Fréttir eftir mánuðum

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2018 - 2019

27.02.2018
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2018-19 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars.
Meira ...

Fjárframlög til lista- og menningar­starfsemi 2018

27.02.2018
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2018. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.
Meira ...

Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

24.02.2018
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Meira ...

Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ sumarið 2018

23.02.2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lynghól

23.02.2018
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Lynghóll, landnr. 125346. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Lynghóls, landnr. 125346. Breytingin felst í eftirfarandi
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingu: Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar

23.02.2018
Breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar.
Meira ...

Flokkun á plasti í Mosfellsbæ hefst 1. mars

16.02.2018
Mosfellsbær mun frá og með 1. mars nk. bjóða íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu. Frá og með þeim degi geta íbúar sett hreint plast í lokuðum plastpoka í sorptunnuna (orkutunnuna) og SORPA flokkar það svo vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu.
Meira ...

Gönguskíðabraut á Tungubakkavelli

15.02.2018
Í morgun var troðin braut umhverfis Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Brautin er rétt um 900m og alveg flöt. Snjór er í lágmarki vestan megin í brautinni en ágætur austan megin. Brautin verður troðin aftur þegar bætir í snjó.
Meira ...

Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar

14.02.2018
Föstudaginn 16. febrúar kl. 16-18 opnar Sæunn Þorsteinsdóttir einkasýningu sem ber heitið Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar.
Meira ...

Öskudagurinn

14.02.2018
Kennsla stendur til kl.13:30 í grunnskólum Mosfellsbæjar í dag Öskudag. Það má gera ráð fyrir að börnin okkar fari á kreik á þeim tíma með söng og gleði á þessum skemmtilega degi. Vegfarendur eru því hvattir til að gæta sérstaklega varúðar þannig að allir njóti dagsins og komist heilir heim.
Meira ...

Hálkuvarnig - sandur/salt í Þjónustumiðstöð

02.02.2018
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús.
Meira ...

Safna- og sundlauganótt í Mosfellsbæ á Vetrarhátíð

01.02.2018
Árleg glæsileg fjögurra daga Vetrarhátíð fer fram dagana 1.-4. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Fjárhæðir frístundaávísana skólaárið 2017 til 2018

01.02.2018
Komið hefur í ljós að við greiðslu frístundaávísana á skólaárinu 2017-2018 var gerð villa við útreikninga sem leiddu til hærri greiðslna til foreldra en bæjarráð hafði ákveðið og bæjarstjórn staðfest haustið 2016.
Meira ...

Síða 0 af Infinity