Fréttir eftir mánuðum

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

31.07.2017Óskað eftir tilnefningum  til umhverfisviðurkenninga
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2017. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi um hver hljóta skuli þessa viðurkenningu nú í ár. Hægt er að tilnefna einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Meira ...

Lágafellsskóli Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður

31.07.2017Lágafellsskóli Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Lausar eru nokkrar kennarastöður, staða þroskaþjálfa, skólaliða og frístundaleiðbeinenda. Umsóknarfrestur um störfin er til og með 11. ágúst 2017. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24

28.07.2017Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald¬a tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Mosfellsbæjar. Breytingin felst í eftirfarandi
Meira ...

Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

27.07.2017Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ ÖFLUGUM STJÓRNANDA Í STARF FORSTÖÐUMANNS ÞJÓNUSTU- OG SAMSKIPTADEILDAR. Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar hefur yfirumsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun fyrir Mosfellsbæ. Hann hefur yfirumsjón með stjórnsýslu bæjarins. Hann ber ábyrgð á upplýsingagjöf, samhæfingu upplýsingarmiðlunar sem og ímyndar- og kynningarmálum og tekur þátt í stefnumótandi ákvörðunum og eftirfylgni því tengt. Hann tekur að sér verkefnastjórn og utanumhald ýmissa verkefna sem til falla á fag- og stoðsviðum bæjarins. Helstu málaflokkar undir stjórn hans eru kynningar-, menningar- og þjónustumál, skjalavarsla og almenn stjórnsýsla.
Meira ...

BMX BRÓS sýna listir sínar á miðbæjartorginu

27.07.2017BMX BRÓS sýna listir sínar á miðbæjartorginu
Fimmtudaginn 27. júlí mæta snillingarnir í BMX Brós á Torgið okkar við Kjarna kl 16:30. Þar munu þeir sýna listir sínar og bregða á leik. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykku
Meira ...

Launafulltrúi í mannauðsdeild

21.07.2017Launafulltrúi í mannauðsdeild
MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ LAUNAFULLTRÚA Í MANNAUÐSDEILD. Launafulltrúi mannauðsdeildar annast launavinnslu og framkvæmd kjarasamninga í samráði við deildarstjóra launadeildar og mannauðsstjóra. Jafnframt aðstoðar launafulltrúi og vinnur að sérverkefnum mannauðsdeildar að beiðni mannauðsstjóra. Launafulltrúi starfar náið með forstöðumönnum stofnana, og vinnur að undirbúningi launaáætlana með deildarstjóra. Hann annast einnig úrvinnslu upplýsinga úr launabókhaldi, svarar fyrirspurnum og sinnir ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.
Meira ...

Ljósmyndasamkeppni

20.07.2017Ljósmyndasamkeppni
Í tilefni af 30 ára afmæli Mosfellsbæjar blásum við til ljósmyndasamkeppni. Þema keppninnar er "Bærinn minn". Myndir sendist á netfangið mos@mos.is. Skilafrestur til 9. ágúst 2017. Vegleg verðlaun í boði. Úrslit tilkynnt á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Mosfellsbær fagnar um þessar mundir 30 ára kaupstaðarafmæli sínu en þann 9. ágúst 1987 breyttist Mosfellssveit í Mosfellsbæ.
Meira ...

Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli í ágúst

20.07.2017Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli í ágúst
Þann 9. ágúst næstkomandi verða liðin 30 ár frá því Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1987 var nafni sveitarfélagsins breytt úr Mosfellssveit í Mosfellsbæ. Íbúar á þeim tíma voru um 3.900 talsins. Í dag eru íbúar orðnir 10.000 talsins og er Mosfellsbær sjöunda stærsta sveitarfélag landsins. Haldið verður upp á afmælið í ágúst með fjölbreyttri dagskrá frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð í lok ágúst. Stefnt er að því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, komi í heimsókn á sjálfan afmælisdaginn og taki þátt í hátíðardagskrá tengdu afmælinu. Nánari upplýsingar um dagskrána verður að finna á mos.is í ágúst
Meira ...

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis

20.07.2017Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis
Föstudaginn 14. júlí varð vart við fiskadauða í Varmá. Skoðun sýnir að líklegt er að fiskarnir hafi drepist vegna skyndilegrar mengunar í Varmá vegna efnanotkunar á vatnasviði Varmár. Efnið hefur að öllum líkindum borist út í Varmá um regnvatnslagnir sem taka ofanvatn eða regnvatn í niðurföllum á götum og lóðum. Í einhverjum tilvikum geta niðurföll í bílskúrum og heitir pottar líka verið tengdir inná regnvatnskerfið og efni þaðan borist í Varmá. Líklegustu efnin sem um ræðir eru: skordýraeitur, plöntueitur, sveppaeitur, klór, ammoníak og sterk þvottaefni. Ammoníak getur m.a. komið við útskolun á skítahaugum og rotþróm. Mengunin hefur mögulega komið frá svæðinu beggja vegna Varmár sunnan Reykjalundarvegar að Skammadalsvegi.
Meira ...

Verndum árnar okkar

17.07.2017
Af gefnu tilefni er tilmælum beint til íbúa og rekstraraðila í byggð sem liggur að Varmá, þ.e. Reykjabyggð og Álafosskvos, að sýna aðgát þegar kemur að umgengni við ræsi í götum. Það er óheimilt að hella skaðlegum efnum í niðurföll og óæskilegt er til dæmis að þvo bíla í húsagötum.
Meira ...

