29.01.2016
Skólaliða með ræstingu óskast frá kl. 08:00-13:00. Ef óskað er eftir fullu starfi er hægt að starfa í frístundaseli eftir kl. 13. Í starfinu felst ræstingar, gæsla með nemendum og gangavarsla.
Íþróttakennari óskast vegna fæðingarorlofs frá 15. febrúar til 11 mars. Um er að ræða íþrótta- og sundkennslu á yngsta og miðstigi og valtíma í unglingadeild.
Meira ... 28.01.2016
Fjölmenning verður sífellt stærri hluti af samfélaginu okkar. Mosfellsbær býður til fundar um málefnið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19.30 – 21.30. Multiculturalism is becoming an increasingly large part of our community. Mosfellsbær offers you to a meeting on the subject on February 2nd (Tuesday) from 19:30 – 21:30 at the building of the Mosfellsbær high school (Framhaldsskólinn). Wielokulturowość staje się coraz większą częścią naszego społeczeństwa. Gmina Mosfellsbær zaprasza na spotkanie, podczas którego omawiane będą zaganienia dotyczące tego tematu w budynku liceum (Framhaldsskólinn) w Mosfellsbær we wtorek 2 lutego o godz. 19.30 – 21.30.
Meira ... 27.01.2016
Kynningarfundur um skipulagstillögu verður haldinn í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 17. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi á landi Reykjabúsins ehf ...
Meira ... 25.01.2016
Þá erum við kannski að leita að þér. Starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar er laust til umsóknar. Mannauðsstjóri hefur yfirumsjón með stefnumótun og framkvæmd mannauðsmála og sinnir alhliða ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks. Hann ber einnig ábyrgð á gæðamálum og stýrir innleiðingu og viðhaldi á nýju gæðakerfi bæjarins. Mannauðsstjóri er forstöðumaður mannauðsdeildar og heyrir undir bæjarstjóra.
Meira ... 22.01.2016
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar var lýst í verðlaunahófi sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkveldi. Íris Eva Einarsdóttir skotfimikona úr skotfélagi Reykjavíkur var kjörin Íþróttakona Mosfellsbæjar 2015 og Reynir Örn Pálmason Hestaíþróttamaður úr Hestammanfelaginu Herði kjörin íþróttakarl Mosfellsbæjar 2015. .
Meira ... 22.01.2016
Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu, verður ræst í níunda sinn miðvikudaginn 3. febrúar. Vinnustaðakeppnin stendur frá 3. - 23. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 3. - 16. febrúar.
Það er því um að gera að fara að huga að því hvað vinnustaðurinn/skólinn getur gert til þess að virkja sem flesta til þátttöku.
Meira ... 21.01.2016
Nú er kærleiksvikan á næsta leiti en hún stendur yfir dagana 14.-21. febrúar. Kærleiksvikan er haldin í sjötta sinn í Mosfellsbæ. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu. Dagskráin er birt á www.kaerleikssetrið.is og á facebook hóp kærleiksvikunnar en einnig hér þegar nær dregur.
Meira ... 21.01.2016
Fjölmenning verður sífellt stærri hluti af samfélaginu okkar. Mosfellsbær býður til fundar um málefnið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19.30 – 21.30. Multiculturalism is becoming an increasingly large part of our community. Mosfellsbær offers you to a meeting on the subject on February 2nd (Tuesday) from 19:30 – 21:30 at the building of the Mosfellsbær high school (Framhaldsskólinn). Wielokulturowość staje się coraz większą częścią naszego społeczeństwa. Gmina Mosfellsbær zaprasza na spotkanie, podczas którego omawiane będą zaganienia dotyczące tego tematu w budynku liceum (Framhaldsskólinn) w Mosfellsbær we wtorek 2 lutego o godz. 19.30 – 21.30.
Meira ... 21.01.2016
Fyrsta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. janúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Wilhelm Norfjörð sálfræðingur fjalla um metnað foreldra í þágu barna sinna. Á barnið mitt að komast í landsliðið? Á barnið mitt að fá 9,5+ í öllum greinum? Á barnið mitt að geta það sem ég gat ekki? Eigum við að daga úr metnaði barnsins okkar ef okkur finnst hann fara út fyrir okkar mörk? Hvar eru mörkin ?
Meira ... 19.01.2016
Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Mosfellsbær hafnaði í 28. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár. Nú þegar hefur öll borgarstjórn Reykjarvíkur skráð sig til leiks og ljóst að höfuðborgin stefnir á að lesa til sigurs.
