Fréttir eftir mánuðum

Úthlutun frístundaávísana hafin á íbúagátt Mosfellsbæjar

31.08.2016Úthlutun frístundaávísana hafin á íbúagátt Mosfellsbæjar
Nú hefur verið opnað fyrir úthlutun frístundaávísana á íbúagátt Mosfellsbæjar. Samhliða breytingum á úthlutunarreglum hefur verið tekið upp nýtt frístundakerfi til að halda utan um úthlutun. Markmið breytinganna að gera alla vinnslu varðandi frístundaávísanir skilvirkari og skýrari bæði fyrir forráðamenn og frístundafélög.
Meira ...

Umferðatafir við Þverholt/Skeiðholt

30.08.2016Umferðatafir við Þverholt/Skeiðholt
Búast má við umferðatöfum í dag, þriðjudaginn 30. ágúst og á morgun, miðvikudaginn 31. ágúst þar sem unnið er að vatnsveituframkvæmdum á Þverholtinu austan hringtorgsins við Þverholt/Skeiðholt. Lokað verður fyrir umferð en hægt er að aka hjáleiðir um Háholt-Skólabraut og Háholt-Langatanga. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Meira ...

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2016

29.08.2016Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2016
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Að þessu sinni bárust samtals 17 tilnefningar um garða, fyrirtæki og einstaklinga. Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrðu veittar viðurkenningar fyrir fallegan garð og til þriggja einstaklinga sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum.
Meira ...

Greta Salóme bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016

29.08.2016Greta Salóme bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016
Mosfellsbær hefur útnefnt Gretu Salóme Stefánsdóttur tónlistarkonu bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2016. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði sunnudaginn 28. ágúst. Greta Salóme hefur frá barnsaldri verið virkur þátttakandi í tónlistarlífi Mosfellsbæjar. Hún sýndi snemma einstaka tónlistarhæfileika og er ein af þekktustu tónlistarkonum Íslands í dag. Greta Salóme er með BA og MA gráður í tónlist. Hún kemur fram sem fiðluleikari, söngkona og lagahöfundur. Greta nýtir klassískan bakgrunn sinn til að flytja ýmis konar tónlist bæði sem einleikari og einnig sem hluti af hljómsveitum eða sönghópum.
Meira ...

Strætósamgöngur Í túninu heima

26.08.2016Strætósamgöngur Í túninu heima
Gjaldfrjálst verður í leið 15 laugardaginn 27. ágúst. Einnig mun stærri bíll aka í Mosfellsdal þ.e. leið 27 samkvæmt útgefinni áætlun. Ekki þarf því að panta ferðir sérstaklega upp í Mosfellsdal á meðan á bæjarhátíðinni stendur.
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ

26.08.2016Lausar stöður í Lágafellsskóla Mosfellsbæ
Staða náms- og starfsráðgjafa, kennara í sérkennslu á yngsta stigi og frístundaleiðbeinendur óskast í Lágafellsskóla. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Hátíðarlagið Í túninu heima

23.08.2016Hátíðarlagið Í túninu heima
Næstkomandi helgi eða helgina 26.-28. ágúst verður haldin okkar árlega bæjarhátíð, Í túninu heima. Að því tilefni kynnum við til leiks hátíðarlagið Í túninu heima sem snillingarnir Agnes Wild og Sigrún Harðar sömdu, þær stöllur sömdu lagið og fengu fjölmarga Mosfellinga til liðs við sig. Skemmtileg upphitun fyrir bæjarhátíðina sem allir ættu að læra og taka vel undir í brekkusöng í Álafosskvos.
Meira ...

Áfram lokað á Gljúfrasteini

22.08.2016Áfram lokað á Gljúfrasteini
Safnið á Gljúfrasteini verður lokað út þetta ár. Unnið er að umfangsmiklum viðgerðum á húsinu en fyrr á árinu kom í ljós rakavandamál sem nauðsynlegt var að bregaðst við. Safnkosti Gljúfrasteins hefur verið komið fyrir á öruggum stað á meðan á viðgerðunum stendur. Gljúfrasteinn var reistur árið 1945 eftir teikningu Ágústs Pálssonar arkitekts. Húsið var friðað árið 2012 og er lögð áhersla á að vandað sé til verka svo það geti gegn hlutverki sínu til framtíðar sem hingað til.
Meira ...

