Fréttir eftir mánuðum

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár

31.10.2018Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár þar á eftir er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 559 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 5 % milli ára.
Meira ...

Hvetjum bæjar­búa til að flokka

31.10.2018Hvetjum bæjar­búa til að flokka
Mosfellsbær hefur nú sett upp ruslatunnur fyrir flokkað rusl á miðbæjartorginu. Tilgangurinn er að hvetja íbúa bæjarins til að flokka betur sitt rusl. Á torginu má nú finna sérstakar ruslatunnur fyrir pappír, plast, almennt rusl og skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð - Matráður

26.10.2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 til 4 ára. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leitað er að matráði sem hefur áhuga og þekkingu á næringu ungra barna og hefur metnað til að fara nýjar leiðir í þeim efnum. Matráður sér um daglegan rekstur eldhúss leikskólans. Um framtíðarstarf er að ræða. Staðan er laus um áramót eða fyrr.
Meira ...

Samstarfssamningur við UMFA undirritaður

25.10.2018Samstarfssamningur við UMFA undirritaður
Á fundi bæjarráðs þann 11. október var bæjarstjóra heimilað að undirrita samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar vegna ár-anna 2018-2022. Meginmarkmið samningsaðila er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf í Mosfellsbæ, bjóða börnum og unglingum upp á skipulagt íþróttastarf og hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki.
Meira ...

OPIÐ HÚS - útistundir

24.10.2018OPIÐ HÚS - útistundir
Miðvikudaginn 31. október er komið að fyrsta opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Lágafellsskóla og hefst kl. 20:00. Í þessum fyrirlestri verður lögð áhersla á fræðslu um kosti útiveru og kynntar aðferðir sem veita fjölskyldum aukinn innblástur og hugmyndir að útivist. Þar á meðal er farið í gegnum hvernig fagna má einfaldleikanum í útilífi fjölskyldunnar og hvernig taka má fyrstu skrefin í að fjölga útistundum í daglegu lífi og heilbrigði fjölskyldunnar.
Meira ...

KVENNAFRÍDAGURINN - miðvikudaginn 24. október kl. 14:55

24.10.2018KVENNAFRÍDAGURINN - miðvikudaginn 24. október kl. 14:55
Í dag miðvikudaginn 24.október 2018 má gera ráð fyrir að röskun geti orðið á starfsemi Mosfellsbæjar í ljósi þess að konur eru hvattar til að leggja niður störf kl.14:55 til þess að taka þátt í fundi í tilefni kvennafrídagsins við Arnarhól í Reykjavík kl.15:30.
Meira ...

Opinn fundur um menningarmál

23.10.2018Opinn fundur um menningarmál
Menningar- og nýsköpunarnefnd hélt opinn fund nefndarinnar sem er liður í endurskoðun á stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum. Fundurinn var haldinn í Hlégarði að kvöldi 16. október og mættu á sjötta tug íbúa. Á fundinum var leitað svara við því hverjar áherslur Mosfellsbæjar ættu að vera þegar kemur að menningarmálum í bænum á komandi árum. Á fundinum gafst íbúum tækifæri til að koma hugmyndum og tillögum sínum á framfæri, ræða þær saman og móta verkefni framtíðarinnar.
Meira ...

Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá

23.10.2018Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá
Í vor var boðin út bygging fjölnota íþróttahúss að Varmá. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa VSÓ og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa við framkvæmdir við byggingu fjölnota íþróttahúss og að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Meira ...

Umferðatafir vegna malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi

22.10.2018Umferðatafir vegna malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi
Þriðjudaginn 23. október er stefnt að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjavegar. Þrengt verður að umferð og umferðarhraði tekinn niður framhjá vinnusvæðinu. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðhengdu lokunarplani.
Meira ...

Starfsmaður óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

16.10.2018Starfsmaður óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í 30% starfshlutfall – hentar vel meðfram skólanámi. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Svo leggjum við okkur fram við að skapa góða liðsheild. Við störfum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum.
Meira ...

