Fréttir eftir mánuðum

Gæðastund með börnunum

28.09.2015Gæðastund með börnunum
Það er ekki of oft kveðin vísa að heilbrigð og góð tengsl milli foreldra/forráðamanna og barna eru mikilvæg þroska og líðan barna. Barn sem fær allar sínar grunnþarfir uppfylltar eða nýtur ástar og umhyggju, fær næga næringu og finnur fyrir öryggi myndar að öllum líkindum góð tengsl við foreldra sína eða umönnunaraðila.
Meira ...

Starfsmaður á bæjarskrifstofu

28.09.2015Starfsmaður á bæjarskrifstofu
Laus er 50% staða umsjónaraðila eldhúss á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru staðsettar í Kjarna að Þverholti 2 og þar starfa að jafnaði um 45 manns. Bæjarskrifstofan býður upp á hvetjandi starfsumhverfi og setur sér það markmið að vera eftirsóknarverður og aðlaðandi vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara vel saman.
Meira ...

Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð í dag

28.09.2015Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð í dag
Vegna lagfæringa á stofnæð vatnsveitu í Baugshlíð þarf að loka fyrir kalt vatn í dag, mánudaginn 28. september kl:15:00. Áætlað er að vatnslaust verði í um þrjá tíma. Ekkert kalt vatn verður þá í Þrastarhöfða, Lágafellsskóla, Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Leikskólanum Huldubergi og Hjallahlíð 19 a,b,c,d, 21 og 23a.
Meira ...

BMX snillingar sýndu listir sýnar í alþjóðlegri samgönguviku

25.09.2015 BMX snillingar sýndu listir sýnar í alþjóðlegri samgönguviku
Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16.-22. september á hverju ári um alla Evrópu. Mosfellsbær tók að venju virkan þátt í samgönguvikunni með ýmsum viðburðum, eins og opnum fundum um heilsueflandi lífsstíl, málþingi um vistvænar samgöngur, útgáfu hjólastígakorta og BMX hátíðar á miðbæjartorginu.
Meira ...

Miðsvæði við Sunnukrika, óveruleg breyting á aðalskipulagi 2011-2030

25.09.2015Miðsvæði við Sunnukrika, óveruleg breyting á aðalskipulagi 2011-2030
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. september óverulega breytingu, sem felst í því að á miðsvæði við Sunnukrika verða heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum. Breytingin bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Meira ...

Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð

25.09.2015Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð
Vegna lagfæringa á stofnæð vatnsveitu í Baugshlíð þarf að loka fyrir kalt vatn mánudaginn 28. september 2015 kl:15:00. Áætlað er að vatnslaust verði í um þrjá tíma. Ekkert kalt vatn verður þá í Þrastarhöfða, Lágafellsskóla, Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Leikskólanum Huldubergi og Hjallahlíð 19 a,b,c,d, 21 og 23a.
Meira ...

Kynning á deildum Aftureldingar

24.09.2015Kynning á deildum Aftureldingar
Í dag, fimmtudaginn 24. september er opin kynning á starfsemi Aftureldingar milli kl. 17.00-19.00 fyrir foreldra og/eða forráðamenn. Hvetjum við áhugasama um að koma og kynna sér hvað er í boði fyrir stóra og smáa. Í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá kynna deildir félagsins starfsemi sína og svara spurningum um starfið.
Meira ...

Heimanámsaðstoð fyrir börn í 3. - 6. bekk hjá Mosfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands

22.09.2015Heimanámsaðstoð fyrir börn í 3. - 6. bekk hjá Mosfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 3.- 6. bekk með heimanám og skólaverkefni frá kl.15:00-17:00 alla mánudaga í vetur. Nokkrir háskólanemar standa vaktina og viðveran er auðvitað þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika, eða hafa íslensku sem annað tungumál, nú eða bara vilja klára lærdóminn snemma í vikunni. þetta er nýtt verkefni innan Mosfellsbæjardeildar Rauða Krossins.
Meira ...

Bíllausi dagurinn – ókeypis í strætó

21.09.2015Bíllausi dagurinn – ókeypis í strætó
Þriðjudagurinn 22.september er Bíllausi dagurinn í samgönguvikunni í Mosfellsbæ. Að því tilefni ætlar Strætó bs. að gefa öllum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Mosfellingar eru því hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér almenningssamgöngur þennan dag.
Meira ...

