Fréttir eftir mánuðum

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

31.07.2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2017. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24

28.07.2017
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Mosfellsbæjar.
Meira ...

BMX Brós sýna listir sínar á miðbæjartorginu

27.07.2017
Fimmtudaginn 27. júlí mæta snillingarnir í BMX Brós á Torgið okkar við Kjarna kl 16:30. Þar munu þeir sýna listir sínar og bregða á leik. Hlökkum til að sjá ykkur.
Meira ...

Ljósmyndasamkeppni

20.07.2017
Mosfellsbær fagnar um þessar mundir 30 ára kaupstaðarafmæli sínu en þann 9. ágúst 1987 breyttist Mosfellssveit í Mosfellsbæ. Í tilefni af afmælinu blásum við til ljósmyndasamkeppni. Vegleg verðlaun í boði.
Meira ...

Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli í ágúst

20.07.2017
Þann 9. ágúst næstkomandi verða liðin 30 ár frá því Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1987 var nafni sveitarfélagsins breytt úr Mosfellssveit í Mosfellsbæ. Íbúar á þeim tíma voru um 3.900 talsins. Í dag eru íbúar orðnir 10.000 talsins og er Mosfellsbær sjöunda stærsta sveitarfélag landsins.
Meira ...

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis

20.07.2017
Föstudaginn 14. júlí varð vart við fiskadauða í Varmá. Skoðun sýnir að líklegt er að fiskarnir hafi drepist vegna skyndilegrar mengunar í Varmá vegna efnanotkunar á vatnasviði Varmár.
Meira ...

Verndum árnar okkar

17.07.2017
Af gefnu tilefni er tilmælum beint til íbúa og rekstraraðila í byggð sem liggur að Varmá, þ.e. Reykjabyggð og Álafosskvos, að sýna aðgát þegar kemur að umgengni við ræsi í götum. Það er óheimilt að hella skaðlegum efnum í niðurföll og óæskilegt er til dæmis að þvo bíla í húsagötum.
Meira ...

Félagsmiðstöðin ból vígir nýja hljómsveitaraðstöðu

17.07.2017
Á dögunum var opnuð ný hljómsveitaraðstaða fyrir unga Mosfellinga eftir nokkurra ára hlé. Aðstaðan er á neðri hæð félagsmiðstöðvarinnar Ból að Varmá.
Meira ...

Jeep verður aðalstyrktaraðili Tindahlaups Mosfellsbæjar

10.07.2017
Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 26. ágúst, á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Hlaupið er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup þar sem hægt er að velja um að hlaupa á 1, 3, 5 eða 7 tinda.
Meira ...

Beta og Heimir láta af störfum

10.07.2017
Elísabet Eiríksdóttir og Björn Heimir Sigurbjörnsson sem starfað hafa sem dagforeldrar á heimili sínu við Háholt hafa látið af störfum. Elísabet hefur starfað sem dagforeldri í 17 ár hér í Mosfellsbæ og Björn Heimir í 6 ár.
Meira ...

Rafhleðslustöðvar settar upp í Mosfellsbæ

10.07.2017
Mosfellsbær og Íslenska Gámafélagið hafa undirritað samning til þriggja ára um að Íslenska gámafélagið setji upp og reki þrjár hleðslustöðvar sem geta hlaðið allar gerðir rafbíla á Íslandi.
Meira ...

Framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu I

10.07.2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sinum þann 22. mars 2017 að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna Sandskeiðslínu I innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar.
Meira ...

Undirritun samnings vegna uppbyggingar á Helgafellsskóla

10.07.2017
Mosfellsbær og Ístak hafa undirritað uppbyggingarsamning vegna fyrsta áfanga Helgafellsskóla. Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagi og fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi

07.07.2017
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
Meira ...

Skólahljómsveitin hlýtur góðan styrk

06.07.2017
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hlaut á dögunum styrk úr Samfélagssjóði EFLU. Sjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu.
Meira ...

Samskiptaverðlaun Rótarýklúbbs Mosfellssveitar

01.07.2017
Að venj­u veitir Rótarýklúbbur Mosfellssveitar fj­órum nemendum í 4. bekk Lágafellsskóla viðurkenningu fyrir hæfni í samskiptum. Viðurkenningarnar eru afhentar með viðhöfn á skólaslitum.
Meira ...

Síða 0 af Infinity