Fréttir eftir mánuðum

Frístundaleiðbeinendur í Lágafellsskóla

31.10.2016Frístundaleiðbeinendur í Lágafellsskóla
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR frístundaleiðbeinendum til starfa við Frístundsel Lágafellsskóla á fræðslu- og frístundasviði MOSFELLSBÆJAR. Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Um hlutastörf er að ræða og vinnutími frá kl. 13:00 – 17:00. Gæti hentað vel skólafólki sem vantar vinnu með skólanum nokkra daga í viku.
Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár

31.10.2016Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun. Bæjarráð vísaði áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem mun fara fram 9. nóvember nk. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 9.542 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 8.331 millj. kr. og fjármagnsliðir 653 m.kr.
Meira ...

Útboðsauglýsing - Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.

31.10.2016Útboðsauglýsing - Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum. Í meginatriðum felst verkið í uppúrtekt og jöfnun grunns fyrir væntanlega byggingu, uppúrtekt og fyllingu undir bílastæði, aðkomuveg og íþróttavöll og að setja niður stofnlagnir og brunna á lóð fyrir regnvatn og fráveitu.
Meira ...

Laus störf við Leirvogstunguskóla

28.10.2016Laus störf við Leirvogstunguskóla
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR leikskólakennara og öðru starfsfólk til starfa við leikskólann Leirvogstunguskóla Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Leirvogstunguskóli er þriggja deilda nýlegur og framsækinn leikskóli með um 70 börnum á aldrinum 2-6 ára. Í leikskólanum er unnið öflugt og skemmtilegt starf þar sem kærleikur og gleði ræður ríkjum. Við vinnum eftir kennsluaðferðinni "Leikur að læra" þar sem lögð er áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu og leik. Mörg spennandi verkefni framundan m.a. erum við í Erasmus verkefni.
Meira ...

Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfið lokið

27.10.2016Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfið lokið
Nú er nýlokið endurbótum og nýframkvæmdum stíga í Hlíðartúnshverfi frá stofnstíg meðfram Vesturlandsvegi og í átt að Grænumýri og Hamratúni auk þess sem búið er að taka í notkun nýja strætóbiðstöð við Hlíðartúnshverfið. Með þessu ásamt nýjum undirgöngum er búið að stórbæta samgöngur fyrir íbúa og skólabörn í hverfinu með tryggari leið að undirgöngum undir Vesturlandsveginn auk þess að komið var fyrir langþráðri tengingu við strætisvagnaleiðir bæjarfélagsins, en leið 6 stoppar nú við Hlíðartúnshverfið.
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

25.10.2016Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum, í netfangið mos@mos.is eða rafrænt í síðasta lagi 30. nóvember nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu.
Meira ...

Kjósendur sem þurfa aðstoð við atkvæðagreiðslu

24.10.2016Kjósendur sem þurfa aðstoð við atkvæðagreiðslu
Kjósendur sem þurfa á aðstoð að halda þegar þeir kjósa til Alþingis, hvort sem er við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eða á kjördag, geta fengið slíka aðstoð samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis. Hér á eftir fer lýsing á tilhögun slíkrar aðstoðar og hvaða skilyrði uppfylla þarf til að geta óskað eftir henni.
Meira ...

Pumptrack hjólaþrautabrautin færð við Íþróttamiðstöðina að Varmá

21.10.2016Pumptrack hjólaþrautabrautin færð við Íþróttamiðstöðina að Varmá
Mosfellsbær í samstarfi við LexGames, opnaði nýja pumptrack hjólaþrautabraut sem sett var upp í Samgönguviku, dagana 6.-22. september síðastliðinn á miðbæjartorginu en brautin hefur staðið þar síðan við mikinn fögnuð ungmenna á öllum aldri. Brautin hefur nú hefur verið færð á sinn varanlega stað við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Meira ...

KVENNAFRÍDAGURINN - MÁNUDAGINN 24. OKTÓBER KL. 14:38

21.10.2016KVENNAFRÍDAGURINN - MÁNUDAGINN 24. OKTÓBER KL. 14:38
Árlegur baráttudagur kvenna er næstkomandi mánudag, 24. október 2016. Vegna viðburðarins sem skipulagður hefur verið á Austurvelli þann dag. Mosfellsbær gefur konum kost á að taka þátt í þessum viðburði. Tryggt verður að grunnþjónusta sé til staðar fyrir öll börn og verður stofnunum ekki lokað að þessu tilefni. Við biðjum foreldra barna í skólum, leikskólum og í tómstundum að sýna þessu skilning.
Meira ...