Ókeypis stærðfræðinámskeið fyrir grunnskólanemendur í Mosfellsbæ

21.09.2015Ókeypis stærðfræðinámskeið fyrir grunnskólanemendur í Mosfellsbæ
Nýverið gaf Betra nám grunnskólabörnum í Mosfellsbæ (6.-10.bekk) kost á ókeypis grunnnámskeiði í stærðfræði. Um er að ræða vandað stærðfræðinámskeið fyrir nemendur í 6.-10. bekk sem standa illa og þurfa hjálp og er þeim að kostnaðarlausu. Ef barnið þitt fær sjaldan yfir 7 í einkunn í stærðfræði þá er þetta kjörið tækifærið að nýta sér og skrá barnið að kostnaðarlausu.
Meira ...

BMX partí

21.09.2015BMX partí
Efnt verður til hjólabretta- og BMX hátíðar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, 21. september kl. 16-18. Sett verður upp bretta- og hjólaþrautabraut á miðbæjartorginu og BMX landsliðið mætir og sýnir listir sínar og spjallar við gesti. Allir krakkar boðnir sérstaklega velkomnir.
Meira ...

Hjólreiðastígar í Mosfellsbæ

20.09.2015Hjólreiðastígar í Mosfellsbæ
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli. Ennfremur er kominn góður samgöngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, meðfram Vesturlandsvegi framhjá skógræktinni í Hamrahlíð. Tilkoma hans hefur ýtt undir vistvænar samgöngur milli sveitarfélaganna.
Meira ...

Ný hjólaleiðakort fyrir Mosfellsbæ

19.09.2015Ný hjólaleiðakort fyrir Mosfellsbæ
Í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ hafa verið gefin út ný hjólakort fyrir íbúa og gesti bæjarins. Annars vegar hefur verið gefin út ný útgáfa af hjólastígakorti fyrir bæinn, sem sýnir alla helstu hjólastíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar hefur nú verið gefið út nýtt hjólastígakort með sérmerktum hjólaleiðum í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. er að finna áhugaverða 18 km fjallahjólaleið í Mosfellsdal.
Meira ...

Heilsuvikan 2015 - Göngur á fellin í Mosfellsbæ í fylgd með Ferðafélagi Íslands

18.09.2015Heilsuvikan 2015 - Göngur á fellin í Mosfellsbæ í fylgd með Ferðafélagi Íslands
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu.
Meira ...

Jafnréttisdagurinn í Mosfellsbæjar í FMOS í dag

18.09.2015Jafnréttisdagurinn í Mosfellsbæjar í FMOS í dag
Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, í dag, föstudaginn 18. september klukkan 14:00 – 15:30. Yfirskrift dagsins er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
Meira ...

2 breytingartillögur: Golfvöllur, aðkoma og golfskáli og ný gata í Leirvogstunguhverfi

18.09.2015
Á golfvelli er fyrirhugaður golfskáli færður vestar og bílastæði skilgreind. Fyrir Leirvogstunguhverfi er lagt til að ný gata komi austan Kvíslartungu og hverfið með því stækkað til austurs. Athugasemdafrestur er til 30. október.
Meira ...

Gjöf til bæjarbúa

18.09.2015Gjöf til bæjarbúa
Næstu helgi mun frjálsíþróttadeild Aftureldingar dreifa fjölnota innkaupapokum inn á öll heimili í Mosfellsbæ. Aðdragandi þessa verkefnis er sá að bæjarráð samþykkti á 1189. fundi sínum að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Eitt helsta markmið verkefnisins er að draga út Umhverfisnefnd gaf umsögn um verkefnið og þar kom fram að lögð skyldi áhersla á að verkefnið yrði kynnt þannig að markmið þess væri að minnka plastpokanotkun íbúa.
Meira ...

Málþing um vistvænar samgöngur – Hjólum til framtíðar

17.09.2015Málþing um vistvænar samgöngur – Hjólum til framtíðar
Föstudaginn 18. september verður haldið málþing um vistvænar samgöngur undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Málþingið er haldið í Smárabíói í Smáralind og stendur frá kl. 9:00-16:00, og er í samstarfi Landsamtaka hjólreiðamanna, Hjólafærni á Íslandi og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara. Hægt er að skrá sig á málþingið á vef Landsamtaka hjólreiðamanna
Meira ...

Betra grenndargámakerfi - Aukin flokkun og stærri gámar árið 2016

17.09.2015Betra grenndargámakerfi - Aukin flokkun og stærri gámar árið 2016
Þjónusta við grenndargáma í Mosfellsbæ er í útboði og er stefnt að því að nýtt og betra kerfi taki við í febrúar 2016. Breytingar verða á söfnunargámum frá 1. september og því mögulegar raskanir á þjónustu meðan verið er að skipta út gámum. Nýtt grenndargámakerfi, sem tekur við í febrúar, byggir á stærri gámum og auknum flokkunarmöguleikum þar sem gámar fyrir glerumbúðir munu bætast við á hluta grenndarstöðvanna. Á stærstu grenndarstöðvunum verður því hægt að flokka pappír, plastumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, dósir og flöskur.
Meira ...

