Fréttir eftir mánuðum

Ungmennahús Mosfellsbæjar

31.08.2017
Í haust mun Ungmennahús Mosfellsbæjar opna og er það vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Meira ...

Íþróttamiðstöðin Lágafell stækkar

30.08.2017
Mosfellsbær hefur undirritað samning við Laugar ehf. (World Class) vegna stækkunar á íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni Lágafelli.
Meira ...

Davíð Þór Jónsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

29.08.2017
Mosfellsbær hefur útnefnt Davíð Þór Jónsson píanóleikara og tónskáld bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2017. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn

29.08.2017
Frítt er í sund fyrir öll börn sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ upp að 15 ára aldri eða til 1. júní árið sem þau ljúka 10. bekk. Frá 1. júní árið sem þau verða 10 ára og þar til 1. júní árið sem þau verða 15 ára þarf að framvísa sundkorti.
Meira ...

Óskum eftir tilnefningum um jafnréttismál

28.08.2017
Eins og áður leitum við til ykkar, bæjarbúa eftir tilnefningum um þá aðila/fyrirtæki sem skarað hafa framúr hvað varðar jafnréttismál í Mosfellsbæ þetta árið.
Meira ...

Ullarpartý

25.08.2017
Í kvöld hefst bæjarhátíðin Í túninu heima formlega þegar hátíðin verður sett í Álafosskvos. Íbúar safnast saman á Miðbæjartorginu og leggja af stað í skrúðgöngur kl. 20:45.
Meira ...

Gleðilega hátíð

25.08.2017
Afmælisdagskrá sem hófst á opinberri heimsókn Forseta Íslands þann 9. ágúst lýkur nú með okkar vinsælu bæjarhátíð. Íbúar koma saman eftir gott sumarfrí, sýna sig og sjá aðra. Dagskrá helgarinnar er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Meira ...

Bókasafnið opið yfir hátíðarhelgina

25.08.2017
Opið verður í Bókasafni Mosfellsbæjar alla hátíðarhelgina frá kl. 13:00 - 17:00. Á laugardaginn verður Ragna Fróða með leiðsögn um sýningu sína í Listasalnum frá kl. 14:00 - 17:00 og viðburð kl. 15:00.
Meira ...

Ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar

24.08.2017
Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar. Gengið var á fellið undir leiðsögn Skátafélagsins Mosverja. Um 70 manns mættu í gönguna og var almenn ánægja með hringsjána sem þótti afar vel heppnuð.
Meira ...

Gjaldfrjálsir grunnskólar í Mosfellsbæ

22.08.2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að framvegis verði grunnskólabörnum í Mosfellsbæ veittur nauðsynlegur hluti námsgagna, þeim að kostnaðarlausu.
Meira ...

Upphaf skólaárs og skólasetningar

22.08.2017
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í byrjun ágúst að loknu sumarleyfum.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi – Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20 - 24

22.08.2017
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í Mosfellsbæ, Háholt 20-24 verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, miðvikudaginn 30. ágúst nk. kl. 17:00 - 18:00. Kynnt verður tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar, Háholt 20-24.
Meira ...

Frárennsliskerfi laugarinnar á Reykjalundi verður breytt

16.08.2017
Eins og kunnugt er varð fiskidauða vart í Varmá um miðjan júlí og er nú orðið ljóst að ástæðu hans megi rekja til klórvatns í setlaug við sundlaug Reykjalundar sem tæmd var vegna nauðsynlegra skipta á sandi í sandsíum laugakerfisins þann 13. júlí.
Meira ...

Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa Mosfellsbæjar

11.08.2017
Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar um þessar mundir. Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort.
Meira ...

Mosfellsbær 30 ára - Forsetahjónin komu í heimsókn á afmælisdaginn 9. ágúst

09.08.2017Mosfellsbær 30 ára - Forsetahjónin komu í heimsókn á afmælisdaginn 9. ágúst
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ á afmælisdaginn 9. ágúst. Bæjarstjóri og bæjarstjórn tóku á móti forsetanum og fylgdarliði hans í skógræktinni við Hamrahlíð kl. 9:30.
Meira ...

Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli – Opinber heimsókn forseta Íslands

08.08.2017
Dagana 9. til 27. ágúst verður boðið upp á skemmtidagskrá í bænum fyrir alla fjölskylduna. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid koma í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ afmælisdaginn 9. ágúst.
Meira ...

Tillaga að breytingu - Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar

03.08.2017
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillaga að breytingu – svæði austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meira ...

Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu

01.08.2017
Verið er að tengja hitaveitu yfir Leirvogstunguveg ásamt vinnu við aðrar veitulagnir. Verktaki sem kemur að framkvæmd stefnir á að þvera Leirvogstunguveg seinni hluta vikunnar. Framkvæmdin verður í tveimur færum þannig að gatan verðu alltaf opin í aðra áttina.
Meira ...

Síða 0 af Infinity