Trjágróður á lóðarmörkum

15.10.2018Trjágróður á lóðarmörkum
Mikilvægt er að garðeigendur hugi að því að trjágróður þeirra hafi ekki vaxið út á stíga eða götur með tilheyrandi óþægindum og mögulegri hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega núna í skammdeginu þegar fjöldi barna er á ferðinni vegna skóla og tómstunda. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og samgangna milli staða, jafn fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Þegar trjágróður vex út fyrir lóðarmörk og út yfir gangstéttir og stíga bæjarins getur það skapað veruleg óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur.
Meira ...

Minnum á opinn fund um stefnu í menningarmálum

15.10.2018Minnum á opinn fund um stefnu í menningarmálum
Þriðjudaginn 16. október verður haldinn opinn fundur menningar- og nýsköpunarnefndar um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum í Hlégarði kl. 18:30-22:00. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir. Boðið verður upp á léttan málsverð og listamenn úr Mosfellsbæ munu stíga á stokk.
Meira ...

Opinn fundur um stefnu í menningarmálum

12.10.2018Opinn fundur um stefnu í menningarmálum
Opinn fundur menningar- og nýsköpunarnefndar um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 16. október kl. 18:30-22:00. Allir velkomnir. Boðið verður upp á léttan málsverð og listamenn úr Mosfellsbæ munu stíga á stokk.
Meira ...

Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi

10.10.2018Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi
Vegna bilunar í veitukerfi er truflun á þrýstingi kaldavatns í Mosfellsdal og Helgafellslandi. Unnið er að viðgerð. Sérstaka varúð skal sýna í umgengni við heitt vatn úr neysluvatnskrönum s.s. í eldhúsi og á baði þar sem kalt vatn til blöndunar er ekki tiltækt í vatnsleysi. Sérstaklega skal vara börn við þessari hættu og eftir atvikum skrúfa fyrir neysluvatnskrana á hitaveitugrind meðan á kaldavatnsleysi stendur.
Meira ...

Erum við að leita að þér ?

09.10.2018Erum við að leita að þér ?
Um þessar mundir eru nokkrar góðar stöður lausar til umsóknar hjá Mosfellsbæ sem vert er að skoða ef þú ert í atvinnuleit eða ert að hugsa um að breyta til. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.
Meira ...

Helgafellsskóli að taka á sig mynd

05.10.2018Helgafellsskóli að taka á sig mynd
Framkvæmdir Helgafellsskóla ganga vel og eru á áætlun. Stefnt er á að 1. – 5. bekkur og elsti árgangur í leikskóla byrji í skólanum eftir áramót. Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl sl. var samþykkt að framkvæmdum við Helgafellsskóla yrði flýtt. Byggir sú ákvörðun fyrst og fremst á því að hraði uppbyggingarinnar í Helgafellshverfi er meiri en búist var við í upphafi. Meðfylgjandi frétt má sjá loftmynd af nýbyggingu Helgafellsskóla tekin í september 2018.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ

04.10.2018Frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ
Vissir þú að það er frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ ? Börn 0-10 fá frítt í fylgd með fullorðnum. Unglingar 11 - 15 ára þurfa að framvísa sundkorti. Hægt er að sækja um kortið í sundlaugum Mosfellsbæjar. Kortið kostar kr. 600.
Meira ...

Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október

03.10.2018Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október 2018 vegna breytinga á stofnæð frá kl:09:00 og fram eftir degi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

03.10.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ

02.10.2018 Tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ
Mikilvægar samgöngubætur fyrir Mosfellinga komnar á samgönguáætlun. Nú liggur fyrir að tvær mikilvægar samgöngubætur eru komnar á áætlun samkvæmt drögum að samgönguáætlun sem nú liggja fyrir Alþingi. Samhliða þeirri vinnu rituðu framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra undir viljayfirlýsingu þann 21. september um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfðuborgarsvæðinu.
Meira ...

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri

02.10.2018Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri
Tilraunaverkefni á vegum Mosfellsbæjar, FaMos og World Class hófst 18. september. Kennslan fer fram í formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal. Tveir hópar eru í boði og nánast uppbókað í báða hópana sem hittast á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10-11 eða kl. 11-12. Kennarar á námskeiðinu leitast við að hafa áherslurnar einstaklingsmiðaðar og hafa tímana fjölbreytta í sal og í tækjum.
Meira ...

