Fréttir eftir mánuðum

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2018 - 2019

27.02.2018Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2018 - 2019
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2018-19 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars. Innritun í frístundasel og mötuneyti 6 ára barna og nýrra nemenda vegna skólaársins 2018-19 verður auglýst sérstaklega síðar.
Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningar­starfsemi 2018

27.02.2018Fjárframlög til lista- og menningar­starfsemi 2018
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2018. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar.
Meira ...

Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

24.02.2018Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 9. mars á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni.
Meira ...

Sumarstörf fyrir ungmenni í Mosfellsbæ.

23.02.2018Sumarstörf fyrir ungmenni í Mosfellsbæ.
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf. Opnað verður fyrir umsóknir 22.febrúar. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2018. Sækja skal um í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar (www.mos.is/ibuagatt). Allar nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil er að finna hér.
Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ sumarið 2018

23.02.2018Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ sumarið 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið styrksins er m.a. að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingu: Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar

23.02.2018Kynning á verkefnislýsingu: Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar
Breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar: Breytingin felst í þéttingu núverandi frístundabyggðar. Um er að ræða 3 svæði í nágrenni við núverandi frístundabyggð vestan Dallands og norðan við Selvatn. Landnotkun breytist úr „Óbyggð svæði (Ó)” í „Svæði fyrir frístundabyggð (F)”. Við þetta breytast yfirlitstöflur í kafla 4.11. fyrir frístundabyggð í greinargerð aðalskipulagsins.
Meira ...

Huga þarf að niðurföllum vegna mikillar úrkomu og hvassviðris

21.02.2018Huga þarf að niðurföllum vegna mikillar úrkomu og hvassviðris
Mikil úrkoma og hvassviðri hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu frá því snemma í morgun og vart hefur orðið við flóð á götum bæjarins og þá hefur eitthvað flætt inn í hús. Mikilvægt er að minna íbúa á að hreinsa vel frá niðurföllum til að draga úr líkum á tjóni. Ef vatnsflóð í heimahúsum er í óviðráðanlegu magni er rétt að hafa samband við 112 og óska eftir aðstoð.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lynghól

21.02.2018Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lynghól
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Lynghóll, landnr. 125346. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Lynghóls, landnr. 125346. Breytingin felst í eftirfarandi
Meira ...

Foreldrar athugið ! Appelsínugul viðvörun - gæti raskað skólastarfi / Announcement 1. In the morning because of bad weather.

20.02.2018Foreldrar athugið ! Appelsínugul viðvörun - gæti raskað skólastarfi / Announcement 1. In the morning because of bad weather.
Engilsh below. / Óveður gæti seinkað ferðum nemenda til skóla í dag miðvikudaginn 21. febrúar. Skólar verða opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla. Þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra. / In English: Due to weather conditions tomorrow, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Meira ...

Flokkun á plasti í Mosfellsbæ hefst 1. mars

16.02.2018Flokkun á plasti í Mosfellsbæ hefst 1. mars
Mosfellsbær mun frá og með 1. mars nk. bjóða íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu. Frá og með þeim degi geta íbúar sett hreint plast í lokuðum plastpoka í sorptunnuna (orkutunnuna) og SORPA flokkar það svo vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu. Ekki er nauðsynlegt að setja hreina plastið í sérstaka poka en þeir þurfa að vera úr plasti. Íbúar geta því t.d. notað innkaupapoka eða aðra plastpoka sem til falla á heimilum. Markmiðið er að auka endurvinnslu og draga úr urðun plasts og endurnýta þannig betur plastið sem hráefni.
Meira ...

Gönguskíðabraut á Tungubakkavelli

15.02.2018Gönguskíðabraut á Tungubakkavelli
Í morgun var troðin braut umhverfis Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Brautin er rétt um 900m og alveg flöt. Snjór er í lágmarki vestan megin í brautinni en ágætur austan megin. Brautin verður troðin aftur þegar bætir í snjó.
Meira ...

Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar

14.02.2018Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 16. febrúar kl. 16-18 opnar Sæunn Þorsteinsdóttir einkasýningu sem ber heitið Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar. Sæunn fæddist í Reykjavík í mars 1967. Hún er Mosfellingur í móðurætt og höfuðborgari í föðurætt og hefur síðustu níu árin búið í Miðdal í Mosfellssveit.
Meira ...

