30.12.2016
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir.
Meira ... 30.12.2016
Vantar starfsmann í 45-50% starf á kvöld og helgarvaktir í félagslega heimaþjónustu á Eirhömrum í Mosfellsbæ. Einnig vantar starfsmann í 70-100% starf í félagslega heimaþjónustu Mosfellsbæjar.
Meira ... 21.12.2016
Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins. Það getur því verið ágætt að vita hvenær tunnurnar eru tæmdar. En það verður sem hér segir: Bláa tunnan verður tæmd í Mosfellsbæ dagana 21. og 22. desember. Almennt sorp verður hreinsað á þorláksmessu og aðfangadag. Eftir áramót verður almenna sorpið svo hirt dagana 2. og 3. janúar og bláa tunnan 5. og 6. janúar.
Meira ... 19.12.2016
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Opnunartími á stofnunum Mosfellsbæjar verða sem hér segir yfir jól og áramót: ..
Meira ... 16.12.2016
Þingvallavegur – nýtt deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar. Meginmáherslan við gerð skipulagsins er að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfis þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra þátttakenda í umferðinni á svæðinu og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar. Sérstaklega er hugað að öruggum gönguleiðum fyrir börn á leið í og úr skóla og ráðstöfunum til að draga úr hraðakstri.
Meira ... 15.12.2016
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ... 15.12.2016
Talsvert hefur verið rætt og skrifað í Mosfellsbæ á síðustu vikum um breytingar á vaktafyrirkomulagi heilsugæslustöðvarinnar sem á að taka gildi frá og með 1. febrúar næstkomandi. Breytingarnar miða að því að ekki verður lengur kvöld- og helgarvakt á heilsugæslustöðinni heldur verður íbúum svæðisins beint á Læknavaktina á Smáratorgi. Heilsugæsla Mosfellsumdæmis þjónustar íbúa Mosfellsbæjar, Kjalarnes og Kjós. Íbúar á þessu svæði eru yfir 10 þúsund og fer hratt fjölgandi. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur fundað með stjórnendum Heilsugæslunnar og í morgun var eftirfarandi bókun samþykkt af öllum flokkum:
Meira ... 15.12.2016
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir því að þjónusta við foreldra ungra barna verði aukin. Þjónustan verður þríþætt. Áfram verður hún borin uppi af dagforeldrum í bænum. Auk þess hefur Mosfellsbær gert samninga við einkarekinn ungbarnaleikskóla um að 10 pláss verði frátekin fyrir börn frá Mosfellsbæ og fleiri samningar eru í skoðun. Einnig verða starfræktar tvær ungbarnadeildir á leikskólum Mosfellsbæjar sem munu taka á móti 28 börnum. Þær verða staðsettar leikskólunum Hlíð og Huldubergi og taka á móti börnum frá eins árs aldri.
Meira ... 13.12.2016
Ungur maður með CP-fötlun sem er með Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) óskar eftir aðstoðarfólki í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili sitt í Mosfellsbæ. Hress og drífandi manneskja óskast: Aðstoðarfólk starfar eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (e. Independent living). Hugmyndafræðin snýst um að fatlað fólk hafi stjórn á eigin aðstoð, þ.e. hvaða verk eru unnin, hver vinni þau, hvar og hvenær. Þetta gefur fötluðu fólki kost á að vera í réttu hlutverki í fjölskyldu sinni, vinnu, og samfélagi með öllum réttindum og skyldum sínum meðtöldum.
Meira ... 13.12.2016
Öllum nemendum á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar var á mánudag boðið upp á fræðsludagskrá og samtal um kvíða og tilfinningar sem tengjast kvíða. Vísbendingar eru um að kvíðaeinkenni séu að aukast hjá ungmennum almennt. Það kemur fram í niðurstöðum rannsóknar um hagi og líðan ungs fólks sem fyrirtækið Rannsóknir og greining hefur framkvæmt síðustu ár.
Meira ... 09.12.2016
Staða tónlistar- eða listakennara er laust, stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur er einnig óskað eftir í 100 % starfshlutfall. Umsóknarfrestur um öll störfin er til 27. desember 2016. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.
Meira ... 09.12.2016
Vakin er athygli á því að nú er eingöngu hægt að skrá sig inn á Íbúagátt Mosfellsbæjar með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ekki verður hægt að nota áfram gömlu innskráningaraðferðina með kennitölu og lykilorði. Íbúar sem ekki hafa orðið sér út um rafræn skilríki eða Íslykil er bent á afla sér upplýsinga um rafræn skilríki hjá sínu símfyrirtæki (sjá http://www.skilriki.is/notendur/skilriki-i-farsima/) eða að panta sér Íslykil á https://www.island.is/islykill/.
Meira ... 09.12.2016
Afgreiðslutímar um jól og áramót í sundlaugum Mosfellsbæjar má sjá hér neðar. Það er fátt betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum. Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG
Meira ... 07.12.2016
Mosfellsbær hefur átt samstarf við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greining ehf. (R&G) í um áratug. Samstarfið felst í því að bæjarfélagið kaupir niðustöður rannsókna sem fyrirtækið framkvæmir árlega meðal grunnskóla bæjarfélagsins. Þar er athygli beint að högum og líðan barnanna; stuðningi og eftirliti foreldra, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Kannað er viðhorf nemenda til náms og skóla ásamt líðan þeirra þar. Þá er fjallað um tengsl nemenda við jafnaldra, notkun þeirra á netmiðlum, lestur bóka og viðhorf þeirra til jafnréttis.
Meira ... 07.12.2016
Fyrsta skóflustunga að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verður tekin miðvikudaginn 7. desember klukkan 13.00. Skóflustunguna taka væntanlegir nemendur skólans sem stunda nú nám í Brúarlandi. Þeim til halds og trausts verða bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ.
Meira ... 06.12.2016
MOSFELLSBÆR auglýsir eftir leikskólakennara og öðru starfsfólki til starfa við leikskólann Leirvogstungu Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Leirvogstunguskóli er þriggja deilda nýlegur og framsækinn leikskóli með um 70 börnum á aldrinum 2-6 ára. Í leikskólanum er unnið öflugt og skemmtilegt starf þar sem kærleikur og gleði ræður ríkjum. Við vinnum eftir kennsluaðferðinni „Leikur að læra“
Meira ... 01.12.2016
MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leitar eftir almennu starfsfólki/ leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring.
Hlíð er „skóli á grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru vinátta, jákvæð samskipti og skapandi hugsun. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ... 01.12.2016
MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leikskólakennara og/ eða leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ... 01.12.2016
Þessa dagana er unnið að því að tengja nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Markmið með innleiðingu á nýju kerfi er að bæta aðgengi og einfalda afgreiðslu símtala og þá sérstaklega í tengslum við símatíma ráðgjafa. Vegna þessa geta orðið einhverjar truflanir á móttöku símtala næstu daga. Vonandi verður það þó í lágmarki.
Meira ... Síða 0 af Infinity