Fréttir eftir mánuðum

Börn að leik í snjóruðningum

28.02.2017Börn að leik í snjóruðningum
Borið hefur á því að börn séu að búa sér til snjóhús inni í ruðningum/sköflum sem hafa myndast við götur og gatnamót. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu. Við viljum jafnframt biðja akandi vegfarendur að hafa gætur á þegar þeir keyra um göturnar svo ekki verði slys og gangandi vegfarendur sem verða varir við börn í snjóhúsum að hafa þessa hættu á orði við börnin. Stöndum saman í að gæta barnanna okkar og höfum gaman saman í snjónum.
Meira ...

Snjómokstur í Mosfellsbæ

28.02.2017Snjómokstur í Mosfellsbæ
Eins og allir hafa orðið varir við þá er ennþá verið að vinna að mokstri eftir gríðarlegt fannfergi um helgina. Snjómokstursaðilar, starfsmenn bæjarins og verktakar, hafa allt frá því snemma á sunnudagsmorgninum unnið sleitulaust að því að moka með öllum tiltækum tækjum. Byrjað var á stofnbrautum snemma á sunnudag og í kjölfarið voru húsagötur ruddar fram á kvöld. Haldið var áfram við að hreinsa húsagötur í gær og í dag. Sett hefur verið í forgang að moka frá strætóskýlum til að fólk kæmist leiðar sinnar með almenningssamgöngum, en lögð er áhersla á að íbúar nýti sér þær eins og hægt er.
Meira ...

Unnið að mokstri á götum Mosfellsbæjar

26.02.2017Unnið að mokstri á götum Mosfellsbæjar
Öll tiltæk moksturstæki eru nú á götum bæjarins að hreinsa það gríðarlega magn af snjó sem kyngdi niður í nótt. Hreinsunarstarfið er tímafrekt og lögð er áhersla á helstu samgönguæðar og strætóleiðir. Ekki verður hægt að hreinsa göngustíga fyrr en seinna í dag þegar vinnu við göturnar er lokið. Tæki sem almennt eru notuð til að hreinsa göngustíga ráða ekki við slíkt magn af snjó sem nú er. Íbúar eru beðnir um að sýna biðlund og fylgjast með tilkynningum frá lögreglu á fréttamiðlum.
Meira ...

Tilkynning til foreldra og forráðamanna / Announcement - English below !

24.02.2017Tilkynning til foreldra og forráðamanna / Announcement  - English below !
Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Eru þeir hvattir til að fara ekki af stað sökum veðurs séu þeir ekki á vel útbúin, frekar þá að bíða af sér veðrið. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. / The weather conditions in the Reykjavik area have deteriorated and parents and/or guardians of children younger than 12 are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs. If parents or guardians are not equipped to pick up their children during the storm, we ask them to wait until the weather improves. The children will be kept safe at school until they are collected.
Meira ...

Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi

21.02.2017Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi
MOSFELLSBÆR ÓSKAR EFTIR LEIKSKÓLAKENNARA OG/EÐA ÞROSKAÞJÁLFA Á LEIKSKÓLANN HULDUBERG Í MOSFELLSBÆ. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Fræðsla og innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk - yfirlýsing frá félagsmálastjórum

20.02.2017Fræðsla og innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk - yfirlýsing frá félagsmálastjórum
Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur (í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ) mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Hefur hann komið saman reglulega síðan. Meðal viðfangsefna hefur verið eftirlit með þjónustunni eins og kveðið er á um í lögum að sveitarfélögin skuli sinna, svonefnt innra eftirlit. Að gefnu því tilefni sem umræður um skýrslu um Kópavogshælið hafa skapað undanfarið þykir samráðshópnum rétt að gera stuttlega grein fyrir hvernig þessu eftirliti er háttað. Framan af – og reyndar enn – höfðu sveitarfélögin eftirlit með þjónustunni með ýmsu móti, en 2013 var kallaður saman hópur fagfólks sem falið var að leita leiða til að efla eftirlitið með reglubundnum og samræmdum hætti. Hópurinn setti saman gæðamatslista í þessu skyni sem tekur mið af lögum og reglugerðum um málaflokkinn, svo og samningi Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin réðu í kjölfarið sameiginlegan starfsmann, reyndan þroskaþjálfa, til að annast eftirlitið.
Meira ...