Þjónusta við eldri íbúa vekur athygli

17.09.2015Þjónusta við eldri íbúa vekur athygli
Eldri Mosfellingum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Það á við um eldri borgara sem aðra að félagslegt samneyti og virkni er hornsteinn vellíðunar. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á. Þessi leiðarljós, ásamt því að stuðla að möguleikum eldra fólks til að búa við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er, hafa verið sem rauður þráður við mótun þjónustu við þá sem komnir eru á efri ár.
Meira ...

Hátíðin Heimsljós stækkar og stækkar

17.09.2015Hátíðin Heimsljós stækkar og stækkar
Ein stærsta heilsuhátíð landsins, Heimsljós, verður haldin í heilsubænum Mosfellsbæ helgina 18.-20. september. Hátíðin hefur virkilega fest sig í sessi sem góð aðsókn í fyrra staðfesti, þar sem fjöldi gesta tvöfaldaðist frá fyrra ári. „Dagskráin í ár er þéttari og flottari en nokkru sinni fyrr, spannar mjög breitt svið andlegrar sem líkamlegrar heilsu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir sem skipuleggur hátíðina ásamt Guðmundi Konráðssyni.
Meira ...

Reiðhjólalæknirinn dr. Bæk á miðbæjartorgi

17.09.2015Reiðhjólalæknirinn dr. Bæk á miðbæjartorgi
Dr. Bæk mætir á miðbæjartorg Mosfellsbæjar og aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar á reiðhjólum frá kl. 15:30 -17:30. Allir velkomnir að koma með hjólin sín og láta ástandsskoða og fá góðar ráðleggingar.
Meira ...

Hjólreiðastæði innandyra í Kjarna

17.09.2015Hjólreiðastæði innandyra í Kjarna
Sett hafa verið upp ný reiðhjólastæði innandyra í Kjarna, Þverholti 2, þar sem m.a. eru til húsa Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Heilsugæslan, Bókasafn Mosfellsbæjar og margvísleg þjónustufyrirtæki. Tilgangurinn er að bæta aðstöðu reiðhjólafólks með því að bjóða því að geyma reiðhjólin sín innandyra. Reiðhjólastæðin eru staðsett við inngang hjá Heilsugæslunni.
Meira ...

Opinn fundur um grænan lífsstíl á Degi íslenskrar náttúru

16.09.2015Opinn fundur um grænan lífsstíl á Degi íslenskrar náttúru
Mosfellsbær og Umhverfisstofnun bjóða til opins fundar um grænan lífsstíl í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi frá klukkan 17:30 til 19:00. Boðið verður upp á áhugaverð erindi og fundarstjórn verður í höndum Sigurjóns M. Egilssonar fjölmiðlamanns. Fundargestum gefst kostur á að bera upp spurningar og taka þátt í opnum samræðum við fyrirlesara eftir að þeir hafa flutt mál sitt. Léttar veitingar verða í boði og allir velkomnir.
Meira ...

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16.-22. september

15.09.2015Samgönguvika í Mosfellsbæ 16.-22. september
Dagana 16. - 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ þar sem boðið verður uppá fjölbreytta viðburði tengda vistvænum samgöngum, í samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Hefst vikan á opum fundi um heilsueflandi lífsstíl á Degi íslenskrar náttúru í FMOS þann 16. september
Meira ...

Stuðningsfulltrúi óskast í eldri deild Varmárskóla.

15.09.2015Stuðningsfulltrúi óskast í eldri deild Varmárskóla.
Má bjóða þér að taka þátt í metnarfullu skólastarfi ? 100 % staða stuðningsfulltrúa er laus við Varmárskóla. Viðkomandi hafi gaman af því að vinna með börnum. Reynsla af vinnu með börnum og/eða unglingum er æskileg. Viðkomandi þarf að vera jákvæður og búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum.
Meira ...

Dagskrá Jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2015

14.09.2015Dagskrá Jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2015
Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, föstudaginn 18. september 2015 klukkan 14.00 – 15.30. Yfirskrift dagsins er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
Meira ...

