Fréttir eftir mánuðum

Velheppnuð samgönguvika

30.09.2016Velheppnuð samgönguvika
Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16.-22. september á hverju ári um alla Evrópu. Mosfellsbær tók að venju virkan þátt í samgönguvikunni með ýmsum viðburðum. Haldin var málþing um vistvænar samgöngur í Hlégarði með yfirskriftinni „Hjólið og náttúran“, boðið var uppá hjólaferðir, leiðarmerkingar voru settar upp á hjólreiðastígum í bænum, Dr. Bæk aðstoðaði við hjólastillingar, keypt var hjólaþrautabraut sem sett var upp á miðbæjartorgin og haldin var BMX-dagur þar sem BMX kappar sýndu listir sýnar.
Meira ...

Krikahverfi - miðsvæði og íbúðarbyggð

28.09.2016Krikahverfi - miðsvæði og íbúðarbyggð
Opið hús, kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagiverður í bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. október nk. frá kl. 17:00 - 18:00 báða dagana. Kynnt verður tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem auglýst var 3. september sl. með athugasemdafresti til og með 17. október nk. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Heiðarhvammur í landi Miðdals og Desjamýri 3

28.09.2016Tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Heiðarhvammur í landi Miðdals og Desjamýri 3
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Heiðarhvammur í landi Miðdals, tillaga að deiliskipulagi og Desjamýri 3, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 28. september. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar eigi síðar en 9. nóvember
Meira ...

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Leirvogstunguskóla í Mosfellsbæ.

27.09.2016Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Leirvogstunguskóla í Mosfellsbæ.
Um er að ræða þriggja deilda leikskóla með um 70 nemendur á aldrinum 2-6 ára. Í skólanum er lögð áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu, leik og skynjun en hugmyndafræði leikskólans byggir á kennsluaðferðinni "Leikur að læra". Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans.
Meira ...

Kynningarkvöld í Rauða krosshúsinu í Mosfellsbæ

26.09.2016Kynningarkvöld í Rauða krosshúsinu í Mosfellsbæ
Rauði krossinn í Mosfellsbæ býður öllum sjálfboðaliðum og öðrum áhugasömum á kynningarkvöld í Rauða krosshúsinu í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. september klukkan 20. Fræðsla um verkefni vetrarins, nýtt myndband um sjálfboðaliða, léttar veitingar og tækifæri til skrafs og ráðagerða.
Meira ...

Útboðsauglýsing - Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug

26.09.2016Útboðsauglýsing - Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug. Verkið felst í innkaupum, uppsetningu- og tengingu klórgerðartækja (open cell eða membrane cell). Fjöldi hreinsikerfa í Varmárlaug og rúmmál: Sundlaugar 2stk 310m³, Pottar 2stk 15m³. Fjöldi hreinsikerfa í Lágafellslaug og rúmmál: Sundlaugar 3stk 580m³, Pottar 3stk 36m³
Meira ...

Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal

22.09.2016Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal
Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 27. september næst komandi kl. 17:00 – 18:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal. Um er að ræða kynningu á deiliskipulagi skv. grein 5.6.1. í skipulagsreglugerð. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Meira ...

Félagsmiðstöðin Ból hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

22.09.2016Félagsmiðstöðin Ból hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur á hverju ári fyrir jafnréttisdegi. Þá er boðað til dagskrár þar sem fjallað er um jafnréttismál í víðu samhengi. Yfirskrift jafnréttisdagsins að þessu sinni var „félagsleg virkni og heilsa eldri borgara“.
Meira ...

Ókeypis í strætó á bíllausa daginn

22.09.2016Ókeypis í strætó á bíllausa daginn
Bíllausi dagurinn er haldinn 22. september ár hvert í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni. Strætó bs. mun bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni dagsins og með því hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum samgöngum. Íbúar í Mosfellsbæ eru hvattir til þess að skilja bílinn sinn eftir heima þennan dag og nýta sér aðra vistvænni samgöngumáta.
Meira ...

Reiðhjólaviðgerðir á miðbæjartorginu

21.09.2016Reiðhjólaviðgerðir á miðbæjartorginu
Miðvikudaginn, 21. september verður boðið uppá fríar hjólastillingar á miðbæjartorginu frá kl. 15-17 í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ. Dr. Bæk mun þá mæta á svæðið og aðstoða við stillingar á gírum og bremsum, smyr keðjur og pumpar í dekk, ásamt því að aðstoða við minniháttar lagfæringar. Hjóleigendur eru hvattir til að koma við og fá fría ástandsskoðun.
Meira ...

