29.09.2017
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun og kosning fóru fram fyrri hluta árs. Kosin voru 10 verkefni og eru þau öll komin af stað, ýmist lokið eða langt komin. Stekkjarflöt útivistarparadís fékk flest atkvæði íbúa. Þar er búið að koma upp strandblakvelli og vatnsbrunni.
Meira ... 29.09.2017
Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar. Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham. Arnar hefur frá árinu 2009 starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur á sviði stefnumótunar, stjórnunar og reksturs hjá Capacent. Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar hefur yfirumsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun fyrir Mosfellsbæ. Hann hefur yfirumsjón með stjórnsýslu bæjarins og ber ábyrgð á upplýsingagjöf, samhæfingu upplýsingamiðlunar sem og ímyndar- og kynningarmálum auk þess að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum og eftirfylgni því tengt.
Meira ... 29.09.2017
Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt er leiðarljósið í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. júlí sl. Stefnan er afrakstur vinnu sem stóð yfir frá því snemma í vor og skiptist stefnan í þrjá áhersluflokka og níu áherslur sem munu móta og stýra starfsemi Mosfellsbæjar til næstu ára. Að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra var Mosfellsbær fyrst sveitarfélaga hérlendis til þess að marka sér heildstæða stefnu um það hvernig starfsmenn leysa sín verkefni í þágu íbúa og hvernig þeir styðja kjörna fulltrúa við að koma stefnu málaflokka í framkvæmd. Sú stefnumörkun átti sér stað árið 2007 og kominn var tími til þess að endurtaka leikinn.
Meira ... 28.09.2017
Búsetukjarninn Þverholt veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar, en hlutverk þess er að annast félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, eldri borgara og fatlaðs fólks, húsnæðismál, aðstoð vegna áfengis- og fíkniefnavanda og vímuvarnir samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum Mosfellsbæjar.
Meira ... 28.09.2017
Til stendur að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut auk þess að biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts / Byggðarholts. Lagt er upp með að þessum áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Þegar framkvæmdir standa sem hæst má gera ráð fyrir truflunum á umferð frá Lágholti, Markholti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti en hjáleiðir verða opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti.
Meira ... 26.09.2017
Lokað verður fyrir heitt vatn í Laxatungu 1-105 og 2 - 60 miðvikudaginn 27. september 2017 vegna viðgerða og tengingar frá kl:10:00 og fram eftir degi.
Meira ... 25.09.2017
Aðstoðarmaður í eldhús óskast til starfa, um 100% framtíðarstarf er að ræða. Einnig er leitað að starfsmanni í frístundastarf. Um 30-50% hlutastarf eftir hádegi er að ræða. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2017-2018 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum.
Meira ... 25.09.2017
Aldrei hefur verið auðveldara að hlaða rafbílinn þinn. Í kennslumyndbandi frá Ísorku er sýnt í stuttu máli hversu einfalt það er að tengjast og hlaða rafbílinn þinn. Í samgönguviku nýliðinni setti Mosfellsbær upp tvær nýjar rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ sem staðsettar eru við íþróttamiðstöðvarnar Lágafelli og við Varmá. Þriðja stöðin mun koma upp við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ síðar í haust. Stöðvarnar eru snúrulausar og eru 2x22 kW AC og eiga að geta hlaðið allar gerðir rafbíla á Íslandi.
Meira ... 22.09.2017
Lausar er staða skólaliða í fullt starf (eldri deild), stuðningsfulltrúa í hlutastarf og frístundaleiðbeinenda, unnið frá 13-17. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ... 22.09.2017
Föstudaginn 22. september verður haldið málþing um vistvænar samgönur „Hjólum til framtíðar“ í Hafnarfirði. Málþingið er haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði og stendur frá kl. 10:00-16:00, og er samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Landsamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi. Yfirskriftin í ár er Ánægja og öryggi. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara.
Meira ... 22.09.2017
Tillaga að deiliskipulagi Langihryggur í Mosfellsdal: Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar “víkingaveröld” sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld). Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi m.a. þjóðveldisbær, smiðja, stafkirkja, fjós og þingbúðir og ýmis konar önnur mannvirki, allt í fornum stíl.
Meira ... 21.09.2017
Mosfellsbær leitar að byggingarfulltrúa á umhverfissvið. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins.
Meira ... 21.09.2017
Leirvogstunguskóli í mosfellsbæ leitar að matráð til starfa. Matráður annast matargerð í mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk. Matráður er jafnframt verkstjóri aðstoðarfólks í mötuneyti þegar það á við, sér um gerð matseðla, innkaup og rekstarstöðu mötuneytis. Matráður skal leitast við að gera sem hagkvæmust innkaup hverju sinni.
Meira ... 21.09.2017
Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara og starfsfólki á deildir. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Þessa dagana tekur skólinn þátt í Erasmusverkefni ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum og miðlar það verkefni menningu og kennsluaðferðum milli landa.
Meira ... 21.09.2017
Mosfellsbær hefur sett upp tvær nýjar rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ. Mosfellsbær og Ísorka undirrituðu í sumar samkomulag um til þriggja ára um uppsetningu og rekstur þriggja hleðslustöðva í Mosfellsbæ. Rafhleðslustöðvar hafa verið settar upp við íþróttamiðstöðvarnar Lágafelli og við Varmá, og þriðja stöðin mun koma upp við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ síðar í haust. Stöðvarnar eru snúrulausar og eru 2x22 kW AC og eiga að geta hlaðið allar gerðir rafbíla á Íslandi. Bubbi Mortens tónlistarmaður vígði rafhleðslustöðina við íþróttamiðstöðina við Varmá og fékk á sama tíma afhenda fyrstu rafhleðslusnúruna fyrir stöðina. Bubbi hefur verið stoltur eigandi rafbíls í talsverðan tíma og telur rafbíla klárlega vera framtíðina í bílasamgöngum.
