Fréttir eftir mánuðum

Barnaskiptifatamarkaður / Swap market for children´s clothes

30.11.2017Barnaskiptifatamarkaður / Swap market for children´s clothes
BARNASKIPTIFATAMARKAÐUR. Laugardaginn 2. des. klukkan 11-14 hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ, Þverholti 7. Þú kemur með föt sem barnið er vaxið upp úr og velur ný í staðinn. Ókeypis og umhverfisvænt! Skiptimarkaðurinn er einnig opinn alla mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð

30.11.2017Leikskólinn Hlíð
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi í víðum skilningi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er skóli á „grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd stýrir. Verkefninu er ætlað að efla vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Stefnt er að því að sækja um Grænfánann.
Meira ...

Álögur lækka og þjónusta efld

30.11.2017Álögur lækka og þjónusta efld
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember sl. Gert er ráð fyrir því að tekjur Mosfellsbæjar nemi 10.582 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.268 m.kr. og að fjármagnsliðir verði 649 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi. Áætlað er að framkvæmt verði fyrir 1.595 m.kr. og þá er gert ráð fyrir því að íbúum fjölgi um 6% sem telst mikill vöxtur á alla mælikvarða.
Meira ...

Breyting á svæðisskipulagi fyrir „Höfuðborgarsvæðið 2040“

30.11.2017Breyting á svæðisskipulagi fyrir „Höfuðborgarsvæðið 2040“
Samgöngu- og þróunarásar fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, sbr. . 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006,. Breytingartillagan er tilkomin vegna undirbúnings Borgarlínu – hágæða almenningssamgöngukerfis sem tengja á öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Með breytingunni eru markaðir samgöngu- og þróunarásar en Borgarlína mun liggja innan þeirra. Einnig eru sett fram leiðbeinandi sem lúta að uppbyggingu innan samgöngu- og þróunarása.
Meira ...

Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

30.11.2017Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 2. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólakór ásamt skólahljómsveit spilar fyrir gesti og gangandi, Stefanía Svavarsdóttir tekur nokkur jólalög og gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög og Afturelding sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum.
Meira ...

Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?

27.11.2017Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?
Miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 20 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem að þessu sinni verður haldið í Krikaskóla. Að þessu sinni mun Kristín Björg Viggósdóttir iðjuþjálfi fjalla um systkinaerjur og hagnýt ráð þeim tengdum, en einnig fara í hvernig stuðla megi að jákvæðum samskiptum á milli systkina. Kristín Björg fjallar um efnið að miklu leyti út frá hugmyndafræði sem á ensku kallast RIE (Resources for Infant Education oft einnig kallað Respectful Parenting) og á íslensku hefur verið þýtt sem virðingaríkt tengslauppeldi.
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

17.11.2017Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Breyting á landnotkun á Hólmsheiði: Breytingin felst í að afmarka og móta stefnu um nýtt athafnasvæði við Sólheimakot á Hólmsheiði þar sem heimilt verði að byggja upp og þróa græna, orkufreka starfsemi, eins og gagnaver. Svæðið er austan við Hafravatnsveg, skammt frá fangelsinu á Hólmsheiði og er í gildandi Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 skilgreint sem óbyggt svæði og fjarsvæði vatnsverndar. Í nágrenni þess er einnig frístundabyggð og stök frístundahús samkvæmt aðalskipulagi.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar

17.11.2017Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar
Fullt var út úr dyrum á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár og met slegið í fjölda gesta eða um 360 manns. Kolbeinn Tumi Haraldsson lék ljúfa tóna á flygilinn meðan fólk beið eftir að veislan hæfist. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld en það hefur hún gert sl. 12 ár. Hún hafði á orði að um tíma var hún alltaf verið ófrísk en undanfarin ár stöðugt í stjórnarmyndunarviðræðum.
Meira ...

Krikaskóli fékk sinfóníuhljómsveit í heimsókn

16.11.2017Krikaskóli fékk sinfóníuhljómsveit í heimsókn
Miðvikudaginn 18. október fékk Krikaskóli skemmtilega heimsókn frá Sinfóníuhljóm-sveit Íslands. Skólinn var dreginn út og fékk þessa atvinnutónlistarmenn í heimsókn. Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti sex grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna og lék létt og skemmtileg verk. Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið allt frá stofnun hennar. Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa er fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar sem leggur ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við samfélagið.
Meira ...