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi

21.10.2016Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi
Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Beiðni þarf að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 25. október, fyrir klukkan 16.
Meira ...

Tölvufíkn „Þegar skemmtun verður skaðleg“. OPIÐ HÚS HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU

19.10.2016Tölvufíkn „Þegar skemmtun verður skaðleg“. OPIÐ HÚS HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU
Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26.október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Þorsteinn K. Jóhansson fara yfir einkenni tölvufíknar, bæði andleg og líkamleg einkenni hjá börnum og unglingum, en einnig verður farið yfir mismunandi gerðir tölvufíknar og leiðir til lausna.Þorsteinn er kennari að mennt og hefur sjálfur glímt við tölvufíkn.
Meira ...

Röskun á skóla- og frístundastarfi - Tilkynning / Announcement

19.10.2016Röskun á skóla- og frístundastarfi - Tilkynning / Announcement
Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12, are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs
Meira ...

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.

18.10.2016Tilkynning frá Yfirkjörstjórn  Mosfellsbæjar.
Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 29. október 2016 verður á sama stað.
Meira ...

Tilkynning um framlagningu kjörskrár.

18.10.2016Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 19. október 2016 og til kjördags.
Meira ...

Opnun útboðs - Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug

14.10.2016Opnun útboðs - Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug
Þann 14. október 2016 kl. 14:00 voru opnuð tilboð í verkið "innkaup og uppsetning á klórgerðartækjum fyrir Lágafellslaug og Varmárlaug. Athugasemd var gerð við frávikstilboð. Eftirfarandi tilboð bárust
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ástu- Sólliljugata 15

14.10.2016Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ástu- Sólliljugata 15
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Ástu Sólliljugata 15, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin nær til lóðarinnar að Ástu Sólliljugötu 15. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða einbýlishúss með inngangi á efri hæð (2E-e) verði byggt einnar hæðar einbýlishús (E1). Að öðru leyti breytast skilmálar ekki.
Meira ...

Gönguleið meðfram Varmá lokuð vegna skemmda

13.10.2016Gönguleið meðfram Varmá lokuð vegna skemmda
Í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga hefur göngustígur meðfram Varmá ofan Dælustöðvarvegar rofnað þannig að stígurinn er ekki lengur fær. Varmá hefur rofið skarð í göngustíginn á fleiri en einum stað, brotið úr bakkanum, og ekki er mögulegt að komast eftir stígnum milli Dælustöðvarvegar og Bjargsvegar. Fólki er því ráðlagt frá því að nota umræddan göngustíg þar til lagfæringar hafa farið fram og nýta sér aðrar gönguleiðir á meðan. Settar hafa verið upp keilur til viðvörunar enda stígurinn ófær á þessum kafla og umferð varasöm. Ráðist verður í lagfæringar eins fljótt og auðið er.
Meira ...

Fylgigögn með fjárhagsaðstoð

13.10.2016Fylgigögn með fjárhagsaðstoð
Einstaklingar sem sækja um fjárhagsaðstoð eru minntir á að staðgreiðsluyfirlit þarf að fylgja með hverri umsókn. Umsókn um fjárhagsaðstoð þarf að berast með tilskildum gögnum fyrir 20. hvers mánaðar þannig að tryggt sé að afgreiðslu hennar sé lokið fyrir næstu mánaðarmót á eftir. Fastir greiðsludagar fjárhagsaðstoðar eru 1., 10. og 20. hvers mánaðar eða fyrsti virki dagur á eftir.
Meira ...

Hreinsum frá niðurföllum

12.10.2016Hreinsum frá niðurföllum
Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Vatnavextir eru víða við ár og læki í Mosfellsbæ. Mikilvægt er að hreinsa vel frá niðurföllum til að koma í veg fyrir tjón. Starfsmenn þjónustustöðvar verða á ferðinni næstu klukkutímana og hægt er að ná sambandi við þá í síma 566 8450. Einnig er hægt að óska eftir aðstoð í síma 112.
Meira ...

Opnun útboðs - „VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða“

12.10.2016Opnun útboðs - „VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða“
Þann 11.október 2016 voru tilboð opnuð í verkinu „VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða“. Mosfellsbær óskaði eftir verðum í vetrarþjónustu stofnanalóða í Mosfellsbæ 2016 – 2019. Verkið felst í snjóruðningi og hálkueyðingu í þrjá vetur á bílastæðum stofnana í Mosfellsbæ. Einnig er um að ræða tilfallandi snjóruðning í húsagötum í Mosfellsbæ. Verkinu er skipt í þrjú svæði sem hvert um sig inniheldur þrjár til fjórar stofnanalóðir.
Meira ...

Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

11.10.2016Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar. Í gær bættust við sjö kjörstaðir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi. Áður höfðu sýslumennirnir á Norðurlandi vestra og á Austurlandi auglýst aukna þjónustu í samvinnu við sveitarfélög. Fleiri sýslumannsembætti munu bætast í hópinn þegar nær dregur kosningum. Upplýsingar um kjörstaði vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru uppfærðar reglulega á vefsíðu sýslumanna
Meira ...

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar ásamt á sjúkrahúsum og dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016

11.10.2016Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar ásamt á sjúkrahúsum og dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 hófst 21. september sl. Greiða má atkvæði á skrifstofum sýslumanna, útibúum þeirra og annars staðar sem ákveðið hefur verið og má lesa um hér. Frá og með sunnudeginum 16. október nk. fer atkvæðagreiðslan eingöngu fram í Perlunni í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.
Meira ...

Heimaþjónusta - Eir hjúkrunarheimili

11.10.2016Heimaþjónusta - Eir hjúkrunarheimili
Félagsþjónusta Mosfellsbæjar auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 40 % starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
Meira ...

Umsókn um vistun í vetrarleyfi 2016

11.10.2016Umsókn um vistun í vetrarleyfi 2016
Vistun er aðeins í boði fyrir þau börn sem eru þegar skráð í frístundaselið. Einungis er í boði hálfsdags eða heilsdagsvistun. Umsóknarfrestur er til 14. október. Eftir að skráning er staðfest er hún bindandi.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausar stöður.

07.10.2016Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausar stöður.
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður leikskólakennara og stöðu í eldhúsi. Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 100 börn á aldrinum 2-4 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli
Meira ...

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - Óveruleg breyting – Ævintýragarður

06.10.2016Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - Óveruleg breyting – Ævintýragarður
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, Óveruleg breyting – Ævintýragarður (109-Ou) fjölgun aðalgöngustíga. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 31. ágúst 2016 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sbr. 2. mgr. 36. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa í unglingadeild Varmárskóla

05.10.2016Starf stuðningsfulltrúa í unglingadeild Varmárskóla
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR stuðningsfulltrúa á fræðslusvið MOSFELLSBÆJAR. Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi. Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli Varmárskóla e.h. og þar með 100% starfshlutfalli.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ

05.10.2016Starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 15% starf í tímavinnu. Um er að ræða kvöldvakt aðra hverja helgi á heimili fatlaðs manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Ingveldur Björgvinsdóttir, netfang: inga@mos.is 5668804. Í samræmi við jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Meira ...

Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2016 - 2017

05.10.2016Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2016 - 2017
Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00 - 21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Meira ...

Ungt fólk 2016 - Kynningafundir

04.10.2016Ungt fólk 2016 - Kynningafundir
verða haldnir í Varmárskóla og Lágafellsskóla í október. Kynningafundir á niðurstöðum könnunar sem Rannsókn og greining gerði á lýðheilsu nemenda úr 8. -10. bekk og fram fór í grunnskólunum á vorönn 2016. Kynntar verða niðurstöður varðandi líðan nemenda í skóla, samskipti, samveru við foreldra, svefnvenjur, tölvunotkun, áfengis og fíkniefnaneyslu og fleira er áhrif hefur á almenna lýðheilsu og vellíðan ungmenna.
Meira ...

VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða

04.10.2016VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða
Mosfellsbær óskar eftir verðum í vetrarþjónustu stofnanalóða í Mosfellsbæ 2016 – 2019. Verkið felst í snjóruðningi og hálkueyðingu í þrjá vetur á bílastæðum stofnana í Mosfellsbæ. Einnig er um að ræða tilfallandi snjóruðning í húsagötum í Mosfellsbæ. Verkinu er skipt í þrjú svæði sem hvert um sig inniheldur þrjár til fjórar stofnanalóðir.
Meira ...

Innritun barna 9-12 mánaða í sjálfstætt starfandi leikskólum

03.10.2016Innritun barna 9-12 mánaða í sjálfstætt starfandi leikskólum
Mosfellsbær er með samning við leikskólana Korpukot og Fossakot um leikskólavist fyrir börn frá 9 mánaða aldri. Mosfellsbær hefur tryggt allt að 10 leikskólapláss fyrir þennan aldurshóp. Innritun fer þannig fram að foreldrar sækja sjálfir um leikskólapláss hjá þessum leikskólum og gera vistunarsamning um skólavistina.
Meira ...

Síða 0 af Infinity