Fréttir eftir mánuðum

Laus störf í MOSFELLSBÆ

31.08.2017Laus störf í MOSFELLSBÆ
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman af því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Verkefnastjóri á umhverfissvið

31.08.2017Verkefnastjóri á umhverfissvið
MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ ÖFLUGUM VERKEFNASTJÓRA Á UMHVERFISSVIÐ. Umhverfissvið annast allar verklegar framkvæmdir, rekstur og viðhald fasteigna Mosfellsbæjar og rekstur og viðhald gatnakerfis og veitna. Verkefnastjóri umhverfissivðs annast umsýslu fasteigna í eigu bæjarfélagsins og ber ábyrgð á að framkvæmdir séu innan heimilda gildandi fjárhagsáætlunar. Helstu verkefni eru að hafa umsjón með hönnun og eftirlit með verklegum framkvæmdum, umsjón útboða, útgáfa verkbeiðna og eftirfylgni verka. Ráðgjöf vegna hönnunar og búnaðarkaupa
Meira ...

Ungmennahús Mosfellsbæjar

31.08.2017Ungmennahús Mosfellsbæjar
Kynning og stofnum húsráðs. Í haust mun Ungmennahús Mosfellsbæjar opna og er það vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar ásamt því að leiðbeina með og opna á tækifæri fyrir ungt fólk fyrir Evrópusamstarfi.
Meira ...

Íþróttamiðstöðin Lágafell stækkar

30.08.2017Íþróttamiðstöðin Lágafell stækkar
Mosfellsbær hefur undirritað samning við Laugar ehf. (World Class) vegna stækkunar á íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni Lágafelli. Samningurinn felur í sér að Laugar ehf. mun byggja við núverandi aðstöðu tvo búningsklefa og fleiri hreyfisali. Laugar ehf. mun fara fyrir framkvæmdinni og fjármagna hana að fullu. Tekjumöguleikar íþróttamiðstöðvarinnar aukast talsvert með stækkuninni og gert er ráð fyrir 10% fjölgun gesta á milli ára.
Meira ...

Davíð Þór Jónsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

29.08.2017Davíð Þór Jónsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur útnefnt Davíð Þór Jónsson píanóleikara og tónskáld bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2017. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði sunnudaginn 27.ágúst. Davíð Þór hefur verið búsettur í Álafosskvos síðan 2013 en er fæddur á Seyðisfirði 1978. Davíð Þór er fjölhæfur og skapandi listamaður með sérstaka ástríðu fyrir spunatónlist. Hann hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsins og spilað á tónlistarhátíðum um heim allan.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn

29.08.2017Frítt í sund fyrir börn
Frítt er í sund fyrir öll börn sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ upp að 15 ára aldri eða til 1.júní árið sem þau ljúka 10. bekk. Frá 1. júní árið sem þau verða 10 ára og þar til 1.júní árið sem þau verða 15 ára þarf að framvísa sundkorti. Sótt er um sundkortin á sundstöðum bæjarins og kostar kortið 600 kr. Börn utan Mosfellsbæjar fá frítt í sund til 1.júní árið sem þau verða 10 ára.
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

28.08.2017Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir heitt vatn í Dvergholti og Ásholti þriðjudaginn 29. ágúst 2017 vegna viðgerða frá kl:10:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

28.08.2017Laus störf í Lágafellsskóla
Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa við Frístundsel Lágafellsskóla og Höfðabergs. Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Um hlutastörf er að ræða og vinnutími frá kl. 13:00 – 16:00/17:00. Gæti hentað vel skólafólki sem vantar vinnu með skólanum nokkra daga í viku.
Meira ...

Óskum eftir tilnefningum um jafnréttismál

28.08.2017Óskum eftir tilnefningum um jafnréttismál
JAFNRÉTTISDAGUR MOSFELLSBÆJAR 2017. Eins og áður leitum við til ykkar, bæjarbúa eftir tilnefningum um þá aðila/fyrirtæki sem skarað hafa framúr hvað varðar jafnréttismál í Mosfellsbæ þetta árið. Jafnrétti kynja byggir á því að konur og karlar hafi jafnmikið vald og séu bæði virk og sýnilegir þátttakendur á öllum sviðum. Stöðugt þarf að standa vörð um jafnrétti kynjanna og er virkri og öflugri jafnréttisáætlun framfylgt í Mosfellsbæ.
Meira ...