Meira ... 19.01.2016
Álagning fasteignagjalda 2016 hefur farið fram. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Fasteignagjöld má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Einnig er hægt að greiða með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í íbúagátt Mosfellsbæjar eða í Þjónustuveri
Meira ... 19.01.2016
Umsjónarkennari óskast vegna forfalla út febrúar á yngsta stig. Um er að ræða kennslu í 4.bekk. Íþróttakennari óskast vegna fæðingarorlofs frá 15. febrúar til 11 mars. Um er að ræða íþrótta- og sundkennslu á yngsta og miðstigi og val í unglingadeild.
Meira ... 18.01.2016
Fimmtudaginn 21. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2015 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.
Meira ... 14.01.2016
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs. Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2016 í síðasta lagi 16. janúar 2016 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2 .
Meira ... 13.01.2016.png?proc=150x150)
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015.
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2015. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar“
Meira ... 12.01.2016
Byrjað var í morgun að ryðja snjó í húsagötum og verður unnið af krafti í húsagötum í allan dag. Snjóruðningsbílar voru á ferðinni í alla nótt á stofnbrautum og fyrir klukkan fjögur voru allir bílar ræstir út fyrir götur, sem og göngu- og hjólaleiðir. Í morgunsárið var svo bætt við fleiri tækjum sem betur geta athafnað sig í húsagötum. Unnið var við snjóruðning í alla nótt á öllum stofnbrautum og í húsagötum er leið á morgun.
Meira ... 11.01.2016
Sunnudagaskólinn er byrjaður og er alla sunnudaga yfir veturinn kl.13:00 í Lágafellskirkju. Sunnudagaskólinn er fyrir alla krakka sem hafa gaman af því að syngja, hlusta á sögur og fara í leiki. Foreldrar og börn sameinast í söng og gleði í kirkjunni. Fræðslan miðast við þarfir barnanna en allir geta notið með. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Hreiðar Örn og organisti. Sérlegur tæknimaður er: Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson.
Meira ... 11.01.2016
Strætó hefur bætt við nýrri leið milli Háholts í Mosfellsbæ og Kjalarness. Nýja leiðin er númer 29 og verður í pöntunarþjónustu. Hringja þarf í Hreyfil í síma 588 5522 minnst 60 mínútum fyrir brottför. Nú þegar ekur leið 57 á Kjalarnes, þessi nýja leið er því viðbótarþjónusta fyrir íbúa á Kjalarnesi.
Meira ... 08.01.2016
Eins og flestir hafa orðið varir við þá eru aðstæður eru erfiðar núna í bæjarfélaginu vegna klaka og hálku í húsagötum bæjarins. Starfsmenn Þjónustustöðvar og verktakar á þeirra vegum hafa unnið ötullega undanfarna daga við að sandbera götur og stíga. Sérstaklega hefur verið farið í hverfi þar sem brekkur eru til staðar og hæðarmunur veldur vandræðum.
Meira ... 08.01.2016.JPG?proc=150x150)
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 9. janúar 2016. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18:00. Brennan er stærsti viðburður í bænum á ári hverju þar sem þúsundir gesta leggja leið sína í Mosfellsbæ. Dagskráin verður vegleg að þessu sinni en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Glæsileg flugeldasýning
Meira ... 07.01.2016
Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015. Hún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum. Þar af var hún sjóveik í sjö klukkustundir og kastaði upp eftir hverja matargjöf. Sigrún hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð kveikjan að því að hana langaði að gera þetta ein. Bakgrunnur Sigrúnar í íþróttum er enginn og lærði hún skriðsund fyrir þremur árum síðan. Þetta afrek hennar er því ótrúlegt.
Meira ... 07.01.2016
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015.
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2015. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar“
Meira ... 05.01.2016
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun. Þeir verða á ferðinni sunnudaginn 10. og mánudaginn 11. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.
Meira ... 02.01.2016.JPG?proc=150x150)
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 9. janúar 2016. Samkvæmt dagatali ber þrettándann upp á miðvikudaginn 6. janúar en ákveðið hefur verið að halda þrettándann hátíðlega næstkomandi laugardag 9. janúar. Brennan er stærsti viðburður í bænum á ári hverju þar sem þúsundir gesta leggja leið sína í Mosfellsbæ. Dagskráin verður vegleg að þessu sinni en fram koma Stormsveitin með Bigga Haralds. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar ásamt Grýlu, Leppalúða og þeirra hyski.
Meira ... Síða 0 af Infinity