31.08.2015
Í túninu heima 2015 fór fram um helgina. Dagskráin var stór og fjölbreytt. Vel viðraði á gesti hátíðarinnar sem fór afar vel fram. Metþátttaka var í Tindahlaupi Mosfellsbæjar en það voru 120 hlauparar sem spreyttu sig á tindunum. Góð markaðsstemning var bæði í Mosfellsdal og Álafosskvos ásamt líflegum skottmarkaði við Kjarna.
Meira ... 27.08.2015
Frítt verður í leið 15, sem ekur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í TÚNINU HEIMA, laugardaginn 29. ágúst. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að skilja bílana eftir heima og ganga eða hjóla í bæinn. Hægt er að geyma hjól í hjólaskýlinu við Háholt, í Kjarna og við Varmárskóla. Bílastæði eru víða miðsvæðis í Mosfellsbæ. Þar má nefna við Kjarna og í Þverholti, við Hlégarð og Brúarland og einnig á Varmársvæðinu. Ökumenn eru varaðir við því að leggja ólöglega þar sem það skapar óþægindi og getur haft kostnaðarsamar afleiðingar.
Meira ... 25.08.2015
Mosfellsbær auglýsir eftir félagsliða eða stuðningsfulltrúa í starf í búsetukjarna fatlaðs fólks í bænum. Um er að ræða aðra hvora helgi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Meira ... 25.08.2015
Við í Félagsmiðstöðinni Ból leitum nú að skemmtilegu fólki til að vinna með okkur. Starfið sem er laust er hlutastarf, seinnipart dags og á kvöldin. Í félagsmiðstöðinni Ból er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum þeirra . Unnið er í klúbbum, hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum.
Meira ... 24.08.2015
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu í dag Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Meira ... 21.08.2015
Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar lýkur 31. ágúst. Í sumar tók 331 barn þátt í lestrinum og er það nýtt met! Nú hvetjum við þau öll til að koma í Bókasafnið og fá viðurkenningarskjal.
Meira ... 20.08.2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015. Viðurkenninguna geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis og hvetja þannig aðra til frekari dáða.
Meira ... 20.08.2015
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf 10. ágúst sl. að loknu sumarleyfum. Þessa dagana eru starfsmenn að taka á móti börnum fædd 2013 sem og nýjum nemendum, eldri börnum, en öll börn fædd 2013 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi. Starfsfólk grunnskóla Mosfellsbæjar hófu störf fyrr í þessum mánuði við vinnu að undirbúningi kennslu og öðrum verkefnum er fylgja skólastarfi og komu nemenda.
Meira ... 20.08.2015
Í Höfðabergi eru leikskóladeildir 5 ára barna og 1. – 2. bekkur grunnskóla. Aðstoðarmatráður við Höfðaberg, starfið felur í sér aðstoð við matseld, uppvask og ræstingu í eldhúsi ásamt öðrum almennum eldhússtörfum. Síðdegisræsting, vinnutími eftir kl. 17.
Meira ... 17.08.2015
Starfsmenn óskast til starfa bæði með leik-og grunnskólabörnum í lok dags. Um hlutastörf er að ræða seinni hluta dags eða frá kl. 14:00-17:00. Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2ja-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2015-2016 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ... 17.08.2015
Nú þegar allt er að fara á fullt við að skipuleggja vetrarstarf eldri borgarar væri gaman að heyra þína skoðun á starfinu og hvort góðar hugmyndir leynast í ykkar fórum sem hægt væri að setja í gang. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt sjá í boði í haust/vetur ?
Meira ... 10.08.2015.JPG?proc=150x150)
Vetraráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þann 16. ágúst 2015 mun ný vetraráætlun taka gildi á höfuðborgarsvæðinu. Vekjum athygli á breytingu á leið 15 en biðstöðin við Reykjaveg í Mosfellsbæ mun færast við endann á Reykjaveginum. Helstu breytingar eru eftirfarandi..
Meira ... 07.08.2015
Lokað var fyrir umferð um Álafossveg ofan við Álafossveg 33 í síðustu viku. Um er að ræða tímabundna lokun nú í sumar til þess að skapa fyrirtækjum og íbúum í Álafosskvos meira svigrúm og öruggara umhverfi á meðan ferðamannastraumurinn er sem mestur og nú þegar bæjarhátíðin Í Túninu Heima er á næsta leiti.
Meira ... 07.08.2015
Síðustu daga hefur borið á óvenju litlum þrýstingi á köldu vatni í Hlíðartúnshverfi. Ástæðu þess má rekja meðal annars til yfirstandandi framkvæmda lagna við ný undirgöng undir Vesturlandsveg.
Meira ... 07.08.2015
Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Hlíð frá 1. september n.k. Hlíð er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ í fallegu umhverfi þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru.
Meira ... 05.08.2015
Þann 1. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ. Styrkurinn hækkar í ár og er nú kr. 27.500 og styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
Meira ... 04.08.2015
Ljósmyndasýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar þar sem hann sýnir myndir af Diddú. Sýningin er í Listasal Mosfellsbæjar og ber nafnið Dásemdar dagar með Diddú. Myndirnar eru teknar á árunum 2012 til 2015 og spannar tímabilið 1245 daga. Gunnar hefur myndað Diddú í alls konar aðstæðum meðal annars á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum.
Meira ... 04.08.2015
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortasjá. Í kortasjánni eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um fasteignir, umhverfi og veitur. Markmiðið með kortasjánni er að bæta enn frekar þjónustuna við íbúa og aðra viðskiptavini. Þarna eru aðgengilegar upplýsingar allan sólarhringinn, og einnig fylgir með ábendingakerfi ef íbúar hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoðunar hjá starfsmönnum Mosfellsbæjar.
Meira ... Síða 0 af Infinity