Fréttir eftir mánuðum

Vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulagi sveitarfélaga varðandi Borgarlínu

29.05.2017
Lögð er fram til forkynningar vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.
Meira ...

Mosfellsbær tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

29.05.2017
Á vef Hreyfivikunnar er að finna metnaðarfulla dagskrá í fjölda sveitarfélaga um allt land. Í Mosfellsbæ er mjög fjölbreytt dagskrá fyrir flesta aldurshópa í alls kyns hreyfingu.
Meira ...

Í túninu heima - Bæjarhátíð 2017 - Vilt þú taka þátt?

26.05.2017
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25.-27. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Mosfellsbær verður 30 ára þann 9. ágúst og stefnt er að hinum ýmsu viðburðum tengdum afmælinu frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð.
Meira ...

Sumarstarfsmaður á Umhverfissvið

26.05.2017Sumarstarfsmaður á Umhverfissvið
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR LAUST SUMARSTARF Á UMHVERFISSVIÐI MOSFELLSBÆJAR. Laust er til umsóknar sumarstarf á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Umhverfissvið annast umsýslu skipulags- og byggingarmála, rekstur og viðhald fasteigna Mosfellsbæjar og rekstur og viðhald gatnakerfis sem og veitna. Sumarstarfsmaður sinnir skráningu, skönnun og frágangi teikninga að beiðni framkvæmdastjóra sviðsins. Viðkomandi sinnir jafnframt skjalavörslu, símsvörun og skipulagstengdum verkefnum eftir þörfum. Um 100 % starf í tvo mánuði er að ræða. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Forstöðumaður í Búsetukjarna

24.05.2017Forstöðumaður í Búsetukjarna
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR FORSTÖÐUMANNI Í BÚSETUKJARNA. Forstöðumaður búsetukjarna rekur starfsstöðvar fyrir fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir. Forstöðumaður ber ábyrgð á á búsetukjörnum, íbúðum og velferð þeirra sem þar búa og stuðlar að því að starfsmenn tileinki sér starfshætti í samræmi við það sem best gerist hverju.
Meira ...

Opnun útboðs - Endurnýjun á gervigrasi

23.05.2017Opnun útboðs - Endurnýjun á gervigrasi
Þann 23. maí 2017 kl. 11:00 voru tilboð opnuð í verkið Keppnis og battavellir, endurnýjun gervigrass. Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
Meira ...

Frístundaávísun gildir til 31.maí

19.05.2017Frístundaávísun gildir til 31.maí
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir góðfúslega á að frístundaávísun vegna 2016-2017 gildir nú út skólaárið. Þann 31.maí 2016 mun því núverandi ávísun renna úr gildi og ný ávísun taka gildi þann 15. ágúst 2017. Foreldrar og forráðamenn 6 - 18 ára barna og ungmenna eru því hvattir til að nýta frístundaávísun fyrir 31. maí næstkomandi hafi þeir ekki nú þegar gengið frá notkun hennar.
Meira ...

Vilt þú verða bæjarlistamaður Mosfellsbæjar?

19.05.2017Vilt þú verða bæjarlistamaður Mosfellsbæjar?
Menningarmálanefnd samþykkti breytingar á reglum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar nýlega. Nú geta listamenn sem búsettir hafa verið í sveitarfélaginu síðustu tvö ár sótt um sæmdarheitið bæjalistamaður Mosfellsbæjar. Menningarmálanefnd vonast með því til að tilnefningum fjölgi og að listamenn sjálfir hafi meiri tök á því að hafa áhrif á það hver er útnefndur hverju sinni. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar er útnefndur árlega síðustu helgina í ágúst.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

19.05.2017Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2016-2017 verða um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

SAFNADAGURINN 18.maí - OPIÐ TIL 22 - ÓKEYPIS INN

18.05.2017SAFNADAGURINN 18.maí - OPIÐ TIL 22 - ÓKEYPIS INN
Viltu gægjast inn í stofuskápana hjá Auði og Halldóri? Gljúfrasteinn tekur þátt í alþjóðlega safnadeginum 18. maí með því að færa heimilið úr klæðum safnsins þegar degi fer að halla og hleypa þannig gestum enn nær heimilislífinu en gert er aðra safndaga ársins. Tónlist á fóninum, skápar opnaðir og munir dregnir fram, túrkísbláar flísar baðherbergisins fá að njóta sín fyrir opnum dyrum, Mosfellsdalurinn séður frá svölum skáldsins, þá verður eldhúsinu flíkað alþýðlega og loks gera starfsmenn hreint fyrir sínum dyrum.
Meira ...

Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar.

18.05.2017Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar.
Opið hús um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 29. maí nk, kl. 17 – 18. Kynnt verður tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin felst í því að landnotkun á um 0.64 ha. reit (409-S) þar sem nú er svæði fyrir þjónustustofnanir (S) breytist í verslun og þjónustu (VÞ). Þegar umrætt svæði fyrir þjónustustofnanir var skilgreint í aðalskipulagi, var horft til þess að þar myndi rísa slökkvi- og lögreglustöð.
Meira ...

Þrjár rafhleðslustöðvar settar upp í Mosó

16.05.2017Þrjár rafhleðslustöðvar settar upp í Mosó
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í kaup og uppsetningu á þremur rafhleðslustöðvum í Mosfellsbæ. Stefnt er að uppsetningu hæghleðslustöðva við íþróttamiðstöðvarnar við Lágafell og Varmá og við FMOS. Hæghleðslustöðvarnar nýtast vel til að bæta á hleðslu rafmagnsbíla starfsmanna, viðskiptavina í íþróttamiðstöð eða skóla, en fullhleðsla tekur nokkrar klukkustundir. Þessar staðsetningar voru valdar með það í huga að þær nýttust sem best íbúum í Mosfellsbæ, starfsmönnum stórra vinnustaða og feðamönnum á leið í gegnum bæinn. Mosfellsbær hefur hlotið styrk frá Orkusjóði sem mun nægja fyrir um helmingi þess kostnaðar sem fellur til.
Meira ...

Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní

16.05.2017Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Meira ...

Hreinsun í Helgafellshverfi

15.05.2017Hreinsun í Helgafellshverfi
Dagana 18. og 19. maí mun Mosfellsbær standa fyrir hreinsunarátaki í Helgafellshverfi. Verktakar og íbúar í hverfinu er hvattir til að fjarlægja bíla, tæki og taka allt laust byggingarefni svo að hreinsunarbílar komist að til að sópa göturnar.
Meira ...

Fyrirmyndardagur í Mosó í dag 13. maí

13.05.2017Fyrirmyndardagur í Mosó í dag 13. maí
Í dag er FYRIRMYNDARDAGUR Í MOSÓ og í tilefni þess býður Mosfellsbær upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna víðs vegar um bæinn. Wipeout brautin verður opin í Lágafellslaug, ratleikur í Reykjalundarskógi, Íslandsmót í YFIR á Stekkjarflöt og Hjólabrautin vinsæla og parkúrsýning verður á Miðbæjartorginu undir dúndrandi tónlist en þar verður boðið upp á grillaðar pylsur..
Meira ...

Fyrirmyndardagur í Mosó

12.05.2017Fyrirmyndardagur í Mosó
Laugardaginn 13. maí næstkomandi höldum við upp á fyrirmyndardag í Mosó þar sem Mosfellsbær býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna, stóra sem smáa.
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla

12.05.2017Lausar stöður í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Forstöðumaður menningarmála

12.05.2017Forstöðumaður menningarmála
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR ÖFLUGUM FORSTÖÐUMANNI MENNINGARMÁLA OG BÓKASAFNS. Forstöðumaður menningarmála og bókasafns Mosfellsbæjar stýrir starfsemi bókasafnsins í samræmi við lög og reglugerðir. Forstöðumaður menningarmála hefur yfirumsjón með starfsemi Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar. Hann er verkefnastjóri viðburða og starfsmaður Menningarmálanefndar.
Meira ...

