Fréttir eftir mánuðum

Leikskólinn Hlíð hefur góða reynslu af Vináttuverkefninu

30.10.2017Leikskólinn Hlíð hefur góða reynslu af Vináttuverkefninu
Beita snemmtækri íhlutun gegn einelti. Veturinn 2014-2015 var leikskólinn Hlíð einn af sex íslenskum leikskólum sem tók þátt í tilraunavinnu með Vináttuverkefni Barnaheilla (Fri for mobberi). Verkefnið kom til Íslands frá Danmörku en það byggir á snemmtækri íhlutun gegn einelti í leikskólum svo að draga megi úr því í yngri bekkjum grunnskóla. Verkefnið skerpir m.a. á gildi góðra samskipta, vináttu og virðingu fyrir öðrum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þau grunngildi sem verkefnið byggir á í allri vinnu og samskiptum í leikskólasamfélaginu.
Meira ...

Fræðsludagur í leik- og grunnskólunum

30.10.2017Fræðsludagur í leik- og grunnskólunum
Þann 25. september var haldinn sameiginlegur fræðsludagur leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ. Starfsmönnum í frístundastarfi og dagforeldrum bauðst að taka þátt í deginum ásamt öllum starfsmönnum skólanna og voru þátttakendur hátt í 400 manns. Í upphafi dagskrárinnar bauð bæjarstjóri þátttakendur velkomna og sagði frá nýrri framtíðarsýn og áherslum Mosfellsbæjar.
Meira ...

Knatthús að Varmá

30.10.2017Knatthús að Varmá
Ráðist verður í framkvæmdir við fjölnota íþróttahús að Varmá. Fyrir bæjarráði Mosfellsbæjar liggur nú til samþykktar tillaga um byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss sem staðsett verði austan við núverandi íþróttamannvirki að Varmá. Um er að ræða svokallað hálft yfirbyggt knatthús þar sem eldri gervisgrasvöllur að Varmá er nú.
Meira ...

Opið hús - Svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells.

26.10.2017Opið hús - Svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells.
Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells. Opið hús um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 31. október nk, kl. 17 – 18.
Meira ...

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi

23.10.2017Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi
Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Beiðni þarf að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 24. október, fyrir klukkan 16. Umsókn hér um skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans.
Meira ...

Opnun útboðs - Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur

20.10.2017Opnun útboðs - Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur
Þann 20. október 2017 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í verkið: "Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur." Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Vetrarleyfi og starfsdagur skólanna

18.10.2017Vetrarleyfi og starfsdagur skólanna
Dagana 18.-20. október verður vetrarleyfi í grunnskólum bæjarins. Jafnframt verður starfsdagur kennara 23. október í Varmárskóla og verður því engin kennsla þessa daga. Margt er í boði í okkar fallega bæjarfélagi til afþreyingar og því kjörið fyrir fjölskylduna að njóta þess að vera saman í haustfríinu. Góð útivera er gulls ígildi, hvetjum við því foreldra og börn að fara saman í göngu- og hjólreiðatúra í okkar fallega umhverfi og njóta útivistar saman. Bókasafn Mosfellsbæjar er opið á hefðbundnum tíma frá kl. 12-18 með úrval af fróðleik góðra bóka til lestrar og láns. Ýmis spil verða á borðum til afþreyingar.
Meira ...

Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ?

18.10.2017Vilt þú starfa sem Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ?
Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag þar sem áhugaverð verkefni eru daglegt viðfangsefni. Því leitum við að öflugum byggingarfulltrúa í teymi okkar. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins. Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja.
Meira ...

Verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ

17.10.2017Verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ
Umfangsmikil bilun varð á stofnlögn hitaveitu sem orsakaði að loka þurfti fyrir stórt hverfi í suður- og vesturhluta Mosfellsbæjar. Unnið var að viðgerð í dag, 17. október og er komið heitt vatn á kerfið í öllum götum nema Klapparhlíð og Hlíðartúnshverfi en gera má ráð fyrir að heitt vatn verði komið þar á um kvöldmataleitið.
Meira ...

