Fréttir eftir mánuðum

Heitavatnslaust í Dvergholti og Álmholti í dag !

31.05.2016Heitavatnslaust í Dvergholti og Álmholti í dag !
Vegna viðgerða verður heitavatnslaust í Dvergholti og Álmholti í dag, þriðjudaginn 31.maí, frá klukkan 10:00 og fram eftir degi.
Meira ...

2 tillögur í Mosfellsdal: Hraðastaðir 1 - deiliskipulag, og Lundur - deiliskipulagsbreyting

27.05.20162 tillögur í Mosfellsdal: Hraðastaðir 1 - deiliskipulag, og Lundur - deiliskipulagsbreyting
Í tillögu fyrir Hraðastaði 1 er markaður byggingareitur fyrir tvö lítil aðstöðuhús á lóðinni, í tillögu fyrir Lund eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og gróðurhús á vesturhluta landsins, og tenging við Þingvallaveg færð austast á landið. Athugasemdafrestur til 8. júlí.
Meira ...

Framkvæmdir við nýja biðstöð við Aðaltún – Upplýsingarfundur

26.05.2016Framkvæmdir við nýja biðstöð við Aðaltún – Upplýsingarfundur
Haldinn verður opinn fundur í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2 þann 2. júní 2016 kl. 16-17, þar sem kynntar verða framkvæmdir við nýja biðstöð strætisvagna við Aðaltún og lokun Aðaltúns við Vesturlandsveg. Fulltrúar Mosfellsbæjar, hönnuða og Vegagerðar munu vera á staðnum til að fara yfir framkvæmdirnar og svara spurningum áhugasamra.
Meira ...

Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní

26.05.2016Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Meira ...

Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

26.05.2016Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar
Mánudaginn 30. maí verður Skólahljómsveit Mosfellsbæjar með vortónleika í Langholtskirkju kl. 20:00. Aðgangseyrir kr 1.000.-fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Athugið enginn posi !
Meira ...

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016

25.05.2016Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2016. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar í síðasta lagi 1. júní
Meira ...

Mosfellsbær styrkir 10 efnileg ungmenni

24.05.2016Mosfellsbær styrkir 10 efnileg ungmenni
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er einstaklingum þannig gefið tækifæri til að einbeita sér frekar að sinni grein og ná meiri árangri.Að þessu sinni hlutu 10 ungmenni styrk frá Mosfellsbæ
Meira ...

Í túninu heima 26.-28. ágúst - VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT !

24.05.2016Í túninu heima 26.-28. ágúst - VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT !
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 26.-28. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT ! Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt Í túninu heima. Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is.
Meira ...

Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!

24.05.2016Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!
Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2016, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð). Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.
Meira ...

Blóðbíllinn verður á Miðbæjartorgi, fimmtudaginn 26. maí milli 08:00-14:00

24.05.2016Blóðbíllinn verður á Miðbæjartorgi, fimmtudaginn 26. maí milli 08:00-14:00
Blóðbíllinn verður í Mosfellsbæ næstkomandi fimmtudag 26. maí milli 8:00-14:00. Við hvetjum alla sem geta að gefa blóð en blóðgjafar eru samfélaginu nauðsynlegir eins og blóðbankinn bendir á: Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8 -10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u. þ. b. 15.000 blóðgjafir. Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Með því að gefa blóð gefur þú dýrmæta gjöf og getur þannig bjargað mannslífi á einfaldan hátt.
Meira ...

Laus staða í leikskólanum Hlíð við Langatanga

23.05.2016Laus staða í leikskólanum Hlíð við Langatanga
Vegna fæðingaorlofs er laus staða í leikskólann Hlíð. Hlíð er fjögra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ í fallegu umhverfi þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru.
Meira ...

Hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest?

23.05.2016Hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest?
Hreyfa Mosfellingar sig meira en Garðbæingar? Borða Akureyringar meira af grænmeti og ávöxtum en Húsvíkingar? Hjóla lattélepjandi íbúar í 101 meira en Suðurnesjamenn? Hvaða sveitarfélag stundar heilbrigðasta lífsstílinn? Í Hreyfivikunni í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur, gerður af heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækinu SidekickHealth sem stofnað var af tveimur íslenskum læknum.
Meira ...

Heilsuvikan 2016 og vorgöngur í Mosfellsbæ með Ferðafélagi Íslands

20.05.2016Heilsuvikan 2016  og vorgöngur í Mosfellsbæ með Ferðafélagi Íslands
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 23.-29. maí næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Mosfellsbær tekur þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK. Í Mosfellsbæ er mjög fjölbreytt dagskrá fyrir flesta aldurshópa í alls kyns hreyfingu.
Meira ...

Laus staða íþróttakennara í Krikaskóla, Mosfellsbæ

17.05.2016Laus staða íþróttakennara í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Starf íþróttakennara er laust til umsóknar: Íþróttakennari í Krikaskóla sinnir kennslu bæði á leik- og grunnskólastigi ásamt aðkomu að frístundastarfi með 6 til 9 ára börnum. Viðkomandi sér einnig um sundkennslu. Samkomulag er gert við íþróttakennara með heimild í kjarasamningi vegna 200 daga skólaárs og aldurssamsetningar skólans. Um 100% starf er að ræða. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
Meira ...

Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs

13.05.2016Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
Meira ...

Tímabili frístundaávísunar lýkur 31. maí

12.05.2016Tímabili frístundaávísunar lýkur 31. maí
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir góðfúslega á að frístundaávísun vegna 2015-2016 gildir nú út skólaárið. Þann 31.maí 2016 mun því núverandi ávísun renna úr gildi og ný ávísun taka gildi þann 15. ágúst 2016. Foreldrar og forráðamenn 6 - 18 ára barna og ungmenna eru því hvattir til að senda inn frístundaávísun fyrir 31. maí næstkomandi hafi þeir ekki nú þegar gengið frá notkun hennar.
Meira ...

Opið fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar

11.05.2016Opið fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar
Opið er fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2017. Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda. Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og lýsing á fyrirhugaðri sýningu. Nánari upplýsingar og eyðublöð má finna á vefsíðu Bókasafns Mosfellsbæjar www.bokmos.is/listasalur eða í síma 566 6822
Meira ...

Lausir matjurtagarða í Mosfellsbæ.

11.05.2016Lausir matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða sem fyrr staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og undanfarin ár. Aðgengi að vatni verður við garðana. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð og 5.000 kr. fyrir 100 fm garð. Vegna uppbyggingar á lóðum við Desjamýri verða matjurtagarðar næst götunni ekki í boði í ár. Þeim sem hafa haft garða á þessu svæði stóð til boða að fá aðra garða á svæðinu.
Meira ...

NÝ STOPPISTÖÐ STRÆTÓ VIÐ VESTURLANDSVEG OG LOKUN AÐALTÚNS

11.05.2016NÝ STOPPISTÖÐ STRÆTÓ VIÐ VESTURLANDSVEG OG LOKUN AÐALTÚNS
Til íbúa í Hlíðartúnshverfi. Fyrirhugað er að ráðast í framkvæmdir við nýja stoppistöð Strætó bs. við Vesturlandsveg sumarið 2016. Samhliða því verður lokað fyrir allan akstur um Aðaltún og aðkoma akandi verður frá þeim tíma að Hlíðartúnshverfi einungis um Skarhólabraut. Allar frekari upplýsingar um framkvæmdina eru veittar á Umhverfissviði Mosfellsbæjar í síma 5256700
Meira ...

Laxatunga 136-144 og frístundahús, Þormóðsdalslandi

10.05.2016Laxatunga 136-144 og frístundahús, Þormóðsdalslandi
Breyting á deiliskipulagi Laxatungu 136-144, einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, og deiliskipulag leigulóðar úr landi Þormóðsdals. Athugasemdafrestur til 21. júní 2016.
Meira ...

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar - Innritun 2016-2017

09.05.2016Skólahljómsveit Mosfellsbæjar - Innritun 2016-2017
Tekið er á móti nýjum umsóknum í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fyrir næsta skólaár til 10. júní 2016. Umsóknir sendist á netfangið: skomos@ismennt.is. Í skólahljómsveitinni er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Hægt er að nota frístundaávísun til að greiða þátttökugjaldið. Einnig er hægt er að skila inn umsóknum allt árið vegna yfirstandandi skólaárs hverju sinni.
Meira ...

Vorhreinsun

09.05.2016Vorhreinsun
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ er í fullum gangi og eru íbúar eru hvattir til að huga að umhverfinu. Í tilefni að þessu átaki hafa gámar verið staðsettir í flestum hverfum hverfum bæjarins. Vakin er athygli á því að átakið stendur til 5 maí en vegna mikilla ásóknar í gámana fá þeir að standa til mánudagsins 9 maí.
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ

06.05.2016Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ
Við í Lágafellsskóla leitum að kennurum fyrir næsta skólaár 2016-2017. Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 80 – 100% starfshlutfall, umsjónarkennsla á miðstigi, 100% starfshlutfall, smíðakennsla, 100% starfshlutfall. Umsóknarfrestur er til 19. maí 2016 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2016
Meira ...

Sumarafleysingar í félagslega heimaþjónustu Mosfellsbæjar

04.05.2016Sumarafleysingar í félagslega heimaþjónustu Mosfellsbæjar
Óskað er eftir starfsfólk í afleysingar í félagslega heimaþjónustu og á kvöldvaktir og helgarvaktir ásamt í eldhúsi. Upplýsingar gefa Edda Björk Arnardóttir mannauðsstjóri í síma 522-5777 og 860-4790 netfang: edda@eir.is og Valgerður Magnúsdóttir deildastjóri í félagslegri heimaþjónustu sími 566-8060 netfang vm@mos.is
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

02.05.2016Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Arnartanga 42-73, þriðjudaginn 3. maí frá klukkan 10 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar.
Meira ...

Verkefnislýsing: Aðalskipulagsbreyting á Langahrygg.

02.05.2016Verkefnislýsing: Aðalskipulagsbreyting á Langahrygg.
Kynnt er Verkefnislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi fyrir reit skammt austan Leirtjarnar. Breytingin er vegna áforma um uppbyggingu víkingaþorps.
Meira ...

Síða 0 af Infinity