Frítt í Strætó með leið 15 á Bæjarhátíð Mosfellsbæjar

22.08.2016Frítt í Strætó með leið 15 á Bæjarhátíð Mosfellsbæjar
Frítt verður í leið 15, sem ekur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í TÚNINU HEIMA, laugardaginn 27. ágúst. Mikið er um að vera í bænum á hátíðinni sem stendur yfir í þrjá daga. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldinu með skrúðgöngu og brekkusöng í Álafosskvos.
Meira ...

Mosfellsbær fjarlægir dekkjakurl af sparkvöllum

22.08.2016Mosfellsbær fjarlægir dekkjakurl af sparkvöllum
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar verður skipt um gúmmíkurl á öllum gervigras- og sparkvöllum í bænum. Búið er að setja upp og samþykkja þriggja ára áætlun um framkvæmdina sem mun kosta um 124 milljónir og taka þrjú ár. Byrjað verður á elstu sparkvöllunum við grunnskóla bæjarins og endað á gervigrasvöllunum við Varmá.
Meira ...

Umferðatafir / Framkvæmdir

22.08.2016Umferðatafir / Framkvæmdir
Búast má við umferðatöfum í dag, mánudaginn 22. ágúst þar sem unnið að viðgerð á Vesturlandsvegi sem nær frá hringtorgi við Álafossveg í Mosfellsbæ, að hringtorgi við Þingvallaveg. Þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem viðgerðir fara fram en ekki er búist við miklum töfum af þeim völdum. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Meira ...

Töf á opnun skráningakerfis frístundaávísana

22.08.2016Töf á opnun skráningakerfis frístundaávísana
Vegna tæknilegra örðuleika verður ekki hægt að opna fyrir frístundaávísanir í dag eins og reglur gera ráð fyrir. Opnað verður fyrir þær eins fljótt og hægt er. Nánari upplýsingar veitir Edda Davísðdóttir í edda@mos.is
Meira ...

Laus störf við Varmárskóla

19.08.2016Laus störf við Varmárskóla
Kennari óskast í námsver (70-100%) Íþróttakennsla, tímabundið verkefni v/fæðingarorlofs (19.sept-18.nóv 2016) Húsvörður óskast til áramóta í 50-100% starf. Skólaliði óskast til starfa. Fjölbreytt verkefni.
Meira ...

Frítt í Strætó á Menningarnótt á höfuðborgarsvæðinu

19.08.2016Frítt í Strætó á Menningarnótt á höfuðborgarsvæðinu
Skemmtilegt er að segja frá því að frítt verður í alla Strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst, sem er heppilegt vegna þess að akstur verður ekki leyfður í miðborginni þennan dag. Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun á Menningarnótt. Ekið er samkvæmt hefðbundinni áætlun frá morgni og fram til kl. 22.30. Eftir þann tíma er leiðakerfi Strætó rofið og við tekur sérstakt leiðakerfi sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim til sín eins fljótt og kostur er.
Meira ...

Hress og drífandi manneskja óskast

19.08.2016Hress og drífandi manneskja óskast
Ungur maður með CP-fötlun sem er með Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) óskar eftir aðstoðarfólki í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili sitt í Mosfellsbæ. Hress og drífandi manneskja óskast: Aðstoðarfólk starfar eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (e. Independent living). Hugmyndafræðin snýst um að fatlað fólk hafi stjórn á eigin aðstoð, þ.e. hvaða verk eru unnin, hver vinni þau, hvar og hvenær. Þetta gefur fötluðu fólki kost á að vera í réttu hlutverki í fjölskyldu sinni, vinnu, og samfélagi með öllum réttindum og skyldum sínum meðtöldum.
Meira ...

Vegna samnings við MCPB ehf – Til upplýsinga

18.08.2016Vegna samnings við MCPB ehf – Til upplýsinga
Í júlí samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar einróma að úthluta lóð úr landi Sólvalla undir byggingu einkarekinnar heilbrigðisstofnunar og hótels. Talsvert hefur verið rætt og skrifað um verkefnið.
Meira ...