Afltak hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

01.10.2018Afltak hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar
Verktakafyrirtækið Afltak í Mosfellsbæ er handhafi jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Afltak hefur ráðið konur til starfa sem hefðbundið hefur verið litið á sem karlmannsstörf auk þess að hvetja kvenkyns starfsmenn til iðnnáms. Í dag starfa fjórar konur hjá Afltaki og þrjár þeirra eru faglærðir húsasmiðir. Þá leggur Afltak mikla áherslu á að veita konum og körlum jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu störf.
Meira ...

Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - útboðsauglýsing

01.10.2018Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - útboðsauglýsing
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Súluhöfða, Mosfellsbæ. Um er að ræða nýja götu við Súluhöfða í Höfðahverfi milli núverandi neðsta botnlanga í götunni og golfvallar Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Vakin er athygli á því að aðkoma verktaka liggur í gegnum húsagötu í grónu hverfi og því skal verktaki taka tillit til þess.
Meira ...

Fyrsta skóflustungan að grænni framtíð

01.10.2018Fyrsta skóflustungan að grænni framtíð
Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í Álfsnesi 17. ágúst af Guðmundi Inga Guðbrands-syni umhverfisráðherra og sex fulltrúum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með tilkomu stöðvarinnar verður gjörbylting í meðhöndlun heimilisúrgangs á höfuðborgar-svæðinu og urðun lífræns úrgangs verður liðin tíð.
Meira ...

Starfsdagur allra starfsmanna Mosfellsbæjar

01.10.2018Starfsdagur allra starfsmanna Mosfellsbæjar
Þann 15. ágúst hittust rúmlega 500 starfsmenn Mosfellsbæjar í íþróttahúsinu við Varmá á starfsdegi. Á starfsdeginum var unnið að mótun verkefna sem tengjast þjónustu Mosfellsbæjar og kallað eftir ábendingum starfsmanna um umbætur og verkefni á því sviði. Um er að ræða lið í innleiðingu á stefnu Mosfellsbæjar sem bæjarstjórn staðfesti í lok ágúst 2017 og gildir til ársins 2027. Að dagskrá lokinni var tekið upp léttara hjal og starfsmenn Mosfellsbæjar nutu sólarinnar í garðinum við Hlégarð.
Meira ...

Þjónustusamningur við Ásgarð endurnýjaður

01.10.2018Þjónustusamningur við Ásgarð endurnýjaður
Nýverið var endurnýjaður þjónustusamningur milli Ásgarðs – handverkstæðis og Mosfellsbæjar um verndaða vinnu og hæfingu fatlaðs fólks á árunum 2018-2022. Slíkur samningur var fyrst gerður 2012 í kjölfar þess að þjónusta við fatlað fólk var færð frá ríki til sveitarfélaga. Eins og Mosfellingum er kunnugt er Ásgarður í Álafosskvosinni og þar eru að jafnaði við nám, þjálfun og störf um 30 fatlaðir starfsmenn með aðstoð nokkurra verkstjóra.
Meira ...

Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði

01.10.2018Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði
Íbúar í Álafosskvos hafa tekið sig saman í samstarfi við Mosfellsbæ og tekið í notkun svokallaðan Samfélagsgarð efst í Kvosinni. Garðurinn er hugsaður fyrir íbúana til að rækta sitt eigið grænmeti og vera saman úti í náttúrunni. Garðurinn er hringlaga og hefur hver íbúi sína sneið til ræktunar.„Samfélagslegur ávinningur af verkefni sem þessu getur verið töluverður, segir Guðrún Ólafsdóttir íbúi í Kvosinni. „Garðurinn mun auka tengsl okkar við náttúruna og samvinnu íbúanna ásamt því að auka samveru fjölskyldunnar. Börnin okkar læra í verki að virða og njóta náttúrunnar og rækta sína eigin næringu.“
Meira ...

Síða 0 af Infinity