlaupi þann 12. júní kl. 18. Hlaupið hefst og endar í Álafosskvosinni þar sem verðlaunaafhending fer fram. Hlaupnir eru um 9 km á margbreytilegu undirlagi þar sem leitast er við að velja óvenjulegar hlaupaleiðir. Til dæmis er hlaupið á göngustígum, slóðum og malarvegum og stokkið yfir læk. Á brattann er að sækja fyrri helminginn þar sem leiðin teygir sig næstum upp að Hafravatni en síðan er farinn malarvegur eða malbik niður í móti. Drykkir verða veittir í hlaupi og við endamark.
Meira ...

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ 13. júní

02.06.2015Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ 13. júní
Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 13. júní um allt land. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem haldið er í Mosfellsbæ hefst 11:00. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km.
Meira ...

Síða 0 af Infinity