31.03.2016
Í haust tekur til starfa útibú frá Varmárskóla í Brúarlandi. Skólavist í Brúarlandi verður valkvæð fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk Varmárskóla. Tekið verður á móti 35-40 nemendum í haust. Starfsemin er fyrsta skrefið í stofnun á nýjum skóla sem mun rísa í Helgafellslandi. Stefnt er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla haustið 2018. Spennandi tímar eru því framundan fyrir landnema í Helgafellslandi.
Meira ... 31.03.2016
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Laugabólsafleggjara frá klukkan 10 og fram eftir degi.
Hitaveitu Mosfellsbæjar
Meira ... 29.03.2016
Mosfellsbær óskaði nýverið eftir tilboðum í Þverholt 21-29, Gatnagerð og lagnir. Um er að ræða íbúðasvæði í Þverholti sem staðsett er í miðbæ í Mosfellsbæjar. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð og jarðvinna vegna veitukerfa á svæðinu. Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 22. mars 2016 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu.
Meira ... 23.03.2016
Tillaga aum frekari byggingar og aukna og bætta aðstöðu alifuglabús að Suður-Reykjum og tillaga um stækun lóðar endurvinnslustöðvar við Skálabraut. Athugasemdafrestur er til 4. maí 2016.
Meira ... 22.03.2016
TÍMABUNDIÐ STARF VERKEFNASTJÓRA ER LAUST TIL UMSÓKNAR.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ... 18.03.2016
Vegna mikillar umræðu og fjölda fyrirspurna frá foreldrum barna sem æfa og leika sér á gervigrasvöllum við Varmá og á gervigrasvöllum við grunnskólana í Mosfellsbæ verður gripið til eftirfarandi ráðstafana á næstu dögum. Umhverfisstofnun mun taka sýni á mismunandi sparkvöllum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Mosfellsbæ, til að fá sýnishorn af mismunandi gerðum og samsetningu af dekkjarkurli til rannsókna. Um er að ræða fleiri en eina gerð af gúmmíkurli á völlum með mismunandi samsetningu.
Meira ... 18.03.2016
Vörumerkið Reykjavík Loves verður notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild til erlendra ferðamanna samkvæmt samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þau Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi, Haraldur L. Haraldsson í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson í Garðabæ, Haraldur Sverrisson í Mosfellsbæ og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi skrifuðu undir í dag. Samningurinn felur í sér samstarf sveitarfélaganna á vettvangi markaðsmála, viðburða og upplýsingamála í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samstarfsins er að vinna að því að ferðamenn dreifist meira um höfuðborgarsvæðið, verji þar meiri tíma og nýti betur afþreyingu og þjónustu á svæðinu í heild.
Meira ... 18.03.2016
Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG. Tilvalið er að skella sér í páskafríinu og njóta samveru með fjölskyldu og vinum og þess sem sundlaugarnar hafa upp á að bjóða. Sundlaugar í Mosfellsbæ eru opnar sem hér segir um páskana.
Meira ... 17.03.2016
Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudags áætlun. Á skírdag, fimmtudaginn 24. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa, 25. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Laugardaginn 26. mars verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Á páskadag, sunnudaginn 27. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Annan í páskum, mánudaginn 28. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.
Meira ... 17.03.2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt tilboð frá fjárfestum í skuldabréf í flokknum MOS 15 1 fyrir samtals 500 milljónir króna að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,27% sbr. tilkynningu frá Mosfellsbæ sem birt var þann 10. mars síðastliðinn. Skuldabréfaflokkurinn verður því stækkaður um kr. 500.000.000 að nafnverði og heildarstærð flokksins eftir stækkun verður kr. 1.000.000.000 að nafnverði. Gert er ráð fyrir að nýju skuldabréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland föstudaginn 18. mars nk.
Meira ... 17.03.2016
Þátttaka í unglingaverkefni - unglingamóti norrænna vinabæja Mosfellsbæjar. Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í 9. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar að taka þátt í unglingamóti norrænna vinabæja Mosfellsbæjar. Vinabæirnir eru Thisted, Uddevalla, Loimaa og Skien auk Mosfellsbæjar.
Meira ... 16.03.2016
Tekið verður á móti skráningum í Vinnuskólann frá 17. mars - 04. apríl í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur frá 17. mars til 04. apríl. Skráningin fer fram í gegn um íbúagátt Mosfellsbæjar . Þeir sem sækja um fyrir þann tíma geta treyst því að fá vinnu í sumar, en ekki er víst að hægt sé að verða við öllum beiðnum um vinnutímabil.
Meira ... 15.03.2016
Mosfellsbær býður til kynningarfundar vegna endurskoðunar á umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar. Sérfræðingar frá VSÓ Ráðgjöf munu kynna helstu áherslur áætlunarinnar.
Meira ... 15.03.2016Þrjár einbýlislóðir við Uglugötu breytist í parhúsalóðir, og Laxatunga 126-134 verði einnar hæðar raðhús en ekki tveggja hæða. Athugasemdafrestur til 26. apríl 2016.
Meira ... 11.03.2016
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Varmárskóla fimmtudagskvöldið 10. mars. 10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita. Úrslitin urðu þannig að Bjarni Kristbjörnsson úr Varmárskóla varð í fyrsta sæti, Hálfdán Árni Jónsson úr Varmárskóla varð í öðru sæti og Bengta Kristín Methúsalemsdóttir úr Lágafellsskóla varð í þriðja sæti.
Meira ... 10.03.2016
Öllum lóðum undir atvinnuhúsnæði við Desjamýri í Mosfellsbæ hefur nú verið úthlutað. Desjamýri liggur við Úlfarsfell og afmarkast til norðurs af landi Lágafells. Svæðið býður upp á góðar samgöngur og fallegt umhverfi. Svæðið er hugsað sem athafnasvæði undir léttan iðnað sem hentar vel í nágrenni við íbúðabyggð. Á þeim tíu lóðum sem eru skipulagðar munu rísa samtals um 25 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði.
Meira ... 10.03.2016
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf fyrir ungmenni sumarið 2016. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarstörf hjá Mosfellsbæ fyrir ungmennir 17 ára og eldri er til og með 23. mars, ert þú búin/nn að sækja um ? HEFÐBUNDIN SUMARSTÖRF eru ætluð ungu fólki, 17 ára og eldri. SUMARÁTAKSSTÖRF er eingöngu fyrir 17 til 20 ára. Sækja skal um í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar
Meira ... 07.03.2016
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða stuðning við unga fatlaða stúlku og fjölskyldu hennar. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og bíl til umráða. Íslenskukunnátta er skilyrði. Fjöldi vinnustunda eru amk 80 klst í mánuði. Umsóknarfrestur er til 14.mars nk.
Meira ... 04.03.2016
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Þverholt 21-29, Gatnagerð og lagnir. Um er að ræða íbúðasvæði í Þverholti sem staðsett er í miðbæ í Mosfellsbæjar. Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í þjónustuveri á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með miðvikudeginum 9. mars. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð og jarðvinna vegna veitukerfa á svæðinu.
Meira ... 01.03.2016
Í tilefni af afmæli Listaskólans verða flutt lög úr söngleikjum í Bæjarleikhúsinu að þverholti laugardaginn 5. mars. Flytjendur eru úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Tónlistardeildinni og Leikfélagi Mosfellssveitar. Nemendur úr Myndlistarskóla Mosfellsbæjar skreyta húsið með ævintýrablómum. Leikstjóri er Agnes Wild. Sýningar verða kl. 14:00 og 17:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Meira ... Síða 0 af Infinity