Ullarpartý - Textar fyrir brekkusöng

25.08.2017Ullarpartý - Textar fyrir brekkusöng
Í kvöld hefst bæjarhátíðin Í túninu heima formlega þegar hátíðin verður sett í Álafosskvos. Íbúar safnast saman á Miðbæjartorginu og leggja af stað í skrúðgöngur kl. 20:45. Í Álafosskvos mun Skólahljómsveit Mosfellsbæjar taka á móti hátíðargestum og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina í fjórtánda sinn. Gummi og Felix hita síðan upp brekkuna áður en brekkusöngur hefst. Fjölbreyttur markaður verður á svæðinu og ýmislegt fleira. Allir sem mæta í lopapeysu fá ís frá ÍSTEX.
Meira ...

Gleðilega hátíð

25.08.2017Gleðilega hátíð
Afmælisdagskrá sem hófst á opinberri heimsókn Forseta Íslands þann 9. ágúst lýkur nú með okkar vinsælu bæjarhátíð. Íbúar koma saman eftir gott sumarfrí, sýna sig og sjá aðra. Dagskrá helgarinnar er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að venju eru það íbúar bæjarins sem bjóða heim og bera veg og vanda af hátíðinni. Sífellt bætast nýir garðar við þar sem boðið er upp á skemmtanir. Að bjóða í garðinn sinn er sérstaða Túnsins en auk þess verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á laugardagskvöld, götugrill og Pallaball.
Meira ...

Bókasafnið opið yfir hátíðarhelgina

25.08.2017Bókasafnið opið yfir hátíðarhelgina
Opið verður í Bókasafni Mosfellsbæjar alla hátíðarhelgina frá kl. 13-17. Á laugardaginn verður Ragna Fróða með leiðsögn um sýningu sína í Listasalnum frá kl. 14-17 og viðburð kl. 15.
Meira ...

Varmárskóli í mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum

25.08.2017Varmárskóli í mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

25.08.2017Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúum til vinnu á heimili fyrir börn sem verður opnað nú í október. Um er að ræða nætur-, kvöld- og helgarvaktir, fjölbreytt hlutastörf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni. Í samræmi við jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Meira ...

Ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar

24.08.2017Ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar
Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar. Gengið var á fellið undir leiðsögn Skátafélagsins Mosverja. Um 70 manns mættu í gönguna og var almenn ánægja með hringsjána sem þótti afar vel heppnuð. Hringsjáin er lokahnikkur í verkefninu stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ sem hófst 2009 sem samstarfsverkefni skátanna og Mosfellsbæjar en á upptök að rekja til ársins 2006 þegar hugmyndir að verkefninu komu fram.
Meira ...

Gjaldfrjálsir grunnskólar í Mosfellsbæ

22.08.2017Gjaldfrjálsir grunnskólar í Mosfellsbæ
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að framvegis verði grunnskólabörnum í Mosfellsbæ veittur nauðsynlegur hluti námsgagna, þeim að kostnaðarlausu. Það felur í sér að sveitarfélagið leggur til nauðsynleg ritföng sem keypt verða í gegnum örútboð Ríkiskaupa. Gert er ráð fyrir að um 1650 nemendur hefji nám í grunnskólum Mosfellsbæjar nú í haust og að áætlaður kostnaður við sameiginleg innkaup verði um 8,3 milljónir króna.
Meira ...

Upphaf skólaárs og skólasetningar

22.08.2017Upphaf skólaárs og skólasetningar
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í byrjun ágúst að loknu sumarleyfum. Þessa dagana eru starfsmenn leikskólanna að taka á móti börnum árgangi barna fædd 2015 sem og nýjum nemendum, eldri börnum, en öll börn fædd 2015 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi hafi þau sótt um fyrir sumarfrí. Unnið er í afgreiðslu umsókna barna fædd 2015 eða fyrr sem bárust seinni hluta sumars og verða þær afgreiddar eins fljótt og auðið er.
Meira ...

Nokkrar stöður lausar í Varmárskóla

22.08.2017Nokkrar stöður lausar í Varmárskóla
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda
Meira ...

Starf við stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ

22.08.2017Starf við stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til að annast stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða stuðning við ungan fatlaðan dreng og fjölskyldu hans. Vinnutíminn er alla jafna þrjá til fimm virka daga í viku frá kl. 16:30 -18:30. Um fjölbreytt hlutastarf er að ræða og verkefnin áhugaverð og lærdómsrík. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en mikilvægt er að viðkomandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Meira ...

Breyting á deiliskipulagi – Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20 - 24

22.08.2017Breyting á deiliskipulagi – Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20 - 24
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í Mosfellsbæ, Háholt 20-24 verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, miðvikudaginn 30. ágúst nk. kl. 17 – 18. Kynnt verður tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar, Háholt 20-24.
Meira ...