BMX-dagur á miðbæjartorginu

20.09.2016BMX-dagur á miðbæjartorginu
Þriðjudaginn, 20. september verður haldin BMX-hátíð á miðbæjartorginu í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ. BMX kappar munu mætta á svæðið kl. 17 og sýna listir sýnar á nýju BMX hjólaþrautabrautinni. Mætið með bmx-hjólin ykkar, hlaupahjólin, hjólabrettin og línuskautina og takið þátt í hátíðinni.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir hlutastarf aðstoðar í eldhúsi

20.09.2016Leikskólinn Hulduberg auglýsir hlutastarf aðstoðar í eldhúsi
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausa stöðu í eldhúsi, tímabundið hlutastarf til fjögurra mánaða. Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 100 börn á aldrinum 2-4 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Hjólreiðastígar í Mosfellsbæ

18.09.2016Hjólreiðastígar í Mosfellsbæ
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli. Ennfremur liggur góður samgöngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, meðfram Vesturlandsvegi framhjá skógræktinni í Hamrahlíð. Tilkoma hans hefur ýtt undir vistvænar samgöngur milli sveitarfélaganna.
Meira ...

Nýjar hjólreiðamerkingar

18.09.2016Nýjar hjólreiðamerkingar
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýjar hjólreiðamerkingar á aðal hjólreiðastígum bæjarins. Um er að ræða sérstök hjólaskilti sem leiðbeina hjólreiðafólki tvær lykilleiðir í bænum, annars vegar í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar með tengingu við samgöngustíginn meðfram Vesturlandsvegi til Reykjavíkur (Gul leið), og hins vegar strandleið sem tengist Reykjavík við Úlfarsá og hægt er að hjóla í kringum allt höfuðborgarsvæðið meðfram ströndinni (Blá leið).
Meira ...

Heimsljós messan 2016

16.09.2016Heimsljós messan 2016
Heimsljós 2016 verður haldið 16. til 18. september í Lágarfellsskóla Lækjarhlíð 1 í Mosfellsbæ. Dagskrá verður laugardag 17. og sunnudag 18. september frá kl. 11:00 til 18:30. Á heimasíðu Heimsljóss má finna veglega viðburði sem vert er að skoða nánar. Miðaverð inn á Heimsljós messuna er kr. 1.000 og gildir miðinn báða dagana.
Meira ...

Ný hjólaþrautabraut opnuð á miðbæjartorgi

16.09.2016Ný hjólaþrautabraut opnuð á miðbæjartorgi
Laugardaginn 17. september mun Mosfellsbæ, í samstarfi við LexGames, opna nýja pumptrack hjólaþrautabraut á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ. Um er að ræða braut sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og hjólaskautum. Hjólabrautin er hugsuð sem góð viðbót fyrir stækkandi hóp ungmenna sem stunda þessar íþróttir og hvatning til aukinnar útivistar. Brautin verður staðsett á miðbæjartorginu fram yfir samgönguvikuna, en verður síðan flutt á varanlega stað sinn við íþróttamiðstöðina við Varmá.
Meira ...

Málþing um hjólreiðar í Hlégarði

15.09.2016Málþing um hjólreiðar í Hlégarði
Föstudaginn 16. september verður haldið í Mosfellsbæ málþingið „Hjólum til framtíðar“. Málþingið er haldið í Hlégarði og stendur frá kl. 10:00-16:00, og er í samstarfi Landsamtaka hjólreiðamanna, Hjólafærni á Íslandi og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Áherslan í ár er Hjólið og náttúran. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara.
Meira ...

ÞÉR ER BOÐIÐ Á JAFNRÉTTISDAG MOSFELLSBÆJAR 2016

15.09.2016
sem haldinn verður hátíðlegur í Listasal Mosfellsbæjar mánudaginn 19. september 2016 kl. 14.00-15.45. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „félagsleg virkni og heilsa eldri borgara“. Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
Meira ...

