Fréttir eftir mánuðum

Opnun útboðs - Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur

31.01.2017Opnun útboðs - Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur
Þann 31. janúar voru tilboð opnuð í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur. Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
Meira ...

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðastir

30.01.2017Íbúar í Mosfellsbæ ánægðastir
Mosfellsbær er með ánægðustu íbúana og með hæstu einkunn samkvæmt árlegri könnun Gallup. Könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 97% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir.
Meira ...

Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

30.01.2017Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteginaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 26. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni. Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka.
Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi Mosfellsbæjar

30.01.2017Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi Mosfellsbæjar
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2017 Laus eru til umsóknar framlög úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar vegna listviðburða og menningarmála á árinu 2017. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: Fjárframlög til almennrar listastarfsemi Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2017 rafrænt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við reglur og leiðbeiningar sem þar er að finna. Nánari upplýsingar eru veittar í síma s. 525 6700. Menningarmálanefnd fer yfir umsóknir og áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna umsóknum að hluta eða alfarið, ef ekki er færi á öðru að mati nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er trúnaðarmál. Niðurstöður Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 5. apríl 2017 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.
Meira ...

Laus störf í Varmárskóla

25.01.2017Laus störf í Varmárskóla
Sérfræðingur óskast í hegðunarver fyrir nemendur í 4.- 6.bekk, stuðningsfulltrúar, starfskraftur í eldhús og frístundaleiðbeinendur óskast í Varmárskóla. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á thoranna@varmarskoli.is. Upplýsingar gefur Þóranna Rósa Ólafsdóttir s. 525 0700. Umsóknarfrestur um öll störfin er til 8. febrúar 2017. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.
Meira ...

Frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar

24.01.2017Frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Vegna bilunar á stofnæð verða þrýstingstruflanir á köldu vatni í Teigahverfi, Krikahverfi, Reykjahverfi og búast má við að kaldavatnslaust verði í efstu húsum í Helgafellshverfi og í efstu byggð Mosfellsdals. Verið er að vinna að viðgerðum og má búast við að ástandið lagist síðar í dag. Nánari upplýsingar í þjónustustöð s: 566-8450.
Meira ...

Upplýsingar um nýja löggjöf um heimagistingar

24.01.2017Upplýsingar um nýja löggjöf um heimagistingar
Þann 1. janúar sl., tóku gildi lög nr. 67/2016 um breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting), ásamt nýrri reglugerð um sama efni. Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er að finna frétt um nýja löggjöf og umsagnir við lagabreytinguna og reglugerðina. Á þeirri síðu er leitast við að veita upplýsingar um hvaðeina sem tengist ferðamálum. Undir Skipulags- og byggðamál má finna upplýsingar um nýja löggjöf ásamt Spurt og svarað um heimagistingu.
Meira ...

Starf félagsliða eða stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ

20.01.2017Starf félagsliða eða stuðningsfulltrúa í búsetukjarna fatlaðs fólks í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir félagsliða eða stuðningsfulltrúa í vinnu í starf í búsetukjarna fatlaðs fólks í bænum. Um er að ræða 50% vinnu aðra hvora helgi og tvo daga í viku. Einnig er óskað eftir tímavinnustarfsfólki sem hringja má með litlum fyrirvara.
Meira ...

Opnun útboðs

20.01.2017Opnun útboðs
Þann 19. janúar 2017 voru opnuð tilboð í verkið Örútboð eftirlit - Helgafellsskóli 1. áfangi sem auglýst var í samstarfi við Ríkiskaup og auglýst á heimasíðu Ríkiskaupa. Ertirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Nokkrar stöður lausar í Lágafellsskóla

20.01.2017Nokkrar stöður lausar í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016

19.01.2017Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016
Fimmtudaginn 19. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2016. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2015 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.
Meira ...

