Fréttir eftir mánuðum

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár

31.10.2018
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár þar á eftir er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr.
Meira ...

Hvetjum bæjar­búa til að flokka

31.10.2018
Mosfellsbær hefur nú sett upp ruslatunnur fyrir flokkað rusl á miðbæjartorginu. Tilgangurinn er að hvetja íbúa bæjarins til að flokka betur sitt rusl.
Meira ...

Samstarfssamningur við UMFA undirritaður

25.10.2018Samstarfssamningur við UMFA undirritaður
Á fundi bæjarráðs þann 11. október var bæjarstjóra heimilað að undirrita samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar vegna áranna 2018-2022
Meira ...

Opið hús - Útistundir

24.10.2018
Miðvikudaginn 31. október er komið að fyrsta opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Lágafellsskóla og hefst kl. 20:00.
Meira ...

Kvennafrídagurinn - miðvikudaginn 24. október kl. 14:55

24.10.2018
Í dag miðvikudaginn 24. október 2018 má gera ráð fyrir að röskun geti orðið á starfsemi Mosfellsbæjar í ljósi þess að konur eru hvattar til að leggja niður störf kl. 14:55 til þess að taka þátt í fundi í tilefni kvennafrídagsins við Arnarhól í Reykjavík kl. 15:30.
Meira ...

Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá

23.10.2018Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá
Í vor var boðin út bygging fjölnota íþróttahúss að Varmá. Að mati ráðgjafa VSÓ og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr.
Meira ...

Trjágróður á lóðarmörkum

15.10.2018Trjágróður á lóðarmörkum
Mikilvægt er að garðeigendur hugi að því að trjágróður þeirra hafi ekki vaxið út á stíga eða götur með tilheyrandi óþægindum og mögulegri hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega núna í skammdeginu þegar fjöldi barna er á ferðinni vegna skóla og tómstunda.
Meira ...

Minnum á opinn fund um stefnu í menningarmálum

15.10.2018
Þriðjudaginn 16. október, kl. 18:30-22:00, verður haldinn opinn fundur menningar- og nýsköpunarnefndar um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum.
Meira ...

Opinn fundur um stefnu í menningarmálum

12.10.2018
Opinn fundur um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 16. október kl. 18:30-22:00. Boðið verður upp á léttan málsverð og listamenn úr Mosfellsbæ munu stíga á stokk.
Meira ...

Erum við að leita að þér?

09.10.2018
Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.
Meira ...

Helgafellsskóli að taka á sig mynd

05.10.2018
Framkvæmdir Helgafellsskóla ganga vel og eru á áætlun. Stefnt er á að 1.- 5. bekkur og elsti árgangur í leikskóla byrji í skólanum eftir áramót.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ

04.10.2018Frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ
Vissir þú að það er frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ ? Börn 0-10 fá frítt í fylgd með fullorðnum. Unglingar 11 - 15 ára þurfa að framvísa sundkorti.
Meira ...

Tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ

02.10.2018
Nú liggur fyrir að tvær mikilvægar samgöngubætur eru komnar á áætlun samkvæmt drögum að samgönguáætlun sem nú liggja fyrir Alþingi.
Meira ...

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri

02.10.2018
Tilraunaverkefni á vegum Mosfellsbæjar, FaMos og World Class hófst 18. september. Kennslan fer fram í formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal.
Meira ...

Afltak hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

01.10.2018
Verktakafyrirtækið Afltak í Mosfellsbæ er handhafi jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Afltak hefur ráðið konur til starfa sem hefðbundið hefur verið litið á sem karlmannsstörf auk þess að hvetja kvenkyns starfsmenn til iðnnáms.
Meira ...

Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - útboðsauglýsing

01.10.2018
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Súluhöfða, Mosfellsbæ. Um er að ræða nýja götu við Súluhöfða í Höfðahverfi milli núverandi neðsta botnlanga í götunni og golfvallar Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Meira ...

Fyrsta skóflustungan að grænni framtíð

01.10.2018
Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í Álfsnesi 17. ágúst af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og sex fulltrúum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Starfsdagur allra starfsmanna Mosfellsbæjar

01.10.2018Starfsdagur allra starfsmanna Mosfellsbæjar
Þann 15. ágúst hittust rúmlega 500 starfsmenn Mosfellsbæjar í íþróttahúsinu við Varmá á starfsdegi.
Meira ...

Þjónustusamningur við Ásgarð endurnýjaður

01.10.2018Þjónustusamningur við Ásgarð endurnýjaður
Nýverið var endurnýjaður þjónustusamningur milli Ásgarðs – handverkstæðis og Mosfellsbæjar um verndaða vinnu og hæfingu fatlaðs fólks á árunum 2018-2022. Slíkur samningur var fyrst gerður 2012 í kjölfar þess að þjónusta við fatlað fólk var færð frá ríki til sveitarfélaga. Eins og Mosfellingum er kunnugt er Ásgarður í Álafosskvosinni og þar eru að jafnaði við nám, þjálfun og störf um 30 fatlaðir starfsmenn með aðstoð nokkurra verkstjóra.
Meira ...

Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði

01.10.2018Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði
Íbúar í Álafosskvos hafa tekið sig saman í samstarfi við Mosfellsbæ og tekið í notkun svokallaðan Samfélagsgarð efst í Kvosinni. Garðurinn er hugsaður fyrir íbúana til að rækta sitt eigið grænmeti og vera saman úti í náttúrunni. Garðurinn er hringlaga og hefur hver íbúi sína sneið til ræktunar.„Samfélagslegur ávinningur af verkefni sem þessu getur verið töluverður, segir Guðrún Ólafsdóttir íbúi í Kvosinni. „Garðurinn mun auka tengsl okkar við náttúruna og samvinnu íbúanna ásamt því að auka samveru fjölskyldunnar. Börnin okkar læra í verki að virða og njóta náttúrunnar og rækta sína eigin næringu.“
Meira ...

Síða 0 af Infinity