Fréttir eftir mánuðum

Kynningarfundur um Borgarlínu

19.06.2017
Hugmyndir um Borgarlínu verða kynntar á opnum fundi á Bókasafni Mosfellsbæjar miðvikudaginn 21. júní klukkan 17.00. Borgarlínan er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. Borgarlínan verður hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna. Hún mun gera þeim kleift að mæta fjölgun íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli.
Meira ...

Hátíðarhelgi í Mosfellsbæ

16.06.2017
Fram undan er viðburðarík helgi í Mosfellsbæ. Laugardaginn 17. júní fara fram mikil hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Á sunnudaginn fer svo fram hið árlega Kvennahlaup þar sem hundruðir kvenna hittast að Varmá og hlaupa eða ganga sér til skemmtunar.
Meira ...

Nýr strandblakvöllur á Stekkjarflöt

15.06.2017
Eitt af verkefnunum sem kosið var af íbúum í Mosfellsbæ í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er útivistarparadís á Stekkjarflöt. Þar er nú að verða til frábær aðstaða til útivistar fyrir fjölskyldur í Mosfellsbæ. Leiktæki og útigrill er á staðnum. Búið er að bæta við vatnsfonti og strandblakvelli. Völlurinn verður tekin í notkun 17. júní.
Meira ...

Hjálparsími- og netspjall 1717

09.06.2017
Áfallaráð Mosfellsbæjar vekur athygli á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 sem er öllum opinn. Sérfræðingar þar eru færir um að meta umfang mála og leggja til æskilega aðstoð fyrir hvern og einn sem hefur samband. Hlutverk Hjálparsímans 1717 er mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila og má segja að ekkert sé Hjálparsímanum óviðkomandi.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal

09.06.2017Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Reykjalundarvegur að Húsadal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Meira ...

Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu kynntar í dag

07.06.2017
Þáttaskil verða í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu verða kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í Salnum í Kópavogi, kl. 15 í dag.
Meira ...

Síða 0 af Infinity