Opinn fundur um umhverfismál og sjálfbærni

11.05.2017Opinn fundur um umhverfismál og sjálfbærni
Fimmtudaginn 11. maí heldur umhverfisnefnd Mosfellsbæjar opinn fund um sjálfbæra þróun og umhverfismál í Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 17:00-18:30 og eru allir velkomnir.- Andri Snær Magnason rithöfundur mun halda erindi um umhverfismál og framtíðina. - Lúðvík E. Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun halda erindi um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Að erindum loknum verða almennar fyrirspurnir og umræður um fundarefnið. Nefndafólk í umhverfisnefnd, starfsmenn nefndarinnar og fyrirlesarar sitja fyrir svörum. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Meira ...

Útboðsauglýsing - Endurnýjun á gervigrasi

09.05.2017Útboðsauglýsing -  Endurnýjun á gervigrasi
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun á gervigrasi. Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu á skrifstofu VSÓ, Borgartúni 20 eða rafrænt á netfanginu vaa@vso.is frá og með klukkan 12:00 á mánudeginum 8. maí 2017.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laxatunga 93

05.05.2017Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laxatunga 93
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Laxatunga 93, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin nær til lóðarinnar að Laxatungu 93. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða einbýlishúss (E-II A) verði byggt einnar hæðar einbýlishús (E-IX). Að öðru leyti breytast skilmálar ekki.
Meira ...

Gulrótin 2017

04.05.2017Gulrótin 2017
„Gulrótin“ er ný lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að baki viðurkenningunni sem felur í sér þakklæti fyrir frumkvæði og störf í anda lýðheilsu og á jafnframt að vera hvatning til allra á þessum vettvangi í bæjarfélaginu.
Meira ...

Matjurtagarðar

04.05.2017Matjurtagarðar
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Vegna uppbyggingar á lóðum við Desjamýri eru matjurtagarðarnir þar ekki lengur í boði, en þeir sem hafa haft garða þar ganga fyrir við úthlutun garða við Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Umsóknir skal senda á netfangið tjonustustod@mos.is Matjurtagarðarnir verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 18. maí.
Meira ...

Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjóra

04.05.2017Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjóra
LEIKSKÓLINN HLAÐHAMRAR Í MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR DEILDARSTJÓRA Á ELSTU DEILD LEIKSKÓLANS. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna.
Meira ...

Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2017 - Spennandi sumar fyrir stóra og smáa

03.05.2017Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2017 - Spennandi sumar fyrir stóra og smáa
Nú er sumarið handan við hornið og skráningar á sumarnámskeið eru hafnar fyrir káta krakka í Mosfellsbæ en margir huga að því að setja börn sín í einhverjar tómstundir í sumar. Marg er í boði í ár af fjölbreyttri og spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni bæði heila og hálfa daga eftir því hvað hentar. Hér inni á þessari heimasíðu má finna ýmis námskeið víðs vegar um bæinn.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn

03.05.2017Frítt í sund fyrir börn
Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára. Eins og fram kemur í gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga eiga börn á aldrinum 11-15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar nú kost á því að fá árskort í sund. Kostnaðurinn við útgefið kort eru 600 krónur. Hægt er að sækja um sundkortin í sundlaugum Mosfellsbæjar.
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

03.05.2017Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir heitt vatn föstudaginn 5. maí 2017 vegna vinnu í dælustöð frá kl:8:30 og fram eftir degi. Þau svæði sem lokað verður fyrir eru: Efribyggð Helgafelli. Reykjalundur ásamt Engjavegi 1-3-5, Amsturdam 1 til 8. Reykjamelur 8-9-10-11-13-15-17-19. Bjargslundur 13,15,17. Bjarg, Tígulsteinn, Birkilundur, Ráðagerði. Öll byggð fyrir sunnan Bjargsveg
Meira ...

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

02.05.2017Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Miðvikudaginn 3. maí efna Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær til fræðslufundar um skógræktarmál. Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna kl. 17:00 og eru allir velkomnir. Á fundinum mun Bjarki Þór Kjartansson sérfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá halda erindi um veðurfar framtíðar og hvernig skógrækt spilar inn í loftlagsmál í Mosfellsbæ og á Íslandi, undir yfirskriftinni "Loftslagsbreytingar og Skógrækt í Mosfellbæ" Starfsmenn Mosfellsbæjar verða einnig á staðnum og svara spurningum um þau grænu verkefni sem eru í gangi í bænum. Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir.
Meira ...

Síða 0 af Infinity