Varmárskóli Mosfellsbæ

17.10.2017Varmárskóli Mosfellsbæ
Laus störf skólaárið 2017-2018 í Varmárskóla. Leitað er eftir umsjónarkennara í 3ja bekk, 80-100% staða. Skólaliða í fullt starf fyrir eldri deild og stuðningsfulltrúa í hlutastarf ásamt og frístundaleiðbeinendur í 30-50% stöðu. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

UPPFÆRT : Viðgerð á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ - Tilkynning um lokun 17.október

17.10.2017UPPFÆRT : Viðgerð á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ - Tilkynning um lokun 17.október
Heitavatnslaust verður í sunnanverðum Mosfellsbæ þann 17.október 2017 frá klukkan 10:00 vegna lekaviðgerða á stofnlögn hitaveitu í Klapparhlíð. Þær götur sem verða heitavatnslausar eru: Þrastar- og Æðarhöfði, Lækjar-, Skála- og Klapparhlíð, Hlíðartúnshverfi, Desjamýri og Skarhólabraut. Reynt verður að takmarka skerðingu á þjónustu eftir fremsta megni en gera má ráð fyrir að lokað verði fyrir hitaveitu ofangreindra hverfa fram á kvöld þann 17.október 2017.
Meira ...

Tilkynning um framlagningu kjörskrár.

17.10.2017Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 18. október 2019 og til kjördags.
Meira ...

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar

17.10.2017Tilkynning frá Yfirkjörstjórn  Mosfellsbæjar
Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar. Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 28. október 2017 verður á sama stað.
Meira ...

Leiguhúsnæði óskast

16.10.2017Leiguhúsnæði óskast
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka 2ja- herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst. Nauðsynlegt er að um samþykkt íbúðarhúsnæði sé að ræða og unnt sé að þinglýsa leigusamningi. Fjölskyldusvið ábyrgist leigugreiðslur til leigusala.
Meira ...

Búsetukjarninn Þverholt í Mosfellsbæ

16.10.2017Búsetukjarninn Þverholt í Mosfellsbæ
AUGLÝST ER Í STÖÐU STUÐNINGSFULLTRÚA. Um 30-35% ráðningu er að ræða. Unnið er á morgun-, kvöld-, nætur- og helgarvöktum. Búsetukjarninn Þverholt veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í Þverholti eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Við reynum að stuðla að félagslegri virkni hvers og eins í anda þjónandi leiðsagnar.
Meira ...

Leikskólinn Hlaðhamrar

09.10.2017Leikskólinn Hlaðhamrar
Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna.
Meira ...

Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum

09.10.2017Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum
Ungmennahús Mosfellsbæjar hefur verið opnað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Þar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára að hittast og byggja upp öflugt og fjölbreytt félagsstarf. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar ásamt því að opna á tækifæri fyrir ungt fólk fyrir Evrópusamstarf.
Meira ...

Lausar stöður í Búsetukjarnanum í Klapparhlíð

09.10.2017Lausar stöður í Búsetukjarnanum í Klapparhlíð
Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi

06.10.2017Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september síðastliðinn í sal FMOS, framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær - Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“. Fjallað var um ofbeldi og birtingarmyndir þess í víðu samhengi. Að umræðu dagsins komu aðilar sem unnið hafa með einum eða öðrum hætti að því að sporna gegn ofbeldi og að opna á umræðuna um málefnið.
Meira ...

Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

06.10.2017Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar 3 verkefnislýsingar skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Meira ...

Forstöðumaður menningarmála

01.10.2017Forstöðumaður menningarmála
Auður Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menningamála hjá Mosfellsbæ. Um nýtt starfsheiti er að ræða sem kemur í stað starfsheitis forstöðumanns bókasafns. Markmiðið með breytingunni er að forstöðumaður menningarmála hafi yfirumsjón með menningarmálum í heild sinni en bókasafnið og Listasalurinn eru helstu menningarstofnanir Mosfellsbæjar. Forstöðumaður menningarmála er jafnframt starfsmaður menningarmálanefndar. Auður er með MLIS nám í bókasafns- og upplýsingafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess er hún með Cand. Mag í bókmenntafræði og BA gráðu í bókmenntafræði og frönsku.
Meira ...

Síða 0 af Infinity