Félagsmiðstöðin ból vígir nýja hljómsveitaraðstöðu

17.07.2017Félagsmiðstöðin ból vígir nýja hljómsveitaraðstöðu
Á dögunum var opnuð ný hljómsveitaraðstaða fyrir unga Mosfellinga eftir nokkurra ára hlé. Aðstaðan er á neðri hæð félagsmiðstöðvarinnar Ból að Varmá. Þar til fyrir nokkrum árum var félagsmiðstöðin með slíka aðstöðu en síðustu ár hefur ekki verið hægt að reka slíkt sökum plássleysis. Fjölmargir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa notið góðs af slíkri aðstöðu í gegnum árin og má þar helst nefna Kaleo, Vio og auðvitað miklu fleiri.
Meira ...

Lokun Vefarastræti vegna malbiksviðgerða

17.07.2017Lokun Vefarastræti vegna malbiksviðgerða
Unnið er að malbikunarframkvæmdum í Vefarastræti þessa dagana og má búast við truflunum á umferð. Um er að ræða viðgerðir á báðum akreinum. Á meðan á framkvæmdum stendur verða tímabundnar lokanir á Vefarastræti og verða hjáleiðir sértaklega merktar. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir allan júlímánuð en verktakinn mun hraða þeim eins og kostur er.
Meira ...

Stuðningsfjölskylda í Mosfellsbæ

13.07.2017Stuðningsfjölskylda í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldu til stuðnings við ungan fatlaðan dreng og fjölskyldu hans. Um er að ræða eina helgi í mánuði þar sem drengurinn myndi dvelja á heimili viðkomandi stuðningsfjölskyldu í 2-3 sólahringa, eftir samkomulagi. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Meira ...

Jeep verður aðalstyrktaraðili Tindahlaups Mosfellsbæjar

10.07.2017Jeep verður aðalstyrktaraðili Tindahlaups Mosfellsbæjar
Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 26. ágúst, á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Hlaupið er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup þar sem hægt er að velja um að hlaupa á 1, 3, 5 eða 7 tinda. Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning við Jeep á Íslandi en Mosfellingarnir og bræðurnir Pétur Kristján og Októ Þorgrímssynir eru eigendur Ís-Band í Þverholti 6. Jeep er þar með stærsti styrktaraðili hlaupsins en aðstandendur og skipuleggjendur hlaupsins eru Mosfellsbær ásamt björgunarsveitinni Kyndli og blakdeild Aftureldingar.
Meira ...

Beta og Heimir láta af störfum

10.07.2017Beta og Heimir láta af störfum
Elísabet Eiríksdóttir og Björn Heimir Sigurbjörnsson sem starfað hafa sem dagforeldrar á heimili sínu við Háholt hafa látið af störfum. Elísabet hefur starfað sem dagforeldri í 17 ár hér í Mosfellsbæ og Björn Heimir í 6 ár. Það er fjöldinn allur af mosfellskum börn sem þau hafa gætt í gegnum tíðina og þeirra verður sárt saknað úr hópi dagforeldra. Starfsmenn Mosfellsbæjar þakka fyrir góð kynni og óska Betu og Heimi velfarnaðar.
Meira ...

Rafhleðslustöðvar settar upp í Mosfellsbæ

10.07.2017Rafhleðslustöðvar settar upp í Mosfellsbæ
Mosfellsbær og Íslenska Gámafélagið hafa undirritað samning til þriggja ára um að Íslenska gámafélagið setji upp og reki þrjár hleðslustöðvar sem geta hlaðið allar gerðir rafbíla á Íslandi. Fyrst sinn er áætluð staðsetning stöðva við Íþróttamiðstöð Lágafelli, Íþróttamiðstöð Varmá og Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.
Meira ...

FRAMKVÆMDALEYFI fyrir Sandskeiðslínu I

10.07.2017FRAMKVÆMDALEYFI fyrir Sandskeiðslínu I
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sinum þann 22. mars 2017 að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna Sandskeiðslínu I innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar. Landsnet sótti með umsókn sinni, dags. 29.12.2016 um framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu I á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Meira ...

Undirritun samnings vegna uppbyggingar á Helgafellsskóla

10.07.2017Undirritun samnings vegna uppbyggingar á Helgafellsskóla
Mosfellsbær og Ístak hafa undirritað uppbyggingarsamning vegna fyrsta áfanga Helgafellsskóla. Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum. Heildarstærð hússins verður um 7.300 m² og áætlaður byggingarkostnaður um 3.500 millj­ónir. Skólinn verður byggður í fj­órum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi sem er um 4.000 m² verði tekinn í notkun veturinn 2018-2019. Uppbyggingarhraði mun að einhverj­u leyti taka mið af uppbyggingu hverfisins. Líkan og tölvumyndir af hönnun Helgafellsskóla er til sýnis í Kj­arna við inngang Bókasafnsins.Á myndinni má sj­á starfshóp frá Mosfellsbæ og Ístak við undirritun samningsins.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagi og fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

07.07.2017
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

06.07.2017Laus störf í Lágafellsskóla
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Skólahljómsveitin hlýtur góðan styrk

06.07.2017Skólahljómsveitin hlýtur góðan styrk
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hlaut á dögunum styrk úr Samfélagssjóði EFLU. Sjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Síðustu 30 ár hefur Skólahljómsveitin notast við heimatilbúin nótnastatíf sem eru mjög óhentug.
Meira ...

Samskiptaverðlaun Rótarý-klúbbs Mosfellssveitar

01.07.2017Samskiptaverðlaun Rótarý-klúbbs Mosfellssveitar
Að venj­u veitir Rótarýklúbbur Mosfellssveitar fj­órum nemendum í 4. bekk Lágafellsskóla viðurkenningu fyrir hæfni í samskiptum. Viðurkenningarnar eru afhentar með viðhöfn á skólaslitum.
Meira ...

Síða 0 af Infinity