Útboðsauglýsing - Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur

17.01.2017Útboðsauglýsing -  Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur. Mosfellsbær vinnur nú að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ, nánar tiltekið við Gerplustræti 14. Ráðgert er að uppbyggingin verði í nokkrum áföngum, 1. áfangi sem nú er unnið að er fyrir yngsta stig grunnskóla og á að taka í notkun haustið 2018. 1. áfanginn er um 4.000 ferm. bygging á tveimur hæðum, þar af nokkur hluti sem verður innréttaður og tekin í notkun á síðari stigum. Fullbúinn skóli verður um 7.300 ferm. Verkið sem nú er boðið út er annar verkhluti 1. áfanga og nefnist uppsteypa og utanhússfrágangur.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð leitar að leiðbeinanda

17.01.2017Leikskólinn Hlíð leitar að leiðbeinanda
MOSFELLSBÆR leitar eftir almennu starfsfólki/ leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlið er „skóli á grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru vinátta, jákvæð samskipti og skapandi hugsun.
Meira ...

Fimm tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

13.01.2017Fimm tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar fimm tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Ásar 4 og 6, Vogatunga 47-51, Reykjamelur 7, Hulduhólasvæði og Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 16. janúar 2017 til og með 27. febrúar 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

13.01.2017Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Laus störf til umsóknar: Leikskólakennari eða starfsmaður í leikskóla óskast til starfa. Um 100% starf er að ræða. Leikskólakennari eða starfsmaður í leikskóla óskast til starfa vegna fæðingarorlofs til eins árs. Um 100% starf er að ræða frá 1. mars. Starfsmaður í eldhús óskast til starfa. Um 50% hlutastarf getur verið að ræða eða samsett 100% starf. Starfsmaður í afleysingar vegna forfalla bæði í leik- og grunnskólastarf. Um hlutastarf getur verið að ræða.
Meira ...

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2016

12.01.2017Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2016
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016. Bæjarbúar greiða atkvæði frá 12. janúar til miðnættis þann 16. janúar á Íbúagáttinni. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 19. janúar kl.19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Hér má sjá nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið 2016 og lesa nánar um íþróttafólkið og þeirra helstu afrek á árinu.
Meira ...

Guðni Valur Mosfellingur ársins

12.01.2017Guðni Valur Mosfellingur ársins
Kringlukastarinn og Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2016 af bæjarblaðinu Mosfellingi. Guðni Valur hefur tekið gríðarlegum framförum í greininni þau þrjú ár sem hann hefur stundað kringlukast af fullum krafti. Áður hafði Guðni æft aðrar greinar í frjálsum, golf, körfubolta og ýmsar íþróttir sem krakki.
Meira ...

Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal - Opið hús

10.01.2017Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal - Opið hús
Opið hús, kynning á tillögu að deiliskipulagi verður í bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. janúar nk. frá kl. 17:00 – 18:00 báða dagana. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var 17. desember sl. með athugasemdafresti til og með 28. janúar nk. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingum

10.01.2017Kynning á verkefnislýsingum
Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar og deiliskipulag tengivirkis við Sandskeið. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar tvær verkefnislýsingar skv. 30. og 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Meira ...

Skólaliði/ræsting

09.01.2017Skólaliði/ræsting
Skólaliða vantar í ræstingu í 50% starf. Vinnutími er frá kl. 16 á daginn eða eftir samkomulagi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Meira ...

Hirðing á jólatrjám

05.01.2017Hirðing á jólatrjám
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun. Þeir verða á ferðinni sunnudaginn 8. janúar, mánu- og þriðjudaginn 9. og 10. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.
Meira ...

Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

03.01.2017Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema
Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Umsóknafrestur er til miðnættis 1. febrúar 2017.
Meira ...

Breytingar á húsaleigubótakerfinu – tóku gildi um áramót

02.01.2017Breytingar á húsaleigubótakerfinu – tóku gildi um áramót
Um áramót tóku gildi ný lög um húsnæðisbætur sem voru samþykkt á Alþingi í vor. Framvegis mun Vinnumálastofnun fyrir hönd ríkisins taka að sér að greiða út húsnæðisbætur sem koma í stað almennra húsaleigubóta. Sveitarfélög munu sjá um að taka á móti umsóknum og afgreiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi sem voru áður sérstakar húsaleigubætur.
Meira ...

Síða 0 af Infinity