Fréttir eftir mánuðum

Opnun útboðs - Helgafellsskóli Nýbygging - Fullnaðarfrágangur 1. áfangi.

28.04.2017Opnun útboðs - Helgafellsskóli Nýbygging - Fullnaðarfrágangur 1. áfangi.
Þann 28. apríl 2017 voru tilboð opnuð í verkið Helgafellsskóli Nýbygging - Fullnaðarfrágangur 1. áfangi. Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ

27.04.2017Fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur komið upp glæsilegu fuglaskoðunarhúsi í Leiruvogi sem stendur öllum fuglaáhugamönnum opið. Leiruvogurinn er einstakur hvað varðar fuglalíf allan ársins hring og því gott að fylgjast þar með fuglum í sínu náttúrulega umhverfi. Húsið er vel staðsett nálægt leirunni, þar sem fjöldi vaðfugla heldur til, og úr því er góð yfirsýn yfir Langatanga, sem margar fuglategundir nýta sér sem hvíldarstað. Inni í húsinu er að finna geinargott upplýsingaskilti um fuglalífið á svæðinu ásamt gestabók sem gestir eru hvattir til að rita nafn sitt í. Aðstaða fyrir fatlaða er góð og gert ráð fyrir að fatlaðir geti athafnað sig sjálfir í húsinu.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi – Miðbær Mosfellsbæjar, Bjarkarholt/Háholt

27.04.2017Breyting á deiliskipulagi – Miðbær Mosfellsbæjar, Bjarkarholt/Háholt
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í Mosfellsbæ, Bjarkarholt/Háholt verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, fimmtudaginn 4. maí nk. kl. 17 – 18. Kynnt verður tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar, Bjarkarholt/Háholt. Um er að ræða kynningu á deiliskipulagi skv. grein 5.6.1. í skipulagsreglugerð. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Meira ...

Mosfellsbær keppir í Útsvari – allir velkomnir

27.04.2017Mosfellsbær keppir í Útsvari – allir velkomnir
Mosfellsbær keppir í þriðju umferð spurningaþáttarins Útsvars á RÚV föstudaginn 28. apríl kl. 20:15. Mosfellsbær mætir Grindavík að þessu sinni. Kristín I. Pálsdóttir, Valgarð og Bragi Páll standa vaktina sem fyrr. Áhorfendur eru velkomnir í sjónvarpshúsið við Efstaleyti en húsið opnar klukkan 19.00. Bein útsending er frá spurningakeppni sveitarfélaga á Ruv sem og á vefsíðu RUV
Meira ...

Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar

26.04.2017Tilkynning frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir kalt vatn í Baugshlíð, Þrastarhöfða, Hjallahlíð 19, 21, 23 og Lækjarhlíð fimmtudaginn 27.apríl 2017 frá kl 22:00 og fram eftir nóttu vegna viðgerða á stofnlögn
Meira ...

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Mosfellsbæ og Grafarvogi

25.04.2017Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Mosfellsbæ og Grafarvogi
Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í hluta Mosfellsbæjar og Grafarvogs. Unnið er að viðgerð. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð leitar að deildarstjóra

24.04.2017Leikskólinn Hlíð leitar að deildarstjóra
MOSFELLSBÆR leitar eftir deildarstjóra til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlið er „skóli á grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru umhverfismennt, vinátta, jákvæð samskipti og sköpun. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Fossatunga gatnagerð, opnun á útboði

24.04.2017Fossatunga gatnagerð, opnun á útboði
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í verkið: Fossatunga – Gatnagerð og veitur 2017 og tilboð voru opnuð í apríl. Um er að ræða nýja götu sem nefnd hefur verið Fossatunga sem staðsett er í nokkuð grónu hverfi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð, rif á húsi og jarðvinna vegna veitukerfa á svæðinu.
Meira ...

Niðurstaða í Okkar Mosó

24.04.2017Niðurstaða í Okkar Mosó
Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku. Hægt verður að fylgjast með gangi framkvæmda inni á www.mos.is/okkarmoso. Þar er nokkur fjöldi verkefna sem fór ekki í kosningu en mun samt sem áður fá verðskuldaða umfjöllun í stjórnkerfi bæjarins.
Meira ...

Menningarvika og listasýning leikskólabarna í Mosfellsbæ

24.04.2017Menningarvika og listasýning leikskólabarna í Mosfellsbæ
Hin árlega menningarvika og listasýning leikskólabarna í Mosfellsbæ. Verður dagana 24. apríl - 8. maí n.k. á torginu Kjarna. Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu þessa daga. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Leikskólabörnin munu syngja fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl. 14:30
Meira ...

