Fréttir eftir mánuðum

Opnun útboðs - Helgafellsskóli Nýbygging - Fullnaðarfrágangur 1. áfangi.

28.04.2017
Þann 28. apríl 2017 voru tilboð opnuð í verkið Helgafellsskóli Nýbygging - Fullnaðarfrágangur 1. áfangi.
Meira ...

Fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ

27.04.2017
Mosfellsbær hefur komið upp glæsilegu fuglaskoðunarhúsi í Leiruvogi sem stendur öllum fuglaáhugamönnum opið.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi – Miðbær Mosfellsbæjar, Bjarkarholt/Háholt

27.04.2017
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í Mosfellsbæ, Bjarkarholt/Háholt verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, fimmtudaginn 4. maí nk. kl. 17:00 - 18:00.
Meira ...

Mosfellsbær keppir í Útsvari

27.04.2017
Mosfellsbær keppir í þriðju umferð spurningaþáttarins Útsvars á RÚV föstudaginn 28. apríl kl. 20:15. Mosfellsbær mætir Grindavík að þessu sinni.
Meira ...

Fossatunga gatnagerð, opnun á útboði

24.04.2017
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í verkið: Fossatunga – Gatnagerð og veitur 2017 og tilboð voru opnuð í apríl.
Meira ...

Niðurstaða í Okkar Mosó

24.04.2017
Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku.
Meira ...

Menningarvika og listasýning leikskólabarna í Mosfellsbæ

24.04.2017
Hin árlega menningarvika og listasýning leikskólabarna í Mosfellsbæ verður dagana 24. apríl - 8. maí n.k. á torginu í Kjarna.
Meira ...

Gleðilegt sumar - skemmtidagskrá við Varmá í dag

20.04.2017
Líkt og síðustu ár sér Skátafélagið Mosverjar, í samstarfi við Mosfellsbæ, um að gera bæjarbúum kleift að fagna sumrinu á viðeigandi hátt. Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu kl. 13:00.
Meira ...

Hreinsunarátak í Mosfellsbæ

12.04.2017
Dagana 12. apríl til 3. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.
Meira ...

Nýr klórbúnaður tekinn í notkun

07.04.2017
Þann 6. apríl var vígður nýr hreinsibúnaður í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum.
Meira ...

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir íbúð til leigu

06.04.2017
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka 2ja-3ja herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst.
Meira ...

Afgangur af rekstri síðasta árs

05.04.2017
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag og jafnframt tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin

04.04.2017
Nú á þessum síðustu vetrardögum fer fram Litla upplestrarkeppnin í öllum 4. bekkjum grunnskóla Mosfellsbæjar.
Meira ...

Þjónandi leiðsögn

04.04.2017
Búsetu- og þjónustudeild Mosfellsbæjar, ásamt þremur búsetukjörnum í Mosfellsbæ og Félagsstarfinu á Eirhömum eru að innleiða þjónandi leiðsögn (e. "gentle teaching").
Meira ...

Síða 0 af Infinity