Starf við liðveislu í Mosfellsbæ

22.08.2017Starf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmönnum til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.
Meira ...

Frárennsliskerfi laugarinnar á Reykjalundi verður breytt

16.08.2017Frárennsliskerfi laugarinnar á Reykjalundi verður breytt
Mengun í Varmá rakin til klórvatns úr setlaug sundlaugarinnar á Reykjalundi. Eins og kunnugt er varð fiskidauða vart í Varmá um miðjan júlí og er nú orðið ljóst að ástæðu hans megi rekja til klórvatns í setlaug við sundlaug Reykjalundar sem tæmd var vegna nauðsynlegra skipta á sandi í sandsíum laugakerfisins þann 13. júlí. Gerðar verða breytingar á frárennslismálum sundlaugar Reykjalundar.
Meira ...

Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

16.08.2017Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2017-2018 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa Mosfellsbæjar

11.08.2017Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa Mosfellsbæjar
Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar um þessar mundir. Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort. Markmiðið er að hvetja til lesturs og minna á bókmenntaarf Mosfellsbæjar. Í bænum er öflugt og vel sótt bókasafn sem þjónar bæjarbúum og hefur þróast með bænum í gegnum tíðina. Saga Bókasafns Mosfellsbæjar nær aftur til ársins 1890 með stofnun Lestrarfélags Lágafellssóknar og er saga þess samofin þróun byggðar í Mosfellsbæ.
Meira ...

Mosfellsbær 30 ára - Forsetahjónin komu í heimsókn á afmælisdaginn 9. ágúst

09.08.2017Mosfellsbær 30 ára - Forsetahjónin komu í heimsókn á afmælisdaginn 9. ágúst
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ á afmælisdaginn 9. ágúst. Bæjarstjóri og bæjarstjórn tóku á móti forsetanum og fylgdarliði hans í skógræktinni við Hamrahlíð klukkan 9.30. Skógræktarfélagið bauð upp á skógarkaffi og forsetahjónunum var gefið jólatré að eigin vali úr skóginum. Kennarar úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar blésu í lúðra og gerðu móttökuna hátíðlega og skemmtilega.
Meira ...

Laus störf í Leirvogstunguskóla

09.08.2017Laus störf í Leirvogstunguskóla
LEIRVOGSTUNGUSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ LEIKSKÓLAKENNARA OG STARFSFÓLKI Á DEILDIR. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Þessa dagana tekur skólinn þátt í Erasmusverkefni ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum og miðlar það verkefni menningu og kennsluaðferðum milli landa. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli – Opinber heimsókn forseta Íslands

08.08.2017Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli – Opinber heimsókn forseta Íslands
Dagana 9. til 27. ágúst verður boðið upp á skemmtidagskrá í bænum fyrir alla fjölskylduna. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid koma í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ afmælisdaginn 9. ágúst. Bæjarstjóri og bæjarstjórn taka á móti forsetanum og fylgdarliði hans í skógræktinni við Hamrahlíð klukkan 9.30. Farið verður um bæinn og forsetinn heimsækir fólk og fyrirtæki. Milli klukkan 15 og 16 verður hópurinn í Álafosskvos. Í lok dags verður hátíðardagskrá í Hlégarði og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Meira ...

Yfirþroskaþjálfi í búsetukjarna í Mosfellsbæ

08.08.2017Yfirþroskaþjálfi í búsetukjarna í Mosfellsbæ
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR YFIRÞROSKAÞJÁLFA Í BÚSETUKJARNA. Yfirþroskaþjálfi starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum.
Meira ...

Tillaga að breytingu - Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar

03.08.2017Tillaga að breytingu - Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillaga að breytingu – svæði austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að 0.64 ha. af 1.6 ha. á svæði 409-S austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar er breytt úr stofnanasvæði í verslunar- og þjónustusvæði (418-VÞ). Breytingartillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 4. ágúst 2017 til og með 18. sepember 2017 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni: mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar.
Meira ...

Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu

01.08.2017Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu
Verið er að tengja hitaveitu yfir Leirvogstunguveg ásamt vinnu við aðrar veitulagnir. Verktaki sem kemur að framkvæmd stefnir á að þvera Leirvogstunguveg seinni hluta vikunnar. Framkvæmdin verður í tveimur færum þannig að gatan verðu alltaf opin í aðra áttina. Beðist er velvirðingar á umferðartöfum sem orðið geta í Leirvogstunguhverfi frá Vesturlandsveg en íbúar eru hvattir til að nota Tunguveg á meðan framkvæmdum stendur.
Meira ...

Síða 0 af Infinity