Laus störf í Varmárskóla næsta skólaár

21.04.2017Laus störf í Varmárskóla næsta skólaár
Forstöðumaður frístundasels - tómstundafræðingur óskast til að stýra frístundaseli skólans. Um er að ræða 100% stöðu. Deildarstjóri verkefna á yngsta og miðstigi - um er að ræða yfirumsjón með sérkennslu á yngsta og miðstigi sem og önnur verkefni sem til falla - 100% stöðuhlutfall. Óskað er eftir aðila með reynslu að stjórnun og menntun á sviðið sérkennslu. Viðkomandi þarf að vera flinkur í mannlegum samskiptum og tilbúinn til að fara ótroðnar slóðir. Kennarar óskast á unglingastig, miðstig og yngsta stig.
Meira ...

Gleðilegt sumar - skemmtidagskrá við Varmá í dag

20.04.2017Gleðilegt sumar - skemmtidagskrá við Varmá í dag
Líkt og síðustu ár sér Skátafélagið Mosverjar, í samstarfi við Mosfellsbæ, um að gera bæjarbúum kleift að fagna sumrinu á viðeigandi hátt. Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu klukkan 13.00
Meira ...

Hreinsunarátak í Mosfellsbæ - VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI

12.04.2017Hreinsunarátak í Mosfellsbæ - VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI
Dagana 12. apríl – 3. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum: ..
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

07.04.2017Laus störf í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Nýr klórbúnaður tekinn í notkun

07.04.2017Nýr klórbúnaður tekinn í notkun
Bætt lífsgæði í sundlaugunum. Þann 6. apríl var vígður nýr hreinsibúnaður í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum. Mosfellsbær er eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að taka í notkun slíkan búnað en áhersla er lögð á að minnka notkun hættulegra efna sem skaðað geta lífríkið.
Meira ...

Tilkynning frá Hita- og vatnsveitu Mosfellsbæjar

06.04.2017Tilkynning frá Hita- og vatnsveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir heitt- og kaltvatn í Barrholti fimtudaginn 6. apríl 2017 vegna viðgerða frá kl:09:00 og fram eftir degi. Lokun á heituvatni nær til húsa nr. 5,7,9,10,11,12,13,14,15. En lokun á kölduvatni nær til allra húsa við Barrholt ásamt Bergholti nr.13.
Meira ...

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir íbúð til leigu

06.04.2017Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir íbúð til leigu
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka 2ja-3ja herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst. Nauðsynlegt er að um samþykkt íbúðarhúsnæði sé að ræða og unnt sé að þinglýsa leigusamningi. Fjölskyldusvið ábyrgist leigugreiðslur til leigusala.
Meira ...

Afgangur af rekstri síðasta árs

05.04.2017Afgangur af rekstri síðasta árs
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag og jafnframt tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Tekjur ársins námu alls 9.105 milljónum, launakostnaður 4.151 milljónum og annar rekstrar-kostnaður 3.640 milljónum. Framlegð nemur því 1.314 milljónum en að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarafgangur A og B hluta 380 milljónir. Rekstrarniðurstaða
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin

04.04.2017Litla upplestrarkeppnin
Nú á þessum síðustu vetrardögum fer fram Litla upplestrarkeppnin í öllum 4. bekkjum grunnskóla Mosfellsbæjar. Litla upplestrarkeppnin er skyld þeirri Stóru sem fram fer meðal nemenda í 7. bekk. Markmið Litlu upplestrarkeppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær.
Meira ...

Þjónandi leiðsögn

04.04.2017Þjónandi leiðsögn
Búsetu- og þjónustudeild Mosfellsbæjar, ásamt þremur búsetukjörnum í Mosfellsbæ og Félagsstarfinu á Eirhömum er að innleiða Þjónandi leiðsögn Gentle taeching. Hugmyndafræðin byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl og að öll séum við háð hvert öðru á einn eða annan hátt. Þjónandi leiðsögn gerir kröfur til þess að starfsmaðurinn horfi inn á við og nýti það góða sem býr innra með hverjum manni. Að hann finni leiðir til að gefa af sér hlýju og umhyggju í garð annarra. Þjónandi leiðsögn byggir á fjórum grunnstoðum - að upplifa sig örugga, fá umhyggju og kærleika, veita umhyggju og kærleika og að vera þátttakandi. Verkfæri hugmyndafræðinnar eru fjögur: hendur okkar, orð, augu og nærvera. Þannig nýtir starfsmaðurinn sjálfan sig til þess að sýna umhyggju og kærleika í garð þeirra sem hann vinnur með. Það gerir hann t.d. með því að horfa blíðlega, tala rólega, snerta af nærgætni, og vera til staðar, hér og nú. 16 manna hópur var í tvo daga 19 og 20 janúar á mentor/leiðtoga þjálfun hjá Kristni Má Torfasyni og Arne Friðrik Karlssyni.
Meira ...

Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi

04.04.2017Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi
Mosfellsbær óskar eftir aðstoð í eldhúsi á leikskólann Hulduberg í Mosfellsbæ. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Síða 0 af Infinity