Fréttir eftir mánuðum

Fjölnota íþróttahús, Forval

31.01.2018Fjölnota íþróttahús, Forval
Umhverfissvið Mosfellsbæjar auglýsir eftir þátttakendum í forvali fyrir alútboð vegna byggingar á fjölnota íþróttahúsi við Varmá í Mosfellsbæ. Stærð hússins verður um 3.850 m² (74 x 52 m) auk anddyrisbyggingar. Í húsinu verður knattspyrnuvöllur lagður gervigrasi og hlaupabraut við hlið vallarins ásamt gangbraut umhverfis völlinn
Meira ...

Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar

26.01.2018Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar
Haustið 2017 hófst vinna við að undirbúa sókn í upplýsinga- og tæknimálum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Sú vinna byggir á niðurstöðum vinnu með kennurum vorið 2017 sem kölluð hefur verið Vegvísirinn. Vegvísirinn er eitt af leiðarljósum fræðslu- og frístundasviðs í þeirri umbótavinnu á starfsumhverfi grunnskólanna sem nú stendur yfir. Í Vegvísinum koma skýrt fram óskir frá kennurum um endurskoðun fyrirkomulags á upplýsinga- og tæknimála skólanna.
Meira ...

Flokksstjóri veitna í þjónustustöð

26.01.2018Flokksstjóri veitna í þjónustustöð
Laust er til umsóknar starf starfsmanns veitna í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöðin sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála, svo sem viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða auk snjómoksturs og aðstoð við garðyrkjudeild og vinnuskóla. Starfsmaður veitna vinnur bæði við viðhald og nýlagnir vatns- og hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við útgefnar verkbeiðnir og í samstarfi við verkstjóra veitna.
Meira ...

Stöndum saman - Nágrannavarsla

26.01.2018Stöndum saman - Nágrannavarsla
Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti. Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og heimili öruggari. Með því móti er leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum.
Meira ...

Varmárskóli Mosfellsbæ

26.01.2018Varmárskóli Mosfellsbæ
Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum. Okkar vantar í eftirtalin störf: sérkennara, grunnskólakennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

26.01.2018Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Lækjarhlíð 1A, Íþróttamiðstöðin Lágafelli. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Lækjarhlíð 1A, Íþróttamiðstöðin Lágafelli. Breytingin felst í eftirfarandi:
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

25.01.2018Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir heitt vatn í Gerplustræti, Ástu-Sólliljugötu og Bergrúnargötu föstudaginn 26. janúar 2018 vegna tenginga frá kl. 09:00 og fram eftir degi
Meira ...

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag Helgafellshverfis, Helgafellstorfa

25.01.2018Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag Helgafellshverfis, Helgafellstorfa
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags sem nær yfir hluta íbúðasvæðis Helgafells sem afmarkast af byggð við Fellsás í vestur, Fellshlíð í austur, hlíðum Helgafells í norður og Gerplustræti/Bergrúnargötu í suður. Megin viðfangsefni við deiliskipulagsgerðina er m.a. að móta byggð, skilgreina byggingareiti, setja fram skilmála fyrir hæðir húsa, landnotkun og nýtingarhlutfall, sem og gera grein fyrir aðkomu bíla, gangandi og hjólandi.
Meira ...

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2017

22.01.2018Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2017
Kynning á kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í 26. skipti í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 18. janúar sl. Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona frá Aftureldingu. Íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörinn Guðmundur Ágúst Thoroddsen frjálsíþróttamaður úr Aftureldingu.
Meira ...

Krikaskóli í Mosfellsbæ

22.01.2018Krikaskóli í Mosfellsbæ
Leikskólakennari óskast til starfa. Um 100% framtíðarstarf er að ræða. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ófaglærður starfsmaður ráðinn. Verkefnastjóri frístundastarfs. Um 100% starf er að ræða eða hlutastarf skv. samkomulagi. Um leiðtogahlutverk er að ræða í skólaþróun Krikaskóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í Tómstunda- og félagsmálafræði eða reynslu af slíkum störfum.
Meira ...

Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ

22.01.2018Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ
LAUST STARF STUÐNINGSFULLTRÚA Í BÚSETUKJARNANUM Í KLAPPARHLÍÐ. Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030

19.01.2018Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030
Tillaga að breytingu – vatnsgeymir í austurhlíðum Úlfarsfells sunnan Skarhólabrautar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær áformar að reisa nýjan vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells suður af Skarhólabraut. Geymirinn mun þjónusta fyrirhugaða byggð í Lágafelli en einnig auka þrýsting í Mýrum og Krikum en það hefur lágur þrýstingur valdið vissum vandamálum. Breytingin felst í því að skilgreind er iðnaðarlóð (I) á fyrrgreindu svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem „Óbyggð svæði Ó/ÓB“.
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

19.01.2018Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Landbúnaðarsvæði við Hrísbrú í Mosfellsdal: Breytingin felst í að 10.6 ha. spildu úr landbúnaðarsvæði (205-L) er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði (243-AF). Við það breytast einnig yfirlitstöflur landbúnaðarsvæða í kafla 4.14 og afþreyingar- og ferðamannasvæða í greinargerð aðalskipulags. Á svæðinu er fyrirhugað að reisa höfðingjasetur með skírskotun til íslenskrar miðaldamenningar.
Meira ...

Framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar

18.01.2018Framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar
Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt eru leiðarstefin í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á síðasta ári.
Meira ...

Álagning fasteignagjalda 2018

18.01.2018Álagning fasteignagjalda 2018
Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ. Álagning fasteignagjalda 2018 hefur farið fram og má sjá forsendur útreikninga hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mosfellsbaer.is. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar.
Meira ...

Neysluvatn í Mosfellsbæ er ómengað

16.01.2018Neysluvatn í Mosfellsbæ er ómengað
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að neysluvatn sem dreift er í Mosfellsbæ er laust við jarðvegsgerla sem mælst hafa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því óhætt að neyta þess og ekki þörf á að sjóða það eins og lagt hefur verið til í flestum hverfum í Reykjavík. Neysluvatn í Mosfellsbæ kemur ekki af vatnstökusvæðum þar sem jarðvegsgerla hefur orðið vart en að auki kemur hluti neysluvatns í Mosfellsbæ úr okkar eigin vatnsbólum.
Meira ...

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2017

15.01.2018Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2017
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Hér má sjá nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið 2017 og lesa nánar um íþróttafólkið og þeirra helstu afrek á árinu.
Meira ...

Vilt þú starfa sem lögmaður Mosfellsbæjar?

12.01.2018
Lögmaður hefur yfirumsjón með lögfræðilegum málefnum á vegum bæjarins. Hann er ráðgjafi bæjarstjóra, bæjarráðs, bæjarstjórnar, nefnda, sviða, deilda og stofnana bæjarins varðandi lögfræðileg málefni. Hann ber ábyrgð á og stýrir undirbúningi og flutningi dómsmála fyrir dómstólum landsins og sér um samskipti við lögmenn utanhúss. Hann veitir ráðgjöf við samningaumleitanir, samningagerð og aðra skjalagerð, ásamt því að veita veita upplýsingar um tryggingamál. Lögmaður Mosfellsbæjar er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar og sér um boðun funda og samskipti við kjörna fulltrúa
Meira ...

Íbúar í Mosfellsbæ eru ánægðir með bæinn sinn

12.01.2018Íbúar í Mosfellsbæ eru ánægðir með bæinn sinn
Mosfellsbær er í öðru sæti samkvæmt árlegri könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga en könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 91% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Í fremstu röð meðal sveitarfélaga
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

12.01.2018Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald-a tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Íþróttasvæði Varmá, Knatthús. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Varmá.
Meira ...

Jón Kalman valinn Mosfellingur ársins af bæjarblaðinu Mosfellingi

11.01.2018Jón Kalman valinn Mosfellingur ársins af bæjarblaðinu Mosfellingi
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2017 af bæjarblaðinu Mosfellingi. Hann gaf út skáldsöguna Saga Ástu fyrir jólin og fékk hún hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum.
Meira ...

Mosfellsbær óskar eftir íbúðum til leigu

11.01.2018Mosfellsbær óskar eftir íbúðum til leigu
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur lýst yfir vilja sínum til að leysa vanda fólks sem neyðst hefur til þess að flýja heimaland sitt vegna ofsókna, með því að ganga til samninga við velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna frá Úganda. Um er að ræða tíu einstaklinga í fimm fjölskyldum, þar af þrjú börn. Lögð er áhersla á að veita fólkinu heildstæða þjónustu sem stuðlar að öryggi og aðlögun hinna nýju íbúa með gildi bæjarfélagsins virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju að leiðarljósi.
Meira ...

Opinn kynningarfundur - Færsla Skeiðholts

10.01.2018Opinn kynningarfundur - Færsla Skeiðholts
Vinna við færslu Skeiðholts mun hefjast á næstu vikum en á framkvæmdatíma mun aðkoma að götum frá Skeiðholti verða takmörkuð. Nauðsynlegt er því að setja hjáleiðir til að tryggja aðgengi íbúa Holtahverfis að húsum sínum. Tímabundið verður opnað fyrir aðkomu íbúa að austan frá Háholti og Skólabraut en byggð vestan Skeiðholts mun tímabundið hafa aðkomu sína frá Álfatanga.
Meira ...

