Fréttir eftir mánuðum

Útiæfingatæki tekin í notkun

29.09.2017
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun og kosning fóru fram fyrri hluta árs.
Meira ...

Arnar Jónsson ráðinn til Mosfellsbæjar

29.09.2017
Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar. Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham.
Meira ...

Ný framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar

29.09.2017
Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt er leiðarljósið í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. júlí sl.
Meira ...

Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur

28.09.2017
Til stendur að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut auk þess að biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts/Byggðarholts. Lagt er upp með að þessum áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018.
Meira ...

Tvær nýjar rafhleðslustöðvar í Mosfellsbæ

25.09.2017
Í samgönguviku nýliðinni setti Mosfellsbær upp tvær nýjar rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ sem staðsettar eru við íþróttamiðstöðvarnar Lágafelli og við Varmá. Þriðja stöðin mun koma upp við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ síðar í haust.
Meira ...

Málþing um hjólreiðar í Bæjarbíói í Hafnarfirði - Ókeypis í strætó á bíllausa daginn

22.09.2017
Föstudaginn 22. september verður haldið málþing um vistvænar samgönur „Hjólum til framtíðar“ í Hafnarfirði. Málþingið er haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði og stendur frá kl. 10:00-16:00, og er samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Landsamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagi Langihryggur í Mosfellsdal

22.09.2017
Tillaga að deiliskipulagi Langihryggur í Mosfellsdal: Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar “víkingaveröld” sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld). Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi m.a. þjóðveldisbær, smiðja, stafkirkja, fjós og þingbúðir og ýmis konar önnur mannvirki, allt í fornum stíl.
Meira ...

Nýjar rafhleðslustöðvar í Mosfellsbæ

21.09.2017
Mosfellsbær og Ísorka undirrituðu í sumar samkomulag til þriggja ára um uppsetningu og rekstur þriggja hleðslustöðva í Mosfellsbæ.
Meira ...

Nýtt hjólakort af Mosfellsbæ

20.09.2017
Mosfellsbær hefur nú látið prenta að nýju hjóla- og göngustígabækling með uppfærðum hjólaleiðum í bænum.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagi og tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi.

19.09.2017
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Reykjavegur 62, tillaga að deiliskipulagi. Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, tillaga að breytingu á deiliskipulagi og Reykjahvoll 4, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Meira ...

Nýjar hjólastígamerkingar

19.09.2017
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýjar hjólastígamerkingar á aðal hjólreiðastígum bæjarins. Um er að ræða sérstök hjólaskilti sem leiðbeina hjólreiðafólki tvær lykilleiðir í bænum, annars vegar í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar með tengingu við samgöngustíginn meðfram Vesturlandsvegi til Reykjavíkur (Gul leið), og hins vegar strandleið sem tengist Reykjavík við Úlfarsá og hægt er að hjóla í kringum allt höfuðborgarsvæðið meðfram ströndinni (Blá leið).
Meira ...

BMX-hátíð á miðbæjartorginu kl. 17-19

18.09.2017
Mánudaginn 18. september verður haldin BMX-hátíð á miðbæjartorginu kl. 17-19. BMX-landsliðið mun mæta á svæðið og sýna listir sínar á nýju pumptrack brautinni.
Meira ...

Hjólaþrautabrautin á miðbæjartorgið

17.09.2017
Í dag, sunnudaginn 17. september verður nýja pumptrack hjólaþrautabrautin sett upp á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ.
Meira ...

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16.-22. september

16.09.2017
Evrópsk samgönguvika, European Mobility Week, hefst í dag en vikan stendur yfir 16.-22. september ár hvert.
Meira ...

Útboðsauglýsing - Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur

15.09.2017
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur. Um er að ræða færslu á núverandi götu Skeiðholts í Mosfellsbæ.
Meira ...

Okkar Mosó: Stekkjarflöt útivistarparadís

14.09.2017
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.
Meira ...

Dagur íslenskrar náttúru

14.09.2017
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur laugardaginn 16. september. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskri náttúru er fagnað á þessum degi en hann ber upp á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar ár hvert.
Meira ...

Útivistartími barna og unglinga styttist

11.09.2017
Frá 1. september til 1. maí til mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00 (börn fædd 2004-2001). Aldur miðast við fæðingarár.
Meira ...

Upplýst börn í Mosfellsbæ

06.09.2017
Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ í samvinnu við TM afhentu öllum börnum í 1. og 2. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar endurskinsvesti til eignar síðastliðinn þriðjudag.
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

06.09.2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ.
Meira ...

Göngum í skólann 2017

05.09.2017
Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í ellefta sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október.
Meira ...

Síða 0 af Infinity