Fréttir eftir mánuðum

Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla

29.11.2018Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla
Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti

29.11.2018Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að aðstoðarmanni í mötuneyti. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára
Meira ...

Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

28.11.2018Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 1. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Meira ...

Mikilvægi öruggra tengsla - Opið hús

28.11.2018Mikilvægi öruggra tengsla - Opið hús
Miðvikudaginn 28. nóvember er komið að öðru opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Í þessum fyrirlestri fjallar Unnur Valdemarsdóttir, leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur, um mikilvægi þess að börn myndi örugg tengsl.
Meira ...

Framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús hafnar

28.11.2018Framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús hafnar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á síðasta ári að ráðast í byggingu fjölnota íþróttahúss. Húsið verður byggt á gervigrasvellinum austan við íþróttahúsið að Varmá. Nú eru þær framkvæmdir hafnar með tilheyrandi raski fyrir íþróttaiðkendur, aðstandendur og aðra íbúa er leið eiga um þetta svæði.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

26.11.2018Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira ...

Opnun útboðs - Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - eftirlit

26.11.2018Opnun útboðs - Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - eftirlit
Þann 23. nóvember 2018 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - eftirlit". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
Meira ...

Öflugt starfsfólk óskast á leikskólann Hlaðhamra.

23.11.2018Öflugt starfsfólk óskast á leikskólann Hlaðhamra.
Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ auglýsir eftir deildarstjóra, leikskólakennurum og starfsfólki á deildir. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna. Okkur vantar gott fólk sem hefur áhuga og ánægu á að vinna með gullmolunum okkar.
Meira ...

Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu

22.11.2018Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu en einnig á heimasíðu bæjarfélagsins
Meira ...

Ábendingar um ljóslausa staura

19.11.2018Ábendingar um ljóslausa staura
Þar sem nú er svartasta skammdegi og mikilvægt að ljósastaurar lýsi okkur leiðina er rétt að minna á að verði íbúar varir við ljóslausa staura er rétt að koma ábendingum til þjónustuvers Orkuveitu Reykjavíkur sem í framhaldinu útbýr verkbeiðni til vinnuflokks á vegum Orku Náttúrunnar sem annast lýsingu í Mosfellsbæ.
Meira ...

Leikskólakennari/leiðbeinendur óskast á Hulduberg

19.11.2018Leikskólakennari/leiðbeinendur óskast á Hulduberg
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða leikskólakennara og/eða leiðbeinendur til starfa í fullt starf, hlutastarf mögulegt ef annað hentar ekki. Starfið er laust sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Hulduberg er sex deilda leikskóli með 120 börn. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa

18.11.2018Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa
Sunnudaginn 18. nóvember nk. verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til athafnar við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík og hefst athöfnin kl. 11. Nánari upplýsingar á www.samgongustofa.is/umferd/
Meira ...

Vel mætt á Bókmenntahlaðborð 2018

16.11.2018Vel mætt á Bókmenntahlaðborð 2018
Að vanda var vel mætt á Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar og hlýddu um 330 gestir á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins. Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ingi Bjarni Skúlason ljúfa tóna á gítar og flygil. Rithöfundar kvöldsins voru þau Halldóra Thoroddsen með bók sína Katrínarsaga, Hallgrímur Helgason með Sextíu kíló af sólskini, Þórdís Gísladóttir með Horfðu ekki í ljósið, Jónas Reynir Gunnarsson með Krossfiskar og handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, Auður Ava Ólafsdóttir, en hún las úr nýrri bók sinni Ungfrú Ísland.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018

16.11.2018Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018
Útnefningar og ábendingar óskast vegna kjörs íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2018. Þeir sem eru gjaldgengnir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins. Útnefningar og ábendingar óskast vegna kjörs íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2018. Allar útnefningar og ábendingar sendist á dana@mos.is
Meira ...

Vinna við gerð nýrrar umhverfisstefnu vekur athygli

16.11.2018Vinna við gerð nýrrar umhverfisstefnu vekur athygli
Nýlega kom út skýrsla á vegum norrænu fræðastofnunarinnar Nordregio um vinnu sveitarfélaga á Norðurlöndum við að ná fram heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslan ber heitið Global goals for local priorities: The 2030 Agenda at local level, og fjallar um sveitarfélög sem teljast frumkvöðlar í vinnu við útfærslu heimsmarkmiðanna. Í skýrslunni er Mosfellsbær tekinn sem dæmi um sveitarfélag sem hefur tryggt að vinna við nýja umhverfisstefnu hafi hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og önnur sveitarfélög geti horft til. Sérstaklega er fjallað um það hvernig Mosfellsbær tengir markmið umhverfisstefnunnar við heimsmarkmiðin og samráð við og þátttöku íbúa við gerð hennar.
Meira ...

Skrifuðu bæjarstjóranum bréf

15.11.2018Skrifuðu bæjarstjóranum bréf
Drengir úr 4. bekk í Krikaskóla skrifuðu á dögunum bréf til bæjarstjórans í Mosfellsbæ og báðu um að fá „Brassavöll“. Um er að ræða lítinn battavöll sem hægt er að spila fótbolta á en drengirnir heita Vésteinn Logi, Jökull Ari, Stormur, Sölvi Geir og Eyþór. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur beiðni drengjanna verið vel tekið og eiga þeir von á svari frá bæjarstjóranum von bráðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar heimsótti alla skóla og stofnanir í síðustu viku og hittu því bréfritarar Harald bæjarstjóra þar sem farið var yfir málin.
Meira ...