Laus störf í Leirvogstunguskóla

10.01.2018Laus störf í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara & starfsmanni á deild. Tvær stöður eru lausar, leikskólakennara eða starfsmanni í 100% framtíðarstarf inn á deild sem hópstjóri og starfsmanni milli 13-17 til tímabundinna starfa. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Starfsmenn óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

10.01.2018Starfsmenn óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmönnum í hlutastarf í búsetukjarna fatlaðs fólks Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmönnum til liðs við okkur í 30% starfshlutfall – hentar vel meðfram skólanámi. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Meira ...

Vilt þú gerast dagforeldri?

09.01.2018Vilt þú gerast dagforeldri?
Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu. Nú er því gott tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að afla sér leyfis til að sinna daggæslu barna í heimahúsi. Til að öðlast réttindi sem dagforeldri þarf að sækja sérstakt réttindanámskeið sem að öllu jöfnu er haldið í febrúar. Mosfellsbær styrkir umsækjendur sem sækja vilja námskeiðið og gerast dagforeldri. Gott samstarf er milli starfandi dagforeldra og stuðningur við starfsemina af hálfu Mosfellsbæjar.
Meira ...

Foreldrar fylgi yngri börnum í skóla / Disruption of school operations

09.01.2018Foreldrar fylgi yngri börnum í skóla / Disruption of school operations
Slæmt veður gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið sem gæti valdið röskun á skólastarfi í upphafi skóladags. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum og veðri og fylgja yngri börnum en tólf ára í skóla. Sjá tilmæli á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/
Meira ...

Hirðing á jólatrjám

08.01.2018Hirðing á jólatrjám
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun. Þeir verða á ferðinni sunnudaginn 7. janúar, mánu- og þriðjudaginn 8. og 9. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.
Meira ...

Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%

05.01.2018Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%
Mosfellsbær er stækkandi fjölskyldubær þar sem lagður er metnaður í að veita barnafjölskyldum góða þjónustu. Við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 voru teknar ákvarðanir um aukna þjónustu í dagvistun barna. Lækkun almennra leikskólagjalda. Almennt leikskólagjald lækkaði um 5% þann 1. janúar 2018 og munu foreldrar greiða lægra gjald um næstu mánaðarmót.
Meira ...

Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ, laugardaginn 6. janúar klukkan 18.00

05.01.2018Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ, laugardaginn 6. janúar klukkan 18.00
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 6. janúar 2018. Brennan er stærsti viðburður í bænum á ári hverju þar sem þúsundir gesta leggja leið sína í Mosfellsbæ. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð. Blysför leggur af stað frá miðbæjartorgi kl. 18:00 og haldið að brennunni sem verður á sama stað og árlega, neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem áramótabrennan var haldin.
Meira ...

Varmárskóli Mosfellsbæ

05.01.2018Varmárskóli Mosfellsbæ
VARMÁRSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ ÖFLUGUM STARFSMÖNNUM. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Meira ...

Hreinsum til eftir áramótin

05.01.2018Hreinsum til eftir áramótin
Talsvert rusl fellur til um áramót þegar landsmenn kveikja í mörgum tonnum af flugeldum, skottertum og blysum. Það er algeng sjón að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs sem er ekki mikil bæjarprýði. Það flugeldarusl sem ekki er fjarlægt og komið til förgunar grotnar niður og verður að lokum að drullu og sóðaskap.
Meira ...

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

04.01.2018Gjaldfrjálsar tannlækningar barna
Öll börn með skráðan heimilistannlækni eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi þar að lútandi. Gjaldfrjálsar tannlækningar barna hafa verið innleiddar í áföngum og lauk inneiðingunni 1. janúar sl. þegar börn yngri en þriggja ára öðluðust rétt samkvæmt samningnum.
Meira ...

Flokksstjóri veitna í þjónustustöð

03.01.2018Flokksstjóri veitna í þjónustustöð
Mosfellsbær auglýsir laust starf flokksstjóra veitna í Þjónustustöð. Laust er til umsóknar starf starfsmanns veitna í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Þjónustustöðin sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála, svo sem viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða auk snjómoksturs og aðstoð við garðyrkjudeild og vinnuskóla.
Meira ...

Verkefnastjóri – móttaka flóttafólks í Mosfellsbæ

02.01.2018Verkefnastjóri – móttaka flóttafólks í Mosfellsbæ
Mosfellsbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi í tímabundið starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks til bæjarins. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur lýst yfir vilja sínum til að leysa vanda fólks sem neyðst hefur til þess að flýja heimaland sitt vegna ofsókna, með því að ganga til samninga við velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna frá Úganda. Um er að ræða tíu einstaklinga í fimm fjölskyldum, þar af þrjú börn. Mosfellsbær er 10.500 íbúa sveitarfélag, þjónusta við bæjarbúa byggir á gildunum virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggju. Lögð er áhersla á að veita fólkinu heildstæða þjónustu sem stuðlar að öryggi og aðlögun hinna nýju íbúa.
Meira ...

Síða 0 af Infinity