Öskudagurinn

14.02.2018Öskudagurinn
Kennsla stendur til kl.13:30 í grunnskólum Mosfellsbæjar í dag Öskudag. Það má gera ráð fyrir að börnin okkar fari á kreik á þeim tíma með söng og gleði á þessum skemmtilega degi. Vegfarendur eru því hvattir til að gæta sérstaklega varúðar þannig að allir njóti dagsins og komist heilir heim.
Meira ...

UPPFÆRT / FRESTUN: Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

09.02.2018UPPFÆRT / FRESTUN: Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Framkvæmdum er áttu að vera laugardaginn 10. febrúar verður frestað vegna veðurs fram til 17. febrúar en þá verður lokun og truflun á þrýsingi á heitu vatni vegna viðgerða á stofnlögn í Mosfellsbæ. Unnið verður að viðgerða frá kl: 8:30 og fram eftir degi. Lokun verður á heitu vatni í Bjarkarholti. Minni þrýstingur verður í öllu hverfinu fyrir neðan Vesturlandsveg frá Baugshlíð að Varmárskóla. Minnkunin á þrýsting nær eins og áður sagði frá Baugshlíð við Skálatún ásamt Hlíðartúnshverfi og að Varmárskóla fyrir neðan Vesturlandsveg.
Meira ...

Leikskólinn Reykjakot

09.02.2018Leikskólinn Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot í Mosfellsbæ óskar eftir sérkennslustjóra. Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Í aðalnámsskrá leikskóla eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar og hefur Landlæknir vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla. Í því felst jafnframt að Reykjakot vinnur markvisst að heilsueflingu í öllu sínu daglega starfi.
Meira ...

Leikskólinn Reykjakot

09.02.2018Leikskólinn Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot í Mosfellsbæ óskar eftir aðstoðarleikskólastjóra. Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Í aðalnámsskrá leikskóla eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar og hefur Landlæknir vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla.
Meira ...

Heitavatnslaust í Markholti

07.02.2018Heitavatnslaust í Markholti
Vegna bilunar er heitavatnslaust í Markholti í dag, fimmtudaginn 8. febrúar. Viðgerð stendur yfir og óljóst hvenær henni verður lokið í dag.
Meira ...

Lausar stöður hjá Varmárskóla

02.02.2018Lausar stöður hjá Varmárskóla
Lausar eru eftirtaldar stöður: Sérkennari á unglingastigi, þroskaþjálfi/sálfræðingur, grunnskólakennari, umsjónarkennari og stuðningfulltrúar. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda
Meira ...

Hálkuvarnig - sandur/salt í Þjónustumiðstöð

02.02.2018Hálkuvarnig - sandur/salt í Þjónustumiðstöð
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustuver 525 6700.
Meira ...

Safna- og sundlauganótt í Mosfellsbæ á Vetrarhátíð

01.02.2018Safna- og sundlauganótt í Mosfellsbæ á Vetrarhátíð
Árleg glæsileg fjögurra daga Vetrarhátíð fer fram dagana 1.-4. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hátíðin er öll hin glæsilegasta í ár með öflugri þátttöku allra sex sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Allir þessir viðburðir eru ókeypis auk þess sem frítt er fyrir börn yngri en 16 ára á Snjófögnuðinn í Bláfjöllum.
Meira ...

Fjárhæðir frístundaávísana skólaárið 2017 til 2018

01.02.2018Fjárhæðir frístundaávísana skólaárið 2017 til 2018
Komið hefur í ljós að við greiðslu frístundaávísana á skólaárinu 2017-2018 var gerð villa við útreikninga sem leiddu til hærri greiðslna til foreldra en bæjarráð hafði ákveðið og bæjarstjórn staðfest haustið 2016. Á fundi bæjarráðs þann 1. febrúar sl. var samþykkt að það verklag sem viðhaft var myndi gilda út yfirstandandi skólaár og að fjárhæðir frístundaávísana verði eftirfarandi:
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

01.02.2018Laus störf í Lágafellsskóla
Myndmenntakennari óskast tímabundið vegna veikindaforfalla í nokkrar vikur. Kennara vantar á unglingastig í náttúrufræðikennslu vegna veikindaforfalla og skólaliði óskast til starfa. Vinnutími 07:50 – 14:00. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 15. febrúar 2017. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.
Meira ...

Laus störf í Leirvogstunguskóla

01.02.2018Laus störf í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara og sérkennslustjóra. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi.
Meira ...

Síða 0 af Infinity