Fréttir eftir mánuðum

Fjölmenning í Mosfellsbæ

28.01.2016
Fjölmenning verður sífellt stærri hluti af samfélaginu okkar. Mosfellsbær býður til fundar um málefnið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19.30 - 21.30.
Meira ...

Kynningarfundur: Deiliskipulag alifuglabús að Suður-Reykjum

27.01.2016
Kynningarfundur um skipulagstillögu verður haldinn í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 17:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi á landi Reykjabúsins ehf. sem afmarkast af Reykjavegi, Bjargsvegi og Varmá. Tillagan felur m.a. í sér auknar byggingar til að bæta aðstöðu búsins, nýja aðkomu frá Reykjavegi og færslu Varmár á kafla vegna stofnlagnar fráveitu.
Meira ...

Skotfimi og hestaíþróttir skara framúr í Mosfellsbæ

22.01.2016Skotfimi og hestaíþróttir skara framúr í Mosfellsbæ
Úrslit í kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar voru tilkynnt í verðlaunahófi sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gær að viðstöddu fjölmenni.
Meira ...

Lífshlaupið hefst 3. febrúar

22.01.2016
Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu, verður ræst í níunda sinn miðvikudaginn 3. febrúar. Vinnustaðakeppnin stendur frá 3. - 23. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 3. - 16. febrúar.
Meira ...

Kærleiksvikan 14. - 21. febrúar

21.01.2016
Nú er kærleiksvikan á næsta leiti en hún stendur yfir dagana 14. - 21. febrúar. Kærleiksvikan er haldin í sjötta sinn í Mosfellsbæ. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik.
Meira ...

Metnaður foreldra - Opið hús hjá Skólaskrifstofu

21.01.2016
Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Wilhelm Norfjörð sálfræðingur fjalla um metnað foreldra í þágu barna sinna.
Meira ...

Allir lesa aftur af stað!

19.01.2016
Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000.
Meira ...

Álagning fasteignagjalda 2016

19.01.2016
Álagning fasteignagjalda 2016 hefur farið fram. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015

18.01.2016
Fimmtudaginn 21. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2015 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.
Meira ...

Almennar og sérstakar húsaleigubætur

14.01.2016
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs.
Meira ...

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015

13.01.2016Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015. Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2015. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar“
Meira ...

Öll snjóruðningstæki úti

12.01.2016Öll snjóruðningstæki úti
Byrjað var í morgun að ryðja snjó í húsagötum og verður unnið af krafti í húsagötum í allan dag. Snjóruðningsbílar voru á ferðinni í alla nótt á stofnbrautum og fyrir klukkan fjögur voru allir bílar ræstir út fyrir götur, sem og göngu- og hjólaleiðir. Í morgunsárið var svo bætt við fleiri tækjum sem betur geta athafnað sig í húsagötum. Unnið var við snjóruðning í alla nótt á öllum stofnbrautum og í húsagötum er leið á morgun.
Meira ...

Sunnudagaskólinn alla sunnudaga kl. 13:00 í Lágafellskirkju.

11.01.2016Sunnudagaskólinn alla sunnudaga kl. 13:00 í Lágafellskirkju.
Sunnudagaskólinn er byrjaður og er alla sunnudaga yfir veturinn kl.13:00 í Lágafellskirkju. Sunnudagaskólinn er fyrir alla krakka sem hafa gaman af því að syngja, hlusta á sögur og fara í leiki. Foreldrar og börn sameinast í söng og gleði í kirkjunni. Fræðslan miðast við þarfir barnanna en allir geta notið með. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Hreiðar Örn og organisti. Sérlegur tæknimaður er: Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson.
Meira ...

Strætó milli Mosfellsbæjar og Kjalarness

11.01.2016
Strætó hefur bætt við nýrri leið milli Háholts í Mosfellsbæ og Kjalarness. Nýja leiðin er númer 29 og verður í pöntunarþjónustu.
Meira ...

Unnið við hálkuvarnir - íbúar hvattir til að senda inn ábendingar

08.01.2016Unnið við hálkuvarnir - íbúar hvattir til að senda inn ábendingar
Eins og flestir hafa orðið varir við þá eru aðstæður eru erfiðar núna í bæjarfélaginu vegna klaka og hálku í húsagötum bæjarins. Starfsmenn Þjónustustöðvar og verktakar á þeirra vegum hafa unnið ötullega undanfarna daga við að sandbera götur og stíga. Sérstaklega hefur verið farið í hverfi þar sem brekkur eru til staðar og hæðarmunur veldur vandræðum.
Meira ...

Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ, laugardaginn 9. janúar klukkan 18.00

08.01.2016Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ, laugardaginn 9. janúar klukkan 18.00
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 9. janúar 2016. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18:00. Brennan er stærsti viðburður í bænum á ári hverju þar sem þúsundir gesta leggja leið sína í Mosfellsbæ. Dagskráin verður vegleg að þessu sinni en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Glæsileg flugeldasýning
Meira ...

Mosfellingur ársins synti yfir Ermarsundið

07.01.2016Mosfellingur ársins synti yfir Ermarsundið
Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015. Hún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum. Þar af var hún sjóveik í sjö klukkustundir og kastaði upp eftir hverja matargjöf. Sigrún hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð kveikjan að því að hana langaði að gera þetta ein. Bakgrunnur Sigrúnar í íþróttum er enginn og lærði hún skriðsund fyrir þremur árum síðan. Þetta afrek hennar er því ótrúlegt.
Meira ...

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015

07.01.2016Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015. Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2015. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar“
Meira ...

Hirðing á jólatrjám

05.01.2016Hirðing á jólatrjám
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun. Þeir verða á ferðinni sunnudaginn 10. og mánudaginn 11. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.
Meira ...

Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ laugardaginn 9. janúar klukkan 18.00

02.01.2016Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ laugardaginn 9. janúar klukkan 18.00
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 9. janúar 2016. Samkvæmt dagatali ber þrettándann upp á miðvikudaginn 6. janúar en ákveðið hefur verið að halda þrettándann hátíðlega næstkomandi laugardag 9. janúar. Brennan er stærsti viðburður í bænum á ári hverju þar sem þúsundir gesta leggja leið sína í Mosfellsbæ. Dagskráin verður vegleg að þessu sinni en fram koma Stormsveitin með Bigga Haralds. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar ásamt Grýlu, Leppalúða og þeirra hyski.
Meira ...

Síða 0 af Infinity