Leirvogstunguskóli tók á móti góðum gestum

16.11.2017Leirvogstunguskóli tók á móti góðum gestum
Miðlað kennsluaðferðum og menningu milli þjóða. Leirvogstunguskóli tekur þátt í samevrópsku verkefni sem styrkt er af Erasmus. Verkefnið ber yfirskriftina „Play to learn, learn to play“ og miðar að því að miðla kennsluaðferðum og menningu milli þjóðanna.
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

16.11.2017Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu og Sölkugötu fimmtudaginn 16. nóvember 2017 vegna tenginga frá kl. 09:00 og fram eftir degi
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla

15.11.2017Lausar stöður í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Breytingar á leiðakerfi Strætó um áramótin

15.11.2017Breytingar á leiðakerfi Strætó um áramótin
Umtalsverðar breytingar verða á leiðakerfi Strætó um næstu áramót. Breytingarnar eru liður í að ná fram því markmiði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta þjónustu og fjölga þannig notendum. Einföldun leiðakerfis og aukin tíðni ferða eru mikilvægt skref í þá átt að gera Strætó að ferðamáta sem er samkeppnishæfur við aðrar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Tekjur aukast, þjónusta efld og fjárfest í innviðum á sviði skóla- og frístundamála

10.11.2017Tekjur aukast, þjónusta efld og fjárfest í innviðum á sviði skóla- og frístundamála
Fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 26. október sl. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur næsta árs verði 318 m.kr. Framkvæmdir að frádregnum tekjum af gatnagerðargjöldum er áætlað að nemi 1.521 m.kr. og að íbúum fjölgi um 6% milli ára. Gert er ráð fyrir því að tekjur sveitarfélagsins nemi 10.550 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.555 m.kr. og fjármagnsliðir 650 m.kr. Skuldir sem hlutfall af tekjum halda áfram að lækka og verða 99,4% í árslok 2018 sem er umtalsvert neðar en hið lögbundna 150% mark sem áskilið er samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
Meira ...

Framkvæmdir við Mosfellskirkju

09.11.2017Framkvæmdir við Mosfellskirkju
Þessa dagana eru framkvæmdir að hefjast í kringum Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Til stendur að malbika plan og aðgengi að kirkjunni. Framkvæmdirnar munu gjörbreyta aðkomu að kirkjunni og auðvelda umferð en mikið er um bílaumferð í kringum kirkjuna í tengslum við gönguferðir á Mosfell.
Meira ...

Íbúasamtök stofnuð í Krikahverfi

09.11.2017Íbúasamtök stofnuð í Krikahverfi
Íbúasamtök Krikahverfis voru formlega stofnuð á íbúafundi í Krikaskóla 24. október. Um 60 manns mættu á fundinn en fundarstjóri var Hafsteinn Pálsson. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Ásgeir Guðmundsson lögreglumaður á lögreglustöð 4. Fram fóru umræður um mikilvægi íbúasamtaka, tilgang og markmið. Aðalumræðuefnið var þó uppsetning öryggismyndavéla í hverfinu en þó nokkuð hefur borið á þjófnaði í hverfinu. Á næsta fundi íbúasamtakanna verður rætt um Sunnukrika en þar hefur lóðum verið úthlutað undir hótelbyggingu og aðra þjónustu tengda ferðamönnum.
Meira ...

Fjölmenni á opnu húsi fræðsluskrifstofunnar

09.11.2017Fjölmenni á opnu húsi fræðsluskrifstofunnar
Rúmlega 70 manns mættu á fyrsta opna hús vetrarins hjá fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar þann 25. október sl. Að þessu sinni var fyrirlesari Bjarni Fritzson, rithöfundur, þjálfari og eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann. Í fyrirlestri sínum fjallaði Bjarni um efni sem hann hafði fyrr í mánuðinum farið yfir með unglingum Mosfellsbæjar á Geðheilsudeginum þann 5. okt.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ

09.11.2017Lausar stöður í Krikaskóla í Mosfellsbæ
Leikskólakennari óskast til starfa í 100% stöðu. Starfsmaður í frístundastarf óskast, um er að ræða 30-50 % starfshlutfall, tilvalið með skóla. Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2017. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

07.11.2017Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu. Heimilt er að veita styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluð fólki að skapa sér atvinnu.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

07.11.2017Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn sem var opnað nú í október. Um er að ræða 45% stöðu í vaktavinnu þar sem unnið er aðra hvora helgi og kvöld- og næturvaktir á virkum dögum. Þetta er fjölbreytt hlutastarf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni.
Meira ...

Innheimtufulltrúi í fjármáladeild

02.11.2017Innheimtufulltrúi í fjármáladeild
Mosfellsbær leitar að innheimtufulltrúa í fjármáladeild. Innheimtufulltrúi fjármáladeildar sér um reikningagerð, innheimtu reikninga, árlega álagningu fasteignagjalda og reglulegar breytingar á fasteignagjöldum. Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti og samvinnu við starfsmenn í öðrum deildum, innheimtuaðila, þjónustuaðila hugbúnaðarkerfa og viðskiptamenn. Innheimtufulltrúi sér einnig um móttöku rafrænna reikninga frá lánardrottnum og tekur þátt í öðrum verkefnum fjármáladeildar.
Meira ...

Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri í búsetukjarna í Mosfellsbæ

02.11.2017Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri  í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra í búsetukjarna. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í fullt starf. Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 og næstu þrjú ár

01.11.2017Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 og næstu þrjú ár
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 10.550 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.555 m.kr. og fjármagnsliðir 650 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 318 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir nemi 1.521 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 6 % milli ára.
Meira ...

Síða 0 af Infinity