Fréttir eftir mánuðum

Lækkun á fasteignagjöldum og heitu vatni árið 2018

28.12.2017Lækkun á fasteignagjöldum og heitu vatni árið 2018
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 29.nóvember síðastliðinn gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi. Það má því segja að rekstur og starfsemi bæjarfélagsins sé í góðu horfi og mun það svigrúm sem þetta veitir nýtast íbúum með einum eða öðrum hætti. Þessi rekstrarafkoma skilar sér til að mynda með 11% lækkun á fasteignagjöldum til íbúa og fyrirtækja í Mosfellsbæ fyrir árið 2018. Auk þessarar lækkunar mun verð á heitu vatni einnig lækka um 5% til íbúa Mosfellsbæjar á nýju ári.
Meira ...

Breytingar á þjónustu og leiðakerfi Strætó 7. janúar 2018

27.12.2017Breytingar á þjónustu og leiðakerfi Strætó 7. janúar 2018
Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á þjónustu og leiðakerfi Strætó, sunnudaginn 7.janúar næstkomandi. Leið 6 mun aka á 10 mínúta fresti á annatímum, en á móti verður leiðin stytt. Hún mun byrja og enda ferðir sínar í Spönginni í stað Háholts. Leið 7 kemur ný inn í leiðakerfið sem eflir verulega þjónustu við íbúa og gesti Helgafellshverfis og Leirvogstunguhverfis. Leiðin mun aka frá Spöng, framhjá Egilshöll, í gegnum Staðahverfið, inn í Helgafellshverfið, í Leirvogstunguhverfið og til baka. Leið 6 mun aka til klukkan 01:00 alla daga og leið 7 mun aka til miðnættis.
Meira ...

Áramótabrenna með hefðbundnu sniði

27.12.2017Áramótabrenna með hefðbundnu sniði
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir. Bæjarbúar eru hvattir til að ganga vel um að fjarlægja flugeldarusl.
Meira ...

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ 20.desember 2017

21.12.2017Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ 20.desember 2017
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desember s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og sex nemendur brautskráðir, fjórtán af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust átján nemendur.
Meira ...

Sorphirða um hátíðarnar

20.12.2017Sorphirða um hátíðarnar
Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins. Það getur því verið ágætt að vita hvenær tunnurnar eru tæmdar. En það verður sem hér segir: Bláa tunnan verður tæmd í Mosfellsbæ dagana 20. og 21. desember einnig dagana 29. og 30. desember. Almennt sorp verður hreinsað 22. desember og 23. desember eða þorláksmessu. Eftir áramót verður almenna sorpið svo hirt dagana 2. og 3. janúar. Þess má geta að jólapappír má fara í bláu tunnuna.
Meira ...

Íþrótta- og tómstundasetur fyrir yngstu börnin heillavænlegt

20.12.2017Íþrótta- og tómstundasetur fyrir yngstu börnin heillavænlegt
Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar, og Hlynur funduðu saman og fengu þá hugmynd sem má segja að sé enn við lýði í dag. Í henni fólst að bjóða börnum í fyrstu bekkjum grunnskóla upp á íþrótta- og tómstundastarf þar sem þau fengu kynningu á grunnatriðum í þeim íþróttagreinum sem Afturelding býður upp á og þeim tómstundum sem boðið er upp á í Mosfellsbæ. Ekki er um skipulagðar æfingar að ræða heldur kynningarstarf þar sem börn fá að kynnast ýmum íþróttagreinum og tómstundum og fá að prufa sig áfram og finna hvað hentar.
Meira ...

Flutningar fjölskyldusviðs og fræðslu- og frístundasviðs í Kjarna

19.12.2017Flutningar fjölskyldusviðs og fræðslu- og frístundasviðs í Kjarna
Þann 21. desember nk. munu fjölskyldusvið og fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar flytja að nýju á 3. hæð í Kjarna en unnið hefur verið að viðgerðum á húsnæðinu vegna rakaskemmda frá því í vor. Áætlað er að flutningarnir standi yfir frá kl 11:00-15:00 þann dag og því má búast við smávægilegri röskun á þjónustu sviðanna á því tímabili.
Meira ...

Nýi gervigrasvöllurinn stenst FIFA próf og því löglegur keppnisvöllur

19.12.2017Nýi gervigrasvöllurinn stenst FIFA próf og því löglegur keppnisvöllur
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók ákvörðun þann 22.08.2016 að endurnýja gervigras og gúmmíkurl á öllum spark- og keppnisvöllum í bænum. Gervigrasvöllurinn á Varmársvæðinu hefur hlotið svokallaða FIFA Quality Pro gæðavottun sem er sameiginleg krafa FIFA og UEFA um keppnisvelli með gervigrasi. Mosfellsbær óskar bæjarbúum og Aftureldingu til hamingju með endurnýjaðan gervigrasvöll á íþróttasvæðinu við Varmá.
Meira ...

Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar

18.12.2017Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir kaltvatn í Leirvogstunghverfi þriðjudaginn 19. desember 2017 vegna tengingar á stofnæð milli kl:10:00 og 12:00
Meira ...

Ábendingar um ljóslausa staura

18.12.2017Ábendingar um ljóslausa staura
Þar sem nú er svartasta skammdegi og mikilvægt að ljósastaurar lýsi okkur leiðina er rétt að minna á að verði íbúar varir við ljóslausa staura er rétt að koma ábendingum til þjónustuvers Orkuveitu Reykjavíkur sem í framhaldinu útbýr verkbeiðni til vinnuflokks á vegum Orku Náttúrunnar sem annast lýsingu í Mosfellsbæ. Hægt er að koma ábendingum á framfæri annars vegar með tölvupósti á netfangið on@on.is eða í síma 591-2700.
Meira ...

Laus störf í íþróttahúsi Lágafells

15.12.2017Laus störf í íþróttahúsi Lágafells
Íþróttahús Lágafells í Mosfellsbæ leitar að starfsfólki. Íþróttamiðstöðin Lágafelli er vinsæll áfangastaður landsmanna sem og erlendra ferðamanna. Íþróttamiðstöðin Lágafelli heyrir undir frístundasvið Mosfellsbæjar. Íþróttamiðstöðin Lágafelli auglýsir eftir sundlaugarverði í fullt starf á vöktum. Starfið felst að mestu leiti í sund- og öryggisgæslu, þjónustu og þrifum. Rík áhersla er lögð á gildi Mosfellsbæjar og lagt upp með að starfsmenn tileinki sér þau.
Meira ...

Lágafellsskóli Mosfellsbæ

15.12.2017Lágafellsskóli Mosfellsbæ
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum. Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Hliðrun Skeiðholts

13.12.2017Hliðrun Skeiðholts
Nú stendur yfir undirbúningur þess að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut, auk þess sem biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts og Byggðarholts. Í fyrsta áfanga verður unnið að færslu Skeiðholts sem felur í sér gatnagerð, endurnýjun lagna, vinnu við gangstéttir og gerð hljóð-veggja í norður- og suðurenda Skeiðholts. Miðað er við að fyrsta áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Gera má ráð fyrir því að truflun verði á umferð frá Lágholti, Markholti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti þegar framkvæmdir standa sem hæst. Hjáleiðir verða hins vegar opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017

13.12.2017Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Krakkar úr Krikaskóla gáfu fatnað til fátækra barna

08.12.2017Krakkar úr Krikaskóla gáfu fatnað til fátækra barna
Það voru hressir krakkarnir af Spóa, 5 ára deild Krikaskóla, sem kíktu í heimsókn til Rauða krossins í Mosfellsbæ á degi alþjóðadags barna. Börnin komu færandi hendi með fatnað og skó fyrir börn sem minna mega sín. Fötin nýtast á skiptifatamarkaðnum okkar og í fatapakka sem verða sendir til Hvíta-Rússlands til barnafjölskyldna sem á þurfa að halda.
Meira ...

Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ

07.12.2017Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ
LAUSAR STÖÐUR Í BÚSETUKJARNANUM Í KLAPPARHLÍÐ. Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

07.12.2017Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn sem var opnað nú í október. Um er að ræða 35% framtíðarstöðu í vaktavinnu þar sem unnið er aðra hvora helgi og kvöld- og næturvaktir á virkum dögum. Þetta er fjölbreytt hlutastarf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni. Áherslur í starfi eru samkvæmt hugmyndafræði sem þjónustukjarnar í Mosfellsbæ starfa samkvæmt. Helstu verkefni stuðningsfulltrúa eru að aðstoða börnin við daglegar athafnir þeirra og stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna.
Meira ...

HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð

07.12.2017HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustuver 525 6700.
Meira ...

Sameiginlegur kynningafundur um knatthús að Varmá

06.12.2017Sameiginlegur kynningafundur um knatthús að Varmá
Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú. Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir.
Meira ...

Tilkynning - yfirfærsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs

05.12.2017Tilkynning - yfirfærsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs
Frá og með 1. janúar 2018 færist framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs. Vinnumálastofnun mun afgreiða öll erindi til og með 31. desember 2017 en eftir það er umsækjendum bent á að beina fyrirspurnum vegna húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður hefur það að markmiði að yfirfærslan verði sem einföldust og þægilegust fyrir umsækjendur. Framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta mun vera með sama hætti og áður en helsta breytingin er að eftir 1. janúar 2018 ber að beina fyrirspurnum um húsnæðisbætur til Íbúðalánasjóðs, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða í síma 569-6900.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum

01.12.2017Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Síða 0 af Infinity