Mosfellsbær auglýsir styrki

20.02.2017Mosfellsbær auglýsir styrki
Auglýst hefur verið eftir umsóknum vegna Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar. Viðurkenningin er þematengd í ár og óskað er eftir hugmyndum sem tengjast heilsu og heilsuferðaþjónustu. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár og er þetta í fjórða skipti sem auglýst er eftir umsóknum. Nánari upplýsingar má sjá hér.
Meira ...

Hitaveituviðgerð í Mosfellsdal

20.02.2017Hitaveituviðgerð í Mosfellsdal
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heitt vatn í dag 20.febrúar, í neðri hluta Mosfellsdals auk Reykjaflatar, Hlöðunnar, Mosskóga og Dalsgarðs (íbúðarhús). Lokað verður fyrir vatnið frá kl. 10 og fram eftir degi.
Meira ...

Göngustígur milli Helgafellshverfis og Reykjalundar

17.02.2017Göngustígur milli Helgafellshverfis og Reykjalundar
Mosfellsbær vinnur nú að gerð göngustígs milli Helgafellshverfis og Reykjalundar, með stígagerð og uppsetningu göngubrúar yfir Skammadalslæk. Stígurinn, sem er malastígur, mun liggja frá enda Snæfríðargötu og tengjast stígakerfi Reykjalundar. Tilgangurinn er að bæta samgöngur gangandi fólks milli Helgafellshverfis og Reykjahverfis, meðal annars aðgengi nýrra íbúa í Helgafellshverfi að almenningssamgöngum við Reykjalund. Vagn nr. 15 ekur frá Reykjalundi að Háholti og um Álfatanga og Baugshlíð niður í Ártún, að Hlemmi og alla leið í vesturbæ Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum við nýja stíginn verði lokið í næstu viku.
Meira ...

Mosfellsbær keppir í Útsvari – allir velkomnir

15.02.2017Mosfellsbær keppir í Útsvari – allir velkomnir
Mosfellsbær keppir í annarri umferð spurningaþáttarins Útsvars á RÚV föstudaginn 17. febrúar. Breyting verður á liðinu en Una Sighvatsdóttir starfar erlendis um þessar mundir og Kristín I. Pálsdóttir kemur í hennar stað. Valgarð og Bragi Páll standa vaktina sem fyrr. Áhorfendur eru velkomnir í sjónvarpshúsið við Efstaleyti en húsið opnar klukkan 19.00.
Meira ...

Leikskólastjóri óskast á Reykjakot

10.02.2017Leikskólastjóri óskast á Reykjakot
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR LAUST STARF LEIKSKÓLASTJÓRA Á LEIKSKÓLANUM REYKJAKOTI. Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Landlæknir hefur vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla. Í því felst að Reykjakot vinnur markvisst að heilsueflingu í öllu sínu daglega starfi.
Meira ...

Heiður sveitarfélagsins í húfi!

09.02.2017Heiður sveitarfélagsins í húfi!
Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja bæjarbúa áfram og víða keppa sjálfir bæjarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi! Mosfellsbær er þessa stundina í 13. sæti, tíu sætum ofar en nágrannarnir í Reykjavík
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstunga 47-49

09.02.2017Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstunga 47-49
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald¬a tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Leirvogstunga 47-49, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða breytingu vegna Leirvogstungu 47-49 (oddatölur). Einbýlishúsalóðirnar Leivogstungu nr. 47 og 49, húsgerð E-EB eru sameinaðar í eina fjögurra eininga raðhúsalóð, nr. 47, 49, 51 og 5,3 húsgerð R-IK.
Meira ...

Okkar Mosó – hugmyndasöfnunin gengur vel

06.02.2017Okkar Mosó – hugmyndasöfnunin gengur vel
Hugmyndasöfnunin Okkar Mosó er komin vel af stað og nú þegar komnar 30 flottar hugmyndir. Hugmyndirnar geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt.
Meira ...

Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi

03.02.2017Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi
MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn til starfa á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Dagur leikskólans

03.02.2017Dagur leikskólans
Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í tíunda sinn þann 6. febrúar 2017. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.
Meira ...

Tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

02.02.2017Tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Sölkugata 6 og Þverholt 25-27
Meira ...

Síða 0 af Infinity