Samningur til eflingar málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna

15.11.2018Samningur til eflingar málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna
Þann 31. október var undirritaður samningur milli Menntamálastofnunar og Mosfellsbæjar um samstarf og samvinnu um að efla, málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna í Mosfellsbæ. Í samningnum felst meðal annars að leikskólarnir muni leggja áherslu á snemmtæka íhlutun varðandi málfærni, málþroska og læsi og í samræmi við áherslur sem settar voru fram í Þjóðarsáttmála um læsi 2015.
Meira ...

Þjónusta efld, álögur lækka og traustur rekstur

15.11.2018Þjónusta efld, álögur lækka og traustur rekstur
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 559 m.kr., að framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 5% milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ.
Meira ...

Baráttudagur gegn einelti í Lágafellsskóla

15.11.2018Baráttudagur gegn einelti í Lágafellsskóla
Fimmtudagurinn 8. nóvember var líflegur í Lágafellsskóla, en þá komu saman allir skólavinir skólans og perluðu saman armbönd, en þessi dagur er helgaður baráttunni gegn einelti og var hann haldinn í áttunda sinn. Nemendur úr 10. bekk fengu skólavini sína úr 5. bekk í heimsókn, 9. bekkur fékk 4. bekk, 3. bekkur heimsótti 8. bekk og í Höfðabergi tóku 1. og 2. bekkingar á móti 6. og 7. bekkingum.
Meira ...

Hugum að endurskinsmerkjum

14.11.2018Hugum að endurskinsmerkjum
Nú þegar dagur fer að styttast er gott að huga að endurskinsmerkjum en þau eru nauðsynleg til að sjást vel í umferðinni. Hér er skemmtilegt myndband sem tilvalið er að horfa á með börnum til að minna á notkun endurskinsmerkja og skapa umræðu um þau.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

12.11.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, forn og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Lionsklúbbarnir afhenda lestrarhvetjandi efni

11.11.2018Lionsklúbbarnir afhenda lestrarhvetjandi efni
Veturinn 2017 leitaði Menntamálastofnun til Lestrarátaks Lions á Íslandi varðandi samstarf um hvort Lionsklúbbar landsins gætu séð um að afhenda leikskólum hver í sínu nærsamfélagi gjafapakka sem inniheldur læsishvetjandi námsefni sem Menntamálastofnun gefur út. Í pakkanum er námsefni sem býður upp á fjölbreytta vinnu tengda orðaforða og stafa- og hljóðvitund barna. Einnig má finna hreyfispil, tónlistarleiki, bókstafi, léttlestrarbækur o.fl. Lions er aðili að þjóðarsáttmála um læsi þar sem lögð er áhersla á að efla læsi 2–16 ára barna. Verkefnið hófst nú í haust 2018 þar sem Lionsklúbbar um land allt hafa unnið að þessu skemmtilega og gefandi verkefni.
Meira ...

Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar

09.11.2018Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar
Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ. Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og mannréttindanefnd og mun sinna lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd. Þá varð til ný nefnd sem nefnist menningar- og nýsköpunarnefnd sem tekur við verkefnum sem áður var sinnt af menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd.
Meira ...

Bilun í símkerfi og nettengingu

09.11.2018Bilun í símkerfi og nettengingu
Upp kom bilun í símkerfi og nettengingu á Bæjarskrifstofu um hádegisbil í dag. Kerfið lá niðri um nokkurn tíma á meðan unnið var að því að leita að bilun og lagfæra hana. Biðjumst við velvirðingar á þessum óþægindum
Meira ...

Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA

08.11.2018Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA
Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um framkvæmdaáætlun og forgangsröðun til næstu ára í samvinnu við fulltrúa Mosfellsbæjar.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð

07.11.2018Leikskólinn Hlíð
Hlíð er um 80 barna, 5 deilda, leikskóli fyrir 1 til 4 ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er að þróunarverkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“ í samstarfi við Menntamálastofnun. Stefnt er að því að Hlíð verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra

05.11.2018Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra
Hulduberg er sex deilda leikskóli með 120 börn á aldrinum eins árs til fjögura ára. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Opnun útboðs - Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita

02.11.2018Opnun útboðs - Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita
Þann 2. nóvember 2018 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
Meira ...

Tekjur aukast, þjónusta vex og fjárfest í innviðum á sviði skóla og frístundamála

01.11.2018Tekjur aukast, þjónusta vex og fjárfest í innviðum á sviði skóla og frístundamála
Þjónusta við ung börn aukin og framkvæmdir hefjast við fjölnota íþróttahús. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október sl. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 559 m.kr., að framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 5 % milli ára. Áætlunin gerir ráð fyrir að framlegð verði 13 % og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 1.352 m.kr. eða um 11 %.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa.

01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa.
Varmárskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa. Meginverkefni stuðningsfulltrúa er að aðstoða nemendur í leik og starfi. Vinnutíminn er frá kl. 8:00 og er möguleiki á 100% starfshlutfalli. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir frístundaleiðbeinanda til starfa.

01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir frístundaleiðbeinanda til starfa.
Varmárskóli óskar eftir að ráða Frístundaleiðbeinanda til starfa. Frístundaleiðbeinandi tekur þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeinir börnum í leik og starfi. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutíminn frá kl. 13:00-16:00/17:00. Möguleiki er á styttri vinnutíma sem og að vinna staka daga.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir umsjónarkennara á yngra stigi til starfa.

01.11.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir umsjónarkennara á yngra stigi til starfa.
Grunnskólakennari eða uppeldismenntaður aðili óskast til starfa. Um tímabundna stöðu umsjónarkennara er að ræða í 80%-100% starfshlutfall. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af lausnamiðuðu og skapandi starfi með kraftmiklum börnum.
Meira ...

Síða 0 af Infinity