Vettvangskönnun á heiðinni

14.09.2015Vettvangskönnun á heiðinni
Undanfarin misseri hefur starfshópur verið að störfum á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það hlutverk að skilgreina betur notkun á stígum og slóðum í landi bæjarins. Þann 1. september hélt hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum bæjarins í vettvangskönnun á Mosfellsheiði og skoðaði meðal annars gamla Þingvallaveginn sem lagður var frá Geithálsi til Þingvalla seint á 19. öld.
Meira ...

Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu að Varmá.

11.09.2015Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu að Varmá.
Íþrótta og tómstundanefnd samþykkti á vordögum þá tillögu að bjóða uppá fjölskyldutíma í íþróttahúsinu að Varmá á laugardögum í vetur milli kl. 10:30 - 12:00. Hugmyndin er að sameina fjölskylduna í hreyfingu einu sinni í viku yfir haust – og vetrarmánuðina með því að bjóða uppá tíma í íþróttahúsinu að Varmá þar sem fjölskyldan getur komið saman og leikið sér og stundað skemmtilega hreyfingu, og sameinað um leið samveru og hreyfingu á sama tíma.
Meira ...

Fyrstu umferðarljósin

11.09.2015Fyrstu umferðarljósin
Fyrstu umferðarljósin í Mosfellsbæ voru sett upp við Baugshlíð á dögunum. Þeim er ætlað að bæta umferðaröryggi skólabarna og íbúa á svæðinu. Ljósin eru staðsett við Lágafellsskóla og voru starfsmenn Rafgæða í óða önn að tengja búnaðinn þegar ljósmyndara bar að garði.
Meira ...

Fjölnota innkaupapoki á hvert heimili

10.09.2015Fjölnota innkaupapoki á hvert heimili
Bæjarráð hefur samþykkt að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Ákveðið hefur verið að pokunum verði dreift helgina eftir dag íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi. Með pokunum fara heilsueflandi skilaboð frá Landlæknisembættinu sem er samstarfsaðili Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar í verkefninu um Heilsueflandi samfélag.
Meira ...

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015

10.09.2015Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 voru afhentar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“. Hjónin Matthildur Elín Björnsdóttir og Karl Þór Baldvinsson hlutu viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel hannaðan garð að Litlakrika 25. Helgi Ólafsson að Hvammi, Réttarhvoli 15, hlaut viðurkenningu fyrir einstök ræktunarstörf og góða umhirðu um áratugaskeið. Helgi hefur ræktað stóran og fallegan garð sem státar af fjölbreyttum gróðri sem er sérlega vel við haldið.
Meira ...

Leikfélag Mosfellssveitar heiðrað sem Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2015

10.09.2015Leikfélag Mosfellssveitar heiðrað sem Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2015
Leikfélag Mosfellssveitar hefur verið útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015 við hátíðlega athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima 30. ágúst nýverið í Hlégarði. Síðasta ár hefur verið farsælt í starfsemi leikfélagsins en leiksýningin Ronja var frumsýnd í september 2014 og var sýningin valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2015 af dómnefnd Þjóðleikhússins.
Meira ...

Þjóðarsáttmáli um læsi

10.09.2015Þjóðarsáttmáli um læsi
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu á dögunum Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin, sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Meira ...

Opinn fundur um grænan lífsstíl á Degi íslenskrar náttúru

09.09.2015Opinn fundur um grænan lífsstíl á Degi íslenskrar náttúru
Mosfellsbær og Umhverfisstofnun bjóða til opins fundar um grænan lífsstíl í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi frá klukkan 17:30 til 19:00. Boðið verður upp á áhugaverð erindi og fundarstjórn verður í höndum Sigurjóns M. Egilssonar fjölmiðlamanns. Fundargestum gefst kostur á að bera upp spurningar og taka þátt í opnum samræðum við fyrirlesara eftir að þeir hafa flutt mál sitt. Léttar veitingar verða í boði og allir velkomnir.
Meira ...

Göngum í skólann 2015

08.09.2015Göngum í skólann 2015
Dagskrá opnunarhátíðar hefst í Lágafellsskóla kl. 8:30. Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni
Meira ...

Laust starf hjá Íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar

04.09.2015Laust starf hjá Íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar
100% staða konu við Íþróttamiðstöðina Lágafelli. Um er að ræða almennt starf í vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi í síma 660 0750.
Meira ...

Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2015

03.09.2015Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015. Viðurkenninguna geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis og hvetja þannig aðra til frekari dáða.
Meira ...

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Hlíð við Langatanga

03.09.2015Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Hlíð við Langatanga
Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Hlíð. Hlíð er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ í fallegu umhverfi þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru.
Meira ...

Síða 0 af Infinity