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, Tillaga að breytingu – Langihryggur

18.08.2016Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, Tillaga að breytingu – Langihryggur
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að landnotkun á Langahrygg austan Leirtjarnar í ofanverðum Mosfellsdal er breytt úr landbúnaðarsvæði (228-L, 7.5 ha.) ásamt aðliggjandi opnu óbyggðu svæði alls 10 ha. í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF).
Meira ...

Sjálfboðaliðar óskast

17.08.2016Sjálfboðaliðar óskast
Mosfellsbær og Björgunarsveitin Kyndill óska eftir sjálfboðaliðum í gæslu í Tindahlaupi Mosfellsbæjar laugardaginn 28. ágúst. Tindahlaup Mosfellsbæjar er sístækkandi íþróttaviðburður í bænum sem laðar að sér fjölmarga gesti. Skráning er í fullum gangi og hafa nú þegar skráð sig fjölmargir hlauparar bæði innlendir og erlendir.
Meira ...

Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar

16.08.2016Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir kalt vatn miðvikudaginn 17. ágúst 2016 vegna tenginga og viðgerða frá kl:09:00 og fram eftir degi. Lokunin tekur til Áslands, Bæjarás, Brúnás, Hlíðarás og Fellsás.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

12.08.2016Laus störf í Lágafellsskóla
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Upphaf skólaárs og skólasetningar

12.08.2016Upphaf skólaárs og skólasetningar
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í byrjun ágúst að loknu sumarleyfum. Þessa dagana eru starfsmenn að taka á móti börnum fædd 2014 sem og nýjum nemendum, eldri börnum, en öll börn fædd 2014 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi hafi þau sótt um fyrir sumarfrí. Umsóknir barna fædd 2014 eða fyrr sem bárust eftir 1. júlí verða afgreiddar eins fljótt og auðið er.
Meira ...

Laus staða í leikskólanum Hlíð

10.08.2016Laus staða í leikskólanum Hlíð
Vegna fæðingaorlofs er laus staða í leikskólann Hlíð. Hlíð er fjögra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á einingakubba, umhverfismennt og skapandi starf. Unnið er með PALS sem er markviss undirbúningur lestrarnáms. Leikskólinn Hlíð er staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ í fallegu umhverfi þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru.
Meira ...

Kaldavatnslaust í Mosfellsdal og Helgafellslandi vegna bilunar

10.08.2016Kaldavatnslaust í Mosfellsdal og Helgafellslandi vegna bilunar
Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Mosfellsdal og Helgafellslandi. Viðgerð stendur yfir og óljóst hvenær henni er lokið.
Meira ...

Framkvæmdir við nýja biðstöð strætó við Aðaltún

09.08.2016Framkvæmdir við nýja biðstöð strætó við Aðaltún
Vegna framkvæmda við nýja biðstöð Strætó við Aðaltún í Mosfellsbæ verður þrengt að umferð á Vesturlandsvegi.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Leirvogstungu vegna viðgerðar 9.ágúst

09.08.2016Lokað fyrir heitt vatn í Leirvogstungu vegna viðgerðar 9.ágúst
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heitt vatn í Leirvogstunguhverfi þriðjudaginn 9.ágúst frá kl. 9:00 og frameftir degi.
Meira ...

Laus störf í Varmárskóla

05.08.2016Laus störf í Varmárskóla
Tímabundin staða íþróttakennara. Skólaliði í Brúarland og frístundaleiðbeinendur.
Meira ...

Undirbúningur bæjarhátíðar í fullum gangi

04.08.2016Undirbúningur bæjarhátíðar í fullum gangi
Íbúar Mosfellsbæjar fagna haustinu með bæjarhátíð í lok ágúst ár hvert. Í túninu heima verður dagana 26. til 28. Ágúst næstkomandi. Undirbúningur stendur nú yfir og eru þeir sem hafa áhuga á því að vera með viðburð eða vilja taka þátt að öðru leyti hvattir til að senda inn erindi á ituninuheima@mos.is.
Meira ...

Síða 0 af Infinity