30.07.2015
Þjónustustöð Mosfellsbæjar og bæjarskrifstofur verða lokaðar frá kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 31. júlí. Opnað verður að nýju þriðjudagsmorguninn 4. ágúst klukkan 8:00. Í neyðartilvikum er símavakt í Þjónustustöð Mosfellsbæjar allan sólarhringinn. Neyðarnúmer er 566 8450. Þar er tekið á móti tilkynningum um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.
Meira ... 30.07.2015
Lokað hefur verið fyrir gegnumakstur við Álafossveg í Mosfellsbæ ofan við Álafossveg 33.
Álafossvegur verður því botnlangagata í samræmi við skýringarmynd hér að neðan.
Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir akstur þungra bíla og skapa fyrirtækjum og íbúum í Álafosskvos meira svigrúm og öruggara umhverfi. Vonast er til að breytingin mælist vel fyrir.
Meira ... 28.07.2015
Opnunartími Bókasafnsins um Verslunarmannahelgina er hefðbundinn að undanskildum mánudeginum sjálfum, frídegi verslunarmanna, þá er lokað. Opið verður í Lágafellslaug alla helgina en opnun verður styttri í Varmárlaug
Meira ... 24.07.2015
Í kjölfar mikillar umræðu um leigumarkaðinn og húsnæðismál almennt á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðir þar sem skilyrt verður að byggja og reka 30 leiguíbúðir. Lóðin er við Þverholt í hjarta bæjarins á besta stað nálægt verslun, leikskólum, íþróttasvæðum og annarri þjónustu. Auk leiguíbúðanna er gert ráð fyrir 10 íbúðum á almennum markaði og því verða alls byggðar 40 íbúðir á reitnum.
Meira ... 22.07.2015
Malbikað verður í Baugshlíð í kvöld, miðvikudaginn 22. júlí. Um er að ræða gatnamótin við Arnarhöfða og Baugshlíð. Ekki verður um lokun að ræða heldur má búast við umferðartöfum. Takmarkanir eru á umferð og eru íbúar og aðrir vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.
Meira ... 22.07.2015
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir kalt vatn í Skálahlíð og Skálatúni, fimmtudaginn 23. júlí frá klukkan 09:00 og fram eftir degi.
Meira ... 22.07.2015
Álfatangi milli Skeljatanga að Langatanga verður malbikaður í dag, miðvikudaginn 22. júlí. Ekki verður um lokun að ræða heldur má búast við umferðartöfum. Framkvæmdir hefjast kl.10:00 og standa fram eftir degi. Takmarkanir eru á umferð og eru íbúar og aðrir vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.
Meira ... 22.07.2015
Tillaga um að í stað parhúss við Ástu-Sólliljugötu 30-32 komi 3 raðhús og við Uglugötu 2-22 komi 8 raðhús og 6-7 íbúða fjölbýli í stað 11 íbúða í "klasa." Athugasemdafrestur er til 2. sept.
Meira ... 21.07.2015
Vegna malbikunar verður Bjarkarholt lokað frá 09:30 – 14:00 í dag, þriðjudaginn 21. júlí. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Meira ... 15.07.2015
Miðvikudaginn 15. júlí mun umferð um Vesturlandsveg við Aðaltún flytjast yfir á hjáleið. Lokað verður fyrir umferð um Aðaltún yfir á Vesturlandsveg á sama tíma og ökumönnum bent á að keyra Skarhólabraut.
Meira ... 15.07.2015
Varmárskóli er staðsettur við Skólabraut í Mosfellsbæ. Skólinn er í tveimur byggingum með rúmlega 700 nemendum og 120 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Skólinn er með glæsilega útikennslustofu og vorið 2014 flaggaði skólinn Grænfánanum í annað skipti.
Meira ... 14.07.2015
Lokað verður fyrir heitt vatn vegna viðgerðar í Dvergholti og Ásholti, í dag þriðjudag frá klukkan 10 og fram eftir degi.
Meira ... 10.07.2015
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortavefsjá á heimasíðu bæjarins. Nýja kortasjáin er talsvert fullkomnari en sú gamla, og má þar nú finna upplýsingar um götur og gönguleiðir, útivistarsvæði, veitur, fasteignir og ýmsa þjónustu sem er að finna í bænum, eins og bekki og ruslatunnur.
Meira ... 06.07.2015
Samkvæmt tilkynningu frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar verður lokað fyrir heita vatnið í Hlíðatúnshverfi í dag þriðjudaginn 7. júlí klukkan 10.00 og fram eftir degi vegna viðgerðar.
Meira ... 06.07.2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2015.
Hægt er að tilnefna þá garða, götur og fyrirtæki sem þykja skara framúr í umhverfismálum.
Meira ... 06.07.2015Breytingar varða lóðirnar nr. 1-5 og 2-4 við Gerplustræti, og nr. 8-14 og 16-22 við Vefarastræti. Í öllum tilvikum er um að ræða fjölgun íbúða og tilslökun á bílastæðakröfum auk annarra smærri breytinga. Athugasemdafrestur er til og með 17. ágúst.
Meira ... 03.07.2015
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2ja-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2015-2016 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ... 02.07.2015
Föstudaginn 3. júlí verður heitavatnslaust fyrir ofan Vesturlandsveg (Tún og Mýrar) frá klukkan 9.00 og fram eftir degi vegna bilunar.
Meira ... Síða 0 af Infinity