Starf enskukennara við unglingadeild Lágafellsskóla er laust

09.09.2016Starf enskukennara við unglingadeild Lágafellsskóla er laust
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16 – 22. september

08.09.2016Samgönguvika í Mosfellsbæ 16 – 22. september
Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti. Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Mosfellsbæ vill vekja sérstaklega athygli á tveimur viðburðum í Mosfellsbæ í samgönguvikunni.
Meira ...

Endurnýjun gangstéttar í Akurholti

08.09.2016Endurnýjun gangstéttar í Akurholti
Framkvæmdir við endurnýjun gangstéttar í Akurholti stendur nú yfir og er það gert í samræmi við áætlun Mosfellsbæjar um endurnýjun í eldri hverfum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir viðgerðum og endurnýjun í áföngum á þeim gangstéttum sem eru illa farnar. Mikill kostnaður og rask fylgir framkvæmdum af þessu tagi og því eru tekin afmörkuð svæði/götur fyrir í einu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi á meðan framkvæmdum stendur.
Meira ...

Frítt í Strætó á Justin Bieber tónleikana á höfuðborgarsvæðinu!

07.09.2016Frítt í Strætó á Justin Bieber tónleikana á höfuðborgarsvæðinu!
Allir gestir á tónleika Justin Bieber geta ferðast frítt með Strætó á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 14:00 fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. september gegn framvísun miða á tónleikana við innkomu í vagninn. Einnig munu Strætó og Kynnisferðir bjóða upp á ókeypis skutlþjónustu frá Smáralind að tónleikasvæðinu, sá akstur hefst kl. 16:00 báða dagana og verður í gangi þar til tæmingu svæðisins er lokið. Engin tímaáætlun verður á þeim vögnum en ekið verður eftir þörfum.
Meira ...

Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar lokuð milli kl. 8-9

07.09.2016Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar lokuð milli kl. 8-9
Vegna starfsmannafundar verður Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar lokuð milli kl.8-9 í dag, miðvikudaginn 7. september
Meira ...

ÞÉR ER BOÐIÐ Á JAFNRÉTTISDAG MOSFELLSBÆJAR 2016

05.09.2016ÞÉR ER BOÐIÐ Á JAFNRÉTTISDAG MOSFELLSBÆJAR 2016
sem haldinn verður hátíðlegur í Listasal Mosfellsbæjar mánudaginn 19. september 2016 kl. 14.00-15.45. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „félagsleg virkni og heilsa eldri borgara“. Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ

02.09.2016Starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa á kvöld (18:00-22:00) og helgarvaktir á heimili fatlaðs manns. Helstu verkefni: Aðstoða íbúa í daglegu lífi. Almennur stuðningur við íbúa til sjálfsbjargar og sjálfstæðis. Þátttaka í teymisvinnu með öðrum starfsmönnum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Meira ...

2 tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21 og Krikahverfi

02.09.20162 tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21 og Krikahverfi
Tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21 og Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Snæfríðargata 1-21, breytingartillagan gerir ráð fyrir 5 tveggja hæða fjölbýlishúsum, fjögur meðfram Snæfríðargötu og einu norðan við þau. Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð, breytingarnar felast m.a. í því að bílastæði á nokkrum lóðum eru breikkuð og bil á milli þeirra minnkuð og byggingarreitir minnka lítillega.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausar stöður.

02.09.2016Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausar stöður.
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður leikskólakennara og stöðu í eldhúsi. Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 100 börn á aldrinum 2-4 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Guðbjörg Linda ráðin til Mosfellsbæjar

01.09.2016Guðbjörg Linda ráðin til Mosfellsbæjar
Guðbjörg Linda Udengard hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar. Linda er þroskaþjálfi að mennt með diploma í sérkennslufræðum. Hún hefur lokið M.ED. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum og lauk BA námi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum í vor.
Meira ...

Kynning á barnaverndarlögum fyrir starfsmenn Lágafellsskóla

01.09.2016Kynning á barnaverndarlögum fyrir starfsmenn Lágafellsskóla
Kynningar á barnaverndarlögum í skólum og leikskólum Mosfellsbæjar er liður í stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2017. Nýverið héldu starfsmenn barnaverndar-og ráðgjafardeildar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, kynningu fyrir alla starfsmenn Lágafellsskóla. Krikaskóli fékk slíka kynningu fyrir alla starfsmenn á síðasta ári.
Meira ...

Síða 0 af Infinity