Meira ... 20.09.2017
Mosfellsbær hefur nú látið prenta að nýju hjóla- og göngustígabækling með uppfærðum hjólaleiðum í bænum. Bæklingurinn hefur verið prentaður næstum árlega, en vinsældir hans eru slíkar að hann klárast fljótt. Hjólreiðabæklinginn er einnig að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar en þar er að finna fjölda skemmtilegra hjólaleiða í bænum.
Meira ... 19.09.2017
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Reykjavegur 62, tillaga að deiliskipulagi. Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, tillaga að breytingu á deiliskipulagi og Reykjahvoll 4, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Meira ... 19.09.2017
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýjar hjólastígamerkingar á aðal hjólreiðastígum bæjarins. Um er að ræða sérstök hjólaskilti sem leiðbeina hjólreiðafólki tvær lykilleiðir í bænum, annars vegar í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar með tengingu við samgöngustíginn meðfram Vesturlandsvegi til Reykjavíkur (Gul leið), og hins vegar strandleið sem tengist Reykjavík við Úlfarsá og hægt er að hjóla í kringum allt höfuðborgarsvæðið meðfram ströndinni (Blá leið).
Meira ... 18.09.2017
Mánudaginn 18. september verður haldin BMX-hátíð á miðbæjartorginu kl. 17-19. BMX-landsliðið mun mæta á svæðið og sýna listir sínar á nýju pumptrack brautinni. Auk þess mun Dr. Bæk mæta á svæðið og aðstoðar við reiðhjólastillingar á gírum og bremsum, smyr keðjur og pumpar í dekk, ásamt því að aðstoða við minniháttar lagfæringar.
Hjóleigendur eru hvattir til að koma við og fá fría ástandsskoðun.
Meira ... 17.09.2017
Í dag, sunnudaginn 17. september verður nýja pumptrack hjólaþrautabrautin sett upp á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ. Um er að ræða braut sem hentar jafnt reiðhjólum, hlaupahjólum, BMX-hjólum, hjólabrettum og hjólaskautum. Hjólabrautin er hugsuð sem góð viðbót fyrir stækkandi hóp ungmenna sem stunda þessar íþróttir og hvatning til aukinnar útivistar. Brautin verður staðsett á miðbæjartorginu fram yfir samgönguvikuna.
Meira ... 16.09.2017
Evrópsk samgönguvika, European Mobility Week, hefst í dag en vikan stendur yfir 16.-22. september ár hvert.
Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.
Meira ... 15.09.2017
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur. Um er að ræða færslu á núverandi götu Skeiðholts í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru rif og fræsing núverandi götu, gatnagerð fyrir nýrri götu, gerð bílastæðagötu, stígagerð, lagning regnvatnslagna, aðlögun annarra veitna og gerð hljóðveggja meðfram Skeiðholti.
Meira ... 14.09.2017
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun fór fram rafrænt í þar til gerðu kerfi sem var aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar frá 1. til 14. febrúar 2017. Niðurstaðan var sú að kosin voru 10 verkefni til framkvæmda. Verkefnið Stekkjarflöt útivistarparadís fékk flest atkvæði íbúa. Verkefnið gerði ráð fyrir strandblakvelli og vatnsbrunni á Stekkjarflöt.
Búið er að koma upp skemmtilegum strandblakvelli, sem hefur notið talsverðra vinsælda. Búið er að panta vatnsbrunn og fyrirhugað er að setja hann upp seinni hluta september eða byrjun október 2017.
Meira ... 14.09.2017
Leikskólinn Reykjakot í mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum. Við leitum að hressum og skemmtilegum starfskröftum til starfa við leikskólann. Annars vegar e r um fullt starf að ræða með vinnutíma frá 9-17 og hins vegar um 50% starf með vinnutíma frá 13-17. Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru.
Meira ... 14.09.2017
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur laugardaginn 16. september. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskri náttúru er fagnað á þessum degi. Mosfellsbær Börnin á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ gróðursetja birkitré í útistofu sem staðsett er í klettum á opnu svæði vestan við leikskólann. Útistofan kallast Skógarhlíð. Fjögur tré eru gróðursett, eitt fyrir hverja deild. Eftir gróðursetningu fá börnin sér hressingu í Skógarhlíð. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.
Meira ... 12.09.2017
Laus er staða skólaliða í fullt starf (eldri deild) og frístundaleiðbeinenda (unnið frá 13-17). Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ... 11.09.2017
Frá 1. september til 1. maí til mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00 (börn fædd 2004-2001). Aldur miðast við fæðingarár. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn.
Meira ... 06.09.2017
Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ í samvinnu við TM afhentu öllum börnum í 1. og 2. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar endurskinsvesti til eignar síðastliðinn þriðjudag. Endurskinsvestin eru afhent í tengslum við verkefnið Göngum í skólann og eru mikilvægur liður í öryggismálum yngstu grunnskólanemendanna sem eru að byrja að ganga, hjóla eða ferðast á annan virkan hátt í skólann. Við biðlum til ykkar foreldra um að hvetja börnin til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla, finna með þeim öruggustu leiðina og hjálpa þeim að muna eftir endurskinsvestinu til að auka á öryggi þeirra í umferðinni í vetur.
Meira ... 06.09.2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is ( Umsókn um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu ) eða sækja .pdf (29kb) skjal hér
Meira ... 05.09.2017
Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í ellefta sